Tíminn - 19.07.1980, Side 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
VSÍ stöðvar samningaviðræður i annað sinn:
Fulltrúum Vinnumála-
sambandsins vísað út
úr herbergi atvinnurekenda á fundinum með sáttanefnd i gær
JSS — Miklar sviptingar uröu á
fundi þeim sem sáttanefnd hélt
fyrir hádegi i gær meö fuiltrú-
um vinnuveitenda og fulltrúum
Alþýöusambands islands.
Lyktaöi fundinum á þann veg,
aö fulltrúar VSi kváöust ekki
sjá ástæöu til frekari viöræöna
viö ASÍ, þar sem hiö siöar-
nefnda haföi lagt fram ósk um
sérviðræöur viö Vinnumála-
samband samvinnufélaganna i
framhaldi af sameiginlegum
fundi ASÍ og VSÍ.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Timans geröist sá
atburður á fundi sáttanefndar
með deiluaðilum, aö VSl visaði
fulltrúum Vinnumálasambands
samvinnufélaganna út úr her-
bergi þvi sem fulltrúar vinnu-
veitenda höfðu til sameigin-
legra afnota á skrifstofu sátta-
semjara. Sögðu heimildarmenn
Timans að I upphafi fundar i
gær hefðu fulltrúar vinnuveit-
enda verið kallaöir inn til sátta-
nefndar. Kom þar fram að hálfu
VSl, aö það og ASI heföu haldið
fund i vikunni. Þar hefði verið
fariö yfir B-kafla tillagna VSl
um kjarnasamninginn og þar
hafi ekki verið neinn bilbugur á
fulltrúum ASl varðandi þennan
kafla, en hann fjallar um niður-
skurð ýmissra félagslegra
atriða, sem verkalýðsfélögin
hafa áunnið sér.
A fundinum með sáttanefnd
sögðust fulltrúar VSl ekki sjá að
það hefði neina þýðingu að ræða
meira um þetta nema ASl gæfi
eitthvað eftir i B-kaflanum. A
fundinum kom enn fremur fram
að fulltrúar Vinnumálasam-
bandsins höfðu átt óformlegar
viöræður við aöila innan ASÍ um
hugmyndir sem Vinnumála-
sambandiö hafði um lausn deil-
unnar. Voru þær einkum fólgnar
I þvi að samiö yrði um tiltölu-
lega mjög litlar kauphækkanir,
og samræmdi samningurinn
tekinn til skoöunar i eitt ár. Að
þvi loknu reyndu menn aö gera
sér grein fyrir þvi hvort hægt
væri að koma honum i fram-
kvæmd og hvaö hann mundi
kosta. Einnig yrði litið á, hvort
hægt væri aö koma honum i
framkvæmd á einhverjum ár-
um.
Við þessu brugöust fulltrúar
Framhald á bls 19
Þorsteinn Pálsson framkvæmdastj. VSt:
.Jíeitum að ,
ræða við ASI
við þessar að-
stæður”
JSG —Viö neitum aö ræöa viö Al-
þýöusambandiö viö þessar aö-
stæöur”, sagöi Þorsteinn Pálsson
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands islands, er Tim-
inn ræddi viö hann I gær.
Sagði Þorsteinn, að fundurinn
hefði byrjað á þvi að fulltrúar ASl
hefðu afneitað fullyröingu Vinnu-
málasambandsins um viöræöur
aðilanna að undanförnu, en jafn-
framt hefðu fulltrúar ASÍ tilkynnt
fulltrúum VSÍ að viðræðunefnd
hinna fyrrnefndu hefðu ákveöið
þaö fyrr um morguninn, að óska
eftir sérviöræðum. 1 framhaldi af
þvi hefðu fulltrúar VSl lýst þvi
yfir að þeir litu svo á aö ASI hefði
rofiö viöræöurnar meö þessu.
„Þessi yfirlýsing kom fram i
upphafi fundarins með Alþýöu-
sambandinu áður en að nokkrar
efnislegar umræður áttu sér stað.
Viðræöunefndin var búin aö
ákveða að óska eftir þessu fyrir
sameiginlega fundinn með okkur
i morgun”, sagöi Þorsteinn.
„Við teljum óeölilegt að ASI
fari út i sérviöræöur við Vinnu-
málasambandið vegna þess að
þeir eru i samningaviðræðum viö
okkur og viö teljum eðlilegt að
þeir séu þá i þeim viðræðum, en
ekki i viðræðum við aðra aöila.
Við erum þeirra langstærsti
samningsaðili. Vinnumálasam-
bandið er algjör aukaaðili varð-
andi þessa samninga og óskir
þeirra um fyrirvaralausar sér-
viðræður þýða ekkert annaö en
það að þeir vilja rjúfa viöræður
við okkur, sem langstærsta
samningsaöilann”, sagði Þor-
steinn að lokum.
Haukur Már Haraldsson blaðafulltrúi ASI:
Óskokkarum
sérviðræður
— bein afleiðing af framkomu fulltrúa VSI
JSS— „VSlkom með þessa ásök-
un um baktjaldamakk fram á
fundi i morgun og þar var það út-
skýrt rækilega fyrir þeim aö
þessar viðræður hefðu fariö fram
fyrir mörgum mánuðum slöan”,
sagði Haukur Már Haraldsson
blaðafulltrúi Alþýöusambands
islands.
Sagði hann, að ASl þyrfti aö
semja við tvo aðila og vitaskuld
þyrfti aö tala við þá báða.
„Vinnuveitendasambandið hefur
komiö þannig fram I þessum við-
ræöum, aö þaö viröist ekkert vera
á þeirra orðum að byggja og það
sannaöist siðast I morgun”, sagöi
Haukur. „Þá komu þeir tóm-
hentir til fundarins, en aftur
viröist Vinnumálasambandiö
taka betur i hlutina. Við óskuðum
eftir þessum sérviðræðum I
morgun, eftir að viö höföum talaö
við VSI og mætti jafnvel túlka
þessa ósk sem beina afleiðingu af
þeirra viðbrögðum á fundinum.
Þarna er þvi alls ekki um fyrir-
varalausa ósk aö ræða, þar sem
viö höfum þegar reynt aö ræða
viö VSI.” v
Þá sagði Haukur, að tilgangs-
laust væri að boða til vikulegra
funda meö VSI og fá siðan alltaf
sömu svörin þegar á hólminn
væri komiö. Sannleikurinn væri
sá að allt væri komiö i strand hjá
BSl. ósamkomulag væri innan
raða þess„sumir vildu semja en
aðrir ekki. Væri greinilega verið
Framhald á bls 19
t gær var útgáfudagur plötunnar „Sprengisandur” með Helgu Möller, Jóhanni Helgasyni og Gunnari
Þórðarsyni og árituðu þau plötuna fyrir utan versiun Karnabæjar I Austurstræti, þar sem Tryggvi tók
þessa mynd af þeim.
Hallgrímur Sigurðsson formaður Vinnumálasambands samvinnufélaganna:
„Það er verið að
reyna að koma á
vinnufriöi”
JSS — „Þaö er verið aö reyna að
koma á samningum og vinnufriöi
I landinu og sllkt gerist auðvitað
þannig að það þurfa margir
aðilar að koma saman og ræða
málin”, sagði Hallgrimur
Sigurðsson formaður Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna,
er Timinn spurði hann I gærkvöldi
hvort óeðlilegt gæti talist að ASÍ
hefði óskað eftir sérviðræðum við
Vinnumálasambandið.
„Það eru forkastanleg vinnu-
brögð að ætla að stofna til ófriðar
á vinnumarkaðinum fyrst meö
þvi aö stööva samningaviðræður
á þeim grundvelli að ASI falli
ekki frá sínum hugmyndum um
veröbótakerfiö og siöan á þeirri
forsendu að ASI ætli að ræöa við
Vinnumálasambandið”, sagði
Hallgrimur.
Sagði hann enn fremur, aö ekki
hefði komið frá á fundinum i gær
neinar fullyrðingar um að sérvið-
ræður hefðu fariö fram milli ASI
og Vinnumálasambandsins. Hið
eina sem fram heföi komið, væri,
að rætt heföi veriö óformlega viö
nokkra aðila hjá ASI. „Það er
auðvitað það sem alltaf gerist
þegar verið er aö reyna aö koma
á samningum. Menn veröa aö
reyna aö ræða saman óformlega
annað slagið þegar allt virðist
vera komið I strand, öðruvisi
komast samningar ekki á, sagöi
Hallgrimur.
„Mér finnst þaö ákaflega eðli-
legt aö ASI óski eftir sérviöræð-
um viö Vinnumálasambandið. Ég
tel að þeir hljóti aö verða að
þreifa fyrir sér alls staðar þar
sem þeir geta, þegar svona erfið-
lega gengur”.
Aðspuröur um, hvort til ófriðar
hefði komiö á fundi sáttanefndar
með fulltrúum vinnuveitenda I
gær kvaöst Haílgrimur ekki vilja
tjá sig um þá hlið málsins. Hitt
væri augljóst. aö reyna yröi til
þrautar allar leiðir til að þoka
samningaviðræðum áfram.