Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 27. janúar 1981 7 Það mundi stuðla að eðlilegra mannlífi Menn stynja undan sköttun- um. Þegar skattaframtöl koma á dagskrá eftir áramótin, hefj- ast endalausar umræöur um skattamál. A vinnustööum og i heimahiísum eru málin rædd upp aftur og aftur. Þessar maraþonumræöur um skattamálin ná þó aöeins til beinu skattanna. Varla heyrist minnst á aöra skattlagningu. Þó eru beinu skattarnir litiö brot af þvi sem fólk veröur aö greiöa til samneyslunnar. Þessi vítahringur Hvernig skyldi nú standa á þessum mikla áhuga og áhyggjum sem almenningur hefur af beinu sköttunum? Astæöan er aö sjálfsögöu fyrst og fremst þaö fyrirkomulag sem er á innheimtunni. Þetta innheimtufyrirkomulag beinna skatta er llka algjörlega óviöun- andi. Þetta fyrirkomulag felst I þvi aö rfkisvaldið er aö þvinga lán upp á fólk. í mörgum tilfellum lán sem fólk kærir sig ekki um, en einnig kærkomin lán sem sumir geta notaö sér I verö- bólguþjóöfélaginu. Þetta innheimtufyrirkomulag gerir það að verkum aö mikil spenna myndast hjá einstak- lingunum. Þeir sem hafa góðar tekjur verða að hafa sömu tekj- ur áfram eða hærri aö raungildi. Þetta þyöir það meðal annars að þeir sem unniö hafa mikla aukavinnu veröa aö halda þvi áfram. Þessi vitahringur virðist órjúfanlegur. Ef eitthvað fer úrskeiðis Fleira kemur þarna viö sögu. Það er ekki einungis aö menn séu þvingaöir til aö halda áfram vinnuþrælkun vegna þessa kerf- is, heldur verða menn fyrir miklum skakkaföllum ef eitt- hvaö fer Urskeiöis. Ekki mega menn veröa veik- ir. Ef fólk lendir I langvarandi veikindum eöa fatlast til aö mynda, þá gerir þetta fyrir- komulag þaö aö verkum aö fjár- mál þeirra einstaklinga sem hlut eiga aö máli, hrynja I rUst. Auðvitaö eru tæknilegir og efnahagslegir örðugleikar á þvi aö breyta fyrirkomulagi inn- heimtunnar. Þó er þaö furðulegt að rlkisvaldið skuli ekki hafa breytt þessu fyrir löngu. Rlkis- valdið tapar nefnilega á þessu innheimtufyrirkomulagi. 1 verðbólguþjóðfélagi tapar rikiö alltaf á þvf I heildina aö skattar séu greiddir eftirá. Jafnvel þó fyrirframgreiösla setji nokkuö undir þann leka hjá þeim sem vinna ekki i sveiflukenndum at- vinnurekstri. Jafnvel þús undir manna Þaö er ýmislegt sem bendir til þess aö verulegar breytingar séu aö veröa i islensku þjóölifi. Kannski taka þessar breytingar langan tíma, en ekki er annað sjáanlegt en aö almenningur og raunar stjórnvöld einnig, hafi gert sér grein fyrir þvi aö litil þjóö gengur ekki endalaust i loftinu. Tími jafnvægis gæti veriö framundan. Fólk er að komast niður á jöröina og þá verða stjórnvöld að koma til móts viö fólkiö. Staögreiösla skatta er eitt af þvi sem yki á jafnvægi I þjóöfélaginu. Ég er ekki einn þeirra sem vill láta afnema tekjuskattinn. Eng- inn sem nokkra nasasjón hefur af þeim óleystu félagslegu verk- efnum sem blða, vill draga Ur samneyslunni. Ég efast til aö mynda um, svo eitt dæmi sé tek- ið, aö allir viti það aö hundruö eöa jafnvel þUsundir manna eru frá vinnu eingöngu vegna þess aö heilbrigöiskerfiö getur ekki sinnt þeim vegna skorts á ytri aöstööu. Fyrir utan hina fjár- hagslegu hlið málsins eru þarna á feröinni ómældar þjáningar margra þessara einstaklinga. Út úr skúma- skotunum Skattaálagningin fyrir tekjur 1980 er kveikjan aö þessari örstuttu grein. Menn stynja undan sköttunum. Hinsvegar láta menn sér nægja aö fá Utrás I umræöum og nöldri. Eitt af þvi sem fylgir þvi þjóöfélagsformi, sem við bUum viö, lýöræðisfyrirkomulaginu, er aö hinn almenni borgari get- urhaft áhrif á gang mála innan þessa ramma. Bæöi einstak- lingar og samtök einstaklinga geta auðveldlega haft áhrif á skattamálin eins og önnur málefni. En til þess aö svo megi verða þurfa menn aö koma Ut Ur skUmaskotunum og vinna á vit- rænan hátt. Ég held aö þaö yrði öllum fyr- ir bestu þegar upp væri staðið, aö breyta þessum þætti i þjóöfélaginu. Staögreiösla skatta myndi skapa þjóöfélag sem ekki væri hlaðið eins mikilli spennu og viö bUum viö núna og það myndi stuöla aö eölilegra mannllfi. Flaututónleikar Manúelu Wiesler Þótt undarlegt megi virðast, hafa ekki allir hljóöfæraleikar- ar áhuga á tónlist. Ég þekki meira að segja konsertpianista, einn af hinum „stóru”, sem ferðast um heiminn spilandi Beethoven og Liszt, en hefur i rauninni mest gaman af jazzi. Hann li'tur á hljóðfæraleik sem tæknihlut — vel spilað en tækni- lega fullkomiö, illa spilað er tæknilega ófullkomiö, og skv. hans kokkabók er Oscar Peter- son jafnmesti pianisti veraldar. Enda má svosem segja, að snillingarnir miklu, sem ferðast borg Ur borg, þurfi aö vera æöi skapandi til aö finnast þeir alltaf vera aö gera eitthvaö ferskt og nýtt Ur sama pró- gramminu: Kunningi minn, sem hlustaöi á Emil Gilels spila hér tvær Beethoven- sónötur, um árið, fór skömmu síðar til Finnlands, og þá vildi svo til, aö Gilels var með tón- leika þar, sem hann að sjálf- sögðu hlustaöi á. Þá lék Gilels sónöturnar tvær. Og um svipaö leyti frétti hann frá syni sinum, sem hafði farið á Gilels tónleika I London, og dóttur, sem hafði heyrt snillinginn i Kaliforniu, og alltaf var það sama efnisskráin. Svo kom Ut plata meö sónötun- um tveimur. Manuela Wiesler. Þessi saga þarf þó ekki að sýna, að Emil Gilels sé vélrænn píanisti, og vel má vera, aö tónleikar hans séu mjögmismundandi frákvöldi til kvölds. Við höfum séö ótal myndir eftir Kjarval frá Þing- völlum,.og ótal myndir eftir As- grlm Ur HUsafellsskógi, en allt eru þetta mismunandi myndir — tUlkun listamannsins á hug- hrifum sínum i náttúrunni. Og Guömunda Andrésdóttir, fyrrum teiknikennari minn, hélt áfram að „rannsaka hringinn” ár eftir ár, og gerir vonandi enn, og er hann þó þaö geómetriska form,sem maður heföi haldiö aö óathuguðu máli að væri hvað klappaöast og klárast. En á þessum sviöum fara ekki saman sjónarmið sérfræðinga og leikmanna. Sérfræöingar lita á hljóðfæra- leik sem Iþrótt, eins og að ofan var lýst, en leikmenn fara á tónleika til að hrlfast af tónlist- inni, e.t.v. á óskilgreinanlegan hátt. Þegar við heyrum afburöa-listamenn eins og Man- úelu Wiesler leika, finnum viö það djUp sem er staðfest milli hins venjulega gutls, sem flest- allur tónlistarflutningur er, og þess yfirburða listforms, sem tónlistin er I rauninni. NUtlma málfræðingar hafa haldið fram þeirri tilgátu, að einhvers konar málfræöikerfi sé innbyggt I mannsheilann, þannig að börn læri að tala mikíu hraöar og réttar en þau ættu i rauninni að geta gert, miöað við þá tilsögn sem þau fá. Ogallirgetalærtaðtala, og að TÓNLIST Sigurður Steinþórsson stílsetja ofurlitið, en þó er djUp staöfest milli t.d. venjulegrar tónlistargagnrýni I Tlmanum og ritgeröar eftir Gljúfrasteins- bónda. En hvaö er þó sá munur á ritsnilld okkar Kiljans miöað við muninn á tónlistarhæfileik- um mlnum og Mózarts? Allir, sem á annað borö hafa heyrn, hafa eitthvert tóneyra, en sumir, og þeir alls ekki fáir, eru „músikalskir”: þeir læra á hvaða hljóöfæri sem er vandræöalaust, og skilja alla tónlist æðra skilningi. Þeir múslkölsku menn, sem ekki nenna aö leggja á sig þá enda- lausu vinnu, sem þaö kostar aö .veröa „vivtúósi” gerast dágóöir amatörar, „hygge- pianister” á skemmtistööum, popparar, og vinsælir menn i „partýum”. Enþeirfáu, sem nenna aö leggja nótt viö dag til aö ná fullkomnun,veröa hinir sönnu snillingar. Ég tel að ManUela Wiesler sé ein þessara snillinga, sem hefur fullkomiö vald bæöi á hljóöfæri sinu og á máli tónlistarinnar. Þaö mál er eins og hugsanaflutningur I vísindafabUlum — kannski eins og söngur hvalanna eöa stærð- fræöi— innihaldán orða. Þegar ManUela leikur á flautu sina, er hUn að leggja eitthvað til mál- anna, hUn er að skapa tónlist. A fjóröu tónleikum Tónlistar- félagsins léku ManUela Wiesler (flauta) og Claus-Christian Schuster (pianó) fjögur verk, Sónötu óp. 167 eftir Reinecke, Sónötu eftir Martinu, Diverti- mento eftir Busoni, og tilbrigöi yfir „Trockne Blumen” eftir Schubert. Schuster er Vínarbúi, fæddur 1952. Mér fundust þessir tónleikar afbragösgóðir og meðal hins fínasta sem hér heyrist. 25.1. Siguröur Steinþórsson Pétur Pétursson þulur: Tímalaus ritstjóri beiðir upp Fráfarandi ritstjóri Tlmans, Jón Sigurösson, sendir starfs- stétt þula tóninn I forystugrein blaösins s.l. laugardag. Þaö er ekki seinna vænna. Hann mun á förum Ur heföarsessi rit- stjórnar. Svona eru vegirnir órannsakanlegir. Persneska skáldið Omar Khayam segir i ljóði sínu (Þýðing MA.). „Sjá tíminn það er fugl, sem flýgur hratt, hann flý'gur máske úr augsýn þér i kvöld”. Allt er breytingum undirorpiö. NU er það ritstjóri Tlmans sem flýgur úr augsýn lesenda blaösins, ein- hvern næstu daga. Þaö eru ekki allir sem hafa Uthald Þórarins. Haraldur A. Sigurösson sagöi að hann væri fæddur fyrir Tlmann. JS, ritstjóri bregður þulum um „kjafthátt”, án þess aö nefna dæmi eða rökstyöja þaö. Hann kýs aö tala I hálfkveönum visum. NU er kreppa I land- bUnaöi og kvótakerfi rlkjandi. Bændur skera af heyjum óarð- bæra gripi. JS hefir lengi jórtraö á bás Timans. NU er hann Tlmalaus. Þaö þóttu nú ekki vænlegir gripir I mlnu ung- dæmi. JS veröur aö sætta sig við aö falla fyrir Darwinskenningunni um náttúrlegt Urval hinna hæf- ustu. Þar á hann ekki við þuli aö sakast. Athugasemd ritstjóra Orö forystugreinar Tlmans s.l. laugardag, sem Pétur Pétursson þulur tekur til sín, eru þessi: „Langsamlega mest gengur aö vlsu á þegar Alþýðu- bandalagiö er utan rikis- stjórnar, og veröur kjaftháttur Þjóöviljans þá þvi llkastur sem vinsæll Ut- varpsþulur sé oröinn leiö- arahöfundur blaðsins.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.