Tíminn - 25.11.1980, Qupperneq 7

Tíminn - 25.11.1980, Qupperneq 7
Þriðjudagur 25. nóvember 1980. Hvers vegna notum við ekki vikur til bygginga- Jón Helgason hefur á Alþingi flutt tillögu til þingsályktunar um aukna hagnýtingu innlendra byggingaefna og hagkvæmni við byggingaframkvæmdir. Er i til- lögunni lagt til að rikisstjórnin láti nú þegar hanna og siðan reisa á árinu 1981 tilraunahús úr létt- steypu. Markmiðið með bygging- unni á að vera að sem mest verði hagnýtt innlend byggingareíni til byggingarframkvæmda og jafnframt nýtt sú besta tækni . sem þekkist hjá öðrum þjóðum til að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartima og reisa vandaðar byggingar, er henta sem best islenskum aðstæðum. Bygginga- aðferðir furðulitið breyst 1 greinargerð með tillögunni segir: „Byggingar og önnur mann- virkjagerð er einn stærsti þáttur- inn i þjóðarbúskap okkar. Hag- kvæmni i vinnubrögðum og efnis- vali skipta þvi mjög miklu máli, bæði fyrir þá einstaklinga, sem i byggingarframkvæmdum standa og þjóðarbúið i heild. Frá þvi á fyrri hluta þessarar aldar og allt fram á siðustu ár voru hús nær eingöngu byggð úr steinsteypu. Það voru vissulega miklar framfarir frá þvi, sem áð- ur var, og mest af byggingarefn- inu innlent. Hins vegar hafa byggingaraðferðirnar furðulitið breyst siðan, miðað við þær miklu tæknilegu framfarir, sem orðið hafa á öllum sviðum. Þegar steinsteypu. húsin tóku við af torfbæjunum og bárujárns- framkvæmda? — Byggja þarf tilraunahús úr léttsteypu klæddu timburhúsunum, aðallega á þriðja og fjórða áratugnum, voru þau þannig byggð, að slegið var upptvöföldum timburvegg til að setja steypuna i. Siðan voru þessir-timburveggir rifnir, sumt af timbrinunotað i þakklæðningu, en annað fór fyrir litið. Að utan var steypan múrhúðuð, en að inn- an einangruð með torfi eða sagi og siðan klætt innan með timbri. Enn i dag er slegið upp hinum tvöföldu timburveggjum. Þegar búið er að rifa til grunna þá. vinnu, er steinninn látinn standa að utan, að visu þó oftast málað- ur, svo að betur koma i ljós allar sprungurnar, sem viða einkenna þaumannvirki, erreisthafa verið siðustu tvo. áratugina, og bera tæknikunnáttunni vitni. Að innan hefur i stað reiðingsins til ein- angrunar komið plast, en margir efast um ágæti þess til einangrun- ar og sums staðar er það bannað. Ein breyting varð þó á bygging- arlistinni, þegar hætt var að setja á húsin þök sem héldu vatni og farið að hafa þau flöt með þeim árangri að valda mörgum húseig- endum ómældu erfiði og tjóni. Aðrar þjóðir sækja til okkar vikur Auk hinnar mikiu vinnu við Jón Helgason alþm. byggingu steinsteyptra húsa og þar af leiðandi langa byggingar- tima er bent á ýmsa aðra ann- marka. T. d. er kostur að ein- angrun sé utan á veggjum, en ekki að innan, eins og nú er, m.a. vegna þess að þá verði jafnari hiti i húsinu og jafnvel beinn orku- sparnaður. Hinn langi byggingartimi mun þó sennilega eiga mestan þátt i þvi, að bygging timburhúsa hefur færst i vöxt siðustu árin og marg- ar húsaverksmiðjur hafa risið upp. En þar með er horfið frá notkun innlends byggingarefnis. A sama tima hefur verið hafinn útflutningur á islensku bygging- arefni, vikri, til annarra þjóða, sem jafnvel framleiða timbur i eigin skógum. Sú spurning hlýtur að vakna i hugum allra, sem um þetta hugsa, hvernig getur staðið á þvi, að við Islendingar notum ekki i miklu rikara mæli þetta bygging- arefni, sem við eigum gnótt af og aðrar þjóðir sækja hingað i vax- andi mæli með ærnum kostnaði. Vafalaust er svarið margþætt. Fyrir nokkrum áratugum var gerð tilraun til að byggja hús úr hleöslusteinum úr léttsteypu. En engar kröfur voru gerðar til gæöa steinanna, svo að menn urðu fyrir vonbrigðum, enda engin forusta frá opinberum aðilum um að beita réttri tækni. Tilraunin gæti skapað þáttaskil Til þess að bæta úr þessu ástandi er i þessari tillögu til þingsályktunar lagt til að skora á rikisstjórnina að láta nú þegar hanna og reisa tilraunahús úr léttsteypu. Vanda þarf gerð sliks húss, þar sem það verður að standast islenska veðráttu og einnig að hafa nægan styrkleika þar sem hætta er á jarðskjálftum. Bent hefur verið á aðhúsin eigi að vera með tvöföldum veggjum. Burðarveggur yrði úr léttsteypu, verksmiðjuframleiddum hleðslu- steinum eða stærri veggeining- um. Hann gæti verið það þykkur, að sú einangrun, sem kæmi utan á hann, þyrfti ekki að vera eins þykk og nú er þörf á og einnig kæmi þar fram sparnaður. Nú er orðin völ á fjölbreyttu efni i vatnsklæðningar utan á veggina. M.a. hefur Iðntækni- stofnun. Islands unnið að tilraun- um með framleiðslu á slikum plötum úr innlendum efnum, svo aö mikla fjölbreytni má hafa i út- liti húsa. Slikar innlendar plötur ætti einnig aðnota i innveggi húsa og gætu þær komið i stað inn- fluttra þilplatna. Að undirbúningi að hönnun til- raunahúss þyrfti að standa Hús- næöisstofnun rikissins, rann- sóknastofnanir og tæknifróðir að- ilar undir forustu iðnaðarráðu- neytis. Enda þótt hér þurfi að vanda undirbúning verður að vinna rösklega að þvi, svo að af framkvæmdum geti orðið á næsta ári. Slikt hús, sem nyti viður- kenningar Húsnæðisstofnunar og annarra opinberra aðila, er for- senda þess, að húsbyggjendur leggi út i' slikar byggingaraðferð- ir og framleiðsla hefjist hér inn- anlands á byggingareiningum i þessu skyni, en hvort tveggja verður að vera fyrir hendi til þess að þessi byggingaraðferð ryðji sér til rúms. En takist hér vel til um fram- kvæmdir ætti þetta að geta mark- að þáttaskil i islenskri byggingar- sögu, þar sem byggt yrði úr inn- lendum byggingarefnum, sem Is- lendingar ynnu að öllu leyti sjálf- ir. Jón Guðbrandsson dýralæknir Selfossi: Saiinleikurinn um laun dýralækna Fimmtudaginn 13. nóvember 1980 birtist „frétt” I Timanum með yfirskriftinni „Miljóna aukatekjur dýralæknft i slátur- tlöinni”. Ég mun hér á eftir gera grein fyrir tekjum mínum af vinnu við heilbrigðisskoðun á kjöti i' sláturhúsunum á Selfossi siðastliðna sláturtiö. Ég mun ekki svara fyrir aöra, en greiðslur til dýralækna geta veriö mjög mismunandi og munarþarmest um ferðakostn- aðinn og eins hvort slátrun á dag er mikil eöa litil.þar sem timakaup er hluti launanna. Laun dýralækna eru ákveöin i gjaldskrá fyrir dýralækna, sem landbúnaðarráöuneytið gefur Ut einhliöa og dýralæknar hafa ekki einu sinni tillögurétt um. Aðuren ég tek til viö greinar- gerðina get ég ekki látið hjá liða að atyrða blaðamann Timans vegna þessarar „fréttar”. Ekki vegna þess að öllum sé ekki frjálst að vita hvað dýralæknar hafi í laun heldur vegna þess aö fréttin er illa unnin og by ggir aö nokkru á dylgjum bónda, sem segir aö bændur i hans sveit hafi reiknað út að dýralæknirinn hjá þeim hafi um 5 milj. i aukatekj- ur i' sláturtiöinni, þvi aö sjálf- sögðusinni hann sinu venjulega starfi, jafnt i sláturtlð sem i annan tima, og þvi bara annaö slagið 1 sláturhúsinu. Hefði ekki legið nær að tála við dýralækn- inn í sveit bóndans beint og spyrja hann hvemig þessu væri háttaö i stað þess að hlaupa meö þaösem égvildi kalla róg I blöö- in og nota letur sem hæfir heimsstyrjöldum? Það iæðist að manni sá grunur að blaða- maðurinn vilji heldur að fréttin sé krassandi og að athæfið sem hún lýsir sé hið svivirðilegasta þannig að hún þoli stórt letur, heldur en að hún sé ánægjuleg hógvær og rétt og æsi engan upp. Jafnvel eftir að yfirdýralækn- ir haföi upplýst aö dýralæknar fengju greiddar kr. 27.49 fyrir hverja kind og að auki timakaup ogaö mikill hluti af kostnaði við heilbrigðisskoðunina færi i að greiða aöstoöarfólki og ferða- kostnað, hélt fréttamaðurinn áfram aö dylgja. Laugardaginn 15. nóv. birti Timinn svo aðra rógsgrein, i þetta sinn um tryggingarfélög, i sama stil og dýralæknagreinina ogmeösvipuðuletri, nema hvaö þessi grein var á fremstu siðu og margfalt hættulegri. Senni- lega er Ti'minn aö reyna að ná uppsölu með þessu ogmunekki af veita. Timinn sér auðvitaðof- sjónum yfir sölu Dagblaðsins, sem það nær með rógskrifum um landbúnaöinn og annað og vUl geta selt lika. Ég vona að Timinn hætti þessari iðju sinni, og má hann minnast rógskrifa um merka framsóknarmenn sem hann að vonum mótmælti. Hvernig er starf dýralækna og hvaö eru aukatekjur? Héraðsdýralæknum ber skylda til að svara alla daga ársins,allan sólarhringinn.nema hann hafi fengiö annan fvrir sie. eða sé veikur. Verkefni dýra- lækna eru ýmiskonar. Helst eru: Almennar lækningar, eftir- lit með hreinlæti við mjólkur- framleiðslu, eftirlit með hrein- læti i sláturhúsum og heil- brigðisskoðun á kjöti og slátri. Fréttin talar um aukatekjur, hvað þýðir það i þessu tilfelli? Sennilega fer þannig fyrir flestum, sem lesa fréttina aö þeim finnst dýralæknirinn vinni i sláturhúsunum 1 hjáverkum, enda er það fyllilega gefiö i skin. Einnig getur hugsast að einhverjum finnist að dýra- læknamir fái þarna laun sem þeir :ættu ekki að fá. Með notk- un orðsins aukatekjur er frétta- maðurinn að ná fram ákveönum blæ á frásögn sina. Það er viss dylgju blær á allri frásögninni. Það er eins og áður er sagt i verkahring dýralækna aö sinna heilbrigöisskoöun á kjöti og hreinlætiseftirliti i sláturhúsun- um og það er ekki aukastarf, heldur aðalstarf. En dýra- læknirinn verður einnig aö vinna að almennum dýra- lækningum i sláturtíðinni. Unniö er á kvöldin eöa á nóttinni eða um helgar, ef hægt er aö fresta verkunum. Alltaf koma þó einhver verkefni sem ekki veröur skotið á frest og þau verður auðvitað að vinna meö sláturhUsavinnunni. Sem betur fer er yfirleitt litiö að gera á haustin f almennum lækningum. Framleiðsluráð landbúnaö- arins ákveður sláturkostnaö sem sláturhúsin mega taka. 1 haust var þessi kostnaður ákveðinn 700 kr. á kild. Ifréttabréfi sem framleiöslu- ráð sendi frá sér um þetta efni var þessi tala sundurliðuö. Einn af liðunum er heilbrigöisskoðun á kjöti og er gert ráö fyrir 7 kr á hvert kg kjöts í því skyni. SU tala er ekki frekar sundurliöuð. A Selfossi virðist hún vera nærri lagi en þói lægra lagi. Ég mun nú gera grein fyrir hvernig sláturhúsin verja þeim fjármunum sem koma inn vegna þessa liðar. A Selfossi eru 2 sláturhús. Tekjur þeirra, sem ætlaöar eru i' heilbrigöisskoöun- ina.eru eins og áöur segir7 kr. á hvert kg kjöts. Sláturhús Höfn h/f slátraði tæpum 11000 fjár I haust og gaf það 159532 kg af kjöti eða til heilbrigöiseftirlits kr. 1.116.724,- . SláturhUs SS slátraöi um 34000 fjár og gaf þaö um 478.596 kg af kjöti eða til heilbrigöiseftirlits kr. 3.350.172. Þessum tekjum var svo variö á eftirfarandi hátt: Höfn: Kona i fullu starfi til aöstoðar dýralækni laun og launatengd gjöld tæpar 800.000 Dýralæknir 453.000 Feröakostn dýral. 15.000 samtalsum 1.268.000 SS: 3 konur i fullu starfi til aöstoðar dýral.,laun og launa- tengd gjöld tæpar 2.400.000 Dýralæknir 1.311.000 Ferðir 22.000 samtals um 3.733.000 Það sést greinilega á þessum tölum aö dýralæknirinn fær ekki allargreiöslur sem greiddar eru vegna heilbrigðsskoðunar. í þessu tilfelli fær dýralæknirinn kr. 2,7—2,8 á hvert kg. kjöts. Þdtt dýralæknirinn skoði einn og án aðstoöar breytir það ekki þeim upphæöum sem hann fær. Pær fara eftir gjaldskrá fyrir dýralækna. Viöast hvar eru greiðslur vegna ferðakostnaðar miklu hærri en í þessum dæm- um, en feröakostnaður er ekki laun og ber þessvegna ekki að teljast með launum. Eins má benda á að flestir dýralæknar annast heilbrigðsskoðun á kjöti á fleiri en einu sláturhúsi. JOn Guðbrandsson héraöslæknir á Selfossi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.