Tíminn - 13.06.1981, Side 4

Tíminn - 13.06.1981, Side 4
Laugardagur 13. júní 1981 stuttar fréttir ??Kal ekki með versta móti í Adaldæla- hreppi” AÐALDÆLAHREPPUR: „Það er að visu voðalegt gróð- urleysi ennþá, en við erum samt nokkuð bjartsýnir. Kal er dálitið hjá okkur en ekki með versta móti. Það hefur oft verið verra”, sagði Dagur Jó- hannesson, bóndi og oddviti á Haga II i Aðaldælahreppi i samtali við Timann. Dagur sagði að kalið væri breytilegt eftir bæjum, en hann hefði ekki heyrt um að það væri neins staðar mjög al- varlegl i Suður-Þingeyjar- sýslu. Sem dæmi um kuldann að undanförnu nefndi Dagur að aðfararnótt 9. júni hefði mælst mesta frost i Aðaldal sem mælst hefði siðustu áratugina eða 6 stig. — JSG Rekstrartekjur Ú.S. 2713 milljónir gkr. SAUÐARKRÓKUR: Aðal- fundur Útgerðarfélags Skag- firðinga var haldinn á Sauðár- króki nylega.l máli formanns útgerðarstjórans Marteins Friðrikssonar og i skýrslu framkvæmdastjóra Stefáns Guðmundssonar, alþingis- manns kom m.a. fram: Rekstrartekjur á árinu 1980 voru kr.2713 milljónir, sem er 56% hækkun frá árinu 1979. Rekstrargjöld voru kr. 2848 milljónir, sem er 61% hækkun frá 1979. Þar af eru afskriftir kr.405 milljónir. Tap ársins var kr.60 milljónir, sem er 2% af rekstrartekjum. Launa- greiðslur námu kr.956 milljón- um. Meðalárslaun voru kr.17.5 milljónir. Bókfært verð eigna voru kr.2936 milljónir. Vá- tryggingarverð skipa er kr.5933 milljónir, sem er kr. 3708 milljónum umfram bókfært verð. Bókfært eigið fé er kr.365 milljónir. Afli togaranna á árinu 1980 var 9800 tonn, að verðmæti kr. 2561 milljón. t Skagafirði munu um 530-540 manns hafa atvinnu af rekstri Útgerðarfé- lagsins. Launagreiðslur þessa fólks hafa verið um 2600 mill- jónir kr. Sem kunnugt er rekur út- gerðarfélag Skagfirðinga þrjá togara og hefur aflanum verið skipt á þrjú frystihús: Fiskiðju Sauðárkróks, Skjöld hf. og Hraðfrystihúsið á Hofs- ósi. GÓ/AM Nýtt félags- heimili vígt um næstu helgi AÐALDÆLAIIREPPUR: Eft- ir rúma viku eða 21. júni, verður vigt nýtt félagsheimili sem stendur i nánd við Hafra- lækjarskóla i Aðaldælahreppi. Félagsheimilið, sem er að meirihluta i eigu Áðaldæla- hrepps, verður notað bæði sem samkomuhús og sem iþrótta- hús fyrir Hafralækjarskóla. Dagur Jóhannesson lýsti húsinu þannig i samtali við Timann að aðalsalur þess væri 22x12 metrar á stærð. „Siðan kemur kaffistofa sem tekur 200manns. Og leiksviðið verö- ur liklega eitt það stærsta á landinu, svipað og i Þjóðleik- húsinu!” sagði Dagur og hló við. Dagur sagði að við vigsluat- höfnina yrðu allir núverandi og fyrrverandi sveitarbúar velkomnir. Hann lét það fylgja með að húsinu yrði geíið sér- stakt nafn, sem yrði þó haldið leyndu fyrir fjölmiðlum fram á vigsludaginn. — JSG Ólafsfjarðarvatn kjörið fyrir uppeldi laxaseiða? ÓLAFSFJÖRÐUR: Nýlega voru um 7000 laxaseiði sett i þar til gerða körfu i Ólaís- fjarðarvatni, sem er litiö vatn sunnan við byggðina i ólafs- fjarðarkaupstað, þa sem þau verða alin i 5-7 vikur. Siðan verður seiðunum sleppt til hafbeitar, en þeir fiskar sem snúa aftur til vatnsins á næstu árum, veiddir i sérstakar gildrur. Þessar hafbeitartilraunir eiga rætur að rekja til rann- sókna sem Björn Jóhannes- son, verkfræðingur, og Unn- steinn Stefánsson, efnafræð- ingur, hafa gert á Ólafsfjarð- arvatni allt frá árinu 1978. I ljós hefur komið að vatnið er hið merkilegasta. Þannig er i þvi 2,5 m djúpt ferskvatnslag við yfirborð, en neðar er salt vatn. Saltvatnslagið virðist vera óvenjulega heitt, og komst hiti þess upp i 20 gráður sumarið 1980. Hitinn i salt- vatnslaginu virðist haldast vel, þvi 22. april i vor mældist hitinn i þvi 8 gráður. Þessi skilyrði eru, aö sögn Jóns Eðvalds Friörikssonar, bæjarstjóra á Ólafsíirði, mjög hagstæð fyrir uppeidi laxa- seiða. Þannig er taliö að þau 25 g. seiöi sem nú eru sett i vatnið muni seltuherðast og stækka i 40 g. á eldistimanum. Eru Ólafsfirðingar vongóðir um að laxaeldi geti átt góða framtið fyrir sér á staðnum. Það er Veiðifélag Ólafs- fjarðar sem stendur fyrir þeim eldistilraunum. _j§g ■ Ólafsfjörður: Veröur seiöauppeldi blómlegur atvinnuvegur I plássinu? ■ Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins: „Kvótakerfið” skapar togstreitu sem nær inn I raðir sjómanna”.. Tfmamynd:GE Sjómannadagurinn er á morgun: ??VETRARVERTÍÐIN MIKIL BLÓÐTAKA” segir Óskar Vigfússon? formaður Sjómannasambands íslands ■ „Það sem mér er efst i huga, og veldur okkur hugarangri, að lokinni vetrarvertiö nú, er sú mikla blóðtaka sem islensk sjó- mannastétt varð fyrir en 17 sjó- menn fórust við störf á vertið- inni” segir Óskar Vigfússon, for- maður S jómannasambands Islands, I samtali við Timann er ,við töluðum viö hann i tilefni af sjómannadeginum. „Viö teljum okkur, rní að undanförnu cg kannski um lang- an tima, hafa átt i vök aö verjast við að vernda hlut okkar manna i þeirri verðbólguþróun sem verið hefur. „Þetta kemur til af þvi að verið er aö semja um kaup og kjör okk- ar manna allt að 3-4 sinnum á ári, en þar á ég við svofellt hlutskipta- kerfi, og frá 1961 hefur Verölags- ráð sjávarútvegsins ákveöið verð á fiski, sem er undirstaða kaups okkar, 3-4 sinnum á ári. „Fiskveröið fylgir ekki alltaf veröbótatímabilum eins og þau eru almennt reiknuð Ut fyrir land- iö og þar af leiðandi gætir þeirrar tilhneigingar hjá stjórnvöldum, hver sem þau annars eru, að halda fiskverði niðri til að hefta framgang verðbólgunnar. Það er ekki nema allt gott að segja um viðleitni stjórnvalda að sporna við verðbólgunni en hins- vegar setja sjómenn, að sjálf- sögðu, að meöan ekki er spyrnt við fótum á öðrum sviðum þjóð- félagsins, þá eiga þeir fullan rétt á að fá sinar verðbætur i fisk- verCá. Sjómenn eins og aörir gera sér hinsvegar ljóst að hér er um útflutningsatvinnugrein að ræða og að við getum ekki alltaf boðið kaupendum okkar að eta islenska verðbólgu, en meðan að þessi hrunadans stendur yfir þá verð- um við að reyna að fylgja með. Ég tel að staöa okkar i dag, miðað viö 1977, sé með þeim hætti að sjómaður á t.d. 150 lesta bát þurfi að fiska 10 tonnum meira á mánuöi til að hafa upp i sina kauptryggingu, sem fylgir verö- bótum verkafólks i landi”. „Hvað önnur baráttumál okkar snertir þá vildum viö fá viður- kenningu Alþingis á sérstööu sjó- manna tileftirlauna en við teljum að hdn eigi rétt á sér. Á nýloknu Alþingi voru sett lög þess efnis að sjómenn geta tekið sin eftirlaun við 60 ára aldur, eftir 25 ára sam- fellt starf til sjós og ég tel þetta vera vel gert af stjórnvöldum, en þau hafa með þessu komið til móts við óskir okkar.” Kvótakerfi Óskar Vigfússon var spuröur um viðhorfin til kvótakerfa þeirra sem hafa verið tekin i notkun, i si- auknum mæli á undanförnum ár- um. „Maður getur skipt þessu i tvennt. Allflestir sjómenn eru sammála um það að varlega beri að fara i það að ganga of nærri fiskstofnum okkar þvi þeir eru einu sinni sú auðlind sem við byggjum mest á.” Það er sam- dóma álit sjómannastéttarinnar aö reyna að fara að ráðleggingum þeirra sem gerst þekkja, fiski- fræðinganna, þó ávallt séu menn innan okkar raða sem hafa aðra skoðun á þessum hlutum. „Hinsvegar er þaö mat okkar að kvótaskiptin og ýmsar tak- markanir á veiðum skeröi að sjálfsögðu tekjumöguleika okkar, og þá sérstaklega með tilliti til þessaö stjórnvöld, að okkar mati, látaá sama tima undan þrýstingi um aukningu á fiskiskipaflotan- um sem við teljum vera of stór- an” „Annað atriði þessu tengt sem við höfum áhyggjur af er að kvótaskiptingin og aðrar tak- markanirskapa vissa togstreituá milli landshluta og þvi er ekki að neita aðsU togstreita gengur inn i raðir sjómannastéttarinnar, auk útgerðarinnar og fiskvinnslunn- ar. Þetta gerir okkur erfiðara um vik að sameina sjómannastéttina og kannski lýsir þvi best það sam- stöðuleysi sem varð meðal sjó- manna á s.l. vetri I okkar kjara- baráttu en þetta ástand hefur varaðí 2-3 ár og skýringiná þvi er það ástand sem nú rikir i fisk- veiðum okkar. Við töldum okkur hafa verið búna að ná nokkuð langt i þvi að sameina sjómannastéttina og gera hana einhuga en á undan- förnum árum hefur bryddað á þvi að menn hafa viljað ganga nokk- uð isitthvora áttina, sagði Óskar. Óskar VigfUsson vildi nota tækifærið og óska öllum sjómœin- um, bæði til sjós og iands, til hamingju með sjómannadaginn. —FRI FJölbreytt hátið- ardagskrá í Naut- hólsvík á morgun ■ Sjómannadagurinn er á morg- un og hefjast hátiðarhöld hans að venju með þvi að kl. 8 um morg- uninn verða fánar dregnir að hUn á skipum i Reykjavíkurhöfn. LUðrasveit Reykjavikur leikur að Hrafnistu kl. 10 og hátiðarguðs- þjónusta verður i Dómkirkjunni kl. 11. 1 Nauthólsvik hefjast svo hátiðarhöld kl. 13.30 með leik Lúörasveitar Reykjavikur, en hátiðina mun svo setja Guðmund- ur Hallvarðsson kl. 14. Avörp flytja sjávarútvegsráðherra, full- trUar Utgeröarmanna og sjó- manna og loks mun formaður Sjómannadagsráðs, Pétur Sig- urösson, heiðra aldraða sjómenn og afhenda björgunarverölaun. Þá verða ýmis skemmtiatriði svo sem kappsigling á seglbátum, kappróður, koddaslagur og fleira. Merki s jómannadagsins og Sjó- mannadagsblaðið verða tU sölu á hátiðarsvæðinu. Strætisvagna- ferðir verða frá Lækjargötu og Hlemmtorgi frá kl. 13 á 15 minUtna fresti. Þeim sem komaá eigin bilum er bent á að forðast öngþveiti. Hringakstur er um Nauthólsvik og yfir öskjuhlið. A sunnudagskvöld verður Sjó- mannadagsskemmtun á Hótel Sögu.sem hefst með borðhaldi kl. 19.30. Þá veröur á morgun sýning og sala á handavinnu vistfólks Hrafnistuheimilisins i Hafnar- firði frá kl. 14.30-17.00 og kaffisala á sama tima. Rennur allur ágóði i skemmti og ferðasjóð vistmanna. —AM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.