Tíminn - 29.06.1980, Qupperneq 8

Tíminn - 29.06.1980, Qupperneq 8
'8 liHUiSl Sunnudagur 29. júnl 1980. Ingólfur Davíðsson t síöasta þætti var ofurlftiö rætt um ræktun á furu, greni og lerki hérlendis. Víkjum aftur aö barrtrjánum. Lerki fellir barr- iö á haustin enda stundum nefnt barrfellir. Nálar þess eru fremur mjúkar og sitja I smá- skiífum. Nýjar fallega ljós- grænar nálar spretta á vorin. Fura og greni bera fremur haröar sigrænar harpixrikar barrnálar, sem eru mun lengri á furunni. Berum saman greni og furu ögn nánar: Greinakerfi beggja er mjög reglulegt, þvi aö hliöargreinar myndast i kransi frá efstu blaööxlum á hverjum ársprota. Þess vegna kemur hver greinakransinn upp af öörum, eins og augljóst er á greni og ungum furutrjám. Má nokkum veginn áætla hve gam- alt tréö er meö þvi aö telja greinakransana, a.m.k. á ungum trjám. Siöar veröur þetta óglöggt, og á gömlum trjám er eina leiöin aö telja ár- hringana þegartréö er fellt, eöa taka borkjarna. Topphæöarvöxtur furu stööv- ast meö aldrinum, og tekur þá limkrónan oft aö breiöa úr sér og lfkist sveip eöa hjálmi, sbr. hjálmfura, sem margir hafa séö i Suöurlöndum. Þykir gömul skógarfura meö rauögulum gljáandi berki oft næsta fögur. Skógarfura er einhver út- breiddasta trjátegund I Evrópu, viöa stórvaxin og viöarmikil, en hérá hún erfitt uppdráttar, m.a. vegna fumlúsar, svo hætt er aö gróöursetja hana, a.m.k. I bráö, en vera má aö hentug afbrigöi finnist er betur þola ,.hér. Furuskógur er ekki eins dimmur og greniskógur, heldur mun opnari, svo aö talsvert af jurtum þrffst á skógarbotn- inum. Greni þolir talsveröan skugga og eru greniskógar oft æöi dimmir og fáar jurtir þrifast i þeim. Jafnan er lag af barr- nálum undir fum- og grenitrjám þvi aö þær rotna seint. Rætur furu og grenis eru alló- llkar. Rótarkerfi furu er öflugt og gengur djúpt I jörö. Aögæslu þarf viö gróöursetningu, rótin má ekki bögglast né skeröast ef vel á aö fara. Er þvi auöveldast aö gróöursetja ungar furuplönt- ur, meöan rótin er enn fremur stutt. Rætur grenis breiöast aftur á móti Ut til hiliöanna og vaxa ekki eins djúpt. Greni þolir heldur ekki hvassviöri eins vel og furan. Þvi hættir til aö rifna upp meö rótum og falla I stór- viörum, einkum ef snikju- sveppur hefur skemmt ræturnar, en á þvi ber allmikiö erlendis, t.d. á rauögreni. Flestar fumtegundir sitja mjög fast á sinni rót, þó hættir stafa- furu stundum til aö velta, e.t.v. helst vegna þess aö gróöur- setning hefur ekki veriö I lagi. Sérstakir, nytsamir sveppir lifa i sambandi viö rætur barr- trjáa og fjölmargra annarra trjáa og mynda svepprót (Mykorrhiza). Eru þá fingeröar rótargreinar alsettar gráleitu sveppaþykkildi, eöa veröa hnúökenndar. Þetta eru þræöir ýmissa sveppa og koma „hattar” þeirra I ljós milli trjánna þegar liöur á sumariö, sumt góöirmatsveppir, t.d. þeir sem fylgja furu og lerki. Svepp- urinn aflar köfnunarefnis úr jaröveginum og njóta trén góös af, einkum I ófrjóum jarövegi. Liklega fær sveppurinn kol- vetnasambönd frá trjárótunum i staöinn, svo aö bæöi tré og sveppur hafa gagn af sambúö- inni. Birki og lyng eiga lika sina sambýlissveppi, sbr. t.d. kúa- lubbann i skóglendi og fjall- drapamóum. Lerki breytir mjög svip haust og vor, greniö er mjög hiö sama allt áriö, en á furunni eru hinir ljósu uppréttu ársprotar mikil prýöi á vorin. Þaö er likt og kerti séu sett á jólatré! Stundum veröa barrnálar furu og grenis brúnleitar siöla vetrar og á vorin. Mest hætta er á þeim I sólskinsveöri þegar jörö er frosin. Ræturnar ná þá ekki i nóg vatn til aö bæta fyrir það sem gufar upp úr barr- nálunum, þótt litlar séu. í görðum er fært aö skyggja á litlar hrlslur, þegar svona stendur á veðri, t.d. meö striga. Sumir refta lika yfir litlar barr- plöntur á haustin. Barrtré til gróðursetningar I göröum eru vanalega seld meö hnaus og þurfa þvl ekki aö veröa fyrir verulegum hnekki viö flutning og gróöursetningu. Gætiö þess aö hnausinn (moldarkökkurinn) sé blautur. Ef svo er ekki þarf aö gegn- bleyta hann, leggja I vatn, áöur en gróöursett er. Mold þarf jafnan aö þrýsta vel aö kekki eöa rótum, en gæta þess þó aö rætur slitni ekki. Helstu tegundir barrtrjáa til gróöursetninar I göröum eru nú: Sitkagreni, rauögreni, fjallafura, bergfura, stafafura og lerki. Lerki og rauögreni einkum I innsveitum, en sitka- greni úti viö ströndina. Fjalla- fura og stafafura geta viöa þrif- ist. Bergfura er beinvaxiö af- brigöi eöa undirtegund fjalla- furu. Stafafura veröur um- fangsmikil meö aldreinum og ber aö hafa þaö I huga. Fjalla- fura fer vel i grasflöt, veröur sjaldan mjög stór, oft runn- kennd. Þrlfst I mögrum jarö- vegi, sbr. fjallafuru viö Rauöa- vatn og á gjábergi Þingvalla. í Noregi er fjallafura mikiö ræktuö sem garörunni, einkum lágvaxin afbrigöi, t.d. Pinus mugo var. pumilo, sem veröur varla meira en 1 m á hæö. Hæfir I grasflöt, steinhæöir og klappir. Fjallafura vex hátt upp i fjöll Miö- og Suöur-Evrópu og er jarölægur runni ofantil I fjöllum, en miklu gróskumeiri neöar i hllöum fjallanna. Rússalerki á Stálpastöðum I Skorradal. Gunnlaugur Briem stendur hjá. gróður og garðar barrtré á íslandi Sitkagreni og unglerki I Hólunum I Hallormsstaöaskógi. Sitkagrenið frá 5-8 m. á hæö. Stafafura um 4 m há.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.