Tíminn - 19.07.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 19.07.1980, Qupperneq 6
6 Laugardagur 19. júli 1980 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýslngar Sióumúla 15. Sfmi 86300. — Kvttldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Vertt f lausasttlu kr. 250 Askriftargjald kr. 5000 á múnuði. r ._Biaðaprent. j Þau eru súr Flestir kannast við söguna um refinn, sem sagði, að berin væru súr, þegar hann gat ekki náð þeim. Þessi saga rifjast óneitanlega upp við lestur á forustugrein Mbl. i gær. Þar er ráðizt harkalega á Alþýðubandalagsmenn og þeir taldir óalandi og óferjandi. Annað var uppi á teningnum hjá ritstjórum Morgunblaðsins i siðari hluta desember siðastl., en þá voru þeir þvi eindregið fylgjandi, að komið yrði á stjórnarsamstarfi Sjálfstaeðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Annar ritstjóri Mbl., Styrmir Gunnarsson, skrif- aði þá tvær langar greinar til að réttlæta slikt sam- starf. Honum fórust þar m.a. orð á þessa leið: ,,Það er orðið brýnt, að Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag geri sér grein fyrir þvi, að þeir eru alltaf að skamma vitlaust ,,ihald”. Þeir hamast á Sjálf- stæðisflokknum og telja hann ihaldsflokk. Þó er Sjálfstæðisflokkurinn annar stærsti verkalýðsflokk- ur landsins, ef miðað er við fulltrúatölu á þingum ASí. Reynslan sýnir einnig, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur jafnan lagt þunga áherzlu á félagslegar umbætur þar sem hann hefur ráðið ferðinni, t.d. hjá Reykjavikurborg i hálfa öld. Þegar Sjálfstæðis- menn hafa farið með heilbrigðismál, tryggingamál og félagsmál i rikisstjórnum hafa orðið miklar framfarir i þeim efnum. Sjálfstæðisflokkur, Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag eiga þvi meira sameiginlegt heldur en siðarnefndu flokkarnir tveir og Framsóknarflokkur. Það er orðið timabært, að forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hætti að láta Framsóknarmenn blekkja sig eins og þeir hafa gert i 50 ár.” Styrmir sagði ennfremur: „Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag hafa sameiginlega meirihluta á Alþingi og geta þess vegna myndað samstjórn þessara tveggja flokka. Reynslan af þriggja flokka stjórnum hér er ekki góð. Miðað við þá reynslu er vafalaust skynsam- legra að stefna að samstarfi þessara flokka tveggja. Liklega eru margir þeir i Alþýðubandalagi og Sjálfstæðisflokki, sem á annað borð vilja kanna þetta mál nánar, þeirrar skoðunar að samstarf þeirra tveggja án þriðja aðila komi frekar til greina. Á hinn bóginn má bústa við, að þeir sjálfstæðis- menn og alþýðubandalagsmenn, sem eru fráhverfir samstarfi þessara flokka tveggja, mundu eiga betra með að sætta sig við það, ef það yrði með aðild Alþýðuflokksins. Þá væri um sama mynztur að ræða og Ólafur Thors mótaði 1944. Mundu margir sjálfstæðismenn telja það landráð að feta i fótspor hans? Og skyldu þeir vera margir Alþýðubanda- lagsmenn, sem lita á þá Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason sem flokkssvikara fyrir það að leiða Sósialistaflokkinn inn i nýsköþunarstjórn?” Framangreind ummæli Styrmis Gunnarssonar þurfa ekki neinnar skýringar við. Rás atburðanna varð sú, að nokkur hluti Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðubandalagið náðu saman, ásamt Framsóknarflokknum. En stjórnarfor- maðurinn varð Gunnar Thoroddsen, en ekki Geir Hallgrimsson, eins og Styrmir Gunnarsson hafði látið sig dreyma um. Þess vegna hamast Mbl. nú gegn rikisstjórninni, þvi að Gunnar er svarti sauðurinn i augum ritstjóranna. Vegna stjórnarfor- ustu hans er nú hamast i Mbl. gegn Alþýðubanda- laginu. Tækist hins vegar að koma Gunnari frá, myndi Styrmi ekki lengur þykja Alþýðubandalagið súrt. Þá stæði náðarfaðmur Geirs Hallgrimssonar op- inn þeim, sem þóttu súrir meðan þeir sátu i stjórn Gunnars Thoroddsen. Þ.Þ. l'li1!! *. !l ‘ L Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Bush eykur sigur- möguleika Reagans Reagan hefði þó frekar kosið annan meðframbjóöanda HELSTA eftirvæntingin I sambandi við flokksþing republikana, beindist ekki að þvi hver yrði forsetaefni þeirra. Það var vitað fyrirfram, að Ronald Reagan myndi verða sjálfkjörinn, þvi aö allir keppi- nautar hans voru búnir að draga sig i hlé. Menn biðu ekki heldur eftir stefnuskránni, þvl að vitað var fyrirfram aö hún yrði ihalds- söm. Forvitnin beindist fyrst og fremst að þvi hvert varafor- setaefnið yrði. Athyglin beindist að þvi af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi sökum þess, að Ronald Reagan er oröinn það aldraöur, að vafasamt þykir, hvort hann gegnir forseta- embættinu allt kjörtimabiliö, ef hann nær kosningu. í ööru lagi vegna þess, að val- ið á varaforsetaefninu yrði und- ir þessum kringumstæðum ekki siður visbending um hver stjórnarstefnan yrði en valiö á forsetaefninu sjálfu. Ef Ronald Reagan vildi fá hreinan hægri lit á væntanlega stjórn sina, þótti liklegt, að Paul Laxalt öldungadeildarmaöur frá Nevada, Jack F. Kemp þingmaöur frá New York eöa William Simon fyrrv. fjármála- ráöherra yrðu fyrir valinu. Kysi Reagan hins vegar að færa sig nær miöjunni, myndi hann velja George Bush, fyrrum sendi- herra, Howard H. Baker öldungadeildarmann frá Tennessee eða Donald Rumsfeld, fyrrum sendiherra hjá Nato. Reagan lét ekkert uppi um það áður en þingiö hófst, hvert val hans yrði. Hann vildi halda þvi opnu meöan mögulegt var. ÞEGAR á þingiö kom, fór það ekki dult, aö George Bush átti langmest fylgi fulltrúanna þar sem varaforsetaefni. Sökum þátttöku sinnar og úthalds i prófkjörunum var hann oröinn þekktastur þeirra, sem til greina komu. Hann hafði stöð- ugt verið að bæta álit sitt, þótt Reagan reyndist honum ofjarl. Hann virtist sá maöur, sem bæði hægri armurinn og vinstri armur gæti sætt sig best við. Skoðanakannanir meðal for- ustumanna republikana viða um Bandarikin, bentu einnig til, George Bush aö Bush nyti mest fylgis þeirra miðað viö áðurnefnd varafor- setaefni. Reagan virðist samt hafa ver- ið tregur til að fallast á Bush. Hann gat hins vegar erfiðlega gengið fram hjá honum. Þess vegna virðist honum hafa komið það ráð i hug að leita til Fords fyrrv. varaforseta. Vafalitiö hefði orðið gott sam- komulag um Ford sem varafor- setaefni, en skoöanakannanir benda til, að hann sé vinsælasti foringi republikana, ekki sist meðal óháðra kjósenda. Um skeið virtist lika svo, aö Ford hefði fallist á aö gefa kost á sér, ef vissum skilyröum væri fullnægt. A siöustu stundu slitn- aöi upp úr viðræðum þeirra. Fulltrúarnir áttu þá yfirleitt orðið von á tilnefningu Fords. Þeim kom þvi á óvart, og vakti það um skeið hálfgerða ringul- reið, þegar Reagan tilkynnti að valið hefði fallið á Bush. Þegar fulltrúarnir áttuðu sig, var þessu hins vegar vel tekið. Eins og málin standa I dag virð- ist Reagan hafa valið það vara- forsetaefni, sem er liklegast til aö vera honum mestur styrkur I kosningabaráttunni. ÞÓTT George Bush sé talinn héldur til hægri, þykir hann hóf- samur og öfgalaus. Hann þótti sækja sig I sambandi viö próf- kjörin og vann hann Reagan i nokkrum stórum rikjum eins og Pennsylvaniu og Michigan. Hann er talinn styrkja Reagan I norðausturrlkjunum, eins og New York, og i miörikjunum, eins og Illinois og Ohio. Þá muni hann styrkja Reagan I Texas. George Bush er 56 ára. Hann er fæddur og uppalinn i norð- austurrikjunum, en faöir hans var um skeið öldungadeildar- þingmaður fyrir Connecticut. A striösárunum gat Bush sér frægöarorð I hernum sem flug- maður. Siðar lauk hann hag- fræðiprófi við háskólann i Yale. Að námi loknu, hélt hann til Texas og átti þátt I stofnun oliu- félags, sem færði honum rifleg- an hagnað. Síðar sneri Bush sér að stjórn- málum og sat tvö kjörtimabil i fulltrúadeild Bandarikjaþings fyrir kjördæmi i Texas. Tviveg- is reyndi hann aö ná kosningu til öldungadeildarinnar fyrir Tex- as, en mistókst I bæði skiptin. Nixon forseti tók hann þá i þjónustu sina. Bush var sendi- herra Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum 1971—1972, sendifulltrúi Banda- rikjanna I Peking 1974—1975 og yfirmaður CIA 1975—1976. Bush er einn þeirra leiötoga republikana, sem hafa lýst fylgi við stjórnarskrárbreytinguna um jafnrétti kvenna og er að þvi leyti ósamþykkur samþykkt fiokksþingsins um það efni. Ronald Reagan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.