Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 16
Þri&judagur 15. september 1981 Reiknistofnun Háskólans óskar eftir að ráða starfsmann i vinnslu- deild sem fyrst. Mjög fjölbreytt starf. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æski- » leg. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 21. sept. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 25088. Reiknistofnun Háskólans Hjarðarhaga 2 Deildarstjóri Höfum verið beðnir um að auglýsa eftir deildarstjóra i kaupfélag á Suðvestur- landi, sem hefði þekkingu á járn- og byggingavörum. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf berist starfsmannastjóra fyrir 21. þ. mánaðar, er veitir nánari upplýsing- ar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD * N* m III Borgarspítalinn Læknaritari Óskum eftir að ráða læknaritara til starfa nú þegar. Starfsreynsla eða góð vélrit- unarkunnátta áskilin. Upplýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson i sima 81200:368. Reykjavik, 11.09.1981. BORGARSPÍTALINN Laust embætti sem forseti tslands veitir Prófessorsembætti i vefjafræði i læknadeild Háskóla Is- lands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf um- sækjenda, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 10. október n.k. Menntamálará&uneytið, 10. september 1981. Húsbyggjendur Húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagns- heimtaug i hús sin að halda i haust eða vetur, er vinsamlega bent á, að sækja um hana sem allra fyrst, þar sem búast má við verulegum töfum á lagningu heim- tauga, þegar frost er komið i jörðu. Gætið þess, að jarðvegur sé kominn i sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, bygg- ingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunn- ar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Simi 18222. Kennarar vantar við Grunnskóla Eskifjarðar. Upplýsingar gefur Trausti Björnsson i sima 97-6182, og 97-6340. Reykjavíkurmótið í handknattleik: RISLfmi HflND- KNATTLEIKUR í UPPHAFI MÖTS ■ Ekki verður sagt að mikil reisn hafi verið yfir reykvískum handknattleik nú um helgina, þegar Reykjavíkurmótiö i hand- knattleik hófst. Það var ef til vill ekki viö ööru að búast svona i upphafi handknattleiksvertiðar, en þö höfðu menn gert sér vonir um að sjá heldur rismeiri hand- knattleik, en þann sem sást á fjölum Laugardalshallarinnar á laugardag og sunnudag. Fyrsti leikur mótsins var á milli Islandsmeistaranna Vikings og liðs Fylkis. Má segja aö litið hafi farið fyrir meistaratöktum Vlkings i þessum leik, en þeir fóru með sigur af hólmi, skoruöu 21 mark gegn 18. Annar leikur mótsins var á milli Vals og Fram. Valur var með töglin og hagldirnar framan af leiknum, en þegar Uða tók á leikinn þá sóttu Framarar heldur i sig veðrið, þótt ekki dygði það þeim til sigurs. Valur sigraði með 25 mörkum gegn 20. Sföasti leikurinn á laugardag var á milli KR og Armanns. Svo þófkenndur var leikur þessara liöa, að það sem á undan hafði sést virkaði mun betra i endur- minningunni. Liðin voru jöfn i hálfleik, höfðu hvort um sig skoraö 13 mörk. KR náði i seinni hálfleik að sýna mun betri leik og sigraði KR liðiö með 29 mörkum gegn 22 mörkum Armanns. Ásunnudagskvöldið var mótinu svo fram haldið og leiddu þá saman hesta sina Vikingur og Valur. Leikurinn var spennandi, en mjög grófur af beggja hálfu, enda fengu margir leikmenn að sjá gula spjaldið og siðan að hvila sig. Nokkurs ósamræmis gættiþó i dómum þeirra Stefáns Arnalds- sonar og Arna Sveinssonar. Kvað meira að segja svo rammt að þessu ósamræmi, að Hilmar Björnsson kom eftir leikinn að máli við Bogdan, þjálfara Vikinga og sagöi að viö svo bilið mætti ekki standa. Sagði að þjalfarar og dómarar yrðu að hittast og samræma linurnar i dómgæslunni fyrir veturinn, og fær blaðamaður Timans ekki annað séð en að þessi ósk sé byggð á raunhæfu mati. í hálfleik var staðan 9-7 Vikingi i hag, en Valsarar sóttu i sig veðriö I siðari hálfleik og jöfnuðu þegar rúmar 10 minútur voru liðnar af hálfleiknum. Lyktaði leiknum með sigri Valsmanna, 18 gegn 17, eftir spennandi en grófan leik. Næst léku FramogFylkirog var útlit fyrir þaö á tima að Fylkis- menn hygöust taka Framara i kennslustund i handknattleik, þvi staðanihálfleik var 17-11, Fylki i hag. Heldur dró saman með lið- unum i seinni hálfleik og lauk leiknum með tveggja marka sigri Fylkis 29 mörk gegn 27. Siöasti leikurinn á sunnudags- kvöldiðvará milli Þröttar og IR. Skal hér ekki fjölyrtum þann leik að öðru leyti en þvi að IR fór með sigur af hólmi. Skoruðu IR-ingar 25 mörk og fengu á sig 21 mark. Næstu leikir Reykjavikur- mótsins eru i kvöld i Laugardals- höll og hefst sá fyrsti, leikur ' Vikings ogFram kl. 19. Aðhonum loknum leika KR og Þróttur og siðasti leikur kvöldsins verður á milli IR og Armanns. —AB ■ Hér skorar Jón Pétur Jónsson eitt af mörkum sinum fyrir Vai gegn Fram, s.L laugardag. Timamynd — EHa. Páll bjargaði Eyja- mönnum frá stórtapi þegar Breiðablik vann þá 1:0 á Kópavogsvelli ■ Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Vestmannaeyingum sl. laugardag á Kópavogsvelli, 1:0, þegar þessi lið áttust við i siðasta leik sinum 11. deildarkeppninni i knattspyrnu. Breiðablik hafnaði þvi i fjórða sæti i deildarkeppn- inni að þessu sinni en Vestmanna- eyingar i þvi sjötta, þegar upp var staðið. Það var Páll Pálmason hinn si- ungiog spræki markvörður Eyja- manna sem var maður leiksins og bjargaði hann liði sinu frá stór- tapi. Ef hans hefði ekki notið við má búast við að ófarir Vest- mannaeyinga hefðu orðið miklar, og meiri en raun varð á. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með. Skiptust liðin á tæki- færum, en tókst þó ekki að skora. A 15. min. kom fyrsta og eina markið i leiknum. Það var þá sem Helgi Bentsson, einn af hinum snjöllu og eldfljótu leikmönnum Blikanna, einlék upp hægri kant- inn og þaðan inn i vitateig Vest- mannaeyinga. Skaut hann snúningsbolta að marki. Páll Pálma i marki Eyjamanna hefur greinilega reiknað hann úti, þvi hann gerði varla tilraun til að verja knöttinn þegar hann small i markstönginni fjær og beint inn i markið. Staðan 1:0. Eftir þetta tóku Kópavogsmenn leikinn i sinar hendur, og gilti það einnig um seinni hálfleik. Mátti Páll taka á honum stóra sinum, sem hann og gerði, enda urðu mörkin ekki fleiri, þrátt fyrir si- endurteknar sóknarlotur Breiða- bliks. Það var annaðhvort að Páll batt enda á sóknarlotur þeirra með þvi að handsama knöttinn, eða hitt að Blikunum bar ekki gæfa til að binda endahnút á sóknarlotur sinar. Þetta var þvi skemmtilegur og fjörlegur leikur, en mörkin voru alltof fá miðað við gang hans. —Kás.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.