Tíminn - 25.11.1980, Qupperneq 9

Tíminn - 25.11.1980, Qupperneq 9
8 Þriöjudagur 25. nóvember 1980. Þri&judagur 25. nóvember 1980. 13 Bragi Árnason: Geta íslendingar nýtt innlendar orkulindir í þeim mæli að þeir verði óháðir innflutningi eldsneytis Inngangur A timum ört hækkandi oliuver&s hefur talsvert veriö rætt um þann möguleika, a& islendingar gætu i framtiöinni, i vaxandi mæli nýtt innlenda orku, raforku og jarö- varma, i staö þeirrar orku, sem þeir nú flytja inn sem eldsneyti. í mörgum tilfellum er þetta aug- ljóslega hægt, svo sem viö hitun húsa og I ýmsum greinum iönaö- ar, þar sem oliu er nú brennt til aö framleiöa varma. Jafnvel er hugsanlegt aö talsveröur hluti af bilaflota landsmanna geti i fram- tiöinnioröiö rafmagnsbilar. 1 öör- um tilvikum er þó augljóst aö ekki veröur hjá þvi komist aö nota áfram eldsneyti, aö minnsta kosti um all langa framtiö. Þar er einkum um aö ræöa skipaflotann, flugvélar og nokkurn hluta bila- flotans. En skipaflotinn einn not- ar nú um fjóröung af þvi elds- neyti, sem flutt er til landsins. Þaö hlýtur þvi aö teljast eölilegt aö sá kostur sé grant skoöaöur, hvort tslendingar geti i framtiö- inni ef til vill sjálfir framleitt þaö eldsneyti, sem þeir þurfa nauö- synlega á aö halda. Ef aöeins er litiö á máliö frá þeim sjónarhóli hversu mikil óvirkjuö orka er tiltæk i landinu, þá er nú vitaö aö þær orkulindir, sem eru aögengilegastar, eru meir en nægar til aö fullnægja innlendri orkuþörf um langa framtiö. Viö höfum aöeins virkjaö um 10% af þvi vatnsafli og um 5% af þeim jarövarma, sem taliö er hagkvæmt aö virkja. Og jafnvel þótt tekiö yröi aö nýta raforku til eldsneytisgeröar og framleiöa á þann hátt jafnmikiö eldsneyti og viö nú notum, mundi aöeins þurfa aö virkja um helming af nýtan- legu vatnsafli landsins. Hinn helmingurinn og næstum öll varmaorkan væri þá enn eftir til aö mæta aukinni orkuþörf okkar I framtiöinni. Orkuskortur ætti þannig ekki aö standa i vegi fyrir þvi, aö landsmenn geti framleitt allt eldsneyti sem þeir þurfa á aö halda. Máliö snýstfyrst og fremst um eftirfarandi atriöi. Hvaöa eldsneytistegundir er Fyrri hluti hægtaöframleiöaá tslandi? Geta þær eldsneytistegundir komiö I staö þess eldsneytis, sem nú er flutt tii landsins? Kemur slik eldsneytisgerö til meö aö veröa þjóðhagslega hagkvæm í framtíö- inni, eöa jafnvel nauösynieg til aö sjá okkur fyrir eldsneyti? Ég mun hér einkum fjalla um tvær fyrstu spurningarnar, þ.e. hvaöa eldsneytistegundir er tæknilega mögulegt aö framleiöa á Islandi og hvort viö getum notaö þær I staö eldsneytis, sem viö nú flytjum inn. Þá mun ég ræöa nokkuö um hver sé liklegur fram- leiöslukostnaöur innlends elds- neytis. Hvort þjóöhagslega hag- kvæmt kunni aö vera aö nota orkulindir landsins til eldsneytis- geröar, fremur en t.d. I annan orkufrekan iönaö, um það mun ég ekki fjaila aö neinu marki. Athug- un á þvi er miklu umfangsmeiri og flóknari en svo, aö ég treysti mér til aö gera þvi viöhlitandi skil. Eldsneyti úr kolefni og vetni Þær eldsneytistegundir, sem nú eru fluttar til landsins, eru mest- megnis efnasambönd, sem inni- halda einungis f rumefnin vetni og koiefni. Efnafræöilegur munur t.d. bensins og dieseloliu iiggur einungis í þvi, aö i þeim eru þessi tvö frumefni tengd saman á mis- munandi vegu. Ef unnt er aö vinna á Islandi vetni og kolefni, er þvi fræöilega ekkert til fyrirstööu aö tengja þessi frumefni saman og vinna á þann hátt bensin eöa dieseloliu. Þetta er i raun gert nú þegar I umtalsveröum mæli á nokkrum stööum i heiminum. Auk þess má á þennan hátt vinna methanol. Methanol inniheldur auk vetnis og kolefnis einnig súr- efni. Vegna súrefnisins er metha- nol aö visu ekki eins orkurikt eldsneyti og bensin eöa dieselolia. Methanol er þó hreint ekki slæmt eldsneyti, og meö þvi aö gera nokkrar breytingar á bensin- eöa dieselvélum, má vel brenna i þeim methanoli. Vetni er tiltölulega auövelt aö vinna á Islandi. Til vinnslunnar þarf einungis vatn og raforku. Vetnisframleiösla er heldur ekki nýr iönaður á Islandi, þvi allt frá þvi aö Aburöarverksmiöjan var byggö hefur hún framleitt um 2000 tonn af vetni á ári. Vetnis- Bragi Arnason. framleiöslu fylgir engin mengun, hún er algjörlega hreinn iönaöur. öflun kolefnisins er á hinn bóg- inn mun flóknara mál. Helstu til- tækir kolefnisgjafar eru sýndir I töflu 1. Stærstu innlendu kolefnis- gjafarnir eru kolsýra úr sjó, lofti og skeljasandi og auk þess mór. Einnig er nokkuö af koisýru i hveralofti og nokkuö kolefni i surtarbrandi og lífrænu sorpi. Þá er hugsanlegt aö fá megi talsvert magn af kolmónoxiöi og kolsýru sem afgangsefni frá iönaöi. Loks er fyrir hendi sá kostur aö flytja inn kolefni, annaö hvort sem kol eöa mjög þungar jaröoliur. Tveir siöastnefndu kolefnisgjafarnir finnast I heiminum i mjög miklu magni og munu án efa veröa fá- anlegir lengi eftir aö venjuleg jaröoh'a er uppurin. Alla þessa kolefnisgjafa er i raun hægt aö nota ásamt vetni til aö framleiöa bensin, dieseloliu eöa methanol. Sú tækni, sem þarf til aö framleiöa eldsneyti I stórum stil úr hinum ýmsu kolefnisgjöf- um, er þó misjafnlega vel þróuö og auk þess er ljóst, aö sumir kol- efnisgjafarnir eru betur til þess fallnir en aörir. Enn aörir koma svo tæpast til greina. Þannig sýn- ist mér nú, aö af innlendum kol- efnisgjöfum komi vart aörir til greina i náinni framtib en kol- monoxiö eöa kolsýra, ef þessi efni veröa fáanleg sem afgangsefni frá iönaöi og auk þess mór. Hins vegar kæmi vel til greina aö f lyt ja inn bæöi kol og þykkar jaröoliur. Tækni til aö framleiöa metha- nol, bensin eöa dieseloliu úr kol- um og þykkum jaröolium er vel þekkt og er reyndar notuö nú til aö framleiöa þessar eldsneytis- tegundir i verulegu magni. Sama er aö segja um tækni til aö fram- leiöa methanol úr kolsýru og kol- monoxiöi. Methanoli má siöan, ef hagkvæmt þykir, breyta I háokt- an bensin. Methanol var framleitt úr mó og vetni i Kanada þegar áriö 1930. Sú tækni, sem til þarf, verður þvi aö teljast vel þekkt, enda þótt eldsneytisgerö úr mó hafi hingaö til veriö fremur lltill gaumur gef- inn. Þetta er þó að breytast og á siöustu árum hefur talsvert veriö gert af þvi aö framleiöa eldsneyti úr mó i tilraunaverksmiöjum. Benda ni&urstööur þeirra til- rauna til aö mór kunni jafnvel aö vera heppilegri kolefnisgjafi en kol, auk þess sem mór er aö öllum likindum ódýrara hráefni en kol. Raunar getur framleiðslutæknin veriö svipuö hvort sem eldsneyti er framleitt úr kolum eöa mó. Af ofansögöu ætti aö vera ljóst, aö ef ráöast ætti i aö framleiöa eldsneyti á Islandi, svipaö þvi sem nú er flutt til landsins, þá er margra kosta völ, ef aöeins er lit- iö á tæknilegu hliöina. Máliö snýst aö þvi er mér viröist einkum um þaö, hvaöa aöferðir falla best aö okkar aöstæöum og hvort einhver þeirra sé þaö hagkvæm, aö rétt- lætanlegt sé aö tslendingar ráöist i slika framleiöslu. Og til aö fá úr þvi skoriö hvort svo er, sé ég ekki Veröi ný.ir orkugjafar ekki nýttir llður ekki á löngu þar til þarfasti þjónn nútfma mannsins veröur einsog hvert annaö afsláttarhross. Erindi flutt á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins i Norðurlandi eystra aöra leið en aö gerö veröi á þvi at- hugun, hver framleiöslu- kostnaöurinn kunni aö veröa, samkvæmt nokkrum álitlegustu leiöunum. Aö minu viti koma einkum fjórar framleiösluaöferö- ir til greina, ef aöeins er litiö til næsta áratugs. Þessar aöferöir eru taldar i töflu 2. Framleiðslu- kostnaður bensíns og methanols A siöastliönu ári geröi vinnu- hópur á vegum Orkustofnunar meðalannars athugun á þvi, hver kynni aö vera framleiðslu- kostnaöur methanols og bensins, ef þessi efni yröu framleidd úr vetni og innfluttum kolum. Astæöurnar fyrir þvl aö kosiö var aö skoöa þessa aöferö fremur en aörar, voru einkum eftirfarandi. Sú tækni, sem til þarf, er þegar vel þekkt þannig aö unnt er aö gera tiltölulega áreiöanlega kostnaöaráætlun. Þá væri heldur ekkertþvi til fyrirstööu, aö ráöast nú þegar i aö hanna og siðan aö byggja slika verksmiöju, ef hag- kvæmt þætti. Þá er um aö ræöa framleiösluaöferö, sem má telja tiltölulega hreinlegan iðnað, miö- aö viö aöferöir þar sem kolum og vetni er ekki breytt fyrst i Metha- nol, heldur beint i hráoliublöndu, sem siöan þyrfti aö vinna úr ben- sin og aðrar oliuafuröir á svipað- an hátt og gert er i oliu- hreinsunarstöövum. Loks er hér um aö ræöa framleiöslutækni, sem byggir á verksmiöjueining- um, fáanlegum i þeim stærðum aö hæfi bensinnotkun Islendinga. Vinnuhópurinn geröi kostnaöaráætlun fyrir verk- smiöju, sem mundi framleiöa um 260 þús. tonn af methanoli á ári. Methanolinu yröi siöan breytt i um 110 þús. tonn af bensini, en þaö jafngildir núverandi bensin- innflutningi landsmanna. Verk- smiöja sem þessi mundi nota um 202 MW af raforku og 173 þús. tonn á ári af innfluttum kolum. Reiknaö var meö kolaveröi á bil- inu 1,5-2,5 $/GJ (45-70 $/tonn), en þaö er aö áliti sérfræöinga talið liklegt kolaverö i heiminum næstu áratugi. Sé miöaö viö verö- lag ársins 1979 og kolaverö 2 $/GJ eru niðurstööur vinnuhópsins um framleiðslukostnað bensins sýnd- ar á mynd 1 sem heildregin lina. Myndin sýnir framleiöslu- kostnaöinn sem fall af raforku- veröi. Af myndinni má ráöa aö sé Mynd 2 FramlelSslukostnaður bensins Mynd 1 TAFLA 1. HELSTU KOLEFNISGJAFAR TIL ELDSNEYTISFRAMLEIÐSLU. ANDRÚMSLOFT (C03) HAFIO (COj ) SKELJASANDUR (COj) MOR ( C ) SURTARBRANDUR ( C ) LIFRÆNT SORP (C, CO. C02 ) AFGANGSEFNI FRA IÐNAÐI < CO. COj ) INNFLUTT KOL (C) INNFLUTTAR ÞYKKAR OLIUR (CH,.x«a)| TAFLA 2. NOKKRAR ALITLEGAR LEIÐIR TIL AÐ FRAMLEIÐA FLJÖTANDI ELDSNEYTI A ISLANDI. 1. FRAMLEIÐSLA METHANOLS EÐA BENSINS ÚR VETNI OG KOLUM. 2. FRAMLEIÐSLA BENSINS OG OLIU ÚR VETNI OG ÞYKKUM JARÐOLIUM EÐA SVARTOLIU. 3. FRAMLEIÐSLA METHANOLS EBA BENSINS ÚR VETNI OG KOLSÝRU EÐA KOLMONOXIÐI, EF TVÆR SIÐASTTÖLDU LOFTTEGUNDIRNAR ERU FAANLEGAR SEM ODÝRT AFGANGSEFNI FRÁ IÐNAÐI. 4. FRAMLEIÐSLA METHANOLS EÐA BENSINS ÚR VETNI OG MO. t.d. reiknaö meö raforkuveröi 15 mill/kWh (8,25 kr./kWh) yrði bensinveröiö 528 $/tonn. Miöaö viö þetta raforkuverö ætti sem sagt verð benslns, ef þaö væri framleitt á Islandi nú, aö vera 50% hærra en meöalinnflutnings- verö bensins á árinu 1979 (350 $/tonn). 1 áætlun vinnuhópsins er gert ráö fyrir aö vetniö sé framleitt á sama hátt og nú er gert i Aburöarverksmiðjunni. A slðustu árum hafa hins vegar fariö fram i heiminum umfangsmiklar rann- sóknir á þvi, hvort unnt sé aö endurbæta framleiðslutæknina og á þann hátt aö lækka framleiðslu- verö vetnis. Hafa þessar rann- sóknir þegar skilaö svo góöum árangri, aö flestir sérfræöingar, sem fást viö þessi mál, telja nú nær einsýnt aö framleiöslu- kostnaöur vetnis muni lækka um 25% á allra næstu árum. En þetta þýöir aftur aö framleiöslu- kostnaður bensins yröi talsvert lægri en gert er ráö fyrir hér að ofan. Slitrótta linan á mynd 1 sýnir hver yröi framleiöslukostnaöur bensins samkvæmt áætlun vinnu- hópsins, ef gert er ráö fyrir aö vetnisveröiö lækki um 25%. Sam- kvæmtþviyröi bensinveröum 437 $/tonn, ef miöaö er viö raforku- verö 15 mill/kWh og kolaverð 2 $/GJ, eöa um 25% hærra en meöal innflutningsveröiö 1979. 1 staö þess aö nota kol er einnig fyrir hendi sá möguleiki, aö flytja inn mjög þykka jaröoliu eöa ódýra svartoliu og nota hana ásamt vetni til aö framleiða t.d. bensin og dleseloliu. Slik þykk jarðolia finnst Imiklu magni t.d. i Venezu- ela, Mexico og Kanada. Tækni til aö vinna eldsneyti á þennan hátt er vel þekkt þvi þetta er I raun svipuð aöferö og sú sem nefnist „hydrocraking” og er notuö i olíuhreinsunarstöövum til aö breyta þykkum olium I bensin. Sem komiö er hefur aöeins laus- lega veriö kannaö, hvaö þannig framleitt eldsneyti mundi kosta hér. Sýnist þó fyllsta ástæöa til aö gefa þessari framleiösluaöferö góöan gaum, þvi ýmislegt bendir til, aö hún kunni aö vera hag- kvæmari, en ef notuð eru kol. Ókosturinn við þessa aöferö er hins vegar sá, ab hún gefur blöndu mismunandi ollutegunda, sem siöan þarf að skilja sundur I bensin, dieseloliu og aðrar oliu- afuröir likt og gert er þegar jarö- olia er unnin I oliuhreinsunar- stöövum. • Ofnar málmblendiverksmiöj- unnar á Grundartanga framleiða verulegt magn af kolmonoxiöi, sem er látiö fara út i andrúms- loftið, eftir aö þvi hefur veriö breytt i kolsýru. Fræðilegt gæti þetta kolmonoxiö nægt til aö framleiöa um 50 þús. tonn af ben- sini á ári. Þá væri unnt aö vinna um 20 þús. tonn af bensini á ári úr kolsýrunni, sem nú rýkur upp um reykháf Sementsverksmiðjunn- ar. Loks er hugsanlegt aö kolsýr- an, sem myndasti Alverinu þegar rafskautin tærast, geti nægt til að framleiöa 50 þús. tonn af bensini á ári. Þannig gæti það magn af kol- sýru og kolmonoxiöi, sem nú verðurtilá Islandi, sem afgangs- efni frá iönaöi, fræöilega nægt til aö framleiða allt bensín, sem nú þarf i landinu. Og meö tilkomu fleiri ofna á Grundartanga gæti magniö átt eftir að aukast enn. Tækni til aö vinna methanol úr vetni og kolmonoxiði eöa kolsýru er vel þekkt, þannig, aö ef hrá- efnisverð eru þekkt er hægt aö gera sér allgóða grein fyrir hvaö slikt mundi kosta. Methanoli má siöan eins og áöur segir breyta i bensin. Mynd 2 sýnir framleiöslu- verö bensins, sem fall af raforku- veröi, ef þaö yröi framleitt á þennan hátt og sé reiknaö meö aö kostnaöur viö öflun kolsýru eöa kolmónoxiös sé engin. Astæöur þess aö kostnaöurinn viö öflun kolefnisins er ekki tekinn meö eru einkum tvær. 1 fyrsta lagi er hér um aö ræöa afgangsefni frá iönaöi, sem nú er verölaust. 1 ööru lagi er enn ekki vitaö meö neinni nákvæmni, hvaö þaö muni kosta aö safna þessum efnum og hreinsa þau. Aætlunin er gerö fyrir verk- smiöju, sem afkastar 18 þús. tonnum af bensini á ári, en þaö er svipað magn og unnt væri aö framleiöa, ef notuð væri til þess kolsýran sem nú fellur til viö Se- mentsverksmiöjuna. Sé gert ráö fyrir stærri verksmiöju lækkar bensinveröið verulega. Sé reiknaö meö raforkuveröi 15 mill/kWh og þeim endurbótum á framleiöslutækni vetnis, sem nú eru fyrirsjáanlegar, yröi bensin- veröiö 460 $/tonn ef kolefnisgjaf- inn er kolsýra, en 325 $/tonn, ef hann er kolmonoxiö. Eins og áöur sagöi var meöal innflutningsverð bensins á árinu 1979, 350 $/tonn. Hér sýnast þvi’ óneitanlega á ferö- inni álitlegir kostir. Þó ber aö skoöa þá meö nokkurri varúö, þar sem kostnaður viö öflun kolefnis er ekki reiknaður meö. Til aö vinna kolsýruna, sem nú fellur til viö Sementsverksmiðj- una þarf tiltölulega einfalda tækni, auk þess sem vinnslan ætti ekki aö veröa mjög kostnaöar- söm. Framleiöslukostnaöur ben- sins, sem unnib yröi úr vetni og kolsýru frá Sementsverksmiöj- unni, yröi þvi tæplega mikið hærri en sýnt er á mynd 2. öflun kolmonoxiös frá Málm- blendiverksmiðjunni er hins veg- ar flóknara mál. Núverandi ofnar verksmiöjunnar eru opnir og þvi ekki unnt að safna kolmonoxlði frá þeim. Nú er hins vegar veriö aö gera tilraun meö lokaöa ofna I Noregi, en frá slikum ofni yröi öflun kolmonoxiös tiltölulega ein- föld. Þótt þær tilraunir hafi enn ekki leitt til þess að lokaðir ofnar séu nú fáanlegir I fullri stærö, þá lofa tilraunirnar góöu aö sögn fróöra manna. Þaö hlýtur þvi að vera sjálfsagt, þegar aö þvi kem- ur aö bæta viö þriöja og fjóröa ofni verksmiöjunnar, aö þá verði athugað vel, hvort þeir ofnar geti ekki verið iokaöir. Þarna eigum viö aö öllum likindum möguleika á aö framleiöa á Islandi verulegt magn af bensini (50 þús. tonn) á verði, sem er lægra en núverandi innflutningsverö. Eins og áöur segir hefur mór þegar veriö notaöur i staö kola með allgóöum árangri. Þannig má t.d. framleiöa methanol eöa bensin úr vetni og mó á svipaöan hátt og lýst er hér aö framan, en þar sem notuð eru kol. Megin kostur þess ef unnt er aö nota inn- lendan mó i staö kola er augljós. Þá mundi innlend eldsneytisgerö eingöngu byggjastá innlendri crku og innlendu hráefni. A árunum 1939-1940 var gerö at- hugun á magni og gæöum mós á Islandi. Þótt sú athugun sé engan vegin fullnægjandi til aö hægt sé að segja meö vissu, hversu mikill mór sé i landinu, þá bendir hún vissulega til þess, aö á Islandi megi finna nægan mó til aö full- nægja kolefnisþörf þjóöarinnar til eldsneytisgeröar um talsvert langa framtiö. Væri æskilegt aö aftur yröu teknar upp rannsóknir á þessari auölind til aö fá úr þvi skoriö hversu verömæt hún er. Um kostnaö viö öflun mós hér á landi er enn ekki vitaö. Hins veg- ar hafa Finnar, Bandarikjamenn og Kanadamenn birt tölur um þaö, hvaö muni kosta aö vinna þurran mó og af þvi má ef til vill ráöa nokkuö. Samkvæmt þvi mun þaö kosta á bilinu 0,75-1,5 $/GJ a& vinna þurran mó. Mór ætti þvi aö vera jafn dýr eöa jafnvel ódýrari kolefnisgjafi en ódýrustu kol (1,5 $/GJ). Enn sem komiö er hefur ekki veriö gerö áætlun um ffam- leiöslukostnaö methanols og ben- sins sem framleitt yröi úr mó og vetni. Tæknin sem til þárf er þó svipuö hvort sem kolefnisgjafinn er mór eöa kol. Þaö er þvi óneitanlega freistandi aö gera ráö fyrir aö áætlun vinnuhóps Orku- stofnunar, sem sýnd er á mynd 1, og þar sem reiknaö er meö kol- um, gefi einnig visbendingu um framleiöslukostnaö bensins þótt notaöur sé mór. Sé þaö gert og reiknað meö raforkuveröi 15 mill/kWh, móveröi 1 $/GJ og aö notuö sé endurbætt tækni viö vetnisframleiösluna, yr&i niöur- staöan sú aö bensiniö mundi kosta um 390 $/tonn. Hér skal þó lögö áhersla á, aö þessar niöurstööur ber aö taka meö mikilli varúö og reyndar allsendis óvíst, hvort eldsneytisgerö Ur mó getur nokk- urn tima oröiö raunveruleiki á Is landi. Þaö sem nú er vitað, sýnist þó réttlæta aö þessum möguleika sé fyllsti gaumur gefinn og þá ekki a&eins á þann hátt aö lands- menn fylgist aöeins meö þvi sem gert er annars staöar, heldur leggi jafnvel eitthvaö af mörkum til rannsókna. EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF MÓDELUM Módelbilar m/rafmótor Stærö númer tegund verö 1/28 376 PorscheCarrera RSR Turbo 3.240 1/28 377 B.M.W. 3.0CSL Racing 3.240 1/28 378 Ford Capri Racing 3.240 1/24 251 Datsun Skyline 2000GT-X 4.020 1/24 252 Toyota Celica LB 2000 GT 4.020 1/24 253 Galant GTQ M11 4.020 1/24 254 Honda Civic RS 4.020 1/24 255 Laurel 2000 SGX 4.020 1/24 256 Toyota Celica 1600 GT 4.020 1/24 257 Datsun Bluebird U 1800 4.020 1/24 258 Toyota Corona Mark 112000 4.020 1/24 365 Porsche Carrea RSR Turbo 4.790 1/24 366 Fcrrari Dino Racing 4.790 1/24 368 Lancia Stratos HF 4.790 1/24 260 Lamborghini Countach 4.890 1/24 261 Super Corvette 4.890 1/24 262 Maserati Bora 4.890 1/24 264 Lancia Stratos HF 4.890 1/24 265 B.M.W. 3.5 CSL Racing 4.890 1/20 100 Datsun Nissan R-381 7.440 1/20 101 Bertone Panther 7.440 1/20 102 Corvair Monza GT 7.440 1/20 106 Porsche917 7.440 1/20 131 Porsche 917 Spider 7.440 1/20 359 B.M.W.3.5 CSL 10.560 1/20 362 Lancia Stratos 10.560 Póstsendum t \ .R.J.Bifreiöasmiöjanhf Varmahlið, j Skagafirði /1 ■ Simi 95-6119. Yfirbyggingar á Toyota 4x4 picup. Viö bjóöum upp á 4 gerðir yfirbygginga á þennan bfl. Hagstætt verö. Yfir- byggingar og réttingar, klæöningar, sprautun, skreyting- ar, bilagler. Sérhæfö bifreiöasmiöja I þjóöleið. V y-V- Raftækjaverkstæði Þorsteins s/f Höfðabakka 9. Simi 83901. Tökum aöokkur viögeröir á: Þvottavélum — Þurrkurum. Kæliskápum Frystikistum — þeytivindum. Breytingar á raflögnum — Nýlagnir. Margra ára reynsla.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.