Tíminn - 13.05.1981, Page 5
Miðvikudagur 13. mai 1981
fréttlr
aiiíiiiii
Staðarvalsnefnd um staðsetningu
kísilmálmverksmiðju:
REYÐARFJORÐUR
ÆSKILEGUR
■ Fjárveitinganefnd Alþingis
hefur samþykkt tillögur iðnaðar-
ráðuneytisins um skiptingu á
fjármagni til athugana vegna
orkufreks iðnaðar.
Tillögur ráðuneytisins eru sem
hér segir: Magnesfum-fram-
leiðsla kr. 300.000, kisilmálm-
framleiðsla kr. 500.000, nat-
riu-klórat-framleiðsla kr. 150.000,
pappfrsframleiðsla kr. 300.000,
staðarvalsathuganir 750.000.
Auk þessa mun ráðuneytið
verja nokkurri upphæð af tekjum
af aðlögunargjaldi til nýiðnaðar-
athugana, samtals 1.100.000.
í athugunum þeim sem kynntar
voru blaöamönnum á fundi með
iðnaðarráðherra i gær, kom m.a.
fram að Staðarvalsnefnd hefur
komist að þeirri bráðabirgða-
niðurstöðu, eins og reyndar var
greint frá i Tlmanum eigi alls
fyrir löngu, að æskilegt væri aö
velja fyrirhugaðri kísilmálm-
verksmiðju stað á Reyðarfirði.
Þriggja manna verkefnisstjórn
vinnur nú að skipan iðnaðarráð-
herra að frumhönnun ásamt hag-
kvæmniathugun fyrir 25-30 þús-
und tonna kisilmáímverksmíðju.
Þessir menn eru Finnbogi Jóns-
son, eðlisverkfræöingur, fyrir
hönd iönaðarráðuneytis og er
hann formaður, frá Iöntækni-
stofnun en Hörður Jónsson efna-
verkfræðingur og Jón Stein-
grlmsson vélaverkíræöingur er
frá Islenska járnblendifélaginu.
Reiknað er meö að verksmiðjan
framleiði um 30.000 tonn af klsil-
málmi á ári, og að hún þurfi um
450 GW stundir raforku á ári.
Starfsmannafjöldi er áætlaöur
170 manns. Stofnkostnaöur myndi
verða 480 milljónir króna og
framleiðsluverðmæti á ári um 234
milljónir króna á ári, miðað við
verðlag þegar útreikningarnir
voru gerðir, en reikna má með að
markaðsverð á klsilmálmi fari
hækkandi. Framleiðslukostnaður
á ársgrundvelli yrði samtals tæp-
ar 230 milljónir króna, þannig að
arður á árs grundvelli sam-
svaraði rúmlega 4 milljónum
króna. —A.B.
Tæknideild á
Þjóðminjasafn
,,Eg hef skýrt þjóðminjaverði
frá þvf að ég sé við þvl búinn að
samþykkja og staöfcsta ef hann
tæki þá ákvörðun að stofna form-
lega tækniminjadeild við Þjóð-
minjasafnið. Þykir mér llklegt að
slik formleg ákvörðun verði tekin
áður en langt um liður.”
Þannig lauk Ingvar Gislason,
menntamálaráðherra, svari slnu
við fyrirspurn frá Guðmundi G.
Þórarinssyni um tækniminjasafn,
sem hann flutti á Alþingi.
Menntamálaráðherra svaraöi um
leið annarri fyrirspurn frá Guð-
mundi um húsnæðismál náttúru-
gripasafnsins sem er hluti af
Náttúrufræöistofnun Islands.
Ingvar Gislason sagði að
Náttúrufræðistofnun væri nú til
húsa á 3. hæð og hálfri 4. hæð hús-
eignarinnar að Laugavegi 5 og
Hverfisgötu 116. Leigusamningi
um 4. hæöina hefði hins vegar
verið sagt upp, og stofnuninni
gert að rýma húsnæðið fyrir 1.
júli. Þessi hæð er til sölu og sagði
menntamálaráöherra að I sam-
ráði við fjármálaráðherra og
fjárlaga og hagsýslustofnun ynni
hann nú að þvi að fá þetta hús-
næði keypt fyrir Náttúrufræði-
stofnun. Eigendurnir eru erfingj-
ar Sveins Egilssonar.
—JSG
WELGER
heybindivélar
V#/
WELGER
w
=■ u.
J'í V „ WBLBKR
• 1981 árgerðin af WELGER AP 52 heybindivél-
inni er nú endurbætt og styrkt.
• Fyrsta sending seldist upp á skömmum tíma.
Onnur sending væntanleg innan skamms —
nokkrum vélum óráðstafað.
Áætlað verð kr. 43.500.-.
Hvernig á ad studla
IMMWHÁLANEFND
FRAMSÖGUERiNDI:
SJÁVARÚTVEGUR: Ríkharó Jónsson framkvæmdastjóri
Kirkjusands hf.
MÁLMIÐNAÐUR: Guðjón Jónsson formaður Félags
járniðnaóarmanna i Reykjavik.
ALMENNUR IÐNAÐUR: Magnús Gústafsson forstjóri
Hampiójunnar hf.
BYGGINGARIÐNAÐUR: Þorbjörn Guðmundsson vara-
formaður Trésmiðafélags Reykjavikur.
SAMGÖNGU OG VIÐSKIPTI: Valtýr Hákonarson fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi íslands.
STAÐA ÓFAGLÆRÐS VERKAFÓLKS: Guðmundur J.
Guðmundsson varaformaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
Ríkisstjórnin stað-
festir 10 verðhækkanir
■ Rikisstjórnin staðfesti á fundi
slnum I gær eftirfarandi verð-
hækkanir, sem Verðlagsráð hafði
gert tillögur um:
Aðgangur að kvikmyndahúsum
8,57%. Brauð 6% meðalhækkunj
sigtibrauð 15,7%. Far og farm-
gjöld Flugleiða I innanlands-
leiðum 12%. Farm og vöruaf-
greiðslugjöld skipafélaga 12%.
Taxtar Landvara, félags vörubif-
reiðastjóra, 14%. Taxtar félags
vinnuvélaeigenda 19%. Taxtar
sérleyfishafa 20%. Sement,
steypa án sements, sandur og
möl, 18%. Niðursoðnar fiskbollur
og fiskbúðingur 8%. Saltfiskur i
neytendaumbúðum 18%.
Engin afstaða var tekin til
verðhækkunar á bensini.
—JSG
!■* ,
ii' Utboð
Tilboð óskast I byggingu frystigeymslu fyrir Bæjarútgerð
Reykjavikur. Boðin skal stálgrindarbygging á steyptum
grunni, bárujárnsklædd og einangruð með verksmiðju-
framleiddum lofta og veggjaeiningum. útboðið nær til
allra verka við byggingu geymslunnar, að frysti og raf-
búnaði undanskildum. Boðnir skulu tveir valkostir varð-
andi stærð. Útboðsgagna má vitja til Innkaupastofnunar
Reykjavikurborgar, Frikirkjuvegi 3, gegn 500 kr. skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 10. júni kl. 11 f.h.
Brennuvarg-
ar á ferð?
■ Annasamt var hjá slökkviliðinu
i jfyrrakvöld og nótt. Hófst erill
þéssi með þvi að kviknaði i
sþrengimottum á bersvæði við
Digranesskóla og varð nokkurt
tjón, en þetta eru þungar mottur
úr gúmmii, sem eru mjög dýrar.
Þá var liðið kvatt að togaranum
Jóni Baldvinssyni, þar sem hann
stóð i braut hjá Slippnum, en þar
var enginn eldur, heldur hafði að-
einsviðvörunarkerfi fariðigang.
Kl. 4.20 i fyrrinótt var svo
slökkviliðið kvatt að Sæborgu RE-
20, en þetta er litið skuttogskip og
logaöi trollið, sem var rúllað upp
á tromlu á bátadekki. Mun það
hafa eyðilagst. Leikur grunur á
að brennuvargar hafi verið hér á
ferð.
Loks var slökkviliðið i Hafnar-
firði kvatt um borð i togarann
Ottó N. Þorláksson, þar sem log-
aðii ýmsu drasli á dekki. Óvist er
um tjón þar, en rafleiðslur kunna
að hafa skemmst út frá hitanum.
Skömmu eftir hádegi i gær var
slökkvilið Reykjavikur svo kvatt
að Hraöfrystistöð Reykjavikur,
þar sem kviknað hafði i rafleiðsl-
um á gólfi i vélarsal. Skemmdust
leiðslurnar, en ekki varð meira
tjón.
—AM
■ Steingrimur Hermannsson er
nú staddur i Bretlandi, en þangað
fór hann sl. fimmtudag i boði
Peter Walker, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra Breta.
Verður Steingrimur ytra til nk.
föstudags.
Mun ráðherra m.a. fara til
Aberdeen, Grimsby og Hull. Þá
mun hann skoða rannsóknar-
stofnanir sjávarútvegsins i Bret-
landi, og heimsækja nýstofnað
markaðsfyrirtæki Sambands
islenskra samvinnufélaga i Low-
estoft. 1 för með ráðherranum er
kona hans, Edda Gumundsdóttir
og Már Elisson, fiskimálastjóri.
Tefla
í Bretlandi
■ Hin sigursæla skáksveit
Búnaðarbankans mun fara til
keppni út til Bretlands þann 14.
þessa mánaðar til keppni við
þrjár sterkustu skáksveitir
bankamanna þar i landi, en sveit
Búnaðarbankans hefur borið sig-
ur úr býtum i skákkeppni stofn-
ana hérlendis sl. 2 ár. Er ekki að
undra þótt vel hafi gengið, þar
sem i sveitinni eru m.a. þeir Jó-
hann Hjartarson, Bragi
Kristjánsson, Leifur Jósteinsson
ofl. harðir skákmenn, alls átta
talsins.
Steingrímur
í Bretlandi
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
Lóðasnyrting
Frá 14. mai n.k. til mánaðamóta mun
hreinsunardeild veita þjónustu við brott-
flutning á þvi, sem til fellur vegna vor-
hreingerninga á lóðum borgarbúa.
Móttaka beiðna verður i sima 18000, frá 13-
15 virka daga.
Gat namálastjórinn i Reykjavik
Hreinsunardeild
AM.