Tíminn - 27.01.1981, Qupperneq 16

Tíminn - 27.01.1981, Qupperneq 16
'HfflltP Þriðjudagur 27. janúar 1981 Gagnkvæmt tryggingafé/ag m ) *í. 'M- 1 WISIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Norðmenn vilja selja okkur olíu á markaðsverði ..Þetta er Ijómandi skemmtilegur staöur”, segir sóknarnefndarformaöurinn á Seltjarnarnesi. A mynd- inni er kirkjubyggingarlóöin séö frá suö-vestri. Pálsbær, æskuheimili gefendanna, er til vinstri á mynd- inni og Mýrgrhúsaskóli eldri til hægri. Seltyrningum gefin lóð undir kirkju — Ber vott um stórhug og höfðingsskap frumbyggja Seltjarnarness og niðja þeirra, segir sóknarnefndarformaður HEI — „betta var aískaplega mikið þakkarverð gjöl”, sagði Kristin Friðbjarnardóttir sóknar- neíndaríormaöur Seltjarnarness um ca. 6000 fermetra lóð undir kirkju austan til i Valhúsahæð sem sóknarnefnd heiur nýlega þegið að gjöf. Það eru eigendur Pálsbæjarlands á Seltjarnarnesi, Tveir urðu eftir í Höfn — af íslendingunum sem fylgdu Víkingum utan — annar í höndum lögreglunnar Ungur tslendingur situr nú i fangelsi i Kaupmannahöfn eftir að hafa grýtt flösku í lögregluþjón á laugardagskvöldiö. Tildrög málsins voru þau að um hádegisbil á laugardaginn kom hópur íslendinga til Kaupmanna- hafnar gagngert til þess að fylgj- ast með leik Vikings og Lugi sem fram fór á sunnudaginn. Nokkrir Isiendinganna héldu á veitingahús i borginni um kvöldið og hugðust væta kverkar „góð- um” miði og i framhaldi af þvi spunnust upp mikil slagsmál og varð að kalla á iögregluna til að skakka leikinn. Er lögreglan gerði sig liklega til að fjarlægja nokkra úr hópnum tók ungi maðurinn sig til og réðist að lögreglunni með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að ungi maðurinn muni ekki losna úr fangelsinu fyrr en eftir viku, þá varö flugáhöfnin sem flaug þotu Flugleiða frá Kaupmannahöfn i gær að neita ungum manni sem tilheyrði is- lenska hópnum um sæti i vélinni heim vegna ölvunar. röp—. systkinin Guðlaug Sigurðardóttir, Pálsbæ, Pétur Sigurðsson, for- stjóri Hrólfsskála og Ólafur Sig- urðsson, búsettur i Sviþjóð, sem afhentu sóknarnefnd gjöf þessa 21. jan. s.l. i Pálsbæ. Sóknar- nefndin telur gjöf þessa ómetan- legt framlag til sameiningar i safnaðarstaríinu. Hún beri vott um stórhug og höfðingsskap frumbyggja Seltjarnarness og niðja þeirra. Að sögn Kristinar hefur kirkju- bygging verið i undirbúningi allt frá þvi stofnuð var sérstök sókn á Seltjarnarnesi við skiptin frá Nessókn árið 1974. Fyrjr tveimur árum hafi verið efnt til sam- keppni um teikningu að kirkjunni. Hörður Gestsson hafi þá hlotið 1. verðlaun og sóknarnefnd siðan samþykkt þá teikningu. Nú væri hægt að hefjast handa af fullum krafti, enda sagði Kristin þegar byrjað aðmæla út fyrir kirkjunni. Seltjarnarnes er eini kaupstaður- inn á landinu þar sem. ekki er kirkja. FRI — t ferð sinni til Noregs átti Hjörleifur Guttormsson iðnaö- arráðherra kost á viðræöum viö forráðamenn norska rikisoliu- fyrirtækisins Statoil. t þeim við- ræðum kom fram, að Norðmenn eru nú tilbúnir að hefja viö okkur viðræður um langtíma- samninga um olíukaup. — NU er það viðskiptaráðu- neytið, sem fer með samninga um oliukaup en þar sem ég átti kost á að heimsækja Statoil þá taldi ég mér skylt að ræöa þessi mál almennt við þá, sagði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra i samtali við Timann. — Það kom fram i viðræðum minum við Arv Johnson fram- kvæmdastjóra Statoil að þeir eru reiðubúnir að hefja við okkur viðræöur um langtima- samninga en óska eftir þvi að is- lensk stjórnvöld geri sem fyrst upp hug sinn um þau efni. Astæðan fyrir þvi að þeir ýta á um að fá upplýsingar um óskir okkar er sú, að margir vilja kaupa af þeim oliu en þeir eru nú i þeirri aðstöðu að geta selt umtaisvert magn. Þeir vilja að við séum með i myndinni frá upphafi en þeir hefja viðræður við Dani og fleiri i næsta mán- uði. Þaö er almenn stefna hjá Statoil, að reyna að láta grann- þjóðir njóta forgangs i þessum viðskiptum. Aðspurður um hvort mögu- leiki væri á að Norðmenn gætu annað allri okkar þörf á oliu sagðist Hjörleifur ekki vilja fullyrða um það. — Við verðum að slá þann Vamagla i' þessu sambandi, að þeir bjóði fyrst og fremst léttari oliutegundir, þ.e, gasoliu og bensin en gera ekki ráð fyrir svartoliu, þar sem þeir vinna sina oliu i léttari tegundir, og þar sem við eigum ekki oliu- hreinsistöð getur ekki orðið um hráoli'ukaup að ræða. Hvað verð snertir þá liggur það fyrir, að þeir gera fyrst og fremst ráð fyrir markaðsverði og láta eitt yfir alla ganga. Verðið hjá þeim er nú um 40 dollarar fyrir tonnið af hráoliu, sem gerir um 290 dollara fyrir tonnið af gasoliu. Rotterdam- verðið er sem stendur nokkru lægra en verðið á bresku oliunni nokkru hærra eða það verð, sem við borgum nií fyrir BNOC oli- una. Þarna verðum við lika að meta öryggisþáttinn og mögu- leikann á langtimaviðskiptum en einnig verðum við aö taka til- lit til þeirra samninga sem við höfum þegar gert. Að lokum sagði Hjörleifur, að hann myndi á næstunni kynna ríkisstjórninni þessi mál. Starfsfólk rikisverksmiðj anna: Ræða nú aðra liði en launaflokka AB—Vinnumálanefnd rikisins og fulltrúar starfsfólks rikisverk- smiðjanna komu saman á ný hjá sáttasemjara i eftirmiðdaginn i gær, kl. 16. Deiluaðilar skiptust I gær á til- lögum um alla aðra liði kjara- samningsins, en launaflokkaliö- inn. Eins og kunnugt er, þá hafa allir aðilar innan ASI náð sam- komulagi um launaflokkaröðun. Það eru aðeins vaktstjórarnir sem ekki hafa náð samkomulagi um þann lið, og var hann geymd- ur i gær og voru vaktstjórarnir þvi með i öllum viðræðunum i gær. Guölaugur Þorfaldsson rikis- sáttasemjari sagði I gærkvöldi, að mikil vinna væri eftir við samningsgeröina, en i þessu mið- aði þó öllu I rétta átt. Guðlaugur átti allt eins von á að framhaldsvinna yrði mikið til unnin I undirnefndum, en þessi mikla næturvinna sem tiökast hefur að undanförnu yrði eitthvað minnkuð. 7 þúsund tonn veiddust í gær AM — Loðnuveiði hefur veriö dræm sem kunnugt er að undan- förnu, en þó veiddust 7 þúsund tonn I gær og um 14 þúsund tonn sl. fimmtudag. Skipin hafa verið að veiða upp i það sem þau áttu eftir af kvótanum frá sl. hausti og hafa nokkur fengið það magn sem þau áttu eftir þegar. Alls voru það 32 skip, sem áttu veiði inni frá haustinu. n Ferö Hjörleifs Guttormssonar til Noregs: Samvinna um rannsóknir á eldsneytis- framleiðslu FRI — Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráðherra fór I opinbera heimsókn til Noregs dagana 20.-24. jan. s.l. og ræddi ma. við framámenn norsk iðnaðar um möguleikana á nánari sam- vinnu þessara landa á sviði iðn- aðar. Timinn hafði samband við Hjörleif og spurði hann um hvaða þætti iðnaðar hefði aðal- lega verið rætt og að hvaða nið- urstöðu var komist. — Það getur verið um marga þætti að ræða og i þvi sambandi vil ég benda á þá möguleika sem að eru á milli Norðurlanda á þessu sviði almennt vegna samstarfs sem þróast hefur upp i gegnum samnorrænar stofn- anir eins og til dæmis Norræna iðnaðarsjóðsins, sagði Hjörleif- ur Guttormsson i samtali við Timann. — Ef við litum til einstakra þátta þá fóru viðræður fram við talsmenn þungaiðnaðarins i Noregi, hina þrjá stóru þ.e. Elk- em-Spigerverket, Árdal-Sunn- dal Verk og Norsk Hydro. Það hefur legið fyrir, að af þeirra hálfu hefur verið áhugi á sam- vinnu við okkur og slikt samstarf hefur komist á. (Járn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga). — Ég gerði þessum aðilum grein fyrir þeirri stefnumótun sem hér er unnið að af hálfu stjórnvalda og það sem fyrir liggur i stjórnarsáttmálanum um þessi efni. Þannig að þótt um islensk fyrirtæki verði að ræða þá getum við vei hugsað okkur samvinnu við erlenda að- ila og gætum beinlinis þurft á henni að halda i sambandi við ýmis efni eins og rannsóknir, tæknimál, markaðsmál o.fl. —Aðalatriðið er þó að hér sé um islenska eign að ræða eða meirihluta i hugsanlegum fyrir- tækjum. Slik stefna kemur Norðmönnum ekkert á óvart þvi þeir hafa verið að kaupa upp hlut erlendra fyrirtækja i Nor- egi, og eru þannig að ná betri tökum á sinu eigin atvinnulifi sem sumpart var áður I eigu er- lendra auðhringa. Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra. — Einstökfyrirtæki voru ekki til umræöu en við höfum verið með óskir um samvinnu um rannsóknir sem tengjast elds- neytisframleiðslu hér. Þá er um að ræða hagnýtingu á vinnslu kisilmálms i lokuðum ofnum. Vinna kolefnið úr útblæstri og nýta það i elsneytisvinnslu. Þetta hefur m.a. verið rætt við Elkem og fleiri fyrirtæki sem eru reiðubúin að eiga hlut að þessum rannsóknum. — Sama gildir um magnes- iumvinnslu sem við erum hér með i athugun. Iðntæknistofnun vinnur að þvi máli sérstaklega fyrir Iðnaðarráöuneytið en við höfum nefnt þetta við Norsk Hydro sem hefur mikla reynslu á þessu sviði með nærri 20% af heimsframleiðslunni. Þeir veita okkur ákveðna aðstoð við þetta verkefni. — Nú ersem sagt um að ræða samvinnu á sviði rannsókna og þróunari þessum efnum en ekki að mál séu þannig að spurningin sé um beina þátttöku i einstök- um fyrirtækjum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.