Tíminn - 26.11.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1980, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 Pósthólf 370 ■ Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Samgönguráðherra vill: Frjálsan innflutníng á öllum símatækjum FRI/JSG — í umræðum á AI- þingi I gær lét Steingrimur Her- mannsson samgönguráðherra þess getið að hann teldi rétt að fleirum yrði nú heimilaö heldur en Pdsti og sima, að flyt ja inn og selja simatæki. Innflytjendur yrðu þo að fá samþykki Pósts og slma til innflutningsins. Kvaðst ráðherrann ætla að leggja til að þessi breyting yrði gerð á næst- unni. 1 samtali við Timann sagði Steingrimur Hermannsson að nú væri unnið að reglugerð um þetta mál i samgönguráðuneyt- inu en i henni er gert ráð fyrir þvi að losað verði um hömlur á einkaleyfi þvi sem Póstur og simi hefur nú á innflutningi simatækja til landsins. Reglu- gerðin miðar að þvi að menn geti fengið samþykki Pósts og sima fyrir innflutningi á sima- tækjum og á tækjum sem hægt er að tengja við simkerfið. — Slik tæki yrðu að vera háð samþykki Pósts og sima og þeir sem flyttu þau inn yrðu að geta annast viðgerðir á þeim og geta haft á boðstólum varahluti i þau, sagði Steingrimur Her- mannsson. Steingrimur sagði ennfremur að þessi mál hefðu lengi verið til umræðu og hann hefði rætt mál- ið við Póst og simamálastjóra sem verið hefði þvi hlynntur að losa þarna um. — Nú er ástandið i þessum málum allt annað en fyrir nokkrum áratugum er enginn hafði þekkingu á þessum mál- um nema starfsmenn Pósts og sima sagði Steingrimur. — Nú er framboðið og fjölbreytnin orðin miklu meiri i þessum efn- um auk þess sem all fjölmenn stétt er komin sem þekkir þessi mál. —Sem dæmi um fjölbreytnina má nefna alls konar sértæki sem tengja má við simatæki eins og sjálfvirkir veljarar og simsvarar. Steingrimur sagöi að lokum aö hann vildi leggja áherslu á það að innflutningur yrði aö vera háður samþykki Pósts og sima. „Alþingi taki af skarið” JSG — „Alþingi gæti tekiö af öll tvímæli f þcssu máli með því aö samþykkja þessa tillögu”, sagöi ólafur Björnsson er hann mælti I gær fyrir þingsálykt- unartillögu sinni um aö utan- rikisráöherra hraði sem verða má byggingu oliustöövar I Helguvik. Ólafur sagði í framsögu sinni aö mikil hætta stafaði af þeim tönkum sem nú stæðu nálægt byggð iKeflavikogNjarðvik, og reistir voru, til bráðabirgða, fyrir þrjátiu árum. Eftirlit með þessum tönkum væri litið, og allt I höndum varnarliðsins, en vitað væri að tæring væri mikil i botnum þeirra. Olafur sagði að tankarnir stæðu hátt, og olia gæti, brystu tankarnir, runnið niður i byggð- ina og i höfnina. Auk þess gæti hún komist i vatnsból Njarðvik- inga og Keflvikínga. „Alþýöubandalagið kann aö snúast gegn þessum fram- kvæmdum”, sagði Ólafur„en ef þeir styðja rikisstjórn sem eng- in áform hefur uppi um aö reka herinn, þá ber þeim aö bægja mengunarhættunni frá Keflavik og Njarðvik”. Umræðum um málið var frestað að lokinni ræðu Ólafs Bjömssonar. Siglingar með síld Verða ekki stöðvaðar FRI — Siglingar með sild til Danmerkur veröa ekki stöðv- aðar þar sem talið er að ekki verði um umtalsvert magn að ræða, eða um 3000 tonn. Steingrfmur Hermannsson sjávarútvegsráðherra telur þessar siglingar varhugaverðar óg að þær geti skaðað fyrir- framsamninga næsta árs. Sildarútvegsnefnd taidi að ef þessar siglingar yröu stöðvaðar fyrirvaralaust nú;gæti það kail- að á meiri vanda en þær leystu ef veiðar ykjust mikið, enda væri söltun uppistaða í vinnslu en búið væri að vinna upp 1 megnið af fyrirframsamningum og full- komin óvissa um hvaða mögu- leikar aörir væru á nýtingu sildar til manneldis. AB — ,,í sumum tilvikum eru vaxtagreiðslur okkar margfalt meiri en launagreiðslur. Þaö fer að sjálfsögðu eftir þvi hvaða rekstrarþætti maður litur á, en sem dæmi má nefna að við hér hjá Kaupfélagi Skagfirðinga greiddum á siðastliðnu ári vegna Mjólkursamlagsins vexti sem voru að upphæð þrefaldar launa- greiðslur samlagsins" sagði Helgi Rafn Traustason kaup- félagsstjóri á Sauöárkróki í viö- tali við Tfmann I gær. Helgi sagði einnig að vextirnir væru að verða svo þungir og óþjálir I öllum rekstri að það væru að verða hreinustu vand- ræöi að búa við slikt. okur. Hann sagði að vaxtabyrðin væri nú orð- inn sá þáttur sem hvað fyrst gæti siglt fyrirtækjum i strand. „Lengst af var það svo i rekstri að launakostnaður fyrirtækjanna var verulega þungur þáttur i heildarrekstrinum. En ég hef hér fyrir framan mig t.d. eina verslun sem þjónar bilaútgerðinni hjá okkur. bar er vaxtakostnaðurinn helmingur á við allan launa- kostnaöinn,” sagði Helgi. Af þessum dæmum sést að vaxta- byrði fyrirtækjanna er orðin miklu stærri þáttur en tiðkast hefur. Þá sagði Helgi að skattagjöld af útgerð bila sem þjóna versluninni vegna aðdrátta innan héraðs og keyrslu milli héraða væru orðin svo há aðnánast óviðunandi væri. Ekkert tillit væri t.d. tekið til þess að vori þegar einungis mætti aka með hálfan farm, þá þyrfti að greiða þungaskatt eins og ekið væri með fullan farm. Að mati Helga og fleiri væri eðlilegt að létta þessum gjöldum á meöan að þungatakmörk á vegum eru gild- andi. 1 máli Helga kom jafnframt fram aðfurðulegtmætti teljast að á sama tima og rikið gerði sifellt auknar kröfur til skýrslugerða fyrirtækjanna, þá væru tölvur i geysilega háum tollaflokki. sem Framhald á bls 19 Vaxtabyrðin að gera út af við verslun I lanóinp - s „Sn jókarlinn er sætur svört augu með” segir I visunni. Snjóboltinn lengst til hægri á myndinni á að visu nokkuð I land meö að veröa að V .... * . ,W> sætum snjókarli, en þessir vasklegu pollar hafa sjálfsagt ekki veriö Iengi aö bæta úr því. Tlmamynd — Róbert. Hagur kaupfélaganna með allra versta mótí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.