Tíminn - 29.01.1981, Page 2

Tíminn - 29.01.1981, Page 2
Fimmtudagur 29. janúar 1981 2 „Segjum iqip Qeira fófld um mánaðamóf Sagði Kristján 6. Kjartansson framkvæmdastjóri Vífilfells AB — „Þvi miöur sjáum viö ekki fram á annaö, en aö viö veröum aösegja upp nú um mánaöamótin talsveröum f jölda í viöbót”, sagöi Kristján G. Kjartansson fram- kvæmdastjóri Vifilfells i viötali viö blaöamann Timans i gær. Kristján sagði, að fjöldi þeirra, sem sagtyrði upp nú um mánaða- mótin væri enn ekki ákveðinn, en það yrðu þvi miður allt of margir. Hann sagði að endanleg tala myndi liggja fyrir á morgun. Kristján sagðist alfarið kenna litlu álagi framleiðandans á gos- drykki og hinu nýja 30% vöru- gjaldi þennan mikla samdrátt sem orðið hefði hjá Vifilfelli. Hann sagði að markaðsaukning Sanitasverksmiðjunnar hefði ekkert með samdráttinnn að gera, þvi þeirra framleiðsla væri ekki i samkeppni við framleiðslu Vifilfells, heldur við framleiðslu öleerðar Eeils. Nefndi hann sem dæmi að Seven-up drykkurinn keppti við Egils-appelsin og Sinalco, og að nýi Sanitaspilsner- inn keppti við Egilspilsnerinn. Kristján sagðist geta ábyrgst það að hin mikla aukning hjá Sanitas stafaði ekki af mikilli aukningu á Pesi-drykknum, sem er jú sá drykkur sem keppir við Kók um markað. Leiðrétting: Engin skýrsla frá staðar- valsnefnd — einungis kynning á frumathugunum AB — Blaðamanni varð á i messunni i gær, þegar hann skrifaöi frétt um störf staðar- valsnefndar, en þá notaði hann orðið „skýrsla” um fyrstu niðurstöður nefndar- innar, þegar hann hefði átt að nota frumniðurstöður. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum, og starfsfólk iðnaðarráðuneytis- ins "biður blaðamaður fyrir- gefningar, en siminn hjá ráðu- neytinu mun ekki hafa stoppað i gær, þvi svo margir vildu fá afrit af „skýrslunni” áður- nefndu. Engin skýrsla er sem sé fyrir hendi, enda eru störf nefndarinnar á algjöru byrj- unarstigi, og það sem hún hefurlátið frá sér fara til fjöl- miðla hefur frekar verið kynn- ing á stöðu mála þegar þeir hefja nefndarstörf sin, en ein- hverjar endanlegar niðurstöð- ur. Afgreiðslufólk Kaupfélaga I læri hjá Kjötiðnaðarstöð SÍS: Læra kjötmeðferð, útstillingar og sölumennsku HV —Undanfarna daga hefur af- greiöslufólk frá kaupfélögum vfös vegar um landið veriö á nám- skeiöi hjá kjötiönaðarstöð StS á Kirkjusandi i Reykjavik. A nám- skeiöi þessu er fólkinu leiöbeint I meðferð kjöts og kjötvara, svo og viö útstillingu i kjötafgreiöslu- borö og sölumennsku. Að þessu sinni lýkur námskeið- ínu með kynningu i nýrri verslun Kaupfélags Hafnfirðinga, við Miðvang i Hafnarfirði, i dag milli klukkan 3 og 6. Myndina hér að ofan tók Tóbert á Kirkjusandi i gær, þar sem kaupfélagsfólkið var að læra úr- beinun kjöts. Iðnaðarráðherra um umsögn viðskiptaráðherra: „Olíumál eru einnig orkumál” AB — „Ég vona, aö þaö sé enginn ágreiningur innan rikisstjórnar- innar um verkaskiptingu milli ráöuneyta”, var svar Hjörleifs Guttormssonar iönaöarráöherra I gær, þegar hann var spuröur aö þvi hvort svo væri, vegna þeirra ummæia Tómasar Arnasonar, viðskiptaráöherra I Morgunblaö- inu f gær, aö oliuviðskiptamál væru ekki starfsvettvangur iön- aöarráöherra. „Ég vil minna á þaö, aö oliumál eru einnig orkumál, og ég aflaði mér upplýsinga frá Tómasi Arna- syni áður en ég fór til Noregs, til þess að vita hvað heföi þegar ver- iö gert I þessum málum”, sagöi Hjörleifur. Hjörleifur sagöi jafn- framt, að hannheföi ekki ætlaö að taka fram fyrir hendur viöskipta- ráðuneytisins á einn eöa annan hátt, varöandi þau mál sem væru i verkahring viðskiptaráðuneytis- ins, þ.e. að gera viðskiptasamn- inga i sambandi við oliumál. Hins vegar væru oliumál hluti af orkubúskap landsmanna og vörðuðu þar með orkuráöuneytið að sjálfsögðu. Hjörleifur sagði, að aðalatriðið, sem fram hefði komið i viðræöun- um i Noregi, væri það, aö Norð- menn væru reiðubúnir til lang- timasamninga við Islendinga um oliuviöskipti. Það væri atriöi sem hann teldi, að þyrfti gaumgæfi- lega athugun á næstunni, enda sagðist hann gera ráð fyrir aö viöskiptaráðun eytiö heföi einnig áhuga á slikum athugunum. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra um fyrstu niðurstöður staðarvalsnefndar: Koma mér ekki á AB — Staðarvalsnefnd, sem skipuö var af iönaöarráöherra sl. haust, hefur nú greint frá sinum fyrstu frumathugunum. Nefndin kannarhvar hentugast muni vera aö setja á stofn iðnaö og stóriöju. Hjörleifur Guttormsson iönaöar- ráöherra var i gær spuröur aö þvi hvaö honum fyndist um þessar frumniðurstööur nefndarinnar. „Ég hef séö og kynnt mér þess- ar fyrstuniðurstöður nefndarinn- ar, og Ut af fyrir sig koma þær mér ekkert á óvart. Ég vil þó leggja áherslu á þaö, eins og óvart” reyndar nefndarmennhafa sjálfir gert, aö þessi nefnd er aðeins að hefja störf og þvi engan veginn um endanlegar niðurstöður að ræöa af hennar hálfu, aöeins kynningu á stöðu mála og frum- niöurstööur fyrstu athugana. Mér finnst að svolitils misskilnings hafi gætt I fjölmiðlum I sambandi viö kynningu á þessu framlagi nefndarinnar. Menn hafa þvf ef til vill hneigst til þess aö taka þvi þannig, aö störf nefndarinnar hafi verið lengra komin en þau eru i reynd”. Manntalið: Öll gögn nafn- iaus í tölvurnar HEI — „Bregðist Hag- stofan trúnaði fólks er starfsgrundvöllur hennar hreinlega fok- inn út i veður og vind”, sagði hagstofustjóri, Klemens Tryggvason, m.a. á fundi með fréttamönnum i gær þar sem rætt var um þá tortryggni, sem margir hafa orðið varir við i sambandi við fram- kvæmd manntalsins nú um næstu helgi. Hagstofustjóri benti á, að þetta er nú aldeilis ekki i fyrsta sinn sem Hagstofunni er trúað fyrir þvi sem ekki er ætlað að fara lengra. Sem nærtækt dæmi gat hann um hagskýrslugerð vegna allrar framleiðslu iðnað- arfyrirtækjanna i landinu. For- ráöamenn margra þeirra vilja af ýmsum ástæðum ekki að það fari lengra — t.d. kannski ekki til skattstofunnar — hve mikið þeir framleiða hver og einn og sumir voru nokkuð tortryggnir i upphafi. Það hafi hins vegar ekki komið til i eitt einasta skipti hvorki i sambandi viö þessar upplýsingar né aðrar að Hagstofan væri sökuð um að veita öðrum þær upplýsingar sem henni er trúað fyrir, enda starfsgrundvöllur hennar þá ekki lengur til staðar eins og fyrr er getið. Það væri afdrátt- arlaus skylda Hagstofunnar að fara með allar upplýsingar sem algert trúnaðarmál. Hagstofustjóri sagði hinn al- menna úlfaþyt, sem orðið hafi út af sumum spurningum manntalseyðublaðanna, ekki hafa farið fram hjá sér frekar en öðrum, enda kannski eðlilegt að slikt gerðist þegar opinber aðili krefðist upplýsinga um það sem margir litu á sem einka- mál. Hins vegar sagðist hann telja sig geta bent á það með fullum rétti, að þegar nánar sé gætt þá séu engar spurninganna raunverulega nærgöngular um persónuhagi manna. Engin spurning sé t.d. varðandi tekjur manna eða raunverulegar eign- ir. Ekki væri spurt um ráðstöfun tekna, ekkert um skoðanir né áhugamál eða hvernig þeir verji tómstundum sinum. Varðandi spurningu um ó- vigða sambúð benti hann á mikla þörf á þvi að fá sem fyllsta vitneskju um þetta nýja hjúskaparform, sem farið hafi vaxandi undanfarin ár. Til þessa hafi Hagstofan orðið að gefa einstaklingum sérstök tákn óvigðrar sambúðar — án þess að spyrja það að þvi — en nú væri fólk þó spurt sjálft. Varð- andi heimilisstörfin benti hann á, að þar sé raunverulega um stóran þátt atvinnulífsins að ræða. Höfuðatriðið sé að fá upp- lýst hve þau taki raunverulega mikinn tima miklu frekar en um hvernig þau skiptast milli heimilisfólks, þótt það sé fróð- leikur út af fyrir sig. Aðspurður sagðist hagstofu- stjóri ekkert hræddur um að manntalið komi til með að mis- takast vegna áfstöðu sumra til þess. Hins vegar sagðist hann vera svolitið hræddur um að það verði ekki eins árangursrikt og það getur orðið og ætti að vera t.d. miðað við hve miklum fjár- munum er til þess varið. Mann- talið kemur til með að kosta um 500 milljónir gamalla króna. Það benti hagstofustjóri aftur á sem sönnun þess hve yfirvöld- um þætti mikil nauðsyn á fram- kvæmd þess. Þótt hið opinbera sé kannski stundum svolitið kærulaust i meðferð fjármuna hendir það varla hálfum mill- jarði eingöngu til að svala for- vitni einhverra. Þá skal tekið fram, að allar upplýsingar úr manntali sem fara inn á og geymdar veröa i tölvum verða nafnlausar og númerslausar, að sögn hag- stofustjóra. Enginn geti þvi leit- að upplýsinga um einstaklinga af þeim tölvugögnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.