Tíminn - 29.01.1981, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 29. janúar 1981
Upplýsing'ar frá
Hagstofu íslands
Hvað er manntal?
Manntal er annað og meira en talning mann-
fólksins á landinu. Manntal er hagfræðileg út-
tekt, sem hefur fólkið i landinu að viðfangsefni.
Meginatriði sérhvers manntals má teljá þrjú:
1) Hvað starfar fólkið i landinu? Þau störf, sem
hver þjóð innir af hendi, sú vinna, sem lögð er
fram i samfélagi fólks, er þriþætt: atvinna,
heimilisstörf og nám.
2) Hvernigskiparfólkið i landinu sér i frumhópa
samfélagsins, fjölskyldur og heimili?
3) Við hvaða aðbúnað býr fólkið i landinu, að þvi
er varðar húsakost og fleira.
Manntalið þáttur í
alþjóðlegu samstarfi
Manntalið 1981 er hið 22. i röð svokallaðra
aðalmanntala á Islandi. Það er tekið samkvæmt
lögum nr. 76. 19. desember 1980.
Manntöl eru svo mikilvæg undirstaða allrar
vitneskju um stöðu þjóöar, að bæði Þjóðabanda-
lagið gamla og arftaki þess, Sameinuðu
þjóðirnar, hafa staðið fyrir alþjóðlegu sam-
starfi um manntöl: til hvaða efnis skuli taka,
hvernig ýmis hugtök skuli skýrgreind, o.s.frv.
og siðast en ekki sist hvenær þau skuli fara
fram. 1 samræmi við tillögur hagstofu
Sameinuðu þjóðanna eru manntöl tekin i flestum
löndum heims 1980 eða 1981. Manntal var t.d.
tekið i Bandarikjunum 1. april i fyrravor, i Svi-
þjóð, 15. september, i Noregi og Finnlandi 1.
nóvembersiðastliðinn, og manntal verður tekið i
Efnahagsbandalagslöndunum i vor.
1 einungis fimm rikjum heims hefur alls-
herjarmanntal aldrei farið fram. Þessi riki eru
Eþiópia, Ginea og Miðafrika i Afriku, og Laos og
Óman i Asiu.
Trúnaðarskylda
manntalsaðila
9. grein manntalslaganna hljóðar svo:
„Upplýsingar skráðar á manntal um einkahagi
manna eru einvörðungu ætlaðar til hagskýrslu-
gerðar og er óheimilt aö láta aðila utan Hagstof-
unnar fá vitneskju um þær. Heimilt er þó að láta
viðurkenndum rannsóknaraðilum og opinberum
stofnunum i té upplýsingar skráðar á manntal,
enda sé þá nöfnum og auökennisnúmerum ein-
staklinga sleppt. Orvinnslu manntalsskýrslna
skal Hagstofan ein annast, og hlutaðeigandi
starfsmennhennarskulu bundnir þagnarskyldu.
Teljarar við manntalið og starfsmenn sveitar-
félaga, sem vinna að framkvæmd þess, eru
einnig bundnir þagnarskyldu.”
Manntalsupplýsingar
er ekki hægt að nota
neinum einstaklingi
1 óhag
Engar upplýsingar, sem einstaklingar gefa
um sig og sina hagi, verða notaðar á neinn hátt
viðkomandi eða öðrum i óhag. Trygging fyrir
þessu er i fyrsta lagi eðli manntalsatriöanna:
Ekkert þeirra varðar fjármuni eða eignir, nema
að þvi er tekur til húseignar. Spurt er um
eiganda ibúðar, en slikar upplýsingar eru i öðru
samhengi ekki trúnaðarmál, samanber vottorð
úr veðmálsbókum. Upphæð tekna kemur ekki
fram i manntali, né hvernig einstaklingar eða
heimili verja tekjum sinum. Manntalsskráning
getur ekki orðið sönnunargagn um neins konar
fjárhagsleg málefni, enda trúnaðarskyldan
tekin fram á eyðublaðinu. Ekkert manntalsat-
riðanna getur talist nærgöngult persónulegum
högum fólks, enda alls ekki spurt um tómstundir
fólks, áhugamál eða skoðanir.
I öðru lagi er trygging gegn óhlutvandri með-
ferð upplýsinganna veitt i þeirri lögvernd, er
trúnaðarskylda manntalslaganna kveður á um,
og skýrð var hér að framan. Liður i þeirri vernd
er það, að enginn nema framkvæmendur mann-
talsins, þ.e. teljarar og aðrir trúnaðarmenn
sveitarstjórna, og starfslið Hagstofunnar við úr-
vinnslu manntalsins, hefur aðgang að frum-
gögnum manntalsinsþ.e. þeim eyðublöðum, þar
sem manntalsatriðin eru skráð. Eftir úrvinnslu
liggja upplýsingarnar fyrir sem slikar, sviptar
öllum einstaklingsauðkennum, þannig að úti-
lokað er að rekja þær til nafngreindra manna.
I þriðja lagi felst trygging i viðteknum hefðum
við hagskýrslugerð, en þar er nafnleynd varð-
andi upplýsingagjafa og hagi þeirra grund-
vallaratriði, enda brýnt hagsmunamál fyrir þá
stofnun, sem að hagskyrslugerðinni stendur.
Störf Hagstofunnar byggjast öðru fremur á þvi,
að stofnanir, fyrirtæki og almenningur geti
treyst henni fyrir upplýsingum. Þetta gildir um
manntal ekki siður en aðra upplýsingasöfnun.
Enn fremur má benda á, að manntalslög frá 1920
voru endurskoðuð 1980 og ný lög sett, meðal
annar sérstaklega i þeim tilgangi að tryggja rétt
einstaklings við manntal.
Skipulag manntals
Manntaiinu er nú hagað á nokkuð annan hátt
en áður. 1960 og fyrr fóru manntöl þannig fram,
að teljarar gengu i hús og skriíuðu sjálfir niður
eftir fyrirsögn heimilismanna allar upplýsingar
um fólkiö, ibúðir og hús á eitt og sama éyðu-
blaðið fyrir allt húsið.
Við þetta manntal er fólki ætlað að fylla sjálft
út skýrslu sina. Formi eyðublaðanna er breytt
þannig, að viðfangsefni manntalsins er skipt á
þrjú blöð: Einstaklingsskýrslu, sem gera skal
um alla 12 ára og eldri um siðustu áramót,
ibúðarskýrslu og hússkýrslu. Svokallað krossa-
prófskerfi er notað, en það gefur færi á að orða
spurningar nákvæmar og einhlitar en annars, og
aubveldara verður að svara. Þessi aðferð er nú
notuð við manntöl i flestum löndum. T.d. getur
gamall maður, sem er hættur að vinna og
stundaði ekki nám eftir fermingu, útfyllt sina
einstaklingsskýrslu einvörðungu með þvi að
setja krossa, nema hvað hann þarf að skrifa
heimilisfang i 1. lið, og heiti lifeyrissjóðs, ef það
á við. Sama á við alla aðra, sem stunda ekki at-
vinnu, hvort heldur það eru unglingar, hús-
mæður, öryrkjar eða aðrir — þeir geta svarað
einstaklingsskýrslunni á þennan einfalda hátt.
örvar á eyðublaðinu visa, hvernig svara skal,
og hverju má sleppa, þegar svo ber undir.
Auk þess sem hægt er að nota „krossapróf”
leiðir sú tilhögun, að hver maður gerir sina ein-
staklingsskýrslu, til þess, að allir geta fyllt út
skýrsluna samtimis, eftir leiðbeiningum i fjöl-
miðlum. Föstudagskvöld 30. janúar kl. 21.15
verður 30 minútna þáttur i sjónvarpinu, þar sem
farið verður yfir spurningar einstaklingseyðu-
blaðsins i þvi skyni, að hver og einn útfylli það
fyrir sig eftir leiðbeiningum i þættinum. Hann
verður endurtekinn i sjónvarpi kl. 16 á laugar-
dag 31. janúar.
Fimmtudagur
29. janúar 1981
4 I
íiiiiuiíj
13
MANNTALIÐ 1981
Einstaklingsskýrslu á að gera
um alla, sem fæddir eru 1968 eöa
fyrr. Hana þarf hver og einn að
gera sjálfur, eöa aðrir fyrir hann,
þar sem hann á sólarhringsdvöl
31. janúar. Fyrir þá, sem dveljast
annars staöar en á lögheimili
sinu, þarf annað heimilisfólk að
gera einstaklingsskýrslu. Sérstök
áhersla er lögð á, að einstaklings-
skýrsla skal ekki gerð á dvalar-
staö fyrir þá, sem liggja i sjúkra-
húsi til timabundinnar dvalar, og
er þvi nauðsynlegt, að heimilis-
menn, sé um þá aö ræða, vandi til
einstaklingsskýrslugerðar fyrir
þá, sem eru fjarverandi vegna
sjúkrahúsdvalar.
Gera skal einstaklingsskýrslu
um alla Islendinga, sem eru i
skólanámi eða ööru námi erlend-
is, svo og fjölskyldu þeirra nema
fyrir liggi, að þeir séu alfluttir til
útlanda. Á sama hátt skal skrá
aðra tslendinga erlendis, ef taliö
er, aö þeir muni setjast aftur að á
Islandi. Nánustu venslamenn
Islendinga erlendis gera ein-
staklingsskýrsluna fyrir þá. Sam-
kvæmt eðli máls er ekki krafist
tæmandi útfyllingar einstaklings-
skýrslublaðsins fyrir þá, sem
búðar og hjónabands, þar eð þá
kemur fram, hvort óvigð sambúö
er undanfari hjónabands, og hve
lengi hún stóð.
Athugið sérstaklega, að einung-
is er spurt um sambúö og hjóna-
band, sem er við lýði manntals-
daginn. Ekkert skal upplýsa um
sambúð og hjónaband, sem nú er
lokiö, hvort sem það varð við and-
lát maka eða skilnað. Allir þeir,
sem eru ekki i hjónabandi 31.
janúar, ógift fólk, fráskilið fólk,
ekkjur og ekklar, segja „Nei” i 3.
liö.
Veitið þvi enn fremur athygli,
aö viökomandi aðilar meta það
sjálfir hvort sameiginlegt
heimilishald þeirra er með þeim
hætti, að það teljist óvigð sam-
búð. Þó mun verða að lita svo á,
aö fólk, sem býr saman i ibúð og
hefur eignast barn saman, en er
ekki gift, sé i óvigöri sambúð. Að
sjálfsögðu er barn ekki skilyröi
þess, að fólk teljist vera I óvigðri
sambúð.
Manntalsupplýsingar má alls
ekki nota til neins annars en hag-
skýrslugerðar. Þjóðskráin, sem
er deild i Hagstofunni, fær þvi
ekki aögang að neinum upplýs-
Leiðbeiningar um gerð
eins taklings skýr slu
dveljast erlendis, t.d. þarf engu
að svara, sem varðar vikuna 24,-
30. janúar 1981.
Auðkenning
skýrslunnar,
heimilisfang
Eins og eyðublaöið ber með sér
skal skýrslan auökennd viðkom-
andi einstaklingi efst meö nafni
hans og fæðingardegi. 1 linuna,
sem merkt er „Staður”, skal
skrifa dvalarstaö einstaklingsins,
nema skýrslan sé gerð af öðrum
en honum sjálfum vegna fjarveru
hans frá lögheimili 31. janúar, þá
skal rita lögheimilið þarna. Séu
fleiri en ein ibúö i húsi, þarf að til-
greina hvaða ibúö skýrslan til-
heyrir, t.d. 2. hæð til hægri eða
þess háttar.
11. spumingaliö á að tilgreina,
hvar viðkomandi átti heima á til-
teknum timum. Séu menn i vafa
um, hvernig skuli svara þessu,
t.d. vegna þess að þeir dvöldust
annars staöar en á lögheimili
sinu, eða muni ekki nákvæmlega,
hvenær þeir fluttust, nægir að
svara eftir bestu trú, enda er alls
ekki ætlast til fullrar samsvör-
unar meö þvi, sem þarna er ritað,
og skráningu i þjóöskrá á sinum
tima.
Sambúð,
hjónaband
1 2., 3. og 4. lið einstaklings-
skýrslunnar eru spurningar, sem
lúta að fjölskyldugerö.
Hlutverk 2. og 3. liðs er fyrst og
fremst að leiða i ljós umfang ó-
vigðrar sambúðar á Islandi. Talið
er, að hún hafi farið I vöxt undan-
farin ár, en eins og kunnugt er
mun óvigð sambúð hafa tiökast i
meiri eða minni mæli mjög lengi
hér á landi. Undanfarin ár hefur
löggjafinn reynt aö tryggja rétt-
indamál þeirra, sem eru i óvigöri
sambúö, og er hún þvi nú laga-
leg’a viðurkennd að nokkru leyti
sem hjónabandsform. Það er
mikilvægt að fá fram, hve margt
fólk telur sig nú vera i óvlgöri
sambúð á íslandi, og hve lengi sú
sambúð hefur staöið. Ýmislegt
bendir til þess að óvigð sambúö sé
oft undanfari vigörar sambúöar,
þ.e. hjónabands I hefðbundinni
merkingu. Einmitt þess vegna er
spurt um upphafsár bæöi sam-
ingum úr manntalinu um óvigða
sambúð. Kunnugt er, að margt
fólk vill ekki, af fjárhagsástæðum
eða af öðrum orsökum, að sam-
búð þess sé skráð i þjóðskrá.
Sambúðarfólk á þvi allt að geta
tilgreint sina sambúð óhikað,
enda hagsmunamál þess, að
óvigð sambúð sé ekki vanmetin
sem fjölskylduform hér á landi.
1 úrvinnslu manntalanna 1950
og 1960 var fólk talið I óvigðri
sambúð eftir sérstökum reglum
Hagstofunnar. Nú þótti hins
vegar rétt, að hver og einn mæti
þetta sjálfur, eins og áöur sagði.
Börn
Það er öllum kunnugt, hve
miklar breytingar hafa orðið á
fjölskyldugerð I tlð núlifandi
fólks. Einn mikilvægasti þáttur-
inn I þessum breytingum er
tengdur tölu barna, sem konur
eignast. Upplýsingum kvenna i 4.
lið er ætlað aö leiða I ljós, hverjar
breytingar hafa oröið á barnatöl-
unni með nýjum kynslóöum.
Sams konar spurningar gáfu
góöa raun 1950 og 1960, en þá voru
þær nokkru ýtarlegri.
Nám,
skólaganga,
próf
I 5., r6., 7. og 8. lið eru
spurningar, sem varða yfirstand-
andi nám og skólagöngu, nám,
sem menn hafa stundað, og próf,
sem þeir hafa lokiö. Efnisinnihald
spurninganna er nokkurn veginn
það sama og var 1950 og 1960.
Tilgangur þeirra er fyrst og
fremst sá, að leiöa i ljós, hvaða
þjóðarauður liggur i menntun
íslendinga, hvernig hún er nýtt I
atvinnuvegunum, og hvaöa námi
menn eru I nú. Nám er vinna, og
eitt þeirra starfssviða fólks, sem
manntalier ætlað aðupplýsa um.
Athugið, að hafi menn hætt I
námi áður en prófi var lokiö, skal
engu að stður tilgreina skólann og
ártalið I 5. lið. Sé um skóla I út-
löndum að ræða, þarf aö tilgreina
landið. Þetta á einnig við I 6. lið.
Þar á að tilgreina öll próf að
loknu námi, sem er til undir-
búnings tilteknum störfum, hvort
sem prófin veita bein starfsrétt-
indi eða ekki.
Margir hafa lokið fleiri en einu
réttindaprófi eða starfsaðgangs-
prófi, t.d. sveinsprófi fyrst og
tækniprófi slðar, og þá á aö til-
greina hvort tveggja i 6. lið, en
aðeins síðari skólann i 5. lið. Þá
geta menn einnig lokiö starfsrétt-
indaprófi slðaren þeir ljúka prófi
til aðgangs að sömu störfum, t.d.
uppeldisfræðiprófi nokkrum ár-
um eftir að þeir luku B.A.-prófi
til kennslu. Þá á aö fara eins að.
I 7. liö skal svara þvi hvort
maöur hefur lokiö stúdentsprófi.
Með stúdentsprófum skal telja
aðfararpróf Kennaraháskóla á
fyrstuárum þess skóla. Stúdents-
próf tekið erlendis skal hér einnig
telja, og er þá átt við próf úr
framhaldsskóla, sem veita aö-
gang að háskólanámi.
18. lið er spurt um nám á árinu
1980. Þarna á bæöi að telja skóla-
nám og verklegt nám samkvæmt
námssamningi við atvinnurek-
anda. Þeir, sem eru á námssamn-
ingi, tilgreina I næstaftasta hluta
8. liðs þann fjölda mánaða, sem
þeir voru á skólabekk I námi öðru
en verklegu námi utan skóla.
Heimilisstörf
9. liður er nýtt atriði I manntali
hérlendis. Eins og tekiö var fram
i upphafi, eru heimilisstörf eitt
þeirra þriggja starfssviöa, sem
eru undirstaöa framfærslu fólks i
landinu.
Við fyrri manntöl hefur, með
réttueða röngu, ekki þótt vera á-
stæða til að spyrja um þann þátt
þjóðarbúskaparins, sem heimilis-
störf eru. Astæöa þessa er vafa-
laust sú, að verkaskipting var
miklu meiri hér áöur hvað snerti
atvinnu annars vegar og heimilis-
störf hins vegar. Nú sinnir fólk
þessum verksviðum jafnari
höndum, og er þvi nauðsynlegra
en áöur að spyrja sérstaklega um
heimilisstörfin.
Eins og orðalag spurninganna I
9. lið ber með sér, er það lagt I
mat hvers og eins að ákveöa,
hvaöa störf sin, sem hann inniraf
hendi fyrir heimiliö, hann telur
heimilisstörf. Til almenns sam-
ræmis er æskilegt aö telja eftir-
talin atriði til heimilisstarfa:
1) Innkaup á vörum og öðru til
heimilidialds.
2) Eldhússtörf og þvottastörf.
3) Þrif húsnæðis, lóðar og heimil-
ismenn.
4) Fatagerð o.þ.h. fyrir heimilis-
menn.
5) Umönnun barna og annarra,
sem hennar þarfnast.
Rétt er að vekja athygli á þvl,
að ekki er ætlast til neins konar
timamælinga eða þess háttar.
Tlmamörkin, er viö skal miðaö,
eru svo við, að ekki ætti að vefjast
fyrir neinum að velja sér viðeig-
andi reit i þessum lið.
Atvinna 1
vikunni fyrir
manntalið
Þessari spumingu er ætlað aö
leiða i ljós', hve stór hluti lands-
manna þáö er, sem telst „virkur
viö atvinnustörf” manntalsvik-
una. Þaö, að spurt er, hvort maö-
urhafihaft tekjur I vikunni (ekki
hverjar þær voru) stafar af þvi,
aö atvinna er skýrgreind sem sú
vinna, sem maður hefur tekjur
fyrir. Maður telst „virkur við at-
vinnustörf”, þótt hann sé i orlofi
eða fjarverandi frá vinnu vegna
veikinda.
Vinnustaður,
vinnutími og
ferðir til
vinnu í mann-
talsvikunni
Efni 11., 12. og 13. liðs má heita
nýtt I manntali hér. Þó eiga 11. o^
12. liöur sér óbeina samsvörun í
atvinnuspumingum manntalanna
1960 og fyrr.
1 11. liö skal upplýsa, hvar at-
vinnustörfin fara fram nákvæm-
lega, t.d. Ihvaða sveitarfélagi og
hvar I þvl. Með samanburði viö
dvalarstaö kemur fram, milli
hvaða staöa viðkomandi þarf að
fara til vinnu. Liðir 11 og 13 hafa
aðallega upplýsingagildi fyrir
skipulagsviðfangsefni á vegum
sveitarfélaga.
Ef fyrirtæki eða stofnun hefur
bækistað á einum stað, en við-
komandi vann fyrir það á öðrum
stað, á I 11. lið að tilgreina þann
stað, þar sem maöur taldist fyrst
vera kominn til vinnu, hvort sem
það var I bækistöð eðá á öðrum
vinnustað.
12. lið er ætlað að upplýsa
vinnutima fólks i atvinnu sinni. 1
siðari hluta 12. liðs er aö sjálf-
sögöu aðeins beðiö um, að sagt sé
af eða á, hvort þessi vinnuvika
megi kallast venjuleg. Ekki er
ætlast til nákvæms samanburðar
við meöaltalsvinnuviku eða neitt
þess háttar.
13. liður snýr að feröum til
vinnu. Athugið að ferðatímann á
að miða viö venjulega leið, þann-
ig að það telst með I ferðatíman-
um, ef bami er komið i gæslu eða
aðrir reglubundnir snuningar
gerðir I leiðinni til vinnu.
Uppruni
framfæris
1980
Efni 14. og 15. liðs lýtur aö þvi,
hvaðan menn höfðu framfæri sitt
á liðnu ári. Þessar spurningar eru
þjóðhagslegs eðlis, og þriskipting
framfæris I 14. lið er I samræmi
viö flokkun I þjóðhagsreikning-
um. Efni 14. liðs hefur tilheyrt
islenskum manntölum frá upp-
hafi, en 15. liður er nýtt atriði.
Upplýsingagildi hans er mikið
fyrir þá umræðu, sem nú fer fram
i þjóðfélaginu um skipan lifeyris-
mála.
Athugið, að i 14. lið er ekki
gerður munur á tekjum lifeyri
o.þ.h. eftir þvi hvort það er
manns sjálfs eða annarra.
Enn fremur þarf að gæta að
þvl, að einungis skal setja kross
við einn þátt, þann, sem mestar
tekur gaf 1980. Langflestir hafa
framfæri sitt af þessum þáttum
sameiginlega, I misinunandi hlut-
föllum, en þarna þarf sem sagt
að tilgreina mikilvægasta þáttinn
I upphafi 15. liðs merkja við
„Já”, allir, sem eru i lifeyris-
sjóði, og allir, sem fá lifeyri úr
slikum sjóði, þó þeir séu ekki I
honum sjálfir, t.d. ekkjur manna,
sem voru i lifeyrissjóði og þær fá
lífeyri eftir.
Ekki þurfa menn að tilgreina
orörétt heiti llfeyrissjóðs, t.d. má
tilgreina stéttarfélag, ef viðkom-
andi man ekki heiti llfeyrissjóðs-
ins. Aðalatriði er, að þarna komi
fram grundvöllur að flokkun eftir
tegund lffeyrissjóöa, t.d. flokkun i
verötryggöa og óverðtryggöa
lifey rissjóði.
Atvinna 1980
1 16. liö er fengið fram, hverjir
teljast skulu „virkir við atvinnu-
störf” slðastliðiö ár. Efni
spurninganna er óbreytt frá fyrri
manntölum, nema hvað slðasti
hlutinn, um veikindafjarvistir, er
nýr. Um þær er spurt að undirlagi
landlæknis, en tilgangur með þvl
er sá, að samanburðargrundvöll-
ur fáist við rannsóknarniöurstöð-
ur Hjartaverndar. Sama
spuming hefur verið lögð fyrir
alla, sem rannsakaöir hafa verið
hjá Hjartavernd.
Varðandi 2. spurningu I 16. lið
skal athuga, að samanlögö tala
mánaða I 8. lið og þessum lið get-
ur farið yfir 12. Enn fremur þarf
að gæta að þvi, að kennarar, sem
fá 2-4 mánaða sumarleyfi, svara
2. spurningunni með „Já”, hafi
þeir veriö I kennarastöðu allt ár-
ið. Farmenn, fiskimenn og aðrir,
sem yinna I skorpum en taka sér
fri á milli, svara „Já”, hafi þeir
einugnis sleppt túr og túr eða þ.h.
Þeir sem voru I atvinnu allt áriö
merkja við „Já” i öllum mánuð-
unum I mánaðaspurningunni,
eins þótt þeir hafi veriö I sumar-
frli allan júllmánuð.
Þar sem talað er um daga I slð-
ustu spurningunni, er átt við
heildartfma, sem maður hefur
verið veikur, þannig að hann
hefur forfallast frá vinnu, en ekki
virka daga einungis. Þarna verö-
ur aö sjálfsögðu að styðjast við
mat hlutaöeiganda sjálfs á þvi,
hvaða svar muni réttast, og er
ekki ætlast til nákvæmrar upp-
rifjunar á veikindaforföllum 2980.
Heimilismaður fjarverandi einstaklings er beðinn að gera
skýrslu fyrir hann.
Nánari
upplýsingar
um atvinnuna
Allir, sem teljast hafa veriö
„virkir við atvinnustörf” 1980,
þ.e. svarað upphafi 16. liðs
játandi, þurfa að tilgreina 117. liö,
og 18. og 19. lið ef við á, hvaða at-
vinnu þeir stunduðu.
Beðið er um svo ýtarlegar upp-
lýsingar, sem skýrslan ber með
sér, til þess að hægt sé að flokka
atvinnugrein manna og starfsteg-
und nákvæmlega eftir alþjóðleg-
um flokkunarreglum, sem hag-
stofa Sameinuðu þjóðanna sem-
ur, og Hagstofan lagar að islensk-
um aðstæðum. Heiti íyrirtækis,
starfsheiti o.fl., sem er beðið um,
hefur sem sagt ekki sjálfstætt
upplýsingargildi, en er grundvöll-
ur þessarar ýtarlegu flokkunar.
A eyöublaöinu sjálfu er útskýrt,
hvernig svara skal atriöunum
„Hjá hverjum vannst þú?” og
„Við hvaö vannst þú? ” Til frekari
skýringa skal itrekað, að við
siðarnefndu spurningunni þarf aö
gefa dyggjandi svar og frekar
skal skrifa fleiri orð en færri ef
vafasamt getur verið að eöli
starfsins sé fullljóst úrvinnsluf-
ilki.
Vinnustað þarf aö tilgreina, og
ef hann er ekki fastur, t.d. við
húsbyggingar eða viðgeröavinnu,
er rétt aö tilgreina bækistöð ef
hún er fyrir hendi, annars verður
aö láta nægja heiti sveitarfélags,
eða stærra svæðis ef svo ber
undir.
Þetta þarf aö athuga varðandi
flokkun I atvinnurekendur, ein-
yrkja og launþega: Atvinnurek-
endur eru hér þeir einir, sem
standa fyrir fyrirtæki I eigin nafni
og hafa haft aðkeypta vinnu sem
svarar minnst 3 mánuðum á ár-
inu. — Bændur (bændahjón) eru
einyrkjar nema þeir hafi haft að-
keypta vinnu utanheimilisfólks 16
ára og eldra sem svarar 3 mánuð-
um eða lengur á árinu, þá eru þeir
atvinnurekendur. — Heimilisfólk
annað, sem vinnur i landbúnaði,
er launþegar. — Þeir sem taka aö
um eða lengur á árinu, þá eru þeir
atvinnurekendur. — Heimilisfólk
annað, sem vinnur i landbúnaði,
er launþegar. — Þeir sem taka að
sér sjálfstæð verkefni sem þeir
vinna einir að, t.d. smiðir, bók-
haldarar o.þ.h., eru einyrkjar, og
skiptir ekki máli hvaða form er á
greiðslum til þeirra gagnvart
skatti (t.d. þótt greiðslur til
þeirra séu taldar fram sem laun).
—■ Allir starfsmenn opinberra
fyrirtækja, samvinnufyrirtækja
og hvers konar félaga eru laun-
þegar. Forstjórar hlutafélaga eru
þannig launþegar, og skiptir ekki
máli þótt hlutafélagið sé i raun
einkafyrirtæki þeirra.
Greint skal á milli þeirra
tveggja flokka launþega sem
eyöublaöið sýnir á eftirfarandi
hátt: 1 neðri flokkinn koma allir,
sem fá greidd föst mánaðarlaun,
föst vikulaun eða fast tlmakaup.
Auk þessara launa getur að sjálf-
sögðu verið um aö ræða kaup
fyrir yfirvinnu. Fastar yfirborg-
anir teljast til fasts kaups. — 1
hinn flokkinn koma allir, sem fá
greidd laun, sem eru háö afköst-
um eða mældum árangri, hvort
heldur I framleiöslu-, viögerðar-,
sölu-, þjónustu- eða stjórnunar-
störfum.
Skipt um
atvinnu,
aukavinna
Um atvinnuna er spurt þrisvar,
? liðum 17, 18 og 19. Það er vegna
þess, aö atvinnuspurningarnar'
taka til alls ársins 1980, og það er
algengt, að menn flytjist milli
starfa hér á iandi. Þá er einnig
algengt, að menn sinni fleiri en
einu starfi samtimis. Til þess að
fá fram fullnægjandi mynd af at-
vinnu landsmanna yfir árið, þarf
að spyrja svona ýtarlega.
Eins og skýrslan ber með sér,
er aðeins spurt um þau tvö störf,
sem menn gegndu lengst á árinu
sem aðalatvinnu, komi fleira til
greina. Það er mánaöafjöldi i
starfi, sem ræður, hvort starfiö á
að tilgreina i 17. liö eða I 18. lið. 1
17. lið kemur það starfiö, sem
hlutaðeigandi stundaöi lengur á
árinu 1980.
Sé um aukaatvinnu að ræða,
sem nemur 120 klst. eða meira
1980, skal tilgreina hana i 19. lið,
en aðeins skal tilgreina eitt auka-
starf, þótt um fleiri geti verið aö
ræöa.
Eftirfarandi er til leiðbeiningar
um það, hve mikil breyting þarf
aöverða á störfum manns svo að
það teljist skipta um atvinnu.
Maöur skiptir um atvinnu
þegarhann: 1) Byrjar störf fyrir
annan atvinnurekanda en hann
vann fyrir áöur. 2) Skiptir um
starf fyrir sama atvinnurekanda
3) Flyst milli staðbundinna
vinnustaða (t.d. skipa, útivinnu-
flokka o.þ.h.) og gegnir. sama
starfi fyrir sama atvinnurek-
anda. 3) Fær nýtt starfsheiti i
vinnu sinni, sem felur fremur i
sér breytingu á launaflokki en
eðlismun á störfum.
Mörkin milli þess aö skipta um
atvinnu og að vera I aukaatvinnu 1
orlofi frá aöalatvinnu eru þessi:
Þeir sem stunda aðra atvinnu i
venjulegu sumarleyfi sinu til-
greina hana alltaf I 19. liö, eins
þótt sumarleyfið sé lengra en al-
mennt gerist. Þetta á þannig
einnig við um t.d. kennara og
þingmenn.
Þeir, sem taka sér fri frá venju-
legu starfi sinu til þess að stunda
annaö starf styttri tima en aðal-
starfiö, og þeir, sem stunda aðra
atvinnu I hléi sem verður á aðal-
atvinnu, tilgreina það einnig i 19.
!ið. Þetta á t.d. við bændur sem
vinna I sláturhúsi um haustið, þá
sem bregöa sér úr vinnu til þess
að fara eina veiöiferð á togara, þá
sem taka að sér timabundin verk-
efni o.s.frv.
Þeir sem skipta reglulega um
atvinnu eftir árstiðum, stunda
t.d. sjó á vetrar- og vorvertið en
eru I byggingarvinnu yfir sumar-
iö og fram á haustiö, þeir segjast
hins vegar skipta um atvinnu, i
þessu tilviki tvisvar (byrjuð sjó-
mennska, byrjuö byggingar-
vinna), og tilgreina 1 18. liö þaö
starfið, sem þeir stunduöu skem-
ur á árinu.