Tíminn - 25.11.1980, Side 1
Þriðjudagur 25. nóv. 1980,
263. tölublað 64. árgangur
Síðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
70% veröbólga árinu 1981:
KAUPMÁITUR RÍRNAR UM
5-6% Á NÆSTA ÁRI
— að mati Þj óðhagsstofnunar, þrátt fyrir nýgerða kjarasamninga,
verði haldið áfram á sömu braut i efnahagsmálum og nú
Kás — Rikisstjórnin hefur nii
fcngiö i hendurnar áætlun sem
Þjóöhagsstofnun hefur tekiö
saman um þróun launa, kaup-
máttar og verölags á næsta ári.
Samkvæmt heimildum Timans
kemst Þjóöhagsstofnun aö
þeirri niöurstööu aö kaupmáttur
kauptaxta allra launþega I land-
inu minnki um 5-6% á næsta ári,
þ.e. frá siöasta ársfjóröungi
þessa árs, til siöasta ársfjórö-
ungs næsta árs. A sama timabili
gerir Þjóöhagsstofnun ráö fyrir
aö veröbólgan veröi um 70%.
Forsendur þessarar niöur-
stööu eru þær aö fylgt veröi
óbreyttu kerfi veröbóta-
greiöslna á laun, aö fram-
kvæmd verðlagsmála veröi
óbreytt frá þvi sem verið hefur,
og aö gengiö veröi lækkaö til
þess aömæta áhrifum innlendra
kostnaöarhækkana á hag Ut-
flutningsatvinnuveganna, þó aö
teknu tilliti til hugsanlegra
hækkana á afuröaveröi.
Veröi því ekkert sérstakt aö-
hafst í efnahagsmálum mun
veröbólgan veröa um 70% á
næsta ári. Á sama tima munu
kauptaxtar i landinu hækka um
60%. Kaupmáttarrýrnunin
veröur þvi um 5-6% þrátt fyrir
aö tekiö hafi veriö tillit til 10%
hækkunar á kauptöxtum ASl-
manna, aö meöaltali, og 8%
hækkunar á kauptöxtum BSRB-
manna aö meðaltali.
Eins og kom fram fyrr i frétt-
inni er miöað viö þaö aö gengi
islensku krónunnar veröi lækk-
aö til aö mæta áhrifum
kostnaöarhækkana á afkomu
útflutningsgreinanna. Liklegt
viröist þvi aö erlendur gjaldeyr-
irhækkiaö meöaltali um 55-60%
milli áranna 1980 og 1981, en þaö
jafngildir 35-38% lækkun á gengi
krónunnar.
Skrifstofubygging
Flugleiða i Reykjavik
Neðsta hæð-
in leigð út
— 35—40% samdráttur
hefur orðið i
skrifstofuhaldinu
FRI —Vegna erfiðleika Flugieiöa
aö undanförnu hefur félagið staö-
iö I miklum sparnaöaraögerðum,
eins og fram hefur komiö I frétt-
um. Nú mun ætlunin vera að
leigja út neöstu hæöina i skrif-
stofubyggingu félagsins i Reykja-
vik en þaö er ein álma Loftleiöa-
hótelsins.
Að sögn Sveins Sæmundssonar
blaðafulltrúa Flugleiöa þá hefur
verið unnið að þvi undanfarna
daga að flytja þá starfsemi
félagsins sem var á neðstu hæð
hússins á efri hæðirnar og hefur
þvi verki miðað vel.
Aöspurður hvort leigutaki að
neðstu hæðinni væri til staöar
kvað Sveinn það ekki vera
ákveðið en töluvert væri búið að
skoða þetta mál.
— Við viljum ekki nota meira
húsnæði en þörf er fyrir, sagði
Sveinn, en segja má að starfsemi
félagsins hafi dregist saman um
30% á undanförnu einu og hálfu
ári en hér á skrifstofunum hefur
samdrátturinn verið á milli 35 og
40% þannig að fólkiðhér er miklu
færra en áður var og skrifstofu-
húsnæðið þvi orðið of stórt.
Beöiö eft-
ir gosi
við Kröflu
AB — Landris viö Kröflu er nú
oröiö meira en þaö var fyrir siö-
asta gos. Þeir á skjálftavaktinni I
gærkveldi voru á þvi aö gos gæti
oröiö hvenær sem er. Ekki vildu
þeir þó fullyröa hvenær þaö yröi,
og sögöu aö þaö gæti allt eins
dregist eitthvaö. Ekki sögöu þeir
aö skjálftarnir sem uröu i fyrri-
nótt þyrftu aö vera fyrirboöi eld-
goss. Þessir vægu skjálftar væru
afskaplega tiöir og mark á þeim
litt takandi. Þó sögöust skjálfta-
vaktarmenn aö sjálfsögöu vera
viö öllu búnir og þaö mætti eigin-
lega segja aö beöiö væri I viö-
bragösstööu.
Snorri Jónsson setur þingiö.
Fulltrúar á kafi I þingplöggunum.
Tlmamyndir G-E.
Aðeins þriðjungur þingfulltrúa
fylgjendur Alþýðubandalagsins
HEI — Snorri Jónsson
setti 34. þing Alþýðu-
sambands íslands að
Hótel Sögu klukkan 10 i
gærmorgun. Forseti
þingsins var kjörinn Eð-
varð Sigurðsson og
varaforseti Kari Steinar
Guðnason.
Kosið var 1 9
starfsnefndir til að
fjalla um hin einstöku
mál þingsins.
Siðari hluta dags flutti Snorri
Jónsson skýrslu forseta. Éinar
Ogmundsson las og skýrði
reikninga Alþýðusambandsins og
Magnús L. Sveinsson reikninga
MFA.
Eins og fram heíur komiö, gef-
ur Snorri Jónsson ekki kost á sér
til endurkjörs til forseta ASÍ. Nú
hafa veriðnefndir 5 kandidatar tii
þess embættis: Ásmundur
Stefánsson, Kar.vel Pálmason og
Björn Þórhallsson, sem vitað
hefur verið um, um nokkurt
skeið. Nú hafa bæst við Guð-
mundur Sæmundsson sem gefið
hefur kost á sér — að þvi sagt er
fyrir órólegudeildina i Alþýðu-
bandalaginu — og einnig hefur
verið minnst á Magnús Geirsson.
Kosningarnar fara ekki fram fyrr
en n.k. fimmtudag.
A þinginu eru um 450-460 full-
trúar, sem fara með alls um 53-54
þús. atkvæði félaga I verkalýðs-
félögum innan ASÍ. Og þótt oft sé
verið að reyna að breiöa yíir
flokkspólitikina innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, hefur þo verið
lagt mikið kapp á að marka þessa
fulltrúa ákveðnum stjórnmála-
ilokkum. Að sjálfsögðu er langt
frá að menn séu sammála um
þessi skipti, en eftirfarandi tölur
eru þó af fróðum mönnum taldar
fara nokkuð nærri lagi: Alþýðu-
flokkur um 110 fulltrúa með sam-
tals 11.300 atkvæði, Framsóknar-
flokkur meö um 80 íulltrúa og
8.500 atkvæði, Sjálfstæðisflokkur
með um 110 fulltrúa og 14.700 at-
kvæði, Alþýðubandalag með um
140 fuiltrúa og um 16.800 atkvæði
ogsiðanum 20fulltrúarsem verið
hafa svo varir um sig að enginn
hefur vogaö sér aö setja mark sitt
á þá.meö um 2.300 atkvæði.
Samkvæmt dagskrá þingsins
fer fram i dag 1. umræða um f jár-
hagsáætlun, 1. umræöa um
stefnuyfirlýsingu og 1. umræöa
um kjara- og efnahagsmál.