Tíminn - 24.01.1981, Side 5

Tíminn - 24.01.1981, Side 5
Laugardagur 24. janúar 1981. Eitt fullkomnasta kammer- verk fyrr og síðar flutt Þriöju áskriftartónleikar Kammersveitar Reykjavikur á þessu starfsári veröa haldnir i Austurbæjarbiói n.k. mánu- dagskvöld, þann 26. janúar kl. 7,15. A efnisskrá eru tvö önd- vegis kammerverk, sem bæöi tvö eru talin meö merkustu tón- verkum tónbókmenntanna. Fyrst veröur fluttur klarinett- kvintett op. 115 eftir Johannes Brahms, en þaö verk hafa tón- listarfræöingar taliö fullkomn- asta kammerverk sem samiö hefur veriö fyrr og siöar. Þótt liðin séu tæp 90 ár siöan verkiö var frumflutthefur þaö einungis heyrst fjórum sinnum leikið á tónleikum hér á landi. Siðara verkiö á tónleikunum er Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg samið og frumflutt áriö 1912. Pierrot lunaire er timamóta- verk sem olli miklum straum- hvörfum I tónlistarheiminum þegar það var frumflutt. Hafa fá tónverk haft jafn viötæk áhrif á samtið sina og þetta fræga verk Schönbergs. Pierrot lunaire er eitt af erfiöustu kammerverkum i flutningi sem þekkjast og heyrist þvi sjaldan á tónieikum. Kammersveit Reykjavikur flutti verkið á Listahátiö 1980 viö fádæma hrifningu þeirra sem lögöu leið sina i Þjóðleikhúsið einn fagran sumardag i júni s.l. Vegna fjölda áskorana þeirra sem þá heyröu verkiö flutt svo og þeirra sem fóru á mis viö tónleikana i sumar ákvaö Kammersveitin aö flytja verkiö aftur á þessu starfsári. Rut Magnússon fer með lykilhlutverkiö i Pierrot lunaire, en stjórnandi verksins er bandariski hljómsveitar- stjórinn og fiðlusnillingurinn Paul Zukovsky. Ennfremur mun Zukovsky ieika meö i strengjakvartettinum i klari- nettkvintett Brahfns, en Gunn- ar Egilson fer meö klarinett- hlutverkiö. Verkamannafélagið Dagsbrún 75 ára Opið hús í Lindarbæ á morgun HEI — Verkamannafélagið Dagsbrún i Reykjavik verður 75 ára næst komandi mánu- dag. Félagið var stofnaö i Bárubúö hinn 26. janúar 1906. Að sögn Eðvarðs Sigurðs- sonar, formanns Dagsbrúnar hefur félagið opið hús i Lindarbæ klukkan 15-18 sunnudaginn 25. janúar, þar sem félagsmenn og makar þeirra auk annarra velunnara félagsins eru boðnir velkomn- ir. Hann sagði ekki áformað að efna til neins sérstaks til- stands i kringum þetta merkisafmæli. Jóhann Einvarðsson Ólafur G. Einarsson. Sighvatur Björgvinsson Fundur um Þingmannasam- tök Atlanshafsríkj anna Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg gangast sam- eiginlega fyrir fundi um Þing- mannasamtök Atlantshafsrikj- anna („North Atlantic Assem- bly”) laugardaginn 24. janúar. Frummælendur verða alþingis- mennirnir Jóhann Einvarðsson, Ólafur G. Einarsson og Sighvatur Björgvinsson en þeir eru fulltrúar tslands hjá samtökunum. Þeir munu fjalla um sögu samtakanna og starfsemi, skýra frá siöasta þingi þeirra og ræða almennt um Island og NATO. Fundurinn sem er ætlaður félagsmönnum SVS og Varðbergs og gestum þeirra, verður haldinn i Atthagasal Hótel Sögu (suður- enda) og hefst kl. 12.15. (Fréttatilkynning). Borgarstjórn samþykkir: Ananda Maiga fái styrk til að reka barna- heimili Kás — Borgarstjórn sam- þykkti á fundi slnum si. fimmtudagskvöld, þegar fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár var til seinni umræöu, að veita félagasamtökunum Ananda Marga rekstrarstyrk til dagvistunarheimilis sem þeir reka. Var þessi fjárveit- ing samþykkt að tillögu Al- berts Guömundssonar, borgarfulltrúa, meö átta sam- hljóða atkvæðum. Aöur haföi félagsmálaráö fjallaö um máliö, en erindiö hlaut ekki stuöning þar. Hins vegar var þaö upplýst á fundi borgarstjórnar aö mjög litil aðsókn heföi veriö undanfariö að barnaheimili Ananda Marga, þannig aö forsvars- menn þess hefðu leitaö til for- stöðumanns dagvistunar- stofnana hjá Reykjavikurborg og boðist til að taka börn af biðlista hjá þeim. Styrkurinn sem borgar- stjórn veitti Ananda Marga er 2.7 millj. gkr. Reykjavikur- borg veitir styrk til þriggja annarra barnaheimila sem ekki eru i eigu borgarsjóðs. Þaö eru dagheimilin ösp og Ós og leikskóli KFUM. mmn OHKU SPARN AÐUR Okkar framlag í orkusparnaði SÝNUM GÆÐINGA um helgina kl. 2-5 s.d. í Varahlutahúsinu v/Rauðagerði CHERRY GRAND LUX þann sparneytnasta frá Datsun Framhjóladrifinn. Fylgihlutir m.a.: Klukka - útvarp - snúningshraðamælir. Opnun á skuthlera og bensinloki úr ökumannssæti ásamt fleiru er fylgir luxusgerð bila Nú á ótrúlega góðu verði. Veruleg hækkun á næstu sendingu DATSUN PICK UP DIESEL Burðargeta 1200 kg. - Vél sem hefur margra ára reynslu islenskra leigubifreiðastjóra. - Luxus innrétting VERIÐ VELKOMIN AÐ SKOÐA GÆÐINGANA Datsun €* umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi við Sogaveg Simi 33560

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.