Tíminn - 28.06.1980, Side 1
Laugardagur 28. júní 1980
139. tölublað 64. árgangur
Síðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavík ; Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Samið um stóraukin viðskipti við Sovétmenn:
Rússar kaupa 5000 tonn
af freðfiski til viðbótar
JSG — Mikilvægasti skamm-
timaárangur okkar úr þessum
samningum er sá aö Sovétmenn
lýsa þvi yfir aö þeir muni kaupa
5000 tonn til viöbótar af freöfisk-
flökum núna strax,” sagöi Þór-
hallur Asgeirsson ráöuneytis-
stjóri sem var formaöur is-
lensku samninganefndarinnar f
viöskiptaviöræöunum viö Sovét-
- menn en þeim lauk I gær. Þór-
hallur bætti þvf viö aö alls ekki
væri útilokaö aö Rússar keyptu
enn meira magn af freöfiski á
árinu.
Siguröur Markússon, fram-
aukin sala á saltsíld, ullarvörum o.fl. í nýjum 5 ára samningi
kvæmdastjóri sjávarafuröa-
deildar Sambandsins, sem tók
þátt i viöræöunum viö Sovét-
menn, sagöist i gær telja mjög
mikilsvert fyrir frystiiönaöinn
aö þessi Viöbótarsamningur
veröi geröur. Þannig rúmuöust
innan þessa sölumagns allar
þær birgöir af freöfiskflökum,
sérstaklega af karfa og grálúöu,
sem til væri i landinu og heföi
veriö pakkaö fyrir Sovétmark-
aöinn. Þá taldi Siguröur mikil-
vægtaö i samningaviöræöunum
heföi komiö f ljós aö Sovétmenn
hyggjast ekki draga úr kaupum
á freöfiski frá okkur á næstu ár-
um.
1 gær var annars gengiö frá
nýjum allsherjar viöskipta-
samningi viö Sovétmenn, sem
gilda á frá 1981-1985, og er i
honum gert ráö fyrir talsvert
auknum viöskiptum milli land-
anna tveggja, sérstaklega þó aö
útflutningurokkar muni aukast.
Langmest er aukningin i sölu
_okka r á saltsild, sem frá_2000-
4000 tonnum f slöasta fimm ára
samningi hækkar f 15000 til 20000
tonn. Aö sögn Þórhalls Asgeirs-
sonar hafa Sovétmenn áöur ver-
iö mjög tregir til aö ganga aö
óskum okkar um kaup á salt-
sild, þó þeir hafi I reynd keypt
meira undanfarin ár en kvótinn
I gildandi samningi gerir ráö
fyrir. Sildarútvegsnefnd hefur
lagt mikla áherslu á saltslldar-
samningana vegna útlits fyrir
aukinn slldarafla.
• I samningunum gert ráö
fyrir sölu á lagmeti fyrir 4 til 6,5
milljönir dala, en var áöur 1,3 til
2 milljónir. Einnig eykst sala á
ullarvörum samkvæmt samn-
ingum úr 2.1 til 3.1 milljónum
dala, I 4 til 4.9 milljónir dala, og
salan á málningu og lökkum úr
1000 til 1500 tonn I 1500 til 2000
tonn.
Undanfarin ár hefur mikill
halli veriö á viöskiptum okkar
viö Sovétmenn, og I fyrra var
innflutningur okkar þaöan þre-
falt meiri en útflutningurinn
Framhald á bls. 15
Stefnir í gott kosn-
ingaveður
JSG — „Júnlmánuður hefur veriö
meö afbrigöum þurr og sóiríkur
þó hitinn hafi varla veriö meira
en I meöallagi”, sagöi Hafliöi
Jónsson veöurfræöingur er Tim-
inn ræddi viö hann i gær. „Viö
sjáum enga breytingu á þessu
næstu tvo daga, svoaö þaö er útlit
fyrir hægviöri áfram og gott
kosningaveöur um allt land”.
„Fyrir utan kuldakaflann fyrir
noröan og vestan I siöustu viku,
sem náði reyndar suöur eftir
Austfjörðum, þá hefur eiginlega
veriö þurrt og gott veöur siðan I
maibyrjun. Það eru allir hér á þvi
að þetta sé afbrigðilega gott allt
saman”, bætti Hafliði viö. „Þó
hitinn hafi ekki veriö nema svona
rétt I meðallagi, þa* er það samt
betra en við höfum átt að venjast
undanfarin ár, og þaö teljum við
lika gott”.
Hafliöi kvaö veöurfræðinga
ekki hafa neina skýringu á góö-
viörinu, aöra en þá aö heppnin
væri okkur hliöholl. Þannig heföi
þeim sem leggöu sig eftir lang-
sóttum kenningum jafnvel brugð-
ist bogalistin um daginn þegar
tvö skemmtiferðaskip komu til
landsins, en haft hefur verið á
orði aö rigning fylgdi komu
þeirra. En ekki aö þessu sinni. •
Góða veörið hélt áfram „og þaö
jafnvel þó aö spáöum rigningu”,
sagði Hafliði Jónsson aö lokum.
r,
Höfðabakkabrúin endanlega
samþykkt i Byggingarnefnd:
Var ódýrari
valkosö
í haínað?
•I
I.
Kás — A fimmtudaginn sam-
þykkti Byggingarnefnd Reykja-
víkur endanlega byggingu svo-
kallaðrar Höföabakkabrúar yfir
Elliöaárnar, rétt neöan
Arbæjarstiflunnar. í samþykkt
Byggingarnefndar er gert ráö
fyrir hjóla- og göngugötu viö
hliö akbrautar á brúnni.
Þrátt fyrir aö samkomulag
hafi nú náðst um byggingu brú-
arinnar, þá veröur ekki hægt aö
hefja byggingaframkvæmdir aö
fullum krafti, þar sem sam-
komulag hefur veriö gert viö
laxveiöimenn um aö hafa ekki
frammi neinar aögeröir sem
truflaö gætu friöi laxveiöi-
manna og fórnardýra þeirra.
Þaö verður þvi ekki fyrr en i
haust, sem framkvæmdir geta
hafist fyrir alvöru, þ.e. þegar
laxveiöitimabiliö er úti.
I bókun fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins I Byggingarnefnd
vegna samþykktar brúarinnar
segirm.a.: „vekur þaö furðu aö
nýjar og ódýrari hugmyndir um
gerö brúarinnar hafa ekki átt
greiðan aögang aö Byggingar-
nefnd. Er þar um aö kenna
furðulegum vinnubrögöum
borgarverkfræöings, gatna-
málastjóra og yfirverkfræöings
gatnadeildar.sem reynt hafa aö
stinga gögnum þessum undir
stól”.
Nýju og ódýrari hugmyndirn-
ar um byggingu brúarinnar sem
Alþýöubandalagsmenn nefna i
bókun sinni koma fram I bréfi
verkfræöisstofunnar Hönnunar
h.f. sem upphaflega teiknaöi
brúna. Samkvæmt þeim mun
hægt að leggja veg yfir Elliða-
árnar fyrir allt aö helmingi
minna fé en gert er ráö fyrir aö
fari 1 byggingu Höföabakkabrú-
ar. Telur Hönnun forsendur
brostnar fyrir vali veglinunnar
og þörf fyrir brúarmannvirki á
þessum staö.
Starfsmenn borgarverkfræð-
ings eru á ööru máli, og telja
hugmyndir Hönnunar um nýja
veglinu „furðulega frá veg-
tæknilegu sjónarmiöi, stór-
hættulega meö tilliti til umferö-
aröryggis og fráleita meö tilliti
til náttúruverndar”.
Það er létt yfir Reykvlkingum þessa dagana, enda eindæma sumarbllöa. Unga fóikiö bregöur á leik og
hinir eldri nota hverja stund til aö njóta sólar. Tfmamynd Róbert.
Erfiðleikar frystihúsanna:
Birgðastaðan er ekkí
stóra vandamálið”
- segir Arni Benediktsson, formaður Félags Sambands
.1
fiskframleiðenda
Kás — „Birgöastaöan er engan
veginn góö. Þaö hefur hins vegar
komiö fyrir áöur og er ekki stóra
vandamálið”, sagöi Arni Bene-
diktsson, formaöur Félags Sam-
bands fiskframleiöenda, f samtali
viö Tfmann, þegar rætt var viö
hann um vanda frystihúsanna I
landinu.
„Viö sjáum ekki aö birgöa-
vandamáliö sé neitt verra, en þaö
var árin 1974—1975. Vandi okkar
var þá meiri, en Sölumiöstöövar
hraöfrystihúsanna, en þá sagöi
llka enginn neitt. Viö hljótum aö
komast fram úr þessu nú eins og
þá”, sagði Arni Benediktsson.
Um slöustu mánaöarmót voru
birgöir af freöfiski I landinu um
40.500 tonn, sem eru meiri birgöir
en nokkru sinni hafa veriö til I
landinu, og um 18% meiri en á
sama tlma I fyrra.
Samt sem áöur eru þessar
birgöir þó ekki hærra hlutfall af
ársframleiöslunni miöaö viö
undanfarin fimm ár. Vandamáliö
er hins vegar þaö, aö stækkun
geymslurýmis I landinu hefur
ekki veriö I neinu samræmi viö
framleiösluaukninguna á undan-
förnum árum, en framleiöslan
hefur aukist um 70% á undanförn-
um fimm árum, og stefnir I 15%
aukningu til viðbótar I þá átt á
þessu ári.
Astand birgöamála viröist vera
verst á Noröurlandi og á Vest-
fjöröum, þ.e. birgöir miöaö viö
geymslurými, ef litiö er á einstök
landsvæöi. Geymslurými á þess-
um stööum, og reyndar vlöa er
oröið ákaflega knappt, þannig aö
ekki eru nema fáar vikur þar til
þaö fyllist. Þaö veröur þó aö hafa
I huga, aö hugtakið geymslurými
getur veriö teygjanlegt þegar á
þaö reynir hvort menn geta kom-
iö fyrir meiri birgöum.
En eins og Árni sagöi hér aö
framan, þá er þaö ekki birgöa-
staöan sem er stóra vandamáliö,
heldur hitt hvort hægt er aö
breyta þessum birgöum I pen-
inga, þ.e. hvort hún sé seljanleg
vara.
En hvaö má búast viö aö þetta
óhagstæöa markaösástand vari
lengi? „Þetta er ekki I fyrsta og
eina skiptiö sem markaösaöstæö-
ur hafa breyst til hins verra hjá
okkur”, sagöi Arni Benediktsson.
„Þetta getur staöiö misjafnlega
lengi yfir, en ef kreppir aö I
markaði, þá má alltaf búast viö
aö þaö standi einhverja manuði.
Viö veröum aö vona aö þaö dragi
úr þessu a.m.k. á næsta ári.
Arni sagöi aö menn gætu reynt
aö kanna nýja markaöi fyrir freö-
fisksölu eins og þeir vildu, „En
þaö er ekkert þar sem getur kom-
ið nýtt I ljós”, Alltaf væri veriö aö
kanna markaösaöstæöur stööugt,
og menn vissu alveg hvar þeir
stæöu I þeim efnum.