Tíminn - 13.05.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1981, Blaðsíða 9
9 „Ekki þarf að eyða frekar orðum að þessu atriði, þ.e. kommusetningu á prentuðu máli, útg. af ýmsum deildum Stjórnarráðsins. Hún er öll í molum. En hvers vegna lætur hinn opinberi aðili þetta við- gangast?" 1 Fréttabréfi frá menntamálaráðuneytinu 41. bréf,7. árg.,31. des. 1980, segir m.a. svo: telur, að undirstaða... telur að í þróun... (bls. 16) telur að æðri... talið er, að nauðsynlegt sé... (bls. 17) telur, að innihald... telur, að námsefnisþættir... (bls. 18) telur að þróun... telur, að frekari... (bls. 19) Af þessum sökum er farið að gera meiri kröfur til þess húsnæðis sem heimilin eru rekin í, og til upp- eldisstarfs þeirra. Fjöldi nýrra bygginga hafa leyst eldri byggingar af hólmi en vegna þess, að gerðar erumeirihúsrýmiskröfurenáður, komast ekki eins mörg börn i sama rými og fyrr. (Bls. 4) Ekki þarf að eyða frekar orðum að þessu atriði, þ.e. kommusetningu á prentuðu máli, útg. af ýms- um deildum Stjórnarráðsins. Hún er öll i molum. En hvers vegna lætur hinn opinberi aðili þetta viðgangast? Er þessi nýja kommusetning slik að hún reynist litt nothæf? Ber þá ekki að afnema hana sem fyrst? Eða geta þeir menn, sem eiga að leggja siðustu hönd á verk fyrir prentun, ekki lært hana? Er til of mikils mælst að þessu verði kippt i lag áður en árið er liðið? Lögb i rtingablað. Ég hef litið yfir tvö eintök Lögbirtingablaðs, frá 25. og 27. mars sl. Þar má strax sjá sömu óná- kvæmnina eða liklega réttara sagt sama kunnáttu- leysið i meðferð kommunnar. Hér eru m.a. settar á prent tilkynningar frá hinum ýmsu embættismönn- um rikisins en það vist hið eina sem sumir þeirra skrifa. Þetta eru formfastar tilkynningar og varla við þvi að búast að breytt verði um orðalag en telja má vandalaust að hafa kommusetningu skv. stjórn- skipuðum reglum. Við lestur þessara tilkynninga er mismunandi kommusetning á sams konar setning- um. Nú má e.t.v. lita svo á að hér sé að ræða um marga höfunda sem eiga tilhugverka að telja iLög- birtingablaði og þvi varla ástæða til að amast við þessu en ég skil tittnefndarstjórnskipaðar reglur svo að viðkomandi embættismenn verði að hlita þeim þegarþeirskrifai Lögbirtingablaðið enda er útgáfa blaðsins kostuð af rikinu. Nú skulu aðeins tekin þessi dæmi úr fyrrnefndum tveim blöðum: Dagblöðin Úr þvi að ég er farinn að ræða þetta mál er ekki úr vegi að taka fyrir þátt dagblaðanna. Ef litið er i dagblöð sjá menn fljótt að þar eru á sveimi mismunandi reglur um stafsetningu og varla er hægt að átta sig á nokkurri reglu um kommusetningu. Það má raunar furðulegt teljast að ritstjórn hinna einstöku dagblaða skuli ekki setja blaðamönnum sinum reglur i þessu efni. Eins og er virðast sum dagblöðin fara eftir stafsetningunni sem gilti fyrir 1974, sum taka upp stafsetninguna frá 1974, sum fara eftir breytingunni 1977. Hér má geta þess að fjöldi blaðamanna virðist ekki kunna nema fáorðar reglur um það hvar rita skuli stóran staf,þvi oft er farið sérstaklega rangt með þetta at- riði i dagblöðum. Ég álit að þetta megi ekki ganga svo öllu lengur. Hvað eigum við, sem kennum islensku, og hvað eiga nemendur, sem læra islensku hjá okkur, að hugsa? Er ekki sama hvað kennt er ef það er einskis metið þegar komið er til starfs siðar? Segja má að það sé verðugt verkefni fyrir Blaða- mannafélag lslands að athuga hvort ekki sé skyn- samlegt að dagblöðin taki upp hinar stjórnskipuðu reglur um stafsetningu og greinarmerkjasetningu. Eftir hverju er verið að biða? Gera menn ráð fyrir að þessum atriðum verði breytt i náinni fram- tið? Ef svo er ekki — er þá ekki best að hefjast handa strax? Auk þess legg ég til að þau dagblöð, sem ekki hafa tekið upp núgildandi stafsetningu og greinar- merkjasetningu fyrir lok þessa árs, verði svipt þeim rikisstyrk sem þau hafa haft. Við sem hugsum um þessi mál hljótum að viður- kenna að þaðer ekki aðalatriðið hvaða reglur gilda um stafsetningu og greinarmerkjasetningu — heldur er aðalatriðið hitt að allir (a.m.k. þeir sem starfa á vegum hins opinbera) hliti þeim. Ef þetta sjónarmið verður ekki haft að leiðarljósi er ekkert annað en glundroði fram undan. Þótt mörgum falli miður þær breytingar sem gerðar voru i þessum efnum fyrir nokkru er það fá- sinna að ætla sér að hlita ekki hinum nýju reglum. A.m.k. verður að krefjast þess af þeim flokki manna sem heldur enn uppi andófi gegn nýju reglunum að hann geri gangskör að þvi að fá þess- um reglum breytt á nýjan leik. Mér segir svo hugur um að þeir aðilar, sem hér hafa verið teknir til bæna, muni gleðjast yfir þess- um ábendingum minum og sjá að þær eru sprottnar af stakri réttlætiskennd þvi að hér er aðeins leitast viðaðfá menn tilað hafa i heiðri reglur sem enn eru i fullu gildi. Menntaskólinn i Reykjavik gefur út skólaskýrslu og hefur svo verið um langt skeið. Nýlega kom út skýrslan fyrir árið 1978-1979 og er hún með hefðbundnum hætti. Það er skemmti- legt þegar skólar geta gefið út skýrslur um starf- semi sina en hver borgar? Auðvitað rikissjóður i þessu tilviki. Liklega verður að flokka þessa skýrslu undir embættisgögn. A.m.k. er fullvist að MR ber að hafa á skýrslu sinni hina stjórnskipuðu kommu- setningu og stafsetningu frá 1. sept. 1974. En hvað verður uppi á teningnum þegar litið er á siðustu skýrslur? a) Kommusetning er viðast eða allsstaðar með gamla laginu, sbr. þessi dæmi: Hann benti á, að siðustu tvö til þrjú árin hefðu meðaleinkunnir i stúdentsprófi farið hækkandi eftir þá lægð/Sem þær hefðu fariö i fyrir nokkr- um árum. (Skýrsla 1978-1979, bls. 3.) Hér er jafnvel skotið yfir markið: Vegna þess, hve fáir nemendur eru að jafnaöi viðstaddir skólaslit á vorin, rakti rektor siðan helstu niðurstöður prófa skólaárið 1976-1977 til að tryggja að remanentar og nýnemar... (Skýrsla 1977-1978, bls. 3) Fastir kennarar voru 39 talsins, en stundakennarar 20. (Skýrsla 1977- 1978, bls. 14) b) Stafsetning á skýrslunum er i samræmi við hinar st jörnskipuðu reglur nema í einu tilviki - skrifuð er z skv. gömlu reglunum. Dæmi: is- lenzka, þýzkur, helzt, fengizt, verzlun. Cr próf- verkefnum 1978: setzt, gerzt, iðrazt, elztu. Úr prófverkefnum 1979: islenzkur, tekizt, brezku. Skv. þvi sem ég hefi nú rakið fer rektor MR ekki eftir núgildandi ákvæðum um kommusetningu né stafsetningu. Ekki skiptir máli i þessu sambandi hvort nafn rektors stendur undir þessum orðum eða ekki. Lita verður á skýrsluna sem embættisgagn og útgáfan greidd af rikisfé. Nú þarf það kannski ekki að vera alvarlegt mál þótt einhver maður vilji láta lita svo út að sérviska sé skemmtilegt persónueinkenni en þegar um er að ræða stjórnanda stórs skóla vikur málinu öðruvisi við. Og það kastar fyrst tólfunum þegar nemendur fá islenskan texta i prófverkefnum sinum þar sem skrifuð er z. Er verið að ögra nemendum? Er verið að litilsvirða nemendur með þessu tiltæki? Kennarar skrifa texta með z en þú, nemandi góður, mátt það ekki. Það verður reiknað þér sem villa. Ogmargtværihægtaðskrifa um þetta atriði með uppeldislegu ivafi, þó skal það ekki gert nema ástæða verði til. Ég held að lesanda langi mest til að vita þetta: Af hverju gerir rektor MR þetta og hunsar þar með stjórnskipuð fyrirmæli? Uppboðsbeiðandi er örn Clausen, hrl. sam- kvæmtheimiidi tveim veðskuldabréfum útgefn- um 19. mars 1979, (nr. 29, bls. 237). Fyrir þvi stefnist hér með hverjum þeim, sem kann að hafa framangreint veðskuldabréf undir höndum eða telur til réttar yfir þvi, að mæta fyrir Bæjarþing Reykjavikur, sem verður háð i ... (nr. 29, bls. 237). Athygli skal vakin á þvi, að umboð til að sækja fund.. (nr. 29, bls. 240.) Og svo er það þetta frá Akureyri: B-hliö 4, B, Akureyri meö tilheyrandi lóð og mannvirkjum. Þinglesin eign Jóns Jónssonar. (nr. 29, bls. 236. Þannig vilja þeir hafa punkt á undan viðurlagi.) Hér með tilkynnist til firmaskrár Kópavogs, að sameignarfélagi okkar... (nr. 30, bis. 247.) Eftir kröfu Unnsteins Beek hrl. fyrir hönd Blindrafélagsins i Reykjavik, fer fram opinbert ... (nr. 30, bls. 246.) landbúnaðarspjall ■ tslenskur landbúnaður stendur að ýmsu leyti á krossgötum um þessar mundir. Hinni hefðbundnu framleiðslu, mjólk og kindakjöti, hafa verið settar skorður og ljóst má vera, að i náinni framtið verða tæplega næg verkefni fyrir núverandi fjölda bænda við þá framleiðslu. Allstór hópur bænda verður þvi að róa á önnur mið, ef halda á i núverandi búsetu, a.m.k. I meginatrið- um. Aukabúgreinar Þegar ráðast skal gegn þeim vanda sem landbúnaður- inn stendur frammi fyrir, verður mörgum litið til ým- issa aukabúgreina, sem svo hafa verið nefndar. Er þar átt við t.d. hænsna- og svinarkt, nýtingu hlunninda o.s.frv. Nýjar búgreinar eins og loð- dýrarækt, fiskirækt og ferða- mannaþjónusta teljast einnig til aukabúgreinanna, en þeim er það sameiginlegt að um- fang þeirra verður að likind- um um langa framtið mun minna en aöalbúgreinanna. 1 mörgum auka-búgreinum hef- ur náðst alisæmilegur árangur eins og t.d. I loðdýrarækt. Möguleikarnir virðast margir. Einni þessara aukabúgreina hefur ekki verið sinnt mikið, en það er þjónusta við ferða- menn. Nokkrir bændur hafa þó reynt fyrir sér og má i þvi sambandi benda á starfsemi Kristleifs bónda á Husafelli. Ferðamannaþjón- usta i sveitum Ýmsum kann að þykja undarlegt að ferðamanna- þjónusta skuli talin til bú- greina. Hér gæti að sjálfsögðu verið um margs konar þjón- ustu aö ræða, en bændur hafa mesta möguleika til að inna þessa þjónustu af hendi, þegar hún tengist búrekstri. Bændur gætu selt borgarbú- um gistingu og fæði i lengri eða skemmri tima, leigt þeim hesta og veiði, gefið þeim kost á að fylgjast með bústörfum og jafnvel taka einhvern þatt i þeim. Það er þvi mikilvægt að búskapur sé stundaður á þeim jörðum, þar sem slik starf- semi væri stunduð, enda myndi feröamannaþjónusta bænda i flestum tilvikum ein- ungis vera aukastörf með öðr- um bústörfum. Ekki bara tekjulind Ferðamannaþjónustan gæti orðiö sveitunum mikilvæg — ekki aðeins sem tekjulind fyrir bóndann og hans fólk — heldur ekki siður sem tengiliður milli dreifbýlis og þéttbýlis. 1 þétt- býlinu, og þá sérstaklega á Reykjavikursvæðinu, er nú að vaxa upp fjölmenn kynslóð, sem hefur mjög takmörkuð tengsl við sveitirnar og land- búnaðinn. Þessi „borgarbörn” læra nú ekki hvað litir búfjár- ins heita, heldur skilja miili bifreiðategunda af mikilli kunnáttu. Sveitirnar og sveitafólkið eru ekki siður háð kaupstöðunum ol kaupstaða- fólkinu, en kaupstaðirnir sveitunum. Þaö er þvi mikil- vægt að kenn amörnum og raunar einnig fullorðnum, sé gefinn kostur á að leita upp- runa sins. Nokkurra daga dvöl i sveit hressir og bætir bæöi unga og aldna og gefur betri forsendur til skilnings á land- búnaöi. „Sveit” i borginni 1 Laugardalnum i Reykja- vik eru enn tvö „sveitabýli” þar sem m.a. er stundaöur kúabúskapur og alifuglarækt. Þar sem skupulagsmál Reykjavikurborgar hafa verið svo mjög á döfinni að undan- förnu, er kannski viö hæfi að varpa fram þeirri hugmynd, að borgin hætti að bregða fæti fyrir ábúendur þessara býla, en leggi þess I stað sin lóð á vogarskálarnar til þess að áframhald megi verða á kúa- búskap i Laugardal. Kýr á beit og heyskapur á túnum gleöja ekki siður augað og auöga andann en skipuiagðir skemmtigarðar sem vissulega eru þó góöra gjalda verðir. Ein þjóð i einu landi Þeir sem um landbúnaðar- mál fjalla, telja sig oft verða vara andúöar i garð landbún- aðarins. Þessi „andúð” verð- ur ekki rakin tii illvilja, heldur er fyrst og fremst um að ræöa skilningsleysi sem stafar af vankunnáttu. Það er þvi mikilvægt aö styrk og traust tengsl séu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þar er ekki um að ræða andstæður, heldur tvo hluta af sömu heild. Við verð- um aö vera þess meövituð að við erum ein þjóð I einu landi. Guðmundur Stefánsson, búnaðar- fræöingur, skrifar ■ i Laugardalnum I Reykjavik: Kýr á beit og heyskapur á tún- um gleðja ekki siöur augað og auöga andann en skipulagðir skemmtigarðar. Tengsl dreifbýlis og þéttbýlis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.