Tíminn - 24.10.1980, Side 3
Föstudagur 24. október 1980
3
Ný 5 ára landgræðsluáætlun að líta dagsins ljós:
JAFNVIRÐI ÞJÓÐAR6JAF-
ARINNAR NÆSTU 5 ÁRIN
— nýmæli varðandi skóg- og skjólbeltarækt
HEI — Timabili landgræðslu-
áætlunar þeirrar, sem sam-
þvkkt var á Þingvöllum árið
1974 „Þjóðargjöfin", lauk sem
kunnugt er með árinu 1979.
Snemma á þvi ári fól Stein-
grimur Hermannsson, þáv.
landbúnaðarráðherra, sam-
starfsnefnd um landgræðslu-
áætlun að gera úttekt á þvi sem
áunnist hefði á timabilinu og
jafnframt að gera tillögur það
hvernig best verði staðið að
áframhaldi þannig að ekki komi
til afturkipps i landgræðslu- og
gróðurverndarstörfin þegar
Ijárveitingar samkvæmt
Þjóðargjöfinni nýtur ekki leng-
ur við.
Nú mun komið að þvi að þessu
áliti fyrir timabilið 1981-1985
verði skilað. Munu tillögur
nefndarinnar miðast við það að
samsvarandi ljármagni verði
varið til þessara mála næstu 5
árin og var á timabili fyrri áætl-
unar.
Þjóðargjöfin var sem menn
muna 1 milljarður króna, eða
200 milljónir á ári á timabilinu.
Féð var verðtryggt og verð-
tryggingin á framkvæmdafé
hvers árs greidd ári eftirá. I ár
voru þvi til framkvæmda verð-
bætur á 200 milljónirnar frá
siðasta ári, sem nam nú orðið
rúmum 900 milljónum króna.
Þar sem i samstarfssáttmála
núverandi stjórnar er gert ráð
fyrir gerð nýrrar landgræðslu-
áætlunar hefur það vakið
athygli, að i fjárlagafrumvarp-
inu fyrir árið 1981 eru 850
milljónir áætlaðar til þessara
mála, sem er þá lægri fjárhæð
en nam verðbótum af ársfram-
laginu i fyrra, sem fyrr segir.
Snemma á þessu ári mun nefnd-
in hafa áætlað að ársíramlagið
þyrftiaðnema um 1.200 milljón-
um á ári miðað við þágildandi
verðlag. Framlag ársins 1981
þyrfti þvi liklega að vera á bil-
inu 16-1800 milljónir króna.
Samkvæmt áliti samstarfs-
nefndarinnar mun áfram verða
stefnt að sömu heildarmark-
miðum næstu 5 árin, en hinsveg-
ar nokkur breytt áhersluatriði.
T.d. mun það vera nýmæli að
reiknað verður með sameigin-
legum verkeínum stofnana m.a.
um skjólbeltarækt, i samvinnu
búnaðarfélaga, skógræktar- og
rannsóknaraðila. Einnig mun
reiknað með nokkurri héraðs-
skógræktun, sem þá er ætlað að
vera upphaf að þvi að skógrækt
verði búgrein. Höfuðáherslan
mun, eins og fyrr, lögð á starf-
semi Landgræðslu rikisins, þar
sem aðalverkefnin eru stöðvun
jarðvegseyðingar og upp-
græðsla. Einnig verður rik
áhersla lögð á gróðureftirlit.
Kirkjuþing
hefst í dag
AB — Kirkjuþing hefur störf i
dag, föstudaginn 24. okt. kl. 14.00 i
Ilallgrimskirkju með guðs-
þjónustu. Þingið kemur saman
annað hvert ár og eru þingmenn
17 talsins. Auk kirkjumálaráð-
herra og biskups, sem er forseti
þingsins, eru 14 fulltrúar kjörnir
úr hinum 7 kjördæmum iandsins
og einn fulltrúi frá guðfræðideild
Háskólans.
Aðalmál þingsins verður frum-
varp að nýrri handbók kirkjunnar
sem samþykkt var i öllum grund-
vallaratriðum mótatkvæðalaust á
Prestastefnunni i vor.
Handbókarfrumvarpið hefur
verið alllengi i bigerð. Drög að
nýrri handbók voru send út til
reynslu 1976 og siðasta kirkjuþing
skipaði siöan 11 manna nefnd
guðfræðinga og tónlistarmanna
undir forystu dr. Einars Sigur-
björnssonar, sem lagði frum-
varpið fram i vor. Var samstaða i
nefndinni um frumvarpiö.
Samkvæmt tillögunum er gert
ráð fyrir fleiri valkostum við
helgihald kirkjunnar, sérstaklega
hvað tónlistina áhrærir.
Má að sjálfsögðu hafa áfram
tónsöngva Sigfúsar Einarssonar
og Bjarna Þorsteinssonar svo og
hinn klassiska tónsöng, sem oft er
nefndur gregorianskur. Æskilegt
þykir að fá einnig nýjan tónsöng.
Allmörg önnur mái verða
væntanlega lögð fram á Kirkju-
þingi. Milliþinganefnd mun skila
áliti um tillögu um stjórn og skip-
an prófastsdæma frá siðasta
Kirkjuþingi. Nefndir sem kanna
fræðslumál kirkjunnar gefa
skýrslur sinar.
Kirkjuþing mun formlega
Framhald á bls. 19.
Alfheimabakarihefur nú fært út kviarnarog opnaö nýja verslun aö Hagamel 67 I Reykjavik. Eru útsölu-
staðirnir þá orönir tveir, en Alfheimabakarliö hefur veriö rekiö aö Alfheimum 6 I yfir tuttugu ár. Nýju
versluninni i Vesturbænum er m.a. ætlaö aö mæta óskum fjölmargra viöskiptavina úr hverfinu, sem á
undanförnum árum hafa lagt leiö sina alla leiö inn I Alfheima og veriö á meöal tryggustu viöskiptavin-
anna þar.
Landsráðstefna her-
stöðvaandstæðinga
AB — Hina árlegu landsráð-
stefnu herstöðvaandstæðinga,
sem haldin var á Akureyri 18. og
19. okt. sóttu um 100 herstöðva-
andstæðingar.
Á ráðstefnunni var gefin
skýrsla um starfið á liðnu
starfsári, fjallað var um stöðu
tslands i kjarnorkuvigbúnaði,
baráttuleiðir ræddar, ályktanir
samdar, kosiö I miðnefnd o.fl.
Miðnefndin kaus sér siðan
þriggja manna stjórn, en frá þvi
hefur nú þegar verið greint hér i
blaðinu. Þriggja manna fram-
kvæmdanefnd hefur einnig
verið valin, en hana skipa
Arthúr Morthens, Erling Olafs-
son og Jón Ásgeir Sigurðsson.
Herstöðvaandstæðingar sem
nú eru komnir i stærra og betra
húsnæði, að Skólavörðustig 1 A,
vænta mikils og blómlegs starfs
á komandi starfsári.
Ályktun samþykkt á
Landsráðstefnu
herstöðvaa ndstæðinga.
Samtök herstöðvaandstæð-
inga vara við öllum tilraunum
til að breiða yfir dvöl ameriska
hernámssetuliðsins á lslandi.
Hinsvegar telja samtökin að
vinna beri að þvi eftir öllum
mögulegum leiðum að rjúfa
tengsl hersetunnar við islenskt
menningar- og atvinnulif. Stórt
skref i þá átt væri að loka út-
varpi ameriska hersins á Kefla-
vikurflugvelli.
tslenskt sjúkraflug verður nú
þegar að koma i stað sjúkra-
ílutninga hernámssetuliðsins.
Suðurnesjaáætlun ber og að
framkvæma.
Samtök herstöðvaandstæð-
inga krefjast þess að rikisstjórn
tslands standi við það ákvæði
rikisstjórnarsáttmála að umsvif
hernámssetuliðsins á Miðnes-
heiði verði ekki aukin.
Fyrirætlanir um stórauknar
eldsneytisgeymslur fyrir NATÓ
i Keflavik svo og tilburðir utan-
rikisráðherra að betla aðstoð
ameriska hersins til handa
Flugleiðum er gróft brot á þvi
ákvæði rikisstjórnarsáttmála
sem fyrr er vitnað til.
ítrekun herstööva-
andstæöinga
Landráðstefna Sam-
taka herstöðvaand-
stæöinga haldin þann 18.
og 19. október á Akureyri
ítrekar baráttumarkmið
samtakanna og telur að
þróun vígbúnaðar ásamt
breyttu eðli herstöðva
Bandaríkjanna hérlendis
i stjórnstöð i kjarnorku-
vígbúnaði Bandarikjanna
og NATó/ renni enn frek-
ari stoðum undir mikil-
vægi baráttu herstöðva-
andstæðinga gegn her-
stöðvum hérlendis og
aðild að NATÓ.
Kristján Ted Arnason
Kristján Ted
Árnason endur-
kjörínn
bæjarstjórí á Gimli
í gær var kosinn bæjarstjóri á
Gimli I Manitoba, Kanada, til
næstu tveggja ára I almennum
kosningum. Kosningin fór þannig,
að Kristján Ted Arnason fékk
78% greiddra atkvæða. Er
ánægjulegt til þess að hugsa, að
maður af islenskum ættum
verður bæjarstjóri á hundrað ára
afmæli Gimli, sem verður næsta
ár. Eiginkona Teds er Marjorie
Arnason, sem stjórnað hefur
ferður Vestur-tslendinga hingað.
Kosningastjóri var Stefán J.
Stefánsson fyrrverandi formaður
Þjóðræknisfélags tslendinga.