Tíminn - 05.09.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.09.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. september X980 Noröurlandskjördæmi eystra. Alþingismennirnir Stefán Valgeirsson og Guömundur Bjarnason og Nlels Lund, kennari halda stjórnmálafundi á eftirtöldum stööum: Hrlsey, föstudaginn 5. sept. kl. 20.00. Garöar á Húsavlk, laugardaginn 6. sept. kl. 21.00. Ljósvetningabúö, laugardaginn 6. sept. k. 14.00 Þelamerkurskóla, sunnudaginn 7. sept. kl. 21. ATH! Aöur auglýstur fundur I Báröardal fellur niöur, Bárödæling- um er bent á fundinn I Ljósvetningabúö. Kópavogur. Aöalfundur Framnes h.f. veröur haldinn I fundarsal Full- trúaráös Framsóknarfélaganna að Hamraborg 5 mánu- daginn 15. sept. n.k. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Tillaga um aukningu hlutafjár. Stiórnin. Norðurland-eystra Skrifstofa kjördæmissambands framsóknar- manna Hafnarstræti 90 Akureyri verður opin frá 1. sept. á virkum dögum milli kl. 14 og 16, simi 21180. íþróttir O hafa alla fyrirvara I hverju þvl samkomulagi sem þaö geröi viö KSt, en þaö hefur heldur ekki ver- iö virt viölits. Undirritaöur, sem jafnframt á sætii útvarpsráöi óskaöi eftir þvl I vor og sumar, aö ráöiö setti sig inn I þessa deilu, og varpaöi fram þeirri spurningu hvaöa umboö ör- fáir embættismenn heföu til aö hundsa rétt fjöldasamtaka á borö viö KSt og viröa hann ekki viölits en útvarpsráö hefur svaraö þeirri spurningu meö þögninni. Siöastliöinn mánudag var haft samband viö framkvæmdastjóra sjónvarpsins og enn spurst fyrir um hvort RUV vildi semja viö KSt um útsendingu frá leik ts- lands og Sovétrikjanna. Þvi var svaraö kl. 19.00 á þriöjudags- kvöldi meö þvl aö endurtaka aö sjónvarpiö heföi ekki áhuga á aö tala viö KSÍ, en stæöi fast á þvl aö geröur yröi heildarsamningur. Þegar hér var komiö sögu sá KSt enga ástæöu til þess aö iáta þaö afskiptalaust, aö starfsmenn sjónvarpsins fengju óáreittir aö koma bifreiöum og upptökutækj- um fyrir inn á leikvanginum án þess aö spyrja kóng eöa prest. KSt er leigutaki og fram- kvæmdaraöili landsleiksins sem fram fór i gærkvöldi og þaö er lágmarkskurteisi aö óska eftir leyfi hjá KSt til þess aö koma fyr- ir miklum tækjum og hafa afnot af rafmagni til þess aö taka upp mynd af leik sem KSt stendur fyrír. Ekki sist á þetta viö, þegar sami aöili hefur sýnt KSt lftils- viröingu og tillitsleysi eins og aö framan er rakiö. KSt vill viröa rétt sjónvarps og útvarps eins og annarra aöila til aö skýra frá landsleikjum i frétt- um. En i þeim samningum og reglum sem sjónvarpiö visar nú til, segir ekkert hvernig aö þeirri fréttaöfiun skuli staöiö, og þar er ekki einn staf aö finna um þaö, aö sjónvarp hafi rétt til þess aö ryöj- ast meö bifreiðar og tæki inn á svæöiö án leyfis frá fram- kvæmdaraðila. Þessum yfirgangi var KSt aö mótmæla, meö þvl aö neita og koma I veg fyrir aö sjónvarpsbfl- um væri hleypt inn fyrir hliö leik- vangsins. Þaö skal ölium vera ljóst, aö meöan örfáir embættis- menn hjá opinberri stofnun telja sig geta virt rétt fjöldasamtaka og áhugasamtaka eins og Knatt- spyrnusambandsins aö vettugiþá geta þeir ekki búist viö þvi, aö all- ar gáttir séu opnaðar, þegar þeim þóknast. Mál þetta snýst ekki um þaö, aö KSt meini Rikisútvarpinu aö lýsa eöa senda út efni frá landsleikj- um. Þaö snýst um þaö, hvort opinberir embættismenn geti aö geöþótta ákveöiö sjálfir aö form- leg og viöurkennd samtök I iþróttahreyfingunni eigi aö afsala sér rétti til aö semja um sln eigin mál. KSt efnir til landsleikja og hefur sjónvarpsefni upp á aö bjóöa. Um greiöslur fyrir þaö efni getur enginn annar samiö en KSt sjálft. Fyrirhöfn embættismanna af þvi aö ræöa og semja viö fulltrúa frjálsra áhugasamtaka á ekki aö ráöa þvl, hvort réttur þeirra siöarnefndu til aö hafa stjórn á sinum eigin málum, sé fyrir borö borinn. Embættismenn geta ekki þvingaö KSt til aö afsala sér rétt- indum sfnum. Um þetta snýst deilan. f.h. stjórnarKnattspyrnusam- bands tslands Ellert B. Schram form. Eins og fram kemur I þessari greinargerö ætti aö vera ljóst aö hér er um mikið mál aö ræöa. Fjárhagstjórn KSI vegna þessa máls er mikiö og sjónvarpiö tapar einnig á þvl á vissan hátt. Þaö er þvl ákaflega þýðingarmikið, beggja aöila vegna, aö lausn finn- ist á þessu máli og þaö sem fyrst. Leyfið © leyfis, áöur en þeir kæmu. Geröir heföu veriö sérsamningar viö verktaka t.d. viö virkjanir. Þar heföu veriö ákvæöi um, aö þeir fengju aö hafa a.m.k. stjórnendur og einhverja sérhæföa starfs- menn af slnu fasta starfsliöi. Ekki náöist i Karl Jóhannsson hjá útlendingaeftirlitinu, sem einkum hefur séö um þetta mál, þar sem hann var I frli Sambandið § Geröur Steinþórsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, og Björgvin Guðmundsson, borgar- fulltrúi Alþýöuflokksins, töluöu bæöi meö þvi aö Sambandiö fengi þessa lóö. Björgvin sagöi aö vlst mætti deila um staösetningu þessa hús. Afstaða Hafnarstjórn- ar heföi hins vegar markast af þvi, aö fengi Sambandiö ekki þessa lóö, þá myndi þaö færa höfuöstöövar sinar út úr borginni, en forsvarsmenn fyrir- tækisins legöu á þaö þunga áherslu aö starfsemi þess yröi sameinuö á einum stað. Til marks um umsvif Sambandsins sagöi hann aö hér I borginni væru nú um 900 menn starfandi á vegum þess, og munaði um minna ef þaö flytti sig um set út úr borginni. Sem fyrr segir var vilyröi Hafnarstjórnar samþykkt meö 9:6 atkvæöum. 19 Fróðlegt rit O En meö þessu er ekki sagöur nema hlutá sögunnar. Ahrifin af sildveiöum Norömanna hér viö land uröu mikil, — einkum á Austfjöröum og viö Eyjafjörö. Is- lendingar höfðu aldrei veitt slld aö neinu marki en nú varö þeim skyndilega ljós, aö „silfur hafs- ins” var verömætur fiskur. Norö- mennirnir höföu hér mikil um- svif, þeir leigöu lönd af bændum, reistu hús og réöu fólk i vinnu. Meö þeim fluttust miklir pening- ar til landsins og kom þaö mörg- um vel. Meö nokkrum rétti má segja, aö vinnan viö sildarútveg Norömanna hafi oröið vinnufólki svipaöur aflgjafi og sauöasalan til Skotlands varö bændum. Hitt var þó ekki minna um vert aö meö Norðmönnunum fluttust til landsins nýir verkshættir o| verkkunnátta. Og ekki má gleyma þvl aö á meöan Norö- menn stunduöu hér veiöar uröu samgöngur á milli Islands og Noregs miklu betri og meiri en áður haföi veriö. Allt sumariö voru norsk gufuskip I stööugum feröum á milli Stafangurs, Haugasunds, Björgvinjar og ann- arra útgeröarbæja norskra og þeirra staöa á tslandi, þar sem slldveiöar voru stundaöar. Þar er helst aö nefna Seyðisfjörö, Eski- fjörö, Reyöarfjörö og Mjóafjörö, auk Eyjafjaröar. Sá hluti lslands sem um aldir haföi veriö af- skekktastur, Austfiröirnir voru nú skyndilega komnir I betra samband viö umheiminn en flest- ir aörir landshlutar. Auðvitaö höföu þessar miklu veiöar Utlendinga hér viö land slnar skuggahliöar. Norö- mennirnir veiddu hér I landhelgi og fóru I kringum lögin meö þvl aö láta einstaka menn hafa hér vetursetu, eöa með þvl aö nota Is- lenska „leppa” eöa „strámenn”. Og ekki var dæmalaust aö samningar væru sviknir, stoliö undan skatti og fleira þessháttar. Þegar á heildina er litiö voru þó áhrifin jákvæö. Allan þennan tíma stunduöu Norömenn einnig miklar þorsk- veiöar og fóru þær aö mestum hluta fram úti fyrir Vestfjöröum. Fiskinn seldu þeir ýmist hér á landi eöa fluttu utan mest til Bretlands. Um allt þetta fjallar höfundur I þessari fróölegu bók. öllum þeim sem áhuga hafa á sögu útgerðar viö íslandsstrendur hlýtur aö þykja góöur fengur aö bókinni og ekki ætti aö spilla aö þar eru nefndir til sögu ýmsir þjóökunnir menn, islenskir og norskir. Aldrei er þó svo aö ekki megi finna aö einu og ööru. Aö minni hyggju er þaðhelst ga gnrýnisvert viö bókina, frá Islenskum sjónar- hóli a.m.k., hve lltið er fjallaö um þau miklu áhrif er norsku sild- veiöimennirnir höföu hér. Þó ber aö hafa I huga aö höfundur er aö skrifa norska útgerðarsögu en ekki Islandssögu. Höfundur er greinilega vel læs á Islensku og notar bæöi Islenskar og norskar heimildir, prentaðar sem óprentaöar. Engin deili kann ég á höfundi en fróöur maöur tjáöi mér aö hann væri af veikara kyninuoghefði komiö a.m.k. eina ferö hingaö til lands til rann- sókna. Sú ferö hefur greinilega boriö góðan árangur og væri gott gagn aö fleiri sllkum heimsókn- um. 1 bókarlok eru skrár yfir þau skip er hér stunduöu veiöar á áöurnefndu árabili, auk heimilda- og nafnaskrár. Allur frágangur bókarinnar er mjög smekklegur. Jón Þ. Þór Áætlunarflug tíl Grundarfjarðar A morgun mun Arnarflug hefja reglubundnar feröir til Grundar- fjaröar. Flogiö veröur frá Reykjavlk þriöjudaga, fimmtu- daga og föstudaga klukkan 10 árdegis. 1 nærfellt eitt ár hefur Arnarflug haldið uppi reglubund- inni áætlun til nágrannastaðanna á Snæfellsnesi, þe. Stykkishólms og Rifs. Reynslan hefur sýnt aukiö traust ibúanna á flugsam- göngum og er ákvöröun um aö hefja áætlunarflug frá Reykjavlk til Grundarfjaröar bein afleiöing þess. I sumar stóð Arnarflug fyrir all Itarlegri þjónustukönnun meöal íbúa þeirra staöa, sem eru I reglubundnu flugsambandi viö Reykjavik. Nú er veriö aö vinna úr þeim svörum sem bárust, meö tilliti til hagræöingar I gerö áætl- unar fyrir vetrarflugiö sam- kvæmt óskum og þörfum ibúanna sjálfra. Aætlunarflug Arnarflugs bein- ist aöallega til hinna ireifbýlli staöa vestanlands og noröan, sem búa aö jafnaöi viö slæmar vega- samgöngur og oft ekki neinar yfir vetrarmánuöina. Flugiö er þvl mikilvæg samgönguleiö fyrir þessi byggöarlög og slöast en ekki slst öryggisatriöi fyrir Ibúana. Takið þátt í at- kvæðagreiðslunni Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar 3. september 1980: Stjórn Starfsmannafélags Húsakynni O stjóri og Halldór Rafnar formaöur, og Theodór Jónsson forstööumaöur. Fengu þeir dygga aöstoö tveggja lögreglu- þjóna viö aö komast upp tröppurnar á Stjórnarráöshús- inu, en þar tók f'orseti Islands Vigdls Finnbogadóttir á móti þeim. Ræddust þau viö góöa stund „I von um aö forsetinn gangi á undan meö góöu for- dæmi”, eins og Theodór komst aö oröi. „Forsetinn er hafinn yfir stjórnmálaþras og þaö er tekiö tillit til þess sem hún segir og gerir, svo viö vonum aö þetta beri árangur. Þaö þarf vart aö bæta því viö aö okkur var mjög vel tekiö”, sagöi Theodór aö lokum. Una Dóra flutti ég til Kaliforniu og þá fyrst komu verk mln fyrir al- menningssjónir. Ég tók þátt I samsýningum I Paule Anglim sýningarsalnum I San Fancisco. Sýningin I NH er fyrsta einka- sýning min og nú get ég sýnt opinberlega þau verk sem ég hef unniö á sl. 5 árum”. Sýningin veröur opin á venju- legum opnunartima hússins kl. 9-19 til 28. september. Auglýsið 0 / Tímanum Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UXF Reykjavlkurborgar beinir þeim tilmælum til allra félagsmanna sinna, að þeir taki þátt i alls- herjaratkvæöagreiöslunni um kjarasamning félagsins 4. og 5. september. Stjórn Starfsmannafélagsins mælir meö samþykkt þessa samnings sem geröur er til 13 mánaöa. Er þaö m.a. forsenda þess aö viöræöur um sérkjara- samninga geti hafist. Almenn kosningaþátttaka er styrkur fyrir félagiö. Stjórnin. tslenskt FOÐUR kjarnfóöur' FÓÐURSÖLT • OG BÆTIEFNI Stewartsalt Vifoskal Cocura KÖGGLAÐ MAGNÍUMSALT GÓÐ VÖRN GEGN GRASDOÐA 63 MJOLKURFELAG REYKJAVIKUR /IFERÐAR Húsg ögn og innréttingar Suöurlandsbraut 18 Selur: Eldhú sinnréttingar, Baöherbergisinn- réttingar. Fataskápa og skrif- stofuhúsgögn frá Trésmiöju K.A. Sel- fossi. Bólstruö húsgögn frá Húsgagnaiöju K.R. Hvolsvelli Innihuröir og skrif- stofustóla frá Tré- smiðju K.S. Vik. Ennfremur innflutt húsgögn frá Dan- mörku, Noregi, Svi- þjóð, Finnlandi, Bretlandi og Þýska- landi. Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Slmi 86-900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.