Tíminn - 08.04.1981, Qupperneq 1

Tíminn - 08.04.1981, Qupperneq 1
# BYGGÐA-TÍMINN Miðvikudagur 8. aprll 1981 Umsjón: Halldór Valdi- marsson. Kaupfélag Dýrfirðinga, Þingeyri: Ályktar um brú yfir Dýrafjörð Dvraf j arðarbrú - er hún raunhæfurkostur? Stjórn Kaupf. Dýrfirð- inga skorar á þingmenn Vestfjarða, Vegagerð ríkisins og alla Vestur-ls- firðinga, að vinna ötul- lega að því að haf in verði undirbúningur að vega- gerð og brú yfir Dýra- fjörð úr Lambadalsodda að Kjaranstöðum. Stjórn- in vill benda á að hér er mikið hagsmunamál fyr- ir alla íbúa Dýrafjarðar sem og nálægra byggða. Leggur stjórnin mikla áhersl u á að hér er um að ræða möguleikann á að halda opnum akfærum vegi allt árið sem og all- mikla styttingu á vega- lengd. Samgöngumál eru sá þáttur er hvað mesta þýðingu hefur fyrir æski- lega þróun í atvinnumál- um, hei Ibrigðismálum sem og félagslegum sam- skiptum þessara byggðarlaga. Þingeyri 17/3 1981 Stjórn Kaupf. Dýr- firðinga. EIMDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA m| umferðar Uráð Fínnbogi Hermannsson skrifar NU, þegar tekur að sjá fyrir endann á briiargerð yfir Onundarfjörð þykir mönnum sem komið sé að Dýrafirði með samgöngubætur. Með þvi blað þetta kemur fyrir augu fleira fólks en málum er kunnugt, þá ber að geta þess, að fram undan eru vegabætur við innanverðan Dýrafjörð en þar eru faratálmar helstir Ófæra, sem er sneið sem tekin hefur verið utan i skriðum, er mér nær að segjan norðan verðu i firðinum, hins vegar vegurinn þar sem hann liggur sunnanjnegin undir Drangahlið. Þarna lokast vegurinn fljótlega i normal tiðarfari vegna snjóa, og mokstur afskaplega örðugur i Ófærunni, auk þess sem þar falla æði mörg snjóflóð og teppa veginn á hverjum vetri. Þá er veðraviti innst i firðinum. Þingeyri sem er sunnan megin fjarðar er kaup- staður Dýrafjarðar, en i Firðin- um eru tveir hreppar, Þingeyrar- hreppur að norðan verðu og Mýrahreppur sunnan megin. Þingeyri er eins og kunnugt er verslunar og þjónustumiðstöð Dýrafjarðar og þar situr héraðslæknirinn i tengslum við sjúkraskýli. Flugvöllur héraðcins er einnig við Þingeyri og er þar Fokkerfær flugvöllur og flýgur Flugfélag tslands þangað tvisvar i viku, auk þess sem Flugfélagið Ernir á ísafirði sinnir póstflugi. Vetrarlangt má þvi segja, að héraðið sé rofið samgöngulega utan mokstursdaga, sem nú er gert ráð fyrir að sé einu sinni i viku ef vel viðrar. Þurfi Mýr- hreppingar að reka erindi þar utan þá er til staðar litil ferja, það er tveggja tonna trilla eða þar um bil sem flytur fólk yfir, en auðvitað ekki forsvaranlegt að fara með sjúkt fólk eða lasburða á þeim farkosti, þetta er opið skip. Eftilvillmættibendaá.að þarna þyrfti úr að bæta, en kannski ekki óeðlilegt að menn biði átekta um kaup á dýrara skipi þegar það liggur i loftinu, að hafist veröi handa bráðlega um varanlega vegagerð fyrir fjörðinn. A vetrum er þannig um tvöhundruð og fimmtiu manna byggð iðulega einangruð frá læknisþjónustu og annarri þjónustu en þess má geta, að Héraðsskólinn á Núpi er i Mýrahreppi og þar eru um eitt- hundrað manns á skólatima. Hér ber þess þó að geta, að á Núpi hefur búið ljósmóðir um árabil og nú siöari ár er þar hjúkrunar- kona starfandi og er það auðvitað geysilegt öryggisatriði ef eitthvað hendir. Kostir A og B. Þetta var nú aðeins inngangur að þvi sem ég nú ætla að koma að, það er áætlunin um varanlega vegagerð fyrir Dýrafjörð eða yfir Dýrafjörö, eins og að.framan er að vikið. Arið 1974 var gerð laus- leg könnun á kostnaðarmismun á tveimur kostum. Kostur A: Að byggja brú á Lambadalsodda og loka firðinum meö fyllingu. Kostur B: Að bygggja brú yfir fjöröinn, þannig að vatnaskiptum innan við fyllingu yröu ekki rask- að. Svo vitnað sé beint i skýrsluna, sem varundirr. af Birni Ólafssyni umdæmisverkfr. þáverandi: „Niðurstaða var sú, að kostnaður við möguleika B var af allt ann- arri og hærri stærðargráðu en við möguleika A. Samanburðar- athugun var þvi gerð á mögu- leika A og linu fyrir Dýrafjörð sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Það var svo niöurstaða kostnaðarút- reikninga, að miðað við visitölu 1.8 1980 var samtals kostnaður Nqafran'et Ki tílmrri Lajjjifaöaltodfli Hvofenu >> Valsayri Thtimtúktfitll VE0A3FRC RÍKISINS DYRAFJÖRCUR Fylgiskjal I A afstöðumyndinni sést hvaða kosti er um aö ræða, fylling eða vegurinn fyrir fjörð, eins og hann er nú, en endurbyggöur. Ef fylling og/eða brú verður fyrir valinu styttist leiöin til Þingeyrar um 14 kflómetra, lengd fyllingar er 1.5 km. Álag og Vegarkafli Akstur Ýtuvinna Ræsi Brýr Annað ófyrirséð Samtals m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. YfirDýrafj 1287 44 J5 294 165 298 H03 87,6 3,0 1,0 20,0 11,2 20,3 143,1 FyrirDýrafj 19,9 13,2 5,7 12,0 4,8 9,1 64,7 292 194 M 176 71 134 951 I Áætlaöur kostnaöur er miðaður við vísitölu 1/8 1973, sem er 1419 stig fyrir vegagerð og 2129 stig fyrir brúagerð. í Undirstrikuðu tölurnar eru á áætlaðri vísitölu 1. ágúst 1980. V

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.