Tíminn - 05.02.1981, Blaðsíða 1
Tónleikar
Fjórðu áskriftartónleikar Tón-
listarfélags Akureyrar verða i
Borgarbiói laugardaginn 7.
febrúar kl. 17.00.
Pianóleikarinn Martin Ber-
kofsky leikur fimm sónötur eftir
Beethoven, þar á meðal Tungl-
skinssónötuna svonefndu. Þetta
eru fjórðu tónleikar listamanns-
ins á Akureyri, en auk þess leikur
hann á Sauðárkróki sunnudaginn
8. febrúar kl. 16.00 Berkofsky er
nú búsettur i Paris og hefur hald-
ið marga tónleika undanfarið,
bæði i Vinarborg, Búdapest, i
Englandi og viðar. S.l. haust lék
hann konsert fyrir tvö pianó og
hljómsveit eftir Max Bruch
ásamt önnu Málfriði Sigurðar-
dóttur i Trier i Þýskalandi. Marg-
ir sjónvarpsáhorfendur muna
sjálfsagt eftir þætti um Ber-
kofsky, sem islenska sjónvarpið
lét gera og var sýndur i desem-
berbyrjun s.l.
Martin Berkofsky kemur hing-
að á vegum Tónlistarskóla Akur-
eyrar og heldur námskeið fyrir
pianónemendur og kennara skól-
ans dagana 9.-14 febrúar.
Á Akureyri verður sala að-
göngumiða i Bókabúðinni Huld og
við innganginn.
Fréttatilkynning.
Sænskur
vísnasöngv-
ari syngur
á Akureyri
Hinn viðkunni sænski visna-
söngvari, Thorstein Bergman
kemur til Akureyrar og heldur
tónleika i Amtsbókasafninu
mánudaginn 9. febrúar, og hefj-
ast tónleikarnir kl. 20.30.
Thorstein Bergman hefur um
árabil notið mikilla vinsælda,
jafnt sem flytjanda eigin ljóða og
laga, og einnig ljóða eftir skáldin
Dan Anderson, Nils Ferlin, svo
einhverjir séu nefndir.
Thorstein Bergman fæddist i
Harnösand, smábæ norðarlega i
Sviþjóð, árið 1942. Hann lærði
ungur að handleika gitar, og fékk
snemma áhuga á kvæðasöng.
Árið 1965 kom hann fram i sjón-
varpsþætti hjá hinum vinsæla
sjónvarpsmanni Lennart Hyland,
og tókst svo vel upp að fljótlega
var gefin út hljómplata með hon-
um, sem hafnaði strax ofarlega á
sænska vinsældalistanum. Frá
þeim tima starfar Thorstein sem
visnasöngvari, og hafa hljómplöt-
ur hans selst i tugum þúsunda
eintaka i heimalandi hans og
viðar.
Til landsins kemur Thorstein
Bergman á vegum Norræna húss-
ins og Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu, en tónleikarnir
á Akureyri eru haldnir i sam-
vinnu milli Tónlistarfélagsins á
Akureyri og Menningar- og
fræðslusambandsins.
Aðgöngumiðasala fer fram við
innganginn i Amtsbókasafninu,
og hefst salan 1 klst. fyrir tón-
leika.
BYGGÐA-TÍMINN
Fimmtudagur 5. febrúar 1981
t
I
Fjöldi þroskaheftra á landinu ókunnur, en...
j Gæti verið á annað
■prósent þjóðarinnar
UU h^nrlrnkiXln nn (Xlnrfr. - A. 1 X « n nn ,'n. , m i m l/onn in Cfll Q í\ f O Q KKm KoCC oA UlYt ó Ct fZlt Í Koi tT9 <xri 1
HV — „Þroskahjálp er félags-
skapur, sem hefur það að mark-
miði, eins og segir I lögum þess,
að berjast fyrir réttindum og
vinna að málefnum þroska-
heftra i landinu. Tryggja þeim
fulla jafnréttisstöðu á við aðra
þjóðfélagsþegna. Segja má að
þetta sé megininntakið, en jafn-
framt segir i lögunum, að þvi
beri félaginu að koma fram sem
leiðandi aðiii gagnvart stjórn-
vöidum, og það má segja að þar
höfum við lagt mesta áherslu á
starfið til þessa, það er að hafa
áhrif á iöggjöf. Stærsta baráttu-
málið hefur frá upphafi verið
það að sett yrði heildarlöggjöf
um málefni þroskaheftra i land-
inu”, sagði Eggert Jóhannes-
son, formaður stjórnar Lands-
samtakanna Þroskahjálpar,
þegar Byggða-Timinn for-
vitnaðist hjá honum um sam-
tökin og störf þeirra úti á lands-
byggðinni.
„Þessi löggjöf náöist I gegn á
siöasta ári”, sagði Eggert enn-
fremur, „sem auðvitað var
mikill sigur fyrir samtökin. Við
erum mjög ánægö með þá lög-
gjöf, þótt auðvitað þurfi sifellt
að huga að endurnýjun þar á.
I þessari nýju löggjöf eru
ákaflega merk nýmæli, þar sem
kveðið er á um stofnun svo-
nefndra svæðisstjórna. Landinu
verður skipt samkvæmt kjör-
dæmaskiptingunni og á hverju
svæði á aö vera starfandi st jórn
heimamanna, sem faliö er
ákveðiö frumkvæði og eftirlit.
Þar er félagasamtökunum
tryggö aðild, þannig aö þaö er
mjög nauðsynlegt að það sé
öflug starfsemi áhugamanna á
hverju svæði fyrir sig.
1% þjóðarinnar?
Það hefur vafist ofurlitiö fyrir
fólki hverjir séu þroskaheftir og
hverjir ekki. Þar af leiðandi
einnig fyrir hverja Þroskahjálp
starfaði. í þessum nýju lögum
er reynt aö skýra þetta og ef ég
man rétt segir þar, að þroska-
heftur sé hver sá sem ekki geti
án sérstakrar aöstoðar náð eðli-
legum andlegum eða likamleg-
um þroska. Okkar skjólstæðing-
ar hafa til þessa orðið lang-mest
þeir sem daglega eru nefndir
vangefnir, það er þeir sem eru
andlega fatlaðir. Það er vegna
þess aö þeir sem eru likamlega
fatlaðir, en andlega heilir, hafa
haft sinn eigin félagsskap.
Við skulum þó fara ákaflega
varlega I að draga skýr mörk
þarna á milli. Meðal annars
vegna þess að viða úti á landi
eru svo fáir einstaklingar, að
þar er ekki möguleiki á að reka
nema eitt félag. Fólk veröur að
standa saman I einum hóp.
Areiöanlegar tölur um fjölda
þroskaheftra I landinu eru ekki
til. Þó má gera ráð fyrir aö þeir
séu eitthvað á þriðja þúsund,
eða um eitt prósent þjóðarinnar.
Þetta er þó nánast ágiskun.
Þarna er einmitt eitt af hlut-
verkum svæöisstjórnanna, að
framkvæma nákvæma könnun á
þessu og þvi ættu áreiðanlegar
tölur aö liggja fyrir innan
skamms.
Sérkennslan veik
Þótt framangreind löggjöf sé
oröin staðreynd á pappirunum,
er þó mikið starf eftir. Bæði þarf
að framfylgja þvi að þau verði
virk i raun, svo og að aðlaga
hana þeim aðstæðum sem rikja
á hverjum stað á hverjum tlma.
Jafnframt þarf aö starfa að öðr-
Eggert Jóhannesson
um þáttum löggjafar og fylgja
eftir ýmiss konar réttindamál-
um.
Eitt af þvi sem f að vinna að,
eru málefni sérkennslunnar og
þá innan ramma grunnskóla-
laganna. Staða hennar er I dag
ákaflega veik, I það minnsta
viða úti á landsbyggðinni. Það
hefur veriö ákaflega sterk til-
hneiging hjá stjórnvöldum I
menntamálum, að setja alla
hluti niður I stórar stofnanir og
hiö sama hefur gilt um sér-
kennslumál. Þannig er aöeins
einn
stenst
skóli
á landinu
ekki gagnvart
i dag,
neinni
kenningu, að taka börn frá
heimilum sinum og setja þau
niður i stórar stofnanir I fram-
andi umhverfi. Það rýfur öll
tengsl við fjölskylduna og um-
hverfið. Sérstaklega er þetta
öskjuhliöarskóli I Reykjavik,
þess, að um ágæti þeirra eru
ákaflega skiptar skoðanir. Jafn-
framt eru menn ekki á eitt sáttir
um það hvers konar stofnanir á
að byggja upp. Það er ljóst að
nauðsyn er á rekstri einhvers
konar stofnana. Ég hef sjálfur
trú á þvi og það virðist ætla aö
verða rikjandi stefna, að við eil-
um að byggja miklu smærri ein-
ingar en gert hefur veriö. Þaö er
einingar, sem væru munnær þvi
aö vera heimili, þar sem dveld-
ust nokkrir einstaklingar, undir
misjafnlega miklu eftirliti, eftir
þörfum hvers og eins.
Stofnanir af þessu tagi eru
komnar upp, bæði á Akureyri og
i Reykjavlk, og hafa gefist mjög
vel.
Athvarf i Reykjavik
Ef viö vikjum loks að einstiSc-
um framkvæmdum, þá má þar
nefna aðstöðu þá sem komið
hefur verið upp I Reykjavik,
fyrir fólk utan af landi. Það
sýndi sig aö nauösynlegt væri að
skapa einhverja aðstöðu á
höfuðborgarsvæðinu fyrir það
fólk utan af landsbyggðinni,
sem þarf aö leita sérfræðiað-
stoðar i Reykjavlk. Þess vegna
komum við á fót nú i haust
gilstiheimili I Kópavogi. Þar
getur fólk utan af landi dvalist
meðan það er með aðstandend-
ur sina i meðferð.
Þessi stofnun er rekin með
daggjöldum frá rikinu og hefur
reynst mjög vel. Staðreyndin er
sú, að þótt við litum algerlega
fram hjá þeim kostnaði sem
fylgir hótelvist i Reykjavik fyrir
þessa aöila, þá er slik dvöl ákaf-
lega erfiö. Þeim mun erfiöari
sem fötlunin er meiri, en alltaf
erfitt. 1 mörgum tilvikum er
jafnvel allsendis ómögulegt aö
dveljast þannig i einu herbergi,
eldhússlaus og allslaus, með
þroskahefta einstaklinga, sem
þurfa mikla umönnun.
sem sinnir þessu verkefni aö Orlofsheiltlili
einhverju marki. Þó er þetta til
á Akureyri lika.
Þetta er staða sem veröur að
breytast og hlýtur raunar að
gera það innan skamms. Það
varasamt meö þroskaheft börn,
þvi þau eru viökvæmari en aörir
einstaklingar og erfiðara aö út-
skýra breytingar fyrir þeim.
Þessu máli verður aö taka á
fljótt, raunar strax á þessu ári.
Mér þykir þaö einsýnt, að
þessum kennslumálum verði að
koma fyrir innan grunnskól-
anna. Frændþjóö okkar Danir
eru þegar búnir aö koma sinum
málum I það horf, og nú eru allir
þroskaheftir þar I venjulegum
skólum, en njóta sérkennslu, ut-
an erfiðustu tilfellin. Þessa leið
hljótum við einnig að vel ja, eftir
þvi sem kostur er.
Ei nhvers konar
stofnanir
Þegar minnst er á stofnanir
fyrir þroskahefta, ber að geta
önnur framkvæmd, sem
framundan er og við höfum
mikinn hug á, er aö koma upp
sumardvalarheimili fyrir
þroskahefta. Þá bæði þroska-
hefta sem kæmu frá stofnunum,
svo og og ekki siður einstaklinga
frá einkaheimilum.
Okkur hefur dreymt um aö
geta, I tengslum við þetta,
skipulagt sumarbúðasvæði, þar
sem einstök félög gætu reist or-
lofshús hvert fyrirsig. Þar gæti
opnast möguleiki fyrir foreldra,
sem eru með þroskaheft börn á
sinu framfæri, til þess aö koma
þeim fyrir til skammtimadval-
ar i öruggri gæslu. 1 mörgum
tilvikum hefur þetta fólk ekki
komist i sumarleyfi árum sam-
an, en þarna myndi opriast leið
tíl þess. Þarna gæti haldiö
áfram órofin sú þjálfun sem
þroskahefti einstaklingurinn
þyrfti, þannig aö hann missti
ekki neitt niöur. Jafnframt þvi
að þetta væri tilbreyting fyrir
alla aðila.
Þessi mál eru komin mun
lengra á hinum Noröurlöndun-
um. Hjá okkur eru þau ekki
komin lengra en svo, aö við höf-
um ekki einu sinni fengiö vist
land undir starfsemina enn.”
Fréttatilkynning.