Tíminn - 04.10.1981, Page 10

Tíminn - 04.10.1981, Page 10
10 Sunnudagur 4. október 1981 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sig- uróur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluoi Jökulsson. Blaóamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indrióason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiöur Helga- dóttir, Jónas Guómundsson, Jónas Guðmundsson. Kristinn Hallgrimsson. Kristin Leifsdóttir. Ragnar Orn Pétursson (fþróttir). Skafti Jónsson. utlits- teiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guójón Einársson, Guö- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla tS. Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387. 86392. — Veró i lausasölu 5.00. Áskriftargjaldá mánuði: kr. 85.00 - Prentun: Blaóaprent h.f. Nytsamar rannsóknir ■ Á liðnum árum hefur verið lögð vaxandi á- hersla á margs konar rannsóknastarfsemi, eink- um þó á sviði auðlindanýtingar og framleiðslu. Það hefur sýnt sig, að fjárveitingar til slikrar starfsemi borga sig þegar til lengdar lætur með bættum vinnuaðferðum- og tækni og jafnvel nýj- um framleiðslugreinum. Siðustu dagana hefur verið f jallað um athyglis- verðar rannsóknir af þessu tagi i fréttafrásögn- unum i Timanum. Þar er um að ræða athuganir, sem unnar hafa verið á vegum jarðhitadeildar Orkustofnunar, i samvinnu við marga aðila aðra, um nýjar leiðir til nýtingar jarðvarma. Rannsóknir þessar hafa meðal annars beinst að þvi að kanna með hvaða hætti jarðvegshitun gæti aukið möguleika i matjurtarækt hér á landi. Komið hefur i ljóst, að með þvi að hita upp mat- jurtargarða á þann hátt að láta jarðhitavatn streyma i niðurgröfnum plaströrum, má auka bæði magn, fjölbreytni og öryggi i útiræktun matjurta i okkar kalda landi. Að sögn Jóns Steinars Guðmundssonar, verk- fræðings hjá jarðhitadeildinni, getur margvisleg- ur ávinningur orðið af þessum rannsóknum. ,,Það sem við erum að sækjast eftir” sagði hann i viðtali við Timann ,,er meiri uppskera á fer- metra, fá til dæmis stærri hvitkáls- og blómkáls- hausa. Eins er stefnt að þvi að fá uppskeruna fyrr þvi með hitanum vaxa matjurtirnar fljótar, og i þriðja lagi gefast möguleikar á að rækta af- brigði sem við eigum nú erfitt með að rækta vegna kulda.” Að sögn Jóns Steinars er orkunotkun jarðvegs- hitunar aðeins um fjórðungur þeirrar orku, sem þarf til upphitunar gróðurhúsa, og ljóst er, að mikið er af jarðvarma, sem er með öllu ónýttur og sem mætti þvi hæglega nota með þessum hætti. Annað dæmi um rannsóknir, sem ættu að geta skilað þjóðfélagslegum hagnaði, er athugun jarð- hitadeildarinnar á svepparækt i stórum stil með notkun jarðhitans. Niðurstaða þeirra athugana er m.a., að það sé bæði tæknilega mögulegt að rækta ætisveppi á Islandi og að markaðurinn sé til staðar, auk þess sem hugsanlega séu góðir möguleikar á framleiðslu til útflutnings. Telur Orkustofnun, að slik ræktun sé það vænlegur rekstur, að full ástæða sé til að gera itarlega at- hugun á bæði tæknilegum og fjárhagslegum þátt- um, en það er auðvitað verkefni fyrir aðra aðila. Þessi tvö dæmi um nytsamar rannsóknir sýna okkur glögglega, að hjá islenskum rannsókna- stofnunum er unnið að margvislegum rannsókna- verkefnum, sem framtaksamir aðilar i landinu eiga að geta nýtt sér og þjóðfélaginu til heilla með nýrri eða bættri framleiðslu. Þau minna okkur á nauðsyn þess fyrir þjóð, sem vill vera á fram- farabraut, að leggja rækt við rannsóknarstarf- semi og nýta sér þá möguleika, sem slikt starf býður upp á. — ESJ ÞJÓÐLEIKHtJSIÐ HÓTEL PARADÍS (frumsýning) Höfundur: Georges Feydeau. Þýðandi: Sigurður Pálsson Lýsing: Kristinn Danielsson Leikmynd og búningar: Robin Don Leikstjóri: Benedikt Árnason ■ Það gleður án efa marga af vinum leikhúsanna, þegar settir eru á svið ekta ærslaleikir, eða hlátursleikir, þvi oft eru leikhúsin svo bundin við að leysa lifsgátuna og aö rannsaka djúpmið tilfinn- inganna, að enginn má vera aö þvi að brosa. Feydeau Þjóðleikhúsiö sinnir þessari skyldu við gjaldkera sinn og hina hláturmildu, með þvi að sýna Hótel Paradis, eftir franska leik- skáldið Feydeau (1862-1921). í leikskrá er itarleg ritgerð um skáldið, og segir þar m.a. á þessa leið: „1 upphafi ferils sins skrifaði Feydeau eintöl sem mjög voru i tisku á þeim tima og hlaut nokkra viðurkenningu fyrir. En með leik- ritinu „Tailleur pour dames” sló hann i gegn. Þrátt fyrir fimm misheppnuð leikrit sem fylgdu i kjölfarið gafst Feydeau ekki upp og hann náði vinsældum á ný með „Campignol malgré lui”, ,,Un fil a la patte” og ,,1’Hotel du libre échange” (Hótel Paradis, 1894) sem við sjáum hér i kvöld. Fram til ársins 1895 fékk Fey- ■■pnt - ■ Georges Feydeau höfundur Hótel Paradfsar. HOTEL , PARADIS deau aðstoð viö leikritasmið sina, oftast var það Maurice Des- vallieres. Þessir tveir menn hitt- ust og ræddu hugmyndina i viku- tima. Aöstoðarmaöurinn gerði þá uppkast aö ramma leikritsins og Feydeau skrifaði siðan samtölin, sem aðstoðarmaðurinn leiðrétti að lokum. Frá 1895 vann Feydeau einn að verkum sinum. Óráðsia i fjár- málum neyddi hann til aö taka við fleiri og fleiri pöntunum. Hann varö að yfirstiga meöfædda leti, sem var að eigin mati uppspretta sköpunargáfunnar. „Letin er hin frjósama, yfirnáttúrulega móðir sköpunarverksins. Ég segi yfir- náttúrulega, þar sem faöirinn er algjörlega óþekktur.” Oft komst Feydeau i eindaga meö verk sin. Leikararnir byrj- uðu aö æfa þótt verkinu væri ekki að fullu lokið. T.d. var þriðji þáttur leikritsins „Occupe-toi d’Amelie”, (Hvað varstu að gera i nótt. Þjóöleikhúsið, 1974) skrif- aöur á einni nóttu og leikararnir fengu hann i hendur nokkrum dögum fyrir frumsýningu. Þegar Feydeau vann einn að verkum sinum skrifaði hann án þess að skipuleggja nokkuð fyrir- fram, heldur lét hann einungis stjórnast af eðlilegum viðbrögð- um sögupersónanna. Þessi starfsaðferð kemur á óvart þegar litiö er á hina stærðfræðilegu ná- kvæmni, sem fram kemur i leik- ritum hans.” Undir þetta siðasttalda er auð- veltað taka, þvi verkhans virðast viöskoðun, næstum yfirgengilega nákvæm, þrátt fyrir að menn telji hann hafa verið hroðvirkan höf- und, sem ritaði leikrit, eða fram- leiddi þau i skuldafeni, til aö greiða gjaldfallnar skuldir. Hótel Paradis Hótel Paradis er dæmigeröur franskur gamanleikur, þar sem glæfralegar aðstæður á sviöinu, nákvæmlega timasettar, eru alveg eins stór partur af verkinu og textinn og leikurinn. Leikurinn snýst einkum og sér i lagi um tvenn hjón, sem hafa komið sér upp töluverðri óham- ingju með dauflegum hjúskap. Diglet arkitekt (Róbert Arnfinns- son) gimist konu Pyodeur bygg- ingameistara, en þeir eru ná- grannar og starfa saman aö verk- efni. Konur þeirra Angelique Diglet (Þóra Friöriksdóttir) og Marsellia kona Pyodeur eru vin- konur. Angelique er harðlynd og stjórnsöm, en Marsellia telur sig afrækta. Herra Diglet er sammála þvi, og atvikin haga þvi svo, aö þau eiga leynifund og taka herbergi á Hótel Paradis, en svo einkenni- lega vill til, að fleiri eiga þangað erindi sama kvöld, og með hnit- miðuðum skiptingum og enda- lausum misskilningi, gerjast þessi hláturleikur. Slikir ærslaleikir eru ef til vill þeir örðugustu fyrir gagnrýn- endur að fjalla um. Gamanleikur af þessari ætt er nefnilega ekki sviðsettúr i eitt skipti fyrir öll. Hann verður að prufukeyra i nokkur skipti, til að ná öruggu sambandi viö áhorfendur. Það þarf að finna viðbrögð áhorfand- ans og stilla strengina i framhaldi af þvi. Leikmynd Robins Don er ekta og frönsk, og það sama má segja um búninga. Það verður hins vegar ekki sagt um stil leikenda, sem eru vægast sagt lítið fransk- ir. Þeir eru hófsamir og nótna- borðiö hefur færri nótur en hin franska sálarlúta hefur þegar ærsl, ást og afbrýði eru annars vegar. Þó var þetta dágóð skemmtun, og þegar leikurinn fer aö liðkast, spáum við góðu. Benedikt Árnason er hófsamur og vandvirkur leikstjóri og maður hefur það á tilfinningunni að hann vilji skrúfa hægt frá, og það er rétt stefna, þvi skammt er i of- leikinn i verkum eins og Hótel Paradis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.