Tíminn - 27.01.1981, Side 3
Þriöjudagur 27. janúari l981
Verslunarmannaf élag
Reykiavíkur 90 ára í dag
AM — Verslunarmannafélag
Reykjavikur er 90 ára i dag. 1
hófi sem haldið var af þessu til-
efni á sunnudaginn, voru fjórir
memi gerðir að heiðursfélögum,
16 hlutu gullmerki félagsins og
margir framámenn l'luttu þvi
árnaðaróskir.
Þeir seni geröir voru að heiö-
ursfélögum voru þeir Andreas
Bergmann, sem i 50 ár starfaði
hjá Völundi, Otto J. Olafsson
sem mjög lengi var endurskoö-
andi félagsins og i trúnaöar-
mannaráði, Björgúlfur Sigurös-
son,sem lengi varhjá KRON og
Guðmundur H. Garðarsson,
sem var formaður VR i 23 ár.
Samkomuna ávörpuðu íorseti
ASl, viðsemjendur, formaður
bankaráðs Verslunarbankans,
skólastjóri Verslunarskólans og
Oddur Helgason f.h. gamalla
heiðursfélaga.
Þá skemmtu Manuela Wiesler
og Snorri Snorrason, kór Söng-
skólans i Reykjavik söng og þau
Ólöf Harðardóttir og Garöar
Cortes.
V.R. ákvaö að gefa stórgjöf,
30gamlar milljónir, til Oryrkja-
bandalags islands og Þroska-
hjálpar og munu samtökin
skipta upphæð þessari a milli
sin.
Urn 500 manns sóttu aímælís-
hátið þessa og fór hún hiö besta
lram á alian hátt og mikil
ánægja meö framkvæmd henn-
ar rikjandi.
Heiöursfélagarnir. Guðmundur
H. Garðarsson, Björgúlfur Sig-
urðsson, Ottó J. ólafsson og
Andreas Bergmann. Magnús
L. Sveinsson, formaður V. R. i
ræðustól.
flfflí&''’: BPjB
ISp:1 ;p llprv WBQ J
Fjölmennt var i hófi Dagsbrúnar og fengu færri sæti en vildu, þótt allt leystist það um siðir i lélags-
legu bróðerni. (Timamynd GE)
Stórgjafir Dags-
brúnar á 75 ára
afmælinu
AM — Verkam annafélagið
Dagsbrún varð 75 ára i gær, en
félagið er stofnað þann 26. janú-
ar 1906. Minntist félagið tima-
mótanna nieð hófi i Lindarbæ á
sunnudag.
1 tilefni af þessu færði for-
maður félagsins, Eðvarð Sig-
urðsson sex styrktarlelögum
stórgjafir. Hlutu fjögur þeirra
50 þúsund krónur, en þau voru
Sjálfsbjörg, Landssamband
fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra, elliheimiliö að
Hrafnistu og elliheimilið
Grund. 25 þúsund krónur hlutu
Blindrafélagið og Hjúkrunar-
heimili aldraðra i Kópavogi.
Eru þetta þvi 250 þúsund ný-
krónur, eða 25 milljónir gamalla
króna.
Mikill fjöldi eldri og yngri
Dagsbrúnarmanna og konur
þeirra sóttu hófið og þvi þröng á
þingi i Lindarbæ. Urðu þarna
fagnaöarfundir margra ekki
sist þeirra eldri, meöan notið
var góðra veitinga.
GisliSigurbjörnsson, forstjóri, veitir gjöf Dagsbrúnar viðtöku, fyrir
hönd elliheimilisins Grundar ( Timamynd GE)
Talsveröar
skemmdir af elds-
voða á Kjalarnesi
— útihús á bænum Króki brunnu
FRI — Tilkynnt var til slökkvi-
liðsins i gærmorgun, kl.10.25, að
eldur væri laus i úlihúsum á bæn-
uin Króki á Kjalarncsien útihúsin
eru hvggð við ibúðarhúsið.
Er slökkviliðiö kom á staðinn
voru heimamenn búnir aö bjarga
dóti og hænum úr útihúsunum en
eldur reyndist laus á milli fjóss og
hlöðu.
Froðu var sprautað yfir utihus-
in til að hindra irekari útbreiðslu
eldsins en siðan þurlti aö rifa
þekjuna al loíti á hlööunni og það-
an var mokað ut nokkrum hest-
burðum af heyi sem siðan var ek-
ið út á túniö.
Töluverðar skemmdir urðu á
útihúsum i eldsvoðanum en að
sögn slökkviliðsins eru eldsupp-
tök ókunn þótt sennilega hafi
fyrst kviknað i lofti hlöðunnar en
eldurinn siðan borist i heyiö.
Vel gekk að ráða niðurlögum
eidsinsen slökkvistarfi var lokið
13.45.
Eigandi að Króki er Guðbjartur
Hólm Guðbjartsson.
Maður fórst í elds-
voða í Breiðholtí
FRI— Slökkviliðinu barst til-
kynning um eldsvoða I Kötlufelli
11 kl. 18.18 f fyrrakvöld. Er komið
var að ibúð á annarri hæð þar
sem eldurinn var laus var þar
ntaður inni en hann var látinn er
komið var með hann á sjúkrahús.
Hann hét Sigfús Steingrimsson 37
ára gamall.
Áður en slökkviliðið kom á
staðinn reyndi vanur slökkviliös
maður er þarna var staddur að
brjótast inn i ibúðina en hann
komstekkiinn úr dyrunum vegna
reyks.
Slökkviliðsmenn af Artúns-
höfða komu fyrstir á staðinn og
fóru þegar inn i ibúðina með
reykgrimur og fundu Sigfús á eld-
húsgólfinu.
Eldsupptök munu hafa verið i
rúmfötum og rúmi i svefnher-
bergi ilDUðarinnar sem er við hliö
eldhússins. Reyndust þau mikiö
brunnin en miklar bruna-
skemmdir eru i svefnherbergi og
skemmdir vegna reyks eru mikl-
ar um alla fbúðina.
Mikill fjöidi bifreiöa elti
slökkviliðs- og sjúkrabifreiðir á
staðinn og tepptist gatan fyrir ut-
an Kötlufell 11 svo að kranabill
aðalstöðvar komst ekki aö hús-
inu. Er það bagalegt og seint
verður ofbrýnt fyrir fólki að halda
forvitninni i skefjum i titifellum
sem þessu.
1 húsinu eru 12 ibúðir en ibúum
annarra ibúða var ekki hætta bú-
in af eldsvoðanum.
Fundað á ný í
bátakjaradeilunni
AB — Guðlaugur Þorvaldsson
rikissáttasemjari hefur á ný boð-
að til sáttafundar með deiluaðil-
um í bátakjaradeilunni. Næsti
fundur veröur á morgun kl. 16.
Ekki var að heyra á máli Óskars
VigfUssonar fulltrúa sjómanna i
samninganefndinni að nein ný
sjónarmið heföu komið fram.
Hann sagöi aðeins að hann teldi
að sáttasemjari hefði boðað til
þessa fundar til þess að fá menn
tilað ræða saman á nýjan leik, og
nota timann vel, þvi eins og kunn-
ugt er þá hafa sjómenn boðað
verkfall ýmist frá 9. eða 16. febrú-
ar.