Tíminn - 29.06.1980, Side 6
6
Wwúwsí
V.
Útgefandi Framsóknarfiokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu-
múia 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 250. Áskriftargjald kr.
5000ámánuöi. Blaöaprent.
Forsetakjör
í dag ganga íslendingar að kjörborði og velja
sér æðsta fulltrúa sinn, forseta Lýðveldisins Is-
lands. Embætti forseta Islands er i senn mikil-
vægt fyrir þá sök að forsetinn er sameiningar-
tákn og fulltrúi þjóðarinnar út á við og hefur
miklu hlutverki að gegna við að tryggja þjóðinni
sem best og vinsamlegust samskipti við aðrar
þjóðir, jafnt viðskiptaþjóðir sem aðrar.
Reyndar er fulltrúahlutverk forsetans ekki sið-
ur mikils virði inn á við, sem tákn heildarinnar og
rikisins i augum og hugum þjóðarinnar sjálfrar.
Það er þannig mikils um vert að þessu embætti sé
þjónað af reisn og myndugleika.
En embætti forsetans er einnig mikilvægt fyrir
þá sök, að til forsetans verður leitað þegar mikið
þykir liggja við i stjórnmálunum. Einkum á þetta
við þegar flóknar viðræður um stjórnarmyndun
standa yfir, en forsetinn hefur lika aðra mögu-
leika á þvi að láta til sin taka, enda þótt þingræði
riki i landinu.
Það er fráleitt, sem sumir menn hafa verið að
halda að fólki, að embættið sé aðeins fólgið i til-
gagnslitilli eða jafnvel óþarfri „veislustjórn”.
Það skiptir mjög miklu máli hvernig komið er
fram fyrir okkar hönd út á við, og það skiptir
þjóðina ekki siður miklu máli að æðsta embættið
sé mynduglega og virðulega skipað i augum
hennar sjálfrar.
Hvort tveggja er þáttur virðingar og sjálfsvirð*
ingar allrar þjóðarinnar.
Islendingar hafa notið þess að afbragðsmenn
hafa valist til forsetaembættisins. Bessastaðir
hafa verið haldnir af reisn og myndarskap og það
hefur kveðið að fremsta fulltrúa islensku þjóðar-
innar i samskiptum við útlendinga. Engu siður
hefur þjóðin fyrir sjálfri sér fundið i forseta sin-
um verðugan fulltrúa heildarinnar, bæði á
fagnaðarstundum og þegar alvara eða harmur
hefur rikt.
Mitt i önnum þessa kosningadags hlýtur þjóðin
þvi að þakka fráfarandi forseta sinum, dr.
Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru gifturik störf og
mikla þjónustu við landið og lýðveldið. Betri full
trúa islenskrar menningar, eins og hún hefur
erfst og ávaxtast i byggðum landsins og svo sem
hún enn lifir og dafnar, var ekki völ á að fá. Þeim
fylgir blessun og þökk þjóðarinnar allrar.
Það verður vissulega erfitt að feta i fótspor
þeirra sem hingað til hafa skipað æðsta embætti
islenska lýðveldisins. Og þjóðin nýtur þess, enn
nú i dag, að hún hefur um afbragðsfólk að velja til
þessa embættis, og það er gæfa þjóðarinnar að
svo skuli vera þegar kjósa skal til sliks trúnaðar.
Um leið og dr. Kristjáni Eldjárn verður vottuð
óvenjuleg og innileg virðing og þökk alþjóðar,
mun þjóðin fagna nýjum fulltrúa sinum og óska
honum farsældar og giftu.
JS
Sunnudagur 29. júni 1980.
Erlent yfirlit
Þórarinn Þórarinsson:
Þó er hann ekki í flokknum
Tanaka og Fukuda
HORÐ barátta er nú fram-
undan i Frjálslynda flokknum i
Japan um forsætisráöherraem-
bættiö. Þessi barátta veröur
sennilega enn haröari en ella
vegna hins mikla sigurs
flokksins I þingkosningunum
siöastl. sunnudag.
Nú er eftir enn meiru aö sækj-
ast, þvl aö eftir kosningasigur-
inn eru góöar horfur á, aö rikis-
stjórn flokksins geti setiö áfalla-
laust til loka kjörtimabilsins.
Japan mun hafa styrkari stjórn
eftir en áöur.
Þaö veröur sérkennilegt viö
þessa keppni um forsætisráö-
herraembættiö, aö sennilega
ræöur maöur, sem ekki er i
flokknum, mestu um þaö hver
hreppir hnossiö. Þessi maöur er
Kakuei Tanaka, sem var for-
sætisráöherra Japans á árunum
1972-1974. Hann varö aö fara frá
völdum vegna ásakana um aö
hann heföi þegiö stórfelldar
mútur af bandariskum flug-
vélaverksmiöjum (Lockheed)
Jafnframt varö hann aö segja
sig Ur flokknum og hefur veriö
utanflokka síöan.
Dómur hefur ekki gengiö enn
um ákærurnar á hendur
Tanaka og þvi hefur hann getaö
boöiö sig fram #til þings utan
flokka. Hann náöi endurkosn-
ingu nú meö yfirburöum.
Þingflokkur frjálslynda
flokksins hefur um lengra skeiö
skipst I fleiri klikur og gerir þaö
ekki minna eftir kosningarnar
nú. Tanaka var valinn forsætis-
ráöherra 1972 sökum þess, aö
hann réöi yfir fjölmennustu
kllkunni. Hann ræöur yfir henni
enn, þött hann sé ekki i flokkn-
um.
Eftir kosningarnar nú, hefur
Frjálslyndi flokkurinn 284 þing-
sæti I neöri deildinni og 135 I efri
deildinni, eöa um 420 þingmenn
samanlagt.
ATHUGUN, sem hefur veriö
gerö á þingstyrk klikuhópanna 1
flokknum, þykir leiöa I ljós, aö
Tanaka eigi öruggt fylgi 85
þingmanna.
Næst kemur klika Fukuda
fyrrv. forsætisráöherra, en hún
er talin hafa fylgi 76 þing-
manna.
Alíka sterkur er hópurinn,
sem fylgdi Ohira aö málum, en
hann hefur enn ekki valiö sér
forustumann.
Hópurinn, sem fylgir
Nakasone, fyrrverandi varnar-
Tanaka
málaráöherra, er talinn skipaö-
ur 50 þingmönnum.
Næst á eftir koma fylgismenn
Miki, fyrrverandi forsætisráö-
herra, 42 talsins aö sögn.
Fámennastur er hópurinn
undir forustu Nakagawa, en
hann telur ekki nema ellefu
þingmenn.
Aörir þingmenn flokksins.um
80 talsins., hafa ekki tekiö af-
stööu.
Baktjaldamakk milli þessara
hópa hefur ráöiö þvl mest hver
hefur oröiö forsætisráöherra á
undanfömum árum. Tanaka er
t.d. sagöur hafa ráöiö þvl, aö
Ohira var valinn forsætisráö-
herra I desember 1978.
Ýmsir spá þvl, aö nú muni
hópar Tanaka, Ohira og Naka-
sone sameinast og gera hinn
siöastnefnda aö forsætisráö-
herra. Tanaka hefur þó enn ekki
látiö neitt endanlega I ljós og
hefur aö sögn gefiö fleiri undir
fótinn en Nakasone.
TANAKA var um skeiö talinn
álitlegasta foringjaefniö I
Frjálslynda flokknum. Margir
spá þvl, aö hann eigi eftir aö
komast á efsta valdatindinn
aftur. Hann er tiltölulega ungur,
miöaö viö japanska stjórnmála-
menn, eöa 62 ára.
Tanaka er kominn af fátækum
ættum, og hefur ekki notiö
neinnar æöri skólamenntunar.
Hann fór aö heiman 16 ára og
vann alls konar verkamanna-
störf næstu árin, en reyndi aö
nema vélfræöi I tómstundum.
Ariö 1939 var hann kvaddur I
herinn, en afskráöur þar tveim-
ur árum síöar sökum heilsu-
brests. Hann kom sér þá upp
vélaverkstæöi, sem dafnaöi svo
vel undir stjórn hans, aö hann
varö auöugur maöur.
Tanaka hóf afskipti af stjórn-
málum eftir slöari heimsstyrj-
öldina. Hann var kosinn á þing
1947 og hefur átt þar sæti slöan.
Hann vann sér þar fljótlega gott
álit og voru honum falin ýmis
ráöherrastörf, unz hann varö
forsætisráöherra 1972.
Tanaka varö þá einn yngsti
forsætisráöherrann I sögu
Japans, aöeins 54 ára gamall.
Hann þótti reynast allvel sem
forsætisráöherra og var spáö aö
hann myndi halda stjórnarfor-
ustunni lengi. Sennilega heföi
þaö llka oröiö, ef bandarískir
fjölmiölar heföu ekki komiö
þeim sögum á kreik, aö hann
heföi þegiö stórfelldar mútur,
eins og áöur er sagt frá. Hann
varö þvl aö láta af stjórnarfor-
ustunni og fara úr flokknum.
Tanaka dró sig samt ekki I
hlé. Þeir Miki, sem var for-
sætisráöherra 1974-1976, og
Fukuda, sem var forsætisráö-
herra 1976-1978, vildu ekkert
hafa saman viö hann aö sælda.
Hann studdi þvl Ohira til valda
1978 og þykir nú áhrifamesti
stjórnmálamaöur Japana.
Úrslit þingkosninganna á
sunnudaginn uröu þau, aö
Frjálslyndi flokkurinn vann
mikiö á, Sóslalistaflokkurinn
stóö I staö, en Kommúnista-
flokkurinn tapaöi. Flokkur
Búddatrúarmanna, Komeito,
tapaöi og Sosialdemókratar
einnig. Hins vegar vann nýr
frjálslyndur flokkur nokkuö á.
óháöum þingmönnum fækkaöi.
Tanaka ræður mestu 1
Frjálslynda flokknum