Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. september 1981
erlent yfirlit
■ Schmidt kanslari og Reagan forseti
Bandaríkin að
einangra sig
Vestræn samvinna í vaxandi hættu
■ FUNDUR, sem Helmut
Schmidt kanslari og Giovanni
Spadolini forsætisráðherra
héldu meö blaðamönnum 1
Rómaborg siðastliðinn laugar-
dag, hefur vakið heimsathygli.
Fundurinn hefur siðan verið eitt
helzta umræðuefni fjölmiðla og
er liklegur til að verða það
áfram, a.m.k. i náinni framtið.
Blaöamannafundurinn var
haldinn eftir að þeir Schmidt og
Spadolini höfðu átt itarlegar við-
ræður um efnahagsmál, varnar-
mál og ástand alþjóöamála.
Helmut Schmidt hafði komið til
Rómar i þeim tilgangi að ræða
um þessi mál við italska ráða-
menn, en þó einkum við Spado-
lini forsætisráðherra.
A blaðamannafundinum gerðu
þeir Schmidt og Spadolini grein
fyrir þvi, að þeir myndu skora á
Reagan forseta að hafa meiri
samráð við bandamenn sina i
Evrópu en stjórn hans hefði gert
til þessa. Þeir gáfu i skyn, aö
Bandarikin færu oröið sinu fram,
án teljandi samráðs við Vestur--
Evrópurikin i Atlantshafsbanda-
laginu.
Schmidt og Spadolini fóru ekki
dult með það, aö þeir væru óá-
nægðir með þann drátt, sem
hefði oröið á viðræðum við
Sovétrikin um takmörkun með-
aldrægra eldflauga i Evrópu.
Þeir hvöttu mjög til þess, að
þeim viðræðum yrði hraðað og
að þær yrðu meira en til mála-
mynda.
Þá lýstu þeir Schmidt og
Spadolini yfir þvi, að þeir heföu
báðir lýst sig andviga þvi á
þessu stigi, ef Reagan hefði borið
það undir þá, hvort hefja ætti
framleiöslu á nifteindasprengju.
Þeir létu i ljós óánægju yfir þvi,
aö Bandarikjastjórn hefði ekki
haft samráð við bandamenn sina
i Atlantshafsbandalaginu um
þetta efni áður en hún tók þessa
mikilvægu ákvörðun.
ÞÓTT f jölmiðlar ræði nú mikiö
um þessar yfirlýsingar Schmidts
og Spadolinis, mun óhætt að
segja, að innihald þeirra hafi
ekki komið á óvart. Það var áður
vitað um þessa óánægju forrráða
manna Vestur-Evrópurikjanna i
Atlantshafsbandalaginu.
Það kom hins vegar á óvart, að
þeir Schmidt og Spadolini skyldu
lýsa opinberlega yfir þessari ó-
ánægju sinni. Það sýnir, aö þeir
telji ekki lengur annað hægt en
að ræða opinberlega þann klofn-
ing, sem er að myndast i At-
lantshafsbandalaginu vegna
| Spadolini
umræddrar afstöðu Bandarikja-
stjórnar.
Alveg sérstaklega vekur það
athygli, að þeir skyldu opinbera
þessa óánægju sina rétt fyrir
fund þeirra Haigs og Gromikos,
sem haldinn veröur i sambandi
við allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna, sem hefst i New York i
næstu viku. Það gefur til kynna,
aö þeir Schmidt og Spadolini séu
ekki ánægðir með undirbúning
fundarins af hálfu Bandarikj-
anna.
Ef til vill verður það til að
draga eitthvað úr þessum ugg,
að Haig heimsótti Schmidt nú
um helgina til þess ma. að gera
honum grein fyrir undirbúningi
fundar þeirra Gromikos. Senni-
lega hefur þaö þó ekki haft
heppileg áhrif, að Haig notaöi
komu sina til Vestur-Berlínar á
sunnudaginn til að skýra frá þvi,
að Rússar hefðu notaö eiturgas i
skæruhernaði bæði i Asiu og Af-
ríku. Rússar hafa þegar neitað
þessu og stendur hér staðhæfing
gegn staðhæfingu. Vafalaust
mun þessi þræta frekar stuðla að
köldu striði en spennuslökun.
A.m.k. munu friöarhreyfingarn-
ar i Vestur-Evrópu lita þetta
þeim augum.
EF DRAGA ætti ályktanir af
þeirri afstöðu Bandarikjastjórn-
ar sem veldur óánægju banda-
manna Bandarikjanna i Vestur-
Evrópu, mætti vel álykta að hún
stefndi að hreinni einangrunar-
stefnu og áliti sig geta ráðiö i
heiminum, án samráðs við aöra.
Ef svo héldi áfram, yrði það
vafalitið mest vatn á myllu
Sovétrikjanna.
Það er þvl miður á mörgum
sviðum, sem þessi einangrunar-
tilhneiging Reagan-stjórnarinn-
ar birtist. Eitt augljósasta dæmi
er frá nýlegum fundi öryggis-
ráðsins, þar sem Bandarlkja-
stjórn beitti neitunarvaldi til að
fella tillögu, sem fordæmir inn-
rás Suður-Afriku i Angóia. Þar
stóðu Bandarikjamenn einir
gegn öllum.
Svipað hefur átt sér stað á haf-
réttarráðstefnunni. Þar má
heita, að Bandarikin séu alger-
lega einangruð, nema þau breyti
um stefnu. Þaðgera þau vonandi
og hafa enn tækifæri til aö gera
það, þvi að fulltrúi þeirra þar
sýndi þau hyggindi, að loka eng-
um dyrum.
I vaxandi mæli minnir staða
Bandarikjanna á alþjóðavett-
vangi orðið á stööu Sovétrikj-
anna á fimmta og sjötta ára-
tugnum. Þá máttu Sovétrikin
heita einangruð og beittu neitun-
arvaldi I öryggisráðinu i flestum
tilfellum.
Þess verður aö vænta, aö
Reagan-stjórnin endurskoöi og
breyti þessari afstöðu, sem ef til
vill stafar mest af þvi, að hún
viröist enn ekki hafa fullmótaö
utanrikisstefnu.
Pórarinn Pórarinsson,
ritstjóri skrifar
erlendar fréttir i
Thatcher
endurskipu-
leggurstjórninal
■ Tilkynntvarum gagngerar
breytingar á bresku rikis-
. stjórninni i London i gær. Eru
Pþetta fyrstu meginbreyting-
arnar, sem gerðar eru á
stjórninni, frá þvi Margaret
Thatcher tók við völdum.
Talið er að ástæðan fyrir
breytingunum sé sú, að
Thatcher vilji gera tilraun til
að fylkja stjórninni betur
saman, að baki þeirrar efna-
hagsstefnu sem fylgt hefur
verið að undanförnu.
Nokkrir ráðherrar, sem
látið hafa uppi efasemdir um
efnahagsstefnuna, missa nú
ráðherraembætti. Eitt aðal-
fórnarlambið er Sir Ian Gil-
more, en hann sagði i gær að
ástæðan fyrir þvi að hann væri
látinn vikja væri gagnrýni
hans á stefnu Thatchers.
Aðrir áberandi einstakl-
ingar.sem verða fyrir barðinu
á aðgerðunum eru Soams
lávarður, sem verið hefur for-
seti lávarðadeildarinnar, og
Marc Carlyle, menntamála-
ráðherra.
James Pryor, atvinnumála-
ráðherra, verður gerður að
Norður-lrlandsmálaráðherra.
Hann hefur gagnrýnt stefnuna
i efnahagsmálum harðlega að
undanförnu, og þótti þvi
mörgum það undarlegt að
hann skyldi sætta sig við hið
nýja embætti, en Thatcher
mun hafa lagt hart að honum
aö gera það.
Það þótti einnig undrum sæta
að Sir Keith Joseph, iðnaðar-
ráðherra, sem hefur verið
harður stuðningsmaður og
jafnframt hugmyndafræð-
ingur Thatcher-stefnunnar,
verður nú að láta sér lynda
valdaminna embætti sem
menntamálaráðherra. Alls
náðu breytingarnar til tiu ráð-
herraembætta.
Sir Ian Gilmore, lýsti þvi
yfir I gær að hann myndi nú
verða i forustu fyrir barátt-
unni innan Ihaldsflokksins,
um að gera stefnu flokksins
hógværa.
—JSG.
Haig viss um
vidrædur
■ Alexander Haig, utanrikis-
ráöherra Bandarikjanna,
sagðist á blaðamannafundi i
Vestur-Þýskalandi i gær vera
þess fullviss að viðræður milli
Bandarikjanna og Sovétrikj-
anna, um framleiðslu meðal-
drægra eldflauga, myndu
hefjast fyrir lok þessa árs.
Haig kvaðst telja liklegt að
timasetning viðræðnanna yrði
ákveðin á fyrirhuguðum fundi
þeirra Andrei Gromyko, utan-
rikisráöherra Sovétrikjanna,
hjá Sameinuðu þjóðunum sið-
ar i þessum mánuði.
Aðspurður um möguleika á
flutningi bandariskra nift-
eindasprengja til Evrópu,
sagði Haig að slikt myndi að-
eins eiga sér stað eftir að
Bandarikjamenn hefðu ráð-
fært sig gaumgæfilega viö
stjórnir þeirra landa þar sem
sprengjunum yrði komið fyrir.
Mótmælaaðgeröir voru
haldnar i Bonn vegna dvalar
Haigs þar i gær, en þó ekki
eins umfangsmiklar og þær
sem efnt var til i tilefni af dvöl
hans i Vestur-Berlin á sunnu-
dag.
Bjóða sovéskum
verkamönnum
■i Pólskir verkamenn hafa
boðið sovéskum verkamönn-
um i heimsókn til Póllands, til
þess að kynna sér að eigin
raun starfsemi óháðu verka-
lýðshreyfingarinnar, Ein-
ingar. Boðið er frá starfs-
mönnum I stórri verksmiðju i
Varsjá, og kemur fram i opnu
bréfi, sem birt var i frétta-
blaði Einingar.
Bréfið var stilað til starfs-
manna i bilaverksmiðju i
Moskvu, sem höfðu látið frá
sér fara gagnrýni á Einingu.
Sagði i bréfinu að „persónu-
legar viðræður pólskra og
sovéskra verkamanna myndú
varpa ljósi á fjölmörg vanda-
mál”, og „gætu e.t.v. sett við-
horf sovéskra verkamanna til
Einingar i rétt samhengi.” 1
■ Pierre Mauroy, forsætisráðherra Frakklands, lýsti þvi yfir i
gær að Frakkar myndu halda áfram tilraunum slnum til að
framleiða nifteindasprengjur.
■ Fréttir frá Indlandi hermdu að mótmælaaðgeröir, sem hófust
meðal námsmanna I Kabúl i Afgahnistan i siðustu viku, hefðú
breiöst út til nær allra skóla i borginni.
■ Kurt Waldheim, hefur i árlegri skýrslu til Alisherjarþings
Saméinuðu þjóðanna, varaö sérstaklega við þvi aö samskipti
austurs og vesturs hafi snarversnaö. Allsherjarþingið hefst i
dag.
■ Arlegum heræfingum NATO herja var hrundið af stað i Dan-
mörku I gær, og var það Rogers, yfirmaöur herja bandalagsins
sem þaðgerðL' . Um 25.000 hermenn taka þátt i æfingunum.