Tíminn - 05.02.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1981, Blaðsíða 3
Tilkynning frá hlutafélagsskrá Samkvæmt hinum nýju hlutafélágalogum nr. 32/1978 bar öllum hlutafélögum sem stofnuð voru fyrir 1. jan. 1980 að samræma félagasamþykktir sinar ákvæðum lag- anna á aðalfundi árið 1980. Nokkur mis- brestur hefir orðið á framkvæmd þessa ákvæðis. Viðskiptaráðherra hefur þvi ákveðið með heimild i 160 gr. laganna að veita lokafrest i þessu skyni til aðalfundar 1981. Þá ber öllum hlutafélögum að skila til hlutaielagaskrar staðfestu endurriti árs- reiknings ásamt endurskoðendaskýrslu eigi siðar en manuði eftir samþykkt reikn- ingsins, þó ekki siöar en 10 mánuðum eftir lok reikningsárs, sbr. 105 gr. laganna. Akvæði þetta tok gildi fyrir það reiknings- ár sem hoist a arinu 1979. Frá þessari skyldu er og verður enginn frestur gefinn skv. lögunum. Hlutafélagaskrá fteykjavik, 2. febrúar 1981. Jörð óskast til leigu Ung hjón með 1 barn búsett i Reykjavik óska eftir að taka á leigu sæmilega vel hýsta jörð að vori. Uppl. i sima 21749 eftir kl. 5 á daginn. Sedrus Húsgögn Iðnvogum Súðavogi 32 Simi 84047 • • Nú er tækii'ærið að gera góð kaup. Litið notuð húsgögn á tækifærisverði. Sem dæmi: Sófasett á kr. 1100 2ja manna sófi 4- 2 stólar á kr. 3.850. Sófaborð á kr. 700. Sófasett m/pólereð- um örmum á kr. 2.500 Hillur, svefnbekkir, stakir sófar 2ja, 3ja, og 4ra sæta. Einnig ný sófasett frá kr. 4990. 2ja manna svefnsóf- ar á kr. 3196. Samstæðir stóiar á kr. 1500. Hvildarstólar á kr. 2295. • • Litið við hjá okkur eða hringið þaö borgar sig. • • Sedrus Húsgögn SPENNUM BELTIN! Fimmtudagur 5. febrúar 1981 Fimmtudagur 5. febrúar 1981 Kuplingspressur + Hjöruliöskrossar s. Kuplingskol Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi: Eru að koma sér upp vemduðum vinnustað Kuplingsdiskar HV — Styrktarfélag vangefinna á Norburlandi starfar i bábum kjördæmunum i þeim lands- hluta. Formabur félagsins nú er Svanfrfbur Larsen og sneri Byggba-Tfminn sér til hennar til ab forvitnast um starfsemi fé- lagsins. Mest kvennadeildin „Félagib hefur raunar verib tiltölulega litib virkt undanfarin ár”, sagbi Svanfriöur, „nema kvennadeildin, sem hefur starf- aö nokkuö aö fjáröflun og einnig veriö virk i sambandi viö vist- heimiliö aö Sólborg. Reynt hef- ur veriö aö létta ofurlitiö tilveru vistmanna þar, með þvi að bjóða þeim á dansleiki, halda þorrablót, efna til ferðalaga og gera fleira i þeim dúr. f fyrra var hins vegar kjörin ný stjórn i félaginu og við höfum aðeins verið aö reyna að endur- vekja þetta og jafnframt að reyna aö koma á samvinnu viö annað félag á Akureyri, það er Foreldrafélag barna með sér- þarfir, sem starfar aö svipuðum og sömu málum. Það er þegar kominn nokkur visir að þvi samstarfi og jafnvel farið aö örla á draumum um að þessi tvö félög sameinist þvi okkur þykir svo svipaður grundvöllur fyrir starfsemi félaganna, þótt annað sé foreldrafélag en hitt styrkt- arfélag. Verndaður vinnustaður Það, sem einna helst er i bi- gerð hjá okkur núna, er að við erum að reyna aö koma upp vernduðum vinnustað, fyrir þetta fólk. Ég held ég fari rétt með að það verði fyrsti verndaöi vinnustaðurinn fyrir þroska- hefta á tslandi. Húsið, sem starfsemi þessi verður i, er nú i byggingu. Ætl- unin er að reyna aö taka það i notkun nú á ári fatlaðra, það gæti orðið i sumar. Það er ekki alveg ákveðið hvaða starfsemi verður rekin þarna, utan að það verður ein- hvers konar framleiðsla. Þaö hefur verið vinnustofa úti á Sól- borg og sennilega mun Sólborg reka þennan stað i framtiöinni. Þegar við veröum búin að koma staönum i endanlegt horf, verð- ur vistheimilinu afhentur hann. A Sólborg hafa þeir fengist við ýmislegt. Til dæmis sauma- skap, klútaföldun og svo hefur verið kertagerð, og ég reikna með að þessum þáttum verði haldið áfram, að minnsta kosti eitthvað. Jafnframt höfum við verið að huga aö framleiðslu á mjólkursium i mjaltavélar. ■J'yrir þær er mikill og stöðugur markaður, en til þessa hefur það allt verið innflutt. Við myndum þá flytja inn efnið i þetta, en ganga frá þvi hér og eftir þvi sem okkur sýnist ætt- um við að geta framleitt þetta á samkeppnishæfu verði. Staöreyndin er sú, að við verðum aðfinna eitthvaðsem er stöðugur markaöur fyrir, til þess að starfsemin verði nokkuð trygg. Auðvitað dreymir okkur lika um að þetta fólk geti fengið einhver laun fyrir sina vinnu, þegar fram i sækir. Erfitt að fá fólk Eitt af þvi, sem okkur er efst i huga nú, er bæði að koma á ein- hvers konar kynningu á starf- semi félagsins, nú á ári fatl- aðra, svo og að styrkja félagiö sjálft. Staöreyndin er sú, að það er ofurlitið erfitt að fá fólk til starfa, eins og er i öðrum félög- um, einkum karlmenn. Konurn- ar hafa verið mun virkari. Svo er fjárhagurinn náttúru- lega i molum og slik vandamál alltaf ákaflega þung, en ef okk- ur tekst aö fá fleiri til starfa, væri það byrjun á lausn margra vandamála. Kuplingslegur Kuplingsbarkar vtHHKKr G,ÐL REYl istkt •inau! SlDUMÚLA 7—« - SlMI 12723 REYKJAVlK V ^ Styrktarfélag vangeflnna á Vestfjörðum: Vistheimili komið upp á teikniborðið HV — „Styrktarfélag vangef- inna á Vestfjörðum var stofnað fyrir þrem árum siðan og þáttakan var afskaplega góö, þvi um fjórtán hundruð manns geröust styrktarfélagar þótt auö- vitað séu þaö miklu færri sem eru virkir”, sagöi séra Gunnar Björnsson, á Bolungavik, formaður Sty rk t ar féla gs vangefinna á Vestfjörðum, i viðtali við Byggða-Timann i gær. „Með þessum nýju lögum frá siðasta ári var ákveöiö að i hverjum landsfjóröungi skyldi sitja svæöisstjórn, scm þegar er komin á hjá okkur”, sagði séra Gunnar ennfremur, „þannig að segja má aö nú sé styrktarfé- lagiö ekki eins i fylkingarbrjósti og ella heföi veriö, þvl nú er þetta i höndum rikisins. Dvalarheimili. Hyað sem þvi liður, er nú á döfinni hjá okkur að reisa dval- ar- og hjúkrunarheimili á Isa- firði. Við erum búnin að fá lóð i Tungudal, sem er skemmtileg og góð, og arkitektarnir Vil- hjálmur og Helgi Hjálmarssyn- ir hafa tekið að sér að teikna heimilið. Það stendur til að hafa það i svipuðum dúr og Vonardal á Egilstöðum. Það er að segja frekar smá hús, sem eru laus- tengd, þannig að ganga má á milli þeirra inni, en þó hvert og eitt út af fyrir sig. Hugmyndin bak við þetta er svokölluð „normalisering”, sem er skandinaviskt hugtak og felur i sér að þroskaheftir lifi við sem likust kjör og við sem teljumst hafa fulla sansa. Það er ekki ljóst hversu stórt þetta heimili verður. i fyrsta áfanga er reiknað með aðstöðu fyrir svona sextán til tuttugu einstaklinga, en lóðin er mjög stór, þannig að við getum haldið áfram að bæta við einingum i framtiöinni. Sjötiu vangefnir. Ég held ég fari rétt meö að talið sé að á Vestfjörðum séu skráðir um sjötiu vangefnir einstaklingar. Þar af eru um fjörutiu vistaðir á stofnunum i öörum landshlutum, aðallega á Reykjavikursvæöinu, en um þrjátiu eru heima fyrir. An þess að við teljum æskilegt að setja einhverja ósveigjan- lega reglu, erum viö áð vona aö við getum látið þá sem enn eru heima fyrir sitja ofurlitið fyrir um dvalarrýmið á heimilinu. Hugmyndin er sú, að þessir einstaklingar geti gengið til ein- hverrar vinnu út frá heimilinu, þannig að þeir séu ekki lokaðir inni frá þjóðfélaginu, utan þeir sem þurfa slika gæslu. Það er þáttur i þessu, að gera lif þeirra sem eðlilegast Ekki hægt að ná jöfnuði? Annars er þetta allt i bigerð núna, en ekkert af þessu raun- verulega komiö i framkvæmd. i tengslum við það sem ég minnt- ist á áður, að við vonuðumst til þess aö þótt við reisum þetta heimili á Isafirði, þá verði okkur ekki einfaldlega sendir allir þeir einstaklingar sem vistaðir eru annars staðar, verður jafnframt að geta eins atriðið. Það er að við getum engar vonir gert okkur um að koma hér upp þeirri þjónustu, bæði sérfræðiþjónustu og öðru, sem þessir einstaklingar njóta til dæmis á höfuðborgarsvæð- inu. Það er að minnsta kosti aðeins fjarlægur draumur i dag. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í febrúarmánuði 1981 Mánudagur 16. feb. R-1 til R-500 Þriðjudagur 17. feb. R-501 til R-1000 Miðvikudagur 18. feb. R-1001 til R-1500 Fimmtudagur 19. feb. R-1501 til R-2000 Föstudagur 20. feb. R-2001 til R-2500 Mánudagur 23. feb. R-2501 til R-3000 Þriðjudagur 24. feb. R-3001 til R-3500 Miðvikudagur 25. feb. R-3501 til R-4000 Fimmtudagur 26. feb. R-4001 til R-4500 Föstudagur 27. feb. R-4501 til R-5000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til Bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 og 16:00. Festivagnar, tengivagnár og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel iæsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubif- reiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 3. febrúar 1981. Sigurjón Sigurðsson. St. Jósepsspítali Landakoti óskar að ráða eftirtalið starfsfólk á saumastofu spitalans:forstöðumann/ konu, Sniðakunnátta áskilin, siarfsmann/ konu til almennra saumastarfa. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrun- arforstjóra milli kl.ll og 14- St. Jósepsspitali Landakoti Simi 19600 Vinna erlendis Þénið meira á erlendri grund. Okkur vantar starfskrafta á viðskiptasviði/ verkamenn, fagmenn, sérf ræðinga. Lönd: U.S.A., Canada, Saudi Arabia, Venezuela, o.m.fl. Skrifið eftir ókeypis upplýsingum, sendjð nafn og heimilisfang (skrifið með prentstöf- um) ásamt 2 alþjóða svarfrimerkjum sem fást i næsta pósthúsi til Overseas Dept. 5032, 701 Washington st. Buffalo, New York 14205 U.S.A. (Athugið: Allar okkar upplýsingar eru á ensku). Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi: Fyrsti áfangi vist- heimilis í notkun í vor HV — Formaöur Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi er Að- i albjörg Magnúsdóttir og fór I Byggða-Timinn þess á leit við hana að hún segði ofurlitið frá { starfseminni í þeim landshluta. „Tilgangur Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi er auðvitað sá að bæta hag þroska- heftra og vinna að málefnum þeirra, eins og gerist I þessum félögum almennt”, sagði Aðal- björg, „bæði með félagslegri þjónustu og öðru. Félagsleg þjónusta hcfur raunar ekki ver- ið mikil, en þó höfum viö litils háttar styrkt fólk sem hefur þurft á aö halda. Vonarland Svo er nú komiö að þvi aö heimilið, sem við höfum staðið fyrir: á Egilsstöðum, taki til starfa. Þaö verður liklega meö vordögunum að það tekur til starfa. Þetta verður vistheimili, ber nafnið Vonarland, og verður þjálfunarheimili. Við erum búin að ráða forstöðukonu og auðvit- að hefur hún mikið að segja um það hvernig einstakir þættir verða reknir. Það sem tekið verður i notkun i vor er aðeins fyrsti áfangi. Það eru fyrstu tvö húsin af sex, sem eiga að risa. I þessum fyrsta áfanga er reiknað með að átta eða tiu vistmenn geti fengið dvalarvist, en fullbúið er talið aö heimilið verði fyrir þrjátiu og tvovistmenn. Segja má að þessi fyrsti áfangi sé sá stærsti, þó ekki væri nema vegna þess að hálfnaö er verk þegar hafið er. Þörfin ekki ljós 1 dag getum viö ekki svarað þvi til fulls, hvort þetta heimili er nægjanlegt til að sinna þörf- inni hér á Austurlandi. Sú könn- un, sem fara á fram hér i lands- hlutanum, meö tilliti til þessara þarfa, hefur ekki farið fram. Hún verður framkvæmd á næstu viku og þá fyrst vitum við hversu margir hafa hug á að koma sinum einstaklingum fyrir. Við þurfum þó ekki að hafa áhyggjur af þvi að plássiö nýtist ekki, þvi að við eigum svo marga einstaklinga á öörum vistheimilum, sem munu þá koma heim i fjórðunginn, ef rvmi verður. Það hefur hins vegar alltaf verið stefna stjórnarinnar að þeir ein- staklingar,, sem verið hafa heima fyrir og ekki hafa fengiö neina þjónustu, sitji fyrir. Út á vinnumarkaðinn Við höfum ekki enn formað stefnu i sambandi við atvinnu- mál I tengslum við heimilið. Það verður að biða þess aö forstöðu- konan komi að minnsta kosti meö einhverjar tillögur þar um, þvl hún á að stjórna þarna. Vissulega eru fordæmi þess að i tengslum viö svona heimili sé rekin einhver starfsemi. Það hefur þó frekar verið stefna hjá okkur að þarna fengi þetta fólk ákveöna þjálfun, sem siðan gerði þvi kleift að stefna að ein- hverju leyti út á hinn almenna vinnumarkað. Við berum engan kviöboga fyrir starfsemi heimilisins, þvi greinilegt er að þar fæst nægt fólk til starfa, og gott fólk. Raunar sóttu fleiri um störf þar en við gátum ráðið nú. Virk fjáröflun Innan félagsins sjálfs er einn- ig ákaflega áhugasamt fólk, sem starfar mikið. Á sumum stöðum, eins og Seyðisfirði, Neskaupstaö og hérna á Fá- skrúðsfirði, hafa verið siðan fé- lagið var stofnað árvissar tekju- öflunaraðgerðir með ýmsu móti. Það hefur veriö bollusala, pönnukökusala, fjáröflunar- ferðir, haldnir basarar og skemmtanir og félagið hefur notið afskaplega mikils stuðn- ings frá almenningi. Auk þessa hafa félaginu borist ákaflega stórar gjafir. Lionshreyfingin og kvenfélögin hafa einnig verið ákaflega virk fyrir það og þaöan hefur borist mjög mikil hjálp. Til dæmis hafa Lionsmenn verið frumkvöðlar að byggingu sundlaugar við heimilið Vonar- land og hafa þeir unnið mikiö i sjálfboðavinnu við byggingu hennar. Svo geri ég ráð fyrir þvi að fjáröflunin haldi áfram eins og verið hefur, þvi þótt þessum fyrsta áfanga sé lokið er mikið verk eftir og þvi má ekkert slaka á”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.