Tíminn - 24.10.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.10.1980, Blaðsíða 8
8 r Föstudagur 24. október 1980. Föstudagur 24. október 1980. 13 Aðdragandi og aðkoma Rikisstjórnin tók til starfa 8. febrúar 1980. Stjórn Alþýðu- flokksins, sem þá hafði setið i nær fjóra mánuði, var bráðabirgða- stjórn, sem hafði það hlutverk að rjúfa Alþingi og efna til kosninga og halda landsstjórninni í horfinu. Að loknum þingkosningum i byrjun desember 1979 reyndu for- ystumenn fjögurra þingflokka að mynda rikisstjórn. Þær tilraunir stóðu i tvo mánuði án árangurs. Um mánaðamót janúar og febrúar 1980horfðisvo,að Alþingi myndi ekki gegna þeirri höfuð- skyldu að sjá landinu fyrir rikis- stjórn og við blasti, að gripið yrði til utanþingsstjórnar. Þá var nú- verandi rikisstjórn mynduð. Sú stjórnarmyndun var eini mögu- leikinn sem þá var fyrir hendi til þingræðisstjórnar með stuðningi meirihluta á Alþingi. A fyrsta fundi i sameinuðu Al- þingi eftir stjórnarmyndun, 11. febrúar lýsti rikisstjórnin stefnu sinni eins og hún birtist i stjórnar- sáttmála rikisstjórnarinnar. Þegar rikisstjórnin tók við, var aðkoman þessi i stórum dráttum : Verðbólgan var 61% frá byrjun til loka ársins 1979. Rikisstjórnin' tók þvi við um 60% verðbólgu- hraða. Aðalútflutningsgrein lands- manna, frystiiðnaðurinn stóð höllum fæti, m.a. vegna sölu- tregðu á Bandarikjamarkaði. Rikisstjórnin hefur gert ráðstafanir til þess að bæta frystihúsunum upp á einn eða annan hátt, einkum með aðlögun gengis, útgjaldahækkanir og tekjutap, sem orðið hafa siðan stjórnin var mynduð. Hagur frystiiðnaðarins hefur þvi ekki versnað á þessu átta mánaða timabili. En til viðbótar þeim erfiðleikum, sem orðið hafa siðan i febrúar siðastliðnum og leystir hafa verið, kemur sá vandi frysti- húsanna, sem skapaðist á tima- bilinu október 1979 til febrúar 1980. Þá hækkaði tilkostnaður þeirra innanlands um 15-20%. A sama tima stóð fiskverð i Banda- rikjunum i stað, en til þess að mæta þessari kostnaðarhækkun var gengissig aðeins um 5%. Við stjórnarskiptin voru einnig allir kjarasamningar lausir, bæði á hinum almenna markaði og við opinbera starfsmenn. Stjórnarsátt- málinn 1 stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar eru rædd ýtarlega þau vandamál, sem við er að glfma, markmiðin, sem rikis- stjórnin stefnir að, og úrræðin, sem hún hyggst beita. Eins og jafnan i stjórnarsamningum er þar um ramma að ræða, sem siðan þarf að útfylla nánar. 1 upphafi stjórnarsáttmálans segir svo: „Meginverkefni rikisstjórnar- innar er að treysta islenskt efna- hags- og atvinnulif, enda er það ein helsta íorsenda fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Jafníramt leggur rikisstjórnin áherslu á að efla menningarstarfsemi, auka féiagslega þjónustu og jafna lifs- kjör”. Efnahagsmál — hjöðnun verðbólgu Stefna rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum er i höfuðat- riöum mótuð þannig: „Rikisstjórnin mun berjast gegn verðbólgunni með aðhalds- aðgerðum, er varða verðlag, gengi, peningamál, fjárfestingu og rikisfjármál”. „Rikisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu þannig, að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og i helstu viðskiptalönd- um tslendinga”. Hér er þvi gertráð fyrir þriggja ára áætlun um viðureign við verðbólguna, þannig, að i lok árs- ins 1982 hafi verðbólgan náöst verulega niður. Aður en lengra er haldið er rétt að nefna tvö grundvallaratriði, sem jafnan verður að hafa i' huga. Hið fyrra er það, að viðnám gegn verðbólgu byggist ekki á einum einstökum þætti efnahags- mála. Það eru margir meginþættir efnahagsmálanna, sem þarf að vinna að i samhengi. Þvi aðeins að heildarsýn sé höfð og það tak- ist að ná tökum á öllum þessum helstu þáttum, er von um árangur. Þessir meginþættir eru: Rikisfjármál, peningamál, þ.e. innlán og útlán, verðlag, gengi, fjárfesting og launamál. Hitt grundvallaratriðið er jafn- vægi. Á öllum sviðum þjóðlifsins þarf á jafnvægi að halda til þess að vel fari. 1 rikisfjármálum þarf jöfnuð milli tekna og gjalda. Við þurfum jafnvægi i peningamál- um, jafnvægi milli innlána og út- lána. Við þurfum að hafa jafn- vægi i atvinnumálum, þannig að framboð og eftirspurn vinnuafls standist nokkurn veginn á, svo að afstýrtsé atvinnuleysi, en um leið komið i veg fyrir ofþenslu á vinnumarkaði. Það þarf að stuðla að jöfnuði i utanrikisviðskiptum, viðskiptajöfnuði. Rikisfjármál 1 stjórnarsáttmálanum er stefnan um rikisfjármál mörkuð á þessa lund: 1) Aðhald i rikisbúskap verði stóraukið og áhersla lögð á jafnvægi i rikisijármálum. 2) Rikissjóður verði rekinn með greiðsluafgangi. 3) Fjárlaga- og hagsýslustofnun verði gert kleift að sinna i rik- ari mæli en hingað til aukinni hagkvæmni og hagræðingu i rikisframkvæmdum, stofnun- um og fyrirtækjum rikissjóðs, i samráði við starfsfólk þeirra. Þessi stefnumótun byggist á mörgum sjónarmiðum. Rikis- valdinu er skylt að fara vel með og nýta sem best skattpeninga landsmanna. 1 viðnámi gegn verðbólgu er það brýn nauðsyn, að rikissjóður sé rekinn halla- laust og helst með greiðsluaf- gangi. Á siðasta áratug var rikis- sjóður i sex ár rekinn með halla. Það þýddi lántökur úr Seðla- banka, seðlaprentun og vaxandi verðbólgu. Rikisstjórnin ásetti sér að tryggja jafnvægi i tekjum og gjöldum rikissjóðs á þessu ári. Það hefur tekist að ná þvi jafn- vægi. Þetta er mikilvægt atriði i bar- áttunni við verðbólguna. Góð afkoma rikissjóðs er einnig nauðsynleg til þess að unnt verði að lækka skuldir rikissjóðs og vaxtabyrði, en hún nemur á næsta ári nær 20 milljörðum króna. Greiðsla af skuldum rikis- sjóðs er þvi mikilvægur þáttur i viðleitni til þess að draga úr út- gjöldum hans. Afram er stefnt i sömu átt á næsta ári með þvi írumvarpi til íjárlaga, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. Ég legg á það áherslu, að ekki ér nóg að af- greiða fjárlögin með greiðsluaf- gangi, heldur verður að tryggja það i framkvæmd, að jafnvægi náist og nokkur greiðsluaf- gangur. Skattamál 1 stjórnarsáttmálanum segir: „Tekin verði upp staðgreiðsia skatta innan tveggja ára”. Að þessu máli er nú unnið. Þessibreyting mun meðal annars hafa gagnleg áhrif i viðnámi gegn verðbólgu. Frá áramótum verður nýbygg- ingagjald fellt niður. Gagnger endurskoðun fer nú fram á hinum nýju skattaiögum frá 1978, sem komu til fram- kvæmda nú i fyrsta sinn. Afnema þarf ýmsa agnúa á þeirri löggjöf. Peningamál — útlán 1 stjórnarsáttmála segir, að stefnan i peningamálum skuli stuðla að hjöðnun verðbólgu. Um útlán viðskiptabankanna þarf meginstefnan að vera sú, að þeir láni ekki út meira en sitt eig- ið ráðstöfunarfé, en gripi ekki til yfirdráttar i Seðlabanka, sem þýðir að jafnaði aukna seðlaprentun og vaxandi verð- bólgu, nema alveg sérstakar að- stæður krefji, og þá um stutta stund. 1 ár hafa þessi mál þvi miður gengið úr skorðum. Útlán banka og yfirdráttur þeirra i Seðla- banka hefur orðið meiri en góðu höfi gegnir. Þessi útlánaaukning verður ekki skýrð með lánaþörf atvinnu- veganna einni saman, heldur er hér um almenna útlánaaukningu að ræða. Eftir ráðstafanir, sem ákveðn- ar voru I september, hafa þessi mál færst i betra horf. Samkvæmt lögum ber Seðla- bankanum að hafa eftirlit með bankastarfsemi og stuðla að heil- brigðum peningaskiptum. Mikilvægur þáttur i þessu eftir- litsstarfi er að gæta þess, að ein- stakir viðskiptabankar taki ekki of mikið fé að láni i Seðlabankan- um. Til þess að fylgjast með þess- um þætti, hefur Seðlabankinn ýmis úrræði. 1 fyrsta lagi er sú aðferð, sem hann hefur notað að undanförnu, en það eru refsivextir á hendur þeim bönkum, sem taka slik lán. 1 öðru lagi ætti Seðlabankinn að ákveða hámark yfirdráttar við- skiptabankanna. Þriðja leiðin er sú, að Seðlabankinn hafi að stað- aldri eftirlit með þvi, hvort við- skiptabanki tekur veruleg yfir- dráttarlán hjá Seðlabankanum, og eru hæg heimatökin i þvi efni. Ef honum virðist, að of langt sé gengið, á hann að kalla banka- stjórn þess banka til viðræðu til þess að kanna orsakir og horfur, gefa ráð og ábendingar og beita fortölum. Innlán — sparifé 1 stjórnarsáttmálanum segir svo: „Opnaðir verði i bönkum ogspari- sjóðum sparireikningar, þar sem sparifé njóti fullrar verðtrygg- ingar, samkvæmt nánari reglum og i samræmi við möguleika til útlána”. Þar sem engir slikir verð- tryggðir sparireikningar voru til i bönkum, lagði rikisstjórnin áherslu á, að þetta kæmi sem fyrst til framkvæmda. Frá og með 1. júli s.l. voru slikir reikningar opnaðir. Á þeim þrem mánuðum, sem liðnir eru siðan, munu hafa komið inn á þessa reikninga um 2 milljarðar króna. Þetta er lægri fjárhæð en menn höfðu gert sér vonir um. En öll ný viðskiptaform i bönkum þurfa sinn tima til þess að menn átti sig á þeim og venjist þeim. Ennfrem- ur hefur það dregið úr aðdráttar- afli þessara nýju reikninga, að binditimi var hafður tvö ár. Ég ætla, að reynslan hafi fært mönn- um heim sanninn um, að bindi- timann þarf að stytta. Þeir sem eitthvert fé hafa aflögu og kynnu að hugsa sép að verja þvi til kaupa á erlendum vörum eða öðru, sem mætti biða, hafa nú spariform, þar sem spariféð heldur fúllu gildi sinu, hver sem verðbólgan verður á hverjum tima. Orvun til að spara fé og leggja i banka eða sparisjóð er þjóðar- nauðsyn, — aukin sparifjármynd- un er undirstaða undir eflingu at- vinnulifs og heilbrigðu efnahags- lifi. Varðandi þróun innlána er um tvenns konar útreikning og samanburð að ræða: Annars veg- ar ný innlán án vaxta, hins vegar ný innlán að viðbættum áföllnum og áætluðum vöxtum. Talið er eðlilegra til samanburðar að nota siðari aðferðina. Samkvæmt þeim útreikningi höfðu innlán aukist um 39,5% á fyrstu átta mánuðum ársins I fyrra, en á sama tima i ár um 42%. 1 stjórnarsáttmálanum segir svo: „Verðbótaþáttur vaxta hækki ekki 1. mars, og fari siðan lækk- andi með hjöðnun verðbólgu. 1 stað hárra vaxta verði unnið að útbreiðslu verðtryggingar og lengingu lána”. Rikisstjórnin hefur lagt áherslu á verðtryggingu og lengingu lána. 1 lögum um stjórn efnahags- mála er svo ákveðið, að miða skuli að þvi, að fyrir árslok 1980 verði i áföngum komið á verð- tryggingu sparifjár og inn- og út- lána. Rikisstjórnin telur, að lengja þurfi aðlögunarfrestinn um eitt eða tvö misseri. Rikisstjórnin hefur tvivegis komið i veg fyrir þá hækkun vaxta.sem æskileg var talin með hliðsjón af þessu lagaákvæði, 1. mars og 1. september. Þegar út- flutningsatvinnuvegir lands- manna eiga við mikla erfiðleika að glima og telja vaxtabyrðina eina af orsökum vandans, taldi rikisstjórnin ekki fært að leggja á þá enn meiri vaxtabyrði, sem valda mundi enn meiri gengis- lækkun en orðið hefur. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Allir JkL JLi JfcJBLJL JL þurfa að ÆLm taka a ISl mTlLJ fl 11 P o jnLjy iu ui °g byrðar Kjarasamningar Varðandi kjaramál mótaði rikisstjórnin afstöðu sina i stjórnarsáttmálanum á þessa lund: „Rikisstjórnin leggur höfuð- áherslu á að leysa launamál með samstarfi og samráði. Skal i þvi sambandi lögð áhersla á eftir- greind meginatriði. Rikisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við aðila vinnu- markaðarins um niðurstöður i kjarasamningum, sem geta sam- rýmst baráttunni gegn verðbólgu og þeirri stefnu stjórnarinnar að jafna lifskjör og bæta kjör hinna lakast settú i þjóðfélaginu. Til þess að draga úr almennum peningalaunahækkunum er rikis- stjórnin reiðubúin til þess að beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum i tengslum við kjarasamninga”. Eru þessi atriði svo rakin nánar i hinum prentaða stjórnarsátt- mála á bls. 4, en hér er um marg- vislegar félagslegar umbætur að ræða. Viðræður um kjarasamninga hafa tekið langan tima. Um miðjan ágústmánuð tókust samningar milli rikisins og opin- berra starfsmanna, sem sam- þykktir voru i allsherjar at- kvæðagreiðslu hjá Bandalagi starfsmanna rikisog bæja. Þessir samningar voru gerðir af ábyrgðartilfinningu og hófsemi af hálfu beggja aðila og voru mjög i samræmi við fyrrgreinda stefnu stjórnarinnar. Hinum almennu kjarasamning- um er enn ekki lokið. Leggja verður áherslu á, að ekki dragist lengi enn að ljúka þeim, og að þar verði einnig gætt hófs, svo að ekki valdi verðþenslu. Gjaldmiðilsbreyt- irig og aðgerðir í sambandi við hana Sú breyting á islenskri krónu, sem verðurnú um næstu áramót, er I meginatriðum formbreyting, en hefur einnig raunverulegt gildi. Hún á i fyrsta lagi að auka traust manna á krónunni. Þegar hver króna verður hundrað sinn- um meira virði en nú, þá er hún komin i hóp annarra gjaldmiðla á Norðurlöndum. En þessi hugar- farsáhrif geta þvi aðeins orðið að gagni, að aðrar ráðstafanir fylgi, sem sannfæri almenning um, að alvara sé á ferðum til þess að treysta gildi krónunnar og veita verðbólgunni viðnám. Samfara þessari breytingu hefur rikis- stjórnin i huga margháttaðar efnahagsaðgerðir. Gagnger athugun og endur- skoðun er nú hafin á þeirri við- tæku sjálfvirkni, sem nú á sér stað, ýmist samkvæmt lögum, samningum eða venjum, um verðlag, vexti, kaupgjald, lán og önnur atriði, er verulegu skipta um þróun efnahagsmála. Þessi sjálfvirkni og vixlhækkanir eiga sinn mikla þátt i verðþenslunni. Um þessi mál verður haft samráð við þau samtök, sem hlut eiga að máli. Unnið er að nýjum visitölu- grundvelli sem ætti að geta gengið i gildi kringum áramótin. Orkumál Áhersla hefur verið lögð á orku- framkvæmdir, m.a. til að flýta fyrir, að innlendir orkugjafar komi I stað inníluttrar orku. Þannig er áætlað að fram- kvæmdamagn i raforkufram- kvæmdum sé nálægt 50% meira i ár en i fyrra og um fimmtungi meira i varmaveituframkvæmd- um. Rikisstjórnin mun áfram leggja mikla áherslu á fram- kvæmdir i orkumálum, einnig til að tryggja ö'ryggi notenda. Sérstakar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til að auka raforku- vinnslu á komandi vetri með upp- setningu gufuaflsstöðva og bor- unum fyrir Kröfluvirkjun. Vest- firðir hafa verið tengdir lands- kerfinu nú i haust og einnig Vopnafjörður, og unnið er að framkvæmdum við Suðausturlinu milli Héraðs og Hornafjarðar. Framkvæmdir við Hrauneyja- fossvirkjun ganga samkvæmt áætlun og á 1. áfangi hennar að komast í notkun að ári. Rannsóknum vegna fyrir- hugaðra virkjunarkosta fyrir landskerfið miðar vel. Sam- kvæmtstjórnarsáttmála er að þvi stefnt að næsta virkjun verði utan eldvirkra svæða. Er þess vænst, að unnt verði að taka ákvörðun þar að lútandi á næsta ári. Stjórnarsáttmáli gerir ráð fyrir framkvæmdaáætlun i orkumál- um til næstu 5-10 ára og að mörk- uð verði samræmd orkustefna til langs tima. Er undirbúningur hafinn um þau efni. 1 undirbúningi er stefnumörkun um áíramhaldandi rannsóknir vegna hugsanlegra oliulinda á is- lenska landgrunninu i samræmi við stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur og fiskvinnsla Þorskafli Islendinga verður, að öllum likindum, 380-400 þúsund lestir á þessu ári. Miðað við sið- ustu niðurstöður Hafrannsókna- stofnunar er ekki ástæða til að ætla að þorskstofninum sé ofgert með þessari veiði. Virðist eðlilegt að stefna að svipaðri veiði árið 1981. Útgerðin hefur átt i verulegum rekstrarerfiðleikum siðustu mánuði, og stafar það fyrst og fremst af hækkun á oliu og öðrum útgerðarkostnaði. Með ákvörðun fiskverðs 1. október er brúttóaf- koma útgerðar orðin jákvæð, að mati Þjóðhagsstofnunar. Skreiðar- og saltfiskverkun hefur staðið vel og virðist ástæða til að ætla að svo verði einnig á næsta ári. Gerðir hafa verið við- unandi samningar um sölu á salt- sild. Frystingin hefur átt i veru- legum erfiðleikum. 1 lok siðasta árs var verðhækkunum innan- iands og stöðnun fiskverðs á Bandarikjamarkaði ekki mætt með nauðsynlegri aðlögun gengis. Með ýmsum aðgerðum stjórnvalda, miklu gengissigi undanfarnar vikur, minnkandi birgðum og hagkvæmari fram- leiðslusamsetningu, telur Þjóð- hagsstofnun, að rekstrargrund- völlur frystingarinnar sé að verða jákvæður að nýju. Unnið er að mörkun fiskveiði- stefnu, fyrst og fremst með tilliti til þorskveiða. Að þvi er stefnt að samræma veiðar og vinnslu, að reyna að tryggja að heildarmark- mið veiða standi, og að gæði afla og framleiðslu séu sem mest. 1 þessu skyni mun einnig gæða- og framleiðslueftirlit verða hert. Fátt er mikilvægara fyrir okkur Islendinga en að framleiðsla sjávarafurða hér á landi sé ætið til fyrirmyndar. Landbúnaðarmál Rikisstjórnin hefur gripið til ráðstafana i landbúnaðarmálum, sem hafa það að markmiði að laga búvöruframleiðsluna eftir markaðsaðstæðum. M.a. þess vegna varð samdráttur i mjólkurframleiðslu á nýliðnu verðlagsári landbúnaðarins um 5,2% eða 6 millj. litra. Til þess að vega upp móti þeim erfiðleikum, sem samdrætti i hefðbundnum búgreinum er sam- fara, er unnið að aukinni fjöl- breytni i framleiðslugreinum og atvinnustarfsemi sveitanna. Jafnframt verður útvegað fé til að mæta hluta af þeim halla sem varð af útflutningi búvara á siðasta verðlagsári svo sem gert var vegna ársins á undan, eftir að rikisstjórnin tók við i febrúar. A þessu Alþingi mun land- búnaðarráðherra leggja fram af hálfu rikisstjórnarinnar tillögu um stefnu i landbúnaðarmálum og munu væntanlega fylgja henni lagafrumvörp, er miða að breytingum á landbúnaðarlög- gjöfinni, m.a. i þá átt að ákvarðanir um verðlagningu á búvörum verði teknar með beinni aðild fulltrúa ríkisins. Iðnaður 1 iðnaði hefur verið við ýmsa örðugleika að etja á þessu ári i kjölfar kostnaðarhækkana innan- lands. Rikisstjórnin beitti sér fyrir ýmsum ráðstöfunum til að létta á þessum erfiðleikum, m.a. voru niðurgreiðslur auknar á ull til iðnaðar og hraða endur- greiðslu á uppsöfnuðum sölu- skatti. Staðan hefur breyst til hins betra i útflutningsiðnaði að und- anförnu. Einstakar greinar iðnaðar hafa átt i vök að verjast vegna harðnandi samkeppni við innfluttar vörur i kjölfar tolla- lækkana svo sem sælgætisiðnaður og húsgagnaiðnaður. Til að bregðast við þessu og auka svigrúm til aðlögunar var settur á timabundinn tollur á inn- flutt sælgæti og hafið þróunarátak i greininni. Að margháttuðum endurbótum er nú unnið með samvinnu fyrirtækja og samtaka iðnaðarins, og stuðningi stjórn- valda og þjónustustofnana iðnaðarins. Markmiðið er að styrkja stöðu iðnaðarins á heima- markaði og i útflutningi, auka framleiðni og afköst. Þrátt fyrir timabundna erfið- leika eru horfur á, að iðnaðar- framleiðsla vaxi i heild um ná- lægt 4% á þessu ári. Gætir þar aukningar kisiljárnsframleiðslu, en framleiðsla á öðrum iðnaðar- vörum hefur einnig vaxið veru- lega á árinu. Jafnhliða þvi sem rikisstjórnin beitir sér fyrir bættum starfsskil- yrðum i iðnaði er unnið að stefnu- mörkun um iðnþróun til lengri tima. Verður þingsályktunartil- laga um iðnaðarstefnu lögð fram á þessu þingi. Unnið er að gagnasöfnun og mati á meiriháttar nýiðnaði, er m.a. byggi á innlendri orku og hráefnum, eins og kveðið er á um i stjórnarsáttmála. Athugun á hagnýtingu orkulinda landsins til eflingar islensku atvinnulifi er mikilvægt verkefni, og brýnt að fá sem skýrasta mynd af þeim kostum, er til álita koma. 1 undirbúningi er reglugerð um iðngarða og unnið er að stefnu- mótun um opinber innkaup. Flestar innlendar skipasmiða- stöðvar hafa haft næg verkefni á árinu og aðgang að stofnlánum til endurbóta á aðstöðu sinni. Athug- un á framtiðarstöðu skipasmiða- iðnaðarins stendur yfir og tengist m.a. stefnumörkun um viðhald og endurnýjun fiskiskipastólsins, ekki sist bátaflotans. Lánasjóðir iðnaðarins hafa ver- ið efldir á árinu með fjármagni og ný lög verið sett um Iðnrekstrar- sjóð, sem ætlað er að styðja undirstöðuverkefni varðandi iðn- þróun. Félagsmál Frá þvi að rikisstjórnin tók við, hefur margt gerst á sviði félags- mála, sem markar þáttaskil. Þar ber fremst að nefna lögin um hús- næðismál. 1 þeim lögum er gert ráð fyrir stórauknum framlögum til verkamannabústaða, tryggt að gert verði átak til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis og i lög- unum er ákvæði um verðtrygg- ingu skyldusparnaðar. 1 annan stað ber að nefna lögin um aðbúnað á vinnustöðum, en þar eru skapaðab forsendur fyrir verulegum áhrifum starfsmanna á nánasta starfsumhverfi á vinnustað. 1 þriðja lagi skal hér bent á framkvæmd laganna um aðstoð við þroskahefta, þar sem þegar er um að ræða myndarleg- ar athafnir, en i fjárlagafrum- varpinu er enn gert ráð fyrir auknu átaki á þessu sviði. Þá skal þess getið að alþjóðaár fatlaðra hefur þegar verið undir- búið og skipuð sérstök fram- kvæmdanefnd vegna þess. Tekjutrygging hefur hækkað, og áfram verður stigið nýtt skref i þá átt á næsta ári. Samgöngumál A sviði samgöngumála hefur erfiðleika Flugleiða borið einna hæst. Vegna þess hve Norður-Atlantshafsflugið frá Luxembourg til New York hefur haft mikla þýðingu fyrir islensk- an þjóðarbúskap, ákvað rikis- stjórnin að bjóða aðstoð til þess að þvi mætti halda áfram á meðan framtið flugsins er skoðuð nánar. Rekstrarfjárstaða Flug- leiða er mjög erfið, svo að innan- landsflug og nauðsynlegustu tengsl við umbeiminn eru i hættu. Við þeim vanda ber stjórnvöldum skylda til að bregðast. Þvi hefur verið lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um aðstoð við Flug- leiðir. I ár er lagt bundið slitlag á 92 km af vegum. Það er yfir tvöfalt meira en áður hefur verið gert á einu ári. Slikum framkvæmdum þarf að halda áfram með svipuð- um eða auknum krafti, samhliða öðrum verkefnum á sviði vega- mála. I dómsmálum, kirkjumálum menntamálumog heilbrigðismál um eru margvislegar umbætur fyrirhugaðar og verða ýmis frumvörp um þau efni lögð fyrir Alþingi i vetur. Islenska þjóðin á við mikla og margháttaða örðugleika að etja. Verðbólgan er þar verstur Þránd- ur i Götu. Hún er að verulegu leyti okkar eigin smið, Islendinga. Til þess að vinna bug á þessum al- varlegu erfiðleikum þurfa allir að taka á sig skyldur og byrðar. En hins vegar megum við ekki einblina á erfiðleika og dökkar hliðar. Við eigum þvi láni að fagna, að meðan flestar grann- þjóðir okkar stynja undir böli at- vinnuleysis, hefur hér á landi tek- ist að tryggja næga atvinnu og af- stýra atvinnuleysi. En einnig þetta lán er fallvalt, ef við sjáum ekki fótum okkar forráð. Með samhentum átökum, still- inguogfestu mun islenska þjóðin nú sem fyrr sigrast á örðugleik- um og andbyr og sigla fleyi sinu i farsæla höfn. „Kvennaklósettiö” — saga Marilyn French i islenskri þýðingu ÍÐUNN hefur gefið út i Islenskri þýðingu hina viðkunnu skáldsögu Kvennaklósettið (The Women’s Room) eftir bandariska höfund- inn Marilyn French. Elisabet Gunnarsdóttir þýddi. Saga þessi kom fyrst út i Bandarikjunum 1977. Hefur hún síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál og hvarvetna vakið mikla athygli og umræöur, jafnt meöal karla sem kvenna. Sagan hefst á þvi tfðindasama ári 1968. Aöalpersónan, Mira Ward, stendur þá á vegamótum I lifi sinu. í upphafi er litið til baka yfir ævi hennar og nokkurra vin- kvenna hennar fram til þessa tima þegarhún verður að fóta sig á nýjum grundvelli. Um efni sög- unnar segir svo meöal annars i kynningu forlags á kápubaki: „Mira er venjuleg miðstéttarhús- móöir, tekin að nálgast fertugt, á tvo syni og lif hennar i lokuðum hring. Þá biður eiginmaðurinn um skilnað. Mira hefur háskóla- nám,þroskuð kona. A þessum ár- um er mikil gerjun I bandarisku þjóðlifi og Mira öðlast brátt nýja dýrmæta reynslu. Hún stofnar til kynna og vináttu við fólk sem vikkar sjóndeildarhring hennar, vaknar til vitundar um sjálfa sig og umhverfi sitt, tilfinninga- og vitsmunalif hennar ber blóma sem hún haföi aldrei þekkt.” Kvennaklósettið skiptist i sex mislanga hluta. Hún er 458 blaö- siður með drjúgu lesmáli. Prentrún sf. prentaði. LIÐIÐ HANS LULLA - eftir E.W. Hildick E.W.H1LDICK Liöiöhans LÚUA 4 é-yi'W •r í f IÐUNN hefur gefið út unglinga- söguna Liðið hans Lúlla eftir breska höfundinn E.W. Hildick. Hann er kunnur unglingabóka- höfundur og hlaut á sínum tíma verðlaun sem kennd eru við H.C. Andersen fyrir þessa sögu. Liðið hans Lúllaer þriðja bók Hildicks sem út kemur á islensku, hinar voru Fangarnir í Klettavrk og Kötturinn sem hvarf.— Efni nýju sögunnar er kynnt á þessa leið á kápubaki: „Hver er Lúlli? Stórkostlegasti mjólkurpóstur sem sögur fara af. Hvaö er Liöið hans? Það eru strákarnir sem vinna hjá honum. Og það er ekki hlaupiö að þvi að komast i Liöið hans Lúlla. Til þess þarf að gangast undir mörg og erfið próf. Og þótt maður standist þau og komist i Liöið er ekki að vita nema reynt sé að ryöja manni út með alls konar brögðum.” Teikningar i Liðið hans Lúlla geröi Iris Schweitzer. Alfheiður Kjartansdóttir þýddi söguna. Hún er 143 blaðsiöur, Prenttækni prentaði. Lióstollur” 99 ný skáldsaga eftir Olaf Gunnarsson Út er komin skáldsagan Ljós- tollur eftir Ólaf Gunnarsson. Iðunn gefur út. Þetta er fjórða bók höfundar, hin fyrsta, Ljóð, kom út fyrir tiu árum, en hin siðasta, skáldsagan Milljón prósent menn, árið 1978. Ljóstoilur er samtiöarsaga úr Reykjavik. Sögumaöur er ungur piltur, Stefán aö nafni, og lýsir saganreynslu hans i fjölskyldulifi og á vinnustað. Um efni sögunnar segir svo meöal annars I forlags- kynningu á kápubaki: „Ef þvi er haldið fram aö Ljóstollur sé óvenjulegt verk, þá má segja að það sé hálfur sannleikur. Sagan er sem sé ofur venjuleg að þvi leyti að hún lýsir kunnuglegum aðstæöum og umhverfi, segir frá fólkisem lesandinn á auðvelt með að þekkja. Viö fylgjumst með upptöku ungs manns í samfélag karlmennskunnar þar sem öllu skiptir að vera töff-eða sýnast þaö ef maöur vill lifi halda... Samt er það svo aö ýmsir munu hrökkva við og vafalaust snúast gegn þessari sögu, visa henni á bug. Hvers vegna? Það er af þvi aö hér er ef til vill gengiö nær reynslu sögupersóna en við höfum áður átt að venjast I skáldsögum...” Ljóstollur er i' þrjátiu köflum, 148 blaðsiöur aö stærð. A kápu er myndin Leikir furstans eftir Alfreð Flóka. Steinholt hf. prent- aði. Auglýsíð í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.