Tíminn - 09.12.1980, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 9. desember 1980
13
Paradísarheimt forsýnd
á Hótel Loffleiðum
Sýningunni var afskaplega vel tekiö og virtist ánægja
gesta með verkið vera jöfn ánægju höfunda
Frá blaðamannafundinum sem haldinn var aö lokinni forsýningunni á Paradísarheimt. Frá vinstri Hin-
rik Bjarnason, Rolf Hadrich og Halldór Laxness. Timamynd — Róbert.
AB — Siðastliðinn laugardag
yar kvikmyndin Paradisar-
heimt i leikgerð Rolf Hadrich
forsýnd að Hótel Loftleiðum en
hún verður frumsýnd i islenska
sjónvarpinu um jól og áramót.
Viðstaddir sýninguna voru
margir þeirra sem komið hafa
við sögu i gerð myndarinnar,
s.s. Halldór Laxness, Roif Hád-
rich, leikarar o.fl. Sýning
myndarinnar stóð frá kl. 10.00
um morguninn til ki. 17.30 i
eftirmiðdaginn með hádegis-
verðar-og kaffihléi. M jög góður
rómur var gerður að myndinni
og er ekki að efa aö islenskir
sjónvarpsáhorfendur eiga eftir
að fagna þessu mikla verki.
Aðsýningunni lokinni svöruðu
Halldór Laxness og leikstjórinn
Rolf Há'drich spurningum
blaðamanna.
Halldór var fyrst að þvi
spurðurhvort hann væri hrifinn
af verkinu i kvikmyndarformi.
„Ég er undrandi yfir þvi hve
verkið er unnið af mikilli þraut-
seigju og miklum skilningi. Ég
get í rauninni ekki hugsað mér
myndina i öðru formi en þessu.
Fyrir mig var það þægileg til-
finning að sjá mitt eigið hug-
verk iþessu nýja formi, a stund-
um sérstök unun.”
Hadrich var að þvi spuröur
hvernig heföi staðið á þvl að
Paradlsarheimt varð fyrir val-
inu.
,J’aradisarheimt er afskap-
lega mikilvægt bókmenntaverk.
Ég vildi með þessu vali stuðla
að þvl að hreint bókmenntaverk
næði til sem flestra. í Þýska-
landi hefur myndinni verið
mjög vel tekiö. Yfir 24% þýskra
sjónvarpsáhorfenda hafa séð
myndina, eða í kring um 6
milljónir, sem telst mjög gott.
Almenningi hefur fallið myndin
vel i geð og sú staðreynd að
Steinar bóndi, þessi einfaldi
maður, er fær um aö hugsa og
hugsa djúpt, hefur vakið mikla
athygli. Þá virðist hin innri
spenna myndarinnar einnig
hafa náð góðum tökum á þýsk-
um áhorfendum. Fari svo að is-
lenskir áhorfendur taki mynd-
inni vel, þá á ég eftir að verða
afskaplega hreykinn. Miðað við
undirtektir þær sem myndin
fékk hjá íslensku áhorfendunum
hér I dag, þá er ég afskaplega
bjartsýnn á framhaldið.”
— Hver var kostnaðurinn við
gerð myndarinnar?
„Það eru nú ekki öll kurl kom-
in til grafar hvað kostnaðinn
snertir, en einhvers staðar i
kring um 2.5 milljónir þýskra
marka gæti veriö nærri lagi.”
gera kvikmynd á Islandi og I
Þýskalandi.
„Það er náttúrlega mjög frá-
brugðið að starfa á Islandi. 1
fyrsta lagi þá eru engin
„stúdió” hérna. Það er kannski
ekki það erfiðasta, heldur er
veðrið á tslandi stóra vanda-
málið fyrir kvikmyndagerðar-
menn. Veðrið er með öllu óút-
reiknanlegt. Annars finnst mér
afskaplega gott að starfa með
tslendingum og mér leið eins og
ég væri heima hjá mér strax
eftir að ég kom hingað f fyrsta
skipti.”
— Ertu vanur þvi að nota
áhugaleikara þegar þú gerir
kvikmyndir f Þýskalandi?
,,Ég nota yfirleitt aldrei
áhugaleikara i svona bók-
menntaleg verk. Hins vegar
nota ég þá oft og iðulega þegar
ég geri heimildamyndir. Ég er
afskaplega ánægður með sam-
vinnuna við leikarana i þessari
mynd, og á það jafnt við um at-
vinnuleikarana sem áhuga-
leikarana. Sérstaklega vil ég i
þessu sambandi nefna Friöu
Gylfadóttur sem leikur Steinu.
Frfða var aðeins 14 ára þegar
tökur myndarinnar hófust. Hún
var með öllu reynslulaus, en svo
áköf og viljug aðlæra að það var
hreint heillandi að vinna með
henni”.
— Nú er þetta annað bók-
menntaverkiö eftir Halldór
Laxness sem þú færir I kvik-
myndagerö og kvikmyndar.
Getur þú ncfnt eitthvað sem þér
finnst einkenna verk hans?
„Það er útilokað að svara
spurningu sem þessari I örstuttu
máli. Meginstyrkur Laxness
liggur einmitt i fjölbreytileik
hans. Hann er aldrei að endur-
taka sjálfan sig, hann velur
stöðugt ný og frumleg form,
sem að minu mati eru afskap-
lega athyglisverð og ávallt rétt
valin.”
Að lokum voru þeir Halldór
Laxness og Rolf Hádrich að þvi
spuröir hvort islenskir sjón-
varpsáhorfendur mættu eiga
von á áframhaldandi samstarfi
þeirra i milli.
Svör þeirra voru á einn veg:
að áhugi fyrir áframhaldandi
samstarfi væri fyrir hendi hjá
þeim báðum. Slíkt færi þó að
sjálfsögðu eftir því hvernig við-
tökur Paradisarheimt fengi
hérlendis. Hvaða verk kæmi til
greina aö kvikmynda næst
sögðu þeir aö væri með öllu
órætt, en Hádrich brosti þó við
og sagði að lokum „Halldór er
nú að semja nýja skáldsögu.”
Jón Laxdal, en hann leikur
Steinar bónda I Paradlsar-
heimt.
Hér skýtur Hinrik Bjarnason
dagskrárstjóri Lista- og
skemmtideildar Sjónvarpsins
þvl að að kostnaðarhluti is-
lenska Sjónvarpsins hafi verið
35 milljónir króna og þetta séu
vafalaust bestu kaup sem Sjón-
varpið hafi nokkum tima gert.
Há’drich var að þvi spurður
hver væri helsti munurinn á að
Friða Gylfadóttir sem leikur
Steinu, dóttur Steinars.
Frá Maruzen nýkomið
Stimpilklukkur
Q- rafheftarar
/
Shrifyéiin hí
0(3
Suðurlandsbraut 12 — S 8 52 77
Raftækjaverkstæði Þorsteins s/f
Höfðabakka 9. Simi 83901.
Tökum aðokkur viögeröir á: Þvottavélum —Þurrkurum.
Kæliskápum Frystikistum —þeytivindum. Breytingar á
raflögnum — Nýlagnir.
Margra ára rey'sla.
Stærðir: 116 verö gkr. 27.000 nýkr.270
Stærðir: 128-140 verð gkr. 31.400 nýkr. 314
Stærðir: 152/164-176 verðgkr. 34.200. nýkr. 342
Póstsendum CÍnnDTl/rtl
samdægurs Í?PURTVAL
LAUGAVEGI 11«. VIO HLEMMTOR&
SIMAR 14390 t» 26690
* ................... '
Nýkomnir
Barna- og unglingaskiöagallar
16 litir og gerðir