Tíminn - 25.11.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.11.1980, Blaðsíða 16
A Slmi: 33700 NÖTTU OG DEGI ER VAKA A VEGI Gagnkvæmt trygginga fé/ag - ItlSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar I Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Sjómenn og útgerðarmenn vilja áfram skrapdagakerfið FRI — A Fiskiþinginu sem hófst i gær flutti Steingrimur Her- mannsson sjá varút vegsráö- herra ræöu þar sem hann grcindi frá þeim störfum sem unnin hafa veriö I mótun fisk- veiöistefnu fyrir þorskveiöar næsta árs. bær hugmyndir sem ráöherr- ann gat um eru enn sem komiö er aöeins umræöugrundvöllur sem siöan veröur útfæröur nánar 1 samráöi viö hagsmuna- aöila sjávarútvegsins. I máli ráöherrans kom m.a. fram aö hann treystir sér ekki til þess aö setja kvótakerfi á einstök skip þvi flotinn sé þaö stór, og þvi ákaflega flókiö mál aö gera þaö en umræöur hafa fariö fram um slikt kvótakerfi svo og kvótakerfi á einstaka landshluta. Hinsvegar eru mjög miklir annmarkar á þeirri leiö sem nú er farin, hinni svokölluöu skarp- dagaleiö. Þar hefur 1 fyrsta lagi ekki tekist aö halda þeim mark- miöum sem sett voru um heildarafla og þorskaflinn fariö verulega fram úr settum tak- mörkum. Ráöherrann rakti siöan aörar hugmyndir um svæöaskiptingu aflansogum aukna heimastjórn en þaö hefur komiö í ljós i viö- ræöum viö hagsmunaaöila aö þeir eru frekar ragir i þessu sambandi og vilja frekar byggja á gömlu leiöinni meö þeim lag- færingum sem nauösynlegar eru en þær eru einkum þrjár. I fyrsta lagi aö stefnt veröi aö þeim heildarafla sem stjórnvöld ákveöa aö fengnum tillögum hafrannsóknarstofnunar. 1 ööru lagi aö tryggja gæöi aflans en þaö er markmiö sem viö meg- um ekkihvika frá vegna þeirrar samkeppni sem viöeigum I. Og i þriöja lagi aö hafa hagkvæmni i veiöum og vinnslu sem mesta vegna vaxandi kostnaöar viö framleiösluna. Ráöherrann útfæröi sföan nánar hugmyndir um almennar þorskveiöitakmarkanir en tölur um leyfilegan hámarksafla liggja enn ekki fyrir hjá Haf- rannsóknarstofnun þó aö i bráöabirgöa yfirliti frá þeim segi aö stofninn ætti ekki aö minnka þótt 400 þús. lestir séu veiddar. I tillögunum er gert ráö fyrir þvi aö aflinn skiptist jafnt milli togara og báta og aö árinu veröi skipt I 3 fjögurra mánaöa tíma- bil og ákveöin aflamörk fyrir hvert timabil fyrir sig. Ákveöiö veröi aö draga úr aflanum á fyrsta timabilinu til aö minnka birgöasöfnun i frystingunni, og aö skrapdagafjöldinn veröi ákveöinn á grundvelli aflans fyrir hvert timabil. Ráöherrann lagöi aö lokum áherslu á aö þessar hugmyndir væru umræöugrundvöllur en alls ekki fastákveönar. EKJ — 39. Fiskiþing hófst i gær I húsi Fiskifélagsins, Höfn viö lngólfsstræti og var sett ki. 14 af Má Elfssyni fiskimáiastjóra. Aætlaö er aö þingiö standi til föstudags 28. nóvember. Frá fjóröungssamböndum og deildum Fiskifélagsins sitja 22 fulltrúar þingiö og frá sérsam- böndum sjávarútvegsins 11 full- trúar en auk þess á fiskimála- stjóri sæti á þinginu. Sjávarútvegsráöherra Stein- grlmur Hermannsson ávarpaöi þingiöi'gær. Mörg mál veröa lögö fyrir þingiö og má þar helst nefna: Stjórnun fiskveiöa, af- komu sjávarútvegsins, öryggis- mál, fræöslumál og skýrslur hinna ýmsu starfsdeilda Fiski- félagsins. Fyrsta fiskiþing varhaldiö 1913 og hafa þau veriö haldin reglu- lega siöan. 1 byrjun voru þau haldin annaö hvort ár og stóöu i tvær vikur, en seinni ár hafa þau veriöhaldin árlega og standa eina viku. Þá skal þess getiö aö Fiskifélag tslands veröur 70 ára 20. febrúar n.k. Matsgerð yfir eignir Flugleiða: Ekki komin enn FRI — Matsgerö yfir eignir Flugleiöa sem unniö hefur veriö aö aö undanförnu er enn ekki komin til Fjár- málaráöuneytisins en Ragnar Arnaids fjármála- ráöherra sagöi i samtali viö Timann aö hann ætti von á henni fljótlega. Ragnar Arnalds sagði enn- fremur aö ráöuneytið hefði fylgst meö framgangi máls- ins og aö samráð heföi verið haft við það um hvernig vinnu við matsgeröina heföi verið háttað. Hinsvegar sagði ráöherrann að á þessu stigi málsins væri ekki hægt aö gefa upp tölulegar upplýs- ingar úr matsgerðinni. Gunnar Thor. nú erlendis Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra er farinn til Kaupmannahafnar, þar sem hann mun sitja fundi for- sætisráöherra Noröurlanda og sameiginlega fundi meö samstarfsráöherrum Noröurlanda og forsætis- nefndar Noröurlandaráös. Forsætisráöherra er væntanlegur heim um helg- ina. Halldór Sigurðsson formaður starfsmannafélags Amarflugs: „ALDREI RÆTT UM AÐ KAUPA BRÉFIN Á NAFNVERÐI — af okkar hálfu, en verðið á þeim er samningsatriði milli FRI — Þaö er misskilningur aö við höfum rætt um að kaupa hlutabréf Flugieiöa I Arnarflugi á nafnverði, þvi þaö höfum við aldrei gert viö einn eöa neinn og veröiö á bréfunum hlýtur aö veröa samningsatriöi á milli okkar og Flugleiöa, sagöi Halldór Sigurösson formaöur starfs- mannafélags Arnarflugs i sam- tali viö Tlmann en i Morgun- blaöinu s.l. laugardag kemur okkar og Flugleiða” fram aö 44 flugmenn Flugleiöa vilji kaupa þennan hluta félagsins á markaösveröi og teldu þaö óeöiilegt ef selja ætti hann Arnar- flugi á nafnveröi. — Við höfum i okkar málflutn- ingi sagt að nafnverðið sé ákveðin upphæö (69 millj. kr.) en það er eina upphæðin sem vitað er um með vissu, en að við mundum kaupa bréfin á þvi verði hefur ekki komið til tals hjá okkur. — Það er Flugleiöa, sem selj- anda, að segja til um hvað þetta kostar og okkur finnst ekki óeðli- legt að verð bréfanna veröi metið. Við erum ekki komnir til með að segja hvert endanlegt verð verður en hinsvegar hefur sam- gönguráöherra talað um að skipa matsnefnd i þessu máli með ein- um fulltrúa frá hvoru félaginu auk eins fulltrúa frá rikisstjórn- inni en þessi nefnd yrði nokkurs konar gerðardómur i málinu. Við höfum ekki verið boðaðir á neinn fund ennþá vegna þessa máls en við bfðum eftir þvi að fá að ræða þau við Flugleiðir sagði Halldór. BSt — Sl. sunnudag bauð Slysavarnadeild- in Ingólfur i Reykjavík stofnendum deildar- innar og eldri félögum til samverustundar F húsakynnum Slysa- varnafélagsins á Grandagarði. Þar voru rausnarlegar veitingar og skemmtiatriði og rifjaðar upp gamlar minningar úr félags- starfinu. Haraldur Henrysson, for- m aður Slysavarnadeildarinnar Ingólfs. ávarpaöi samkomu- gesti siöan skemmtu Guömund- ur Guöjónsson söngvari og Sig- fus llalldórsson meö söng og hljóðfæraslætti. Einnig voru suidar litmyndir frá starfi fHagsins. Var samkoma þessi liin anægjulegasta aö samdóma iliti félagsmanna og gesta. Tim amynd. GE Markaður fyrir sel- skínn afar lélegur HEI — Búvörudeild Sam- bandsins fékk aöeins 2.700 sel- skinn nú á s.l. vori sem er 300 selskinnum færra en áriö áður og með þvi minnsta sem komið hefur til deildarinnar. Ekki fékkst nein verðhækkun i er- lendum gjaldeyri á milIL ára og gekk m.a.s. illa að selja þessi fáu skinn. Þetta er talið stafa af áróðri þeim er hafinn var gegn seladrápi fyrir nokkrum árum, sem hafi tekist að eyðileggja þennan markað, a.m.k. um sinn. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX* mest selda úrið FISKIÞING H0FSTI GÆR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.