Tíminn - 24.01.1981, Side 1

Tíminn - 24.01.1981, Side 1
Slðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 Laugardagur 24. janúar 1981 19. tölublað —65. árgangur íslendingaþættir fylgja blaðinu I dag Verkfall bátasjómanna hefði viðtæk áhrif í mörgum byggðarlögum: JHér yrði um 95% atvmnuleysi” sveitarstjórinn i Þorlákshöfn JSG — „Ef sjómenn á bátum færu I verkfali, myndi þetta byggðarlag bókstaflega lam- ast,” sagði Stefán Garðarsson, sveitarstjóri i Þoriákshöfn um þau áhrif sem boðað verkfall sjómanna á bátaflotanum hefði i hans byggðarlagi. „Fólk hér i Þorlákshöfn vinnur nær eingöngu við fisk, og það mundi allt missa atvinnu sina ef til verkfalls kæmi,” sagði Stefán ennfremur. — segir „Hér eru örfá önnur fyrirtæki, s.s. bifreiðaverkstæði og tré- smiðaverkstæði, sem myndu halda áfram, en þaö yrði liklega um 95% atvinnuleysi á stað- num.” Bátaverkfall kæmi verst við hina hefðbundnu vertiöarstaði, i fyrsta lagi vegna þess að bátaiitgerð er þar meira ráð- andi i atvinnulifinu en annars staðar, og i öðru lagi vegna þess að verkfallið er boðað þegar stutt er liðið af vertið. Eirikur Alexandersson, bæjarstjóri i Grindavik sagði að þar byggöist allt á bátaút- gerð. Að visu væri einhver at- vinna við byggingar og þjón- ustuiðnað, „en þetta er þjón- usta i kringum bátaflotann og fiskiðnaðinn, þannig að þetta hangir saman”, sagði Eirikur. Margeir Jónsson, útgerðar- maður I Keflavik, og Kjartan Kristófersson, bæjarfulltrúi i Grindavik, sögðu báðir að bátaflotinn væri mjög háður veiðum á vertiðartimanum. Margeir taldi að ekki væri hægt að halda áfram veiöum mikið lengur en til 15. mai, til þess hugsanlega að vinna upp tafir vegna verkfalls. „Þetta er náttúrlega langversti timinn að fá verkfall á vertiöina, það er gefið mál” sagði Margeir. Stefán Garðarsson benti á að verkfall myndi stöðva fram- kvæmdir hjá sveitarfélaginu i Þorlákshöfn, þar sem á meðan fengi sveitarsjóöur engar tekjur. Hrólfur Ástvaldsson um útreikning veröbóta: , Xögin taka raunverulega ekki gildi fyrr en 1. júni” — Frádráttur 1. mars verður liklega 9-9,5% JSG — „Þessi janúarvisitala er bara gerð upp á framtiðina og kemur eiginlega út- reikningi verðbóta á laun 1. mars ekkert við”, sagði Hrólfur Astvaldsson á Hag- stofu islands i samtali við Timann i gær, en Kauplags- nefnd hefur sent frá sér út- reikning á framfærsluvísitöiu miðað við verðlag I byrjun janúar. Þessi visitala er 3243 stig, og hefur framfærsluvisitalan hækkaö um 360 stig frá 1. nóvember til l. janúar, eða um 12,49 prósent. Útreikningurinn nú er gerður vegna ákvæða i Framhald á bls. 19 Kristján Ragnars- son túlkar sjónar- mið togaramanna Jhjóskahans gæti lagt vertíðar- svæðin í rúst” segir Kjartan Kristó- fersson, formaður Sjómannafélags Grindavikur JSG — „Ég er nokkuð klár á þvi að margir útgeröarmenn eru óhressir með þessi orð Kristjáns Ragnarssonar, ein- faldlega vegna þess að það er ekki nema helmingur flotans I landinu sem gæti tekið sér hvild i mánuð og tekið samt sem áður sama aflamagn”, sagði Kjartan Kristófersson formaöur Sjómanna- og vél- Framhald á bls. 19 Dómnefndin ásamt verðlaunahafanum á blaðamannafundinum að Hótel Sögu i gær. (Timamynd GE) Snorri Hjartarson hlaut bók- menntaverðlaun Norðuriandaráðs AM — í gær tilkynnti dómnefnd bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs um þá ákvörðun sína að verðlaunin árið 1981 skyldu falia ís- iensku ljóðskáldi i skaut, Snorra Hjartarsyni, fyrir bók hans „Haust- myrkrið yfir mér”. Seg- ir i úrskurði nefndarinn- ar að i ljóðabók hans sé að finna skýra og agaða túlkun náttúruskynjun- ar sem hafi rik persónu- einkenni og hefjist til viðrar heimssýnar. Nefndin var samankomin aö Hótel Sögu kl. 15 i gær, er hún til- kynnti um verðlaunaveitinguna og var Snorri Hjartarson þar kominn einnig, en verölaunin sjálf, sem nema 75 þúsund dönsk- um krónum, veröa afhent á þingi Norðurlandaráðs I Danmörku þann 3ja mars nk. Formaður nefndarinnar Leif Maehle frá Noregi skýröi frá að nefndin væri sammála um að verðlaunin hefðu komið niður i góðan staö að þessu sinni. Þótt tungumálaerfiðleikar væru jafn- an til staðar, þegar um islensku, finnsku og færeysku er að ræöa, hefði vel tekist til um þýðanda ljóðanna, Inger Knutson sem leyst hefði hlutverk sitt af hendi með prýði. Sjálfur þekkti Maehle ljóð Snorra áður af ágætum þýðingum dr. Ivars Orgland, sem komið hafa út á nýnorsku. Fulltrúar Islands i nefndinni voru þeir Hjörtur Pálsson og Njörður P. Njarðvík og kom fram m.a. I máli Hjartar Pálssonar, er hann ávarpaði skáldið að þótt margt fallegt mætti um góð ljóð- skáld segja væru þau ætiö sjálf best til frásagnar um verðleika sina af eigin skáldskap. tslendingar vissu að Snorri hefði verið eitt okkar glæsilegustu ljóð- skálda um 30-40 ára skeið, meist- ari forms og stils, með djúpa og rika veraldarsýn. Fyrri ljóðasöfn hans heföu verið margbrotnari en tvö þau siðustu sem þó bæru gleggstan vott um hve skáldleg skynjun hans er i knöppu formi sínu. Færöi hann skáldinu bestu hamingjuóskir fyrir hönd dóm- nefndarinnar. Skáldbróðir Snorra Hjartarson, Pá'r Olof Sundman, óskar honum til hamingju með viðurkenning- una. (Timamynd GE) Snorri Hjartarson er fæddur þann 22. april 1906 á Hvanneyri i Borgarfiröi. Foreldrar hans voru þau Hjörtur Snorrason, skóla- stjóri þar og Ragnhciður Torfadóttir frá ólafsdal. Nam við Flens- borgarskóla i Hafnarfirði og Menntaskólann i Reykjavik, en lauk ekki námi þaðan vegna heilsubrests. Hann var við listnám i Kaup- mannahöfn 1930 og á Listaháskólanum i Osló 1931-32. Snorri var lengi bókavörður og borgarbókavörður i Rvk. 1943-66. Atti lengi sæti i samtökum iistamanna og rithöfunda. Meðal bóka frá hans hendi má nefna skáldsöguna Höit flyver ravnen, Osló 1934, Kvæði, Rvk. 1944, A Gnitaheiöi, Rvk. 1952, Kvæði 1940-52, Rvk.. 1960)Lauf og stjörnur, Rvk. 1966 (Timamynd GE)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.