Tíminn - 04.10.1981, Qupperneq 30

Tíminn - 04.10.1981, Qupperneq 30
Sunnudagur 4. október 1981 JIM MORRISON - TÍU ÁRA NÁR Rokk-söngvari, ljóðskáld, heimspekingur, drykkjumaður | Morrison, Jim — tiu ára nár. Arið 1971 dó Jim Morrison úr brennivini, þá tuttuguogsjö ára gamall: aörar rokkst jörnur, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Brian Jones, höfðu einnig verið tuttugo- sjö ára þegar þau fellu. Því Jim Morrison var rokkstjarna, söngv- ari hljómsveitarinnar The Doors og eini heimspekingur rokksins sem eitthvaðkvað að. Hann sótti niður I undirmeðvitundina tákn um frumstætt eöli maunsins og iék sér að þessum táknum eins og eldinum, vissi hann myndi deyja og þótti það töff. Hann sagöi: „Segjurn ég hafi verið að kanna eudimörk raunveruieikans. Mér iék hugur á aö vita hvaö myndi gerast. Þetta var alit og sumt: bara forvitni”. Jim Morrison hafði niu lif eins og kötturinn og sóaði þeim af léttdö — á endanum varð ekki hjá þvi komist aö for- vitnin dræpi köttinn. Morrison fæddist I seinni heimsstyrjöld, 8. desember 1943 á Flóridaskaga i Amerfku. Hann var bogmaöur — „heimspekileg- ast allra stjörnumerkjanna”, sagði hann, „en ég trúi ekki þess- ari vitleysu”. Móðirin hét Clara, faðirinn Steve og var I flotanum — stýröi um þær mundir orrustu- flugvélum af flugmóðurskipum en átti fyrir honum aö liggja að verða yngsti aðmiráli i banda- riska flotanum. Annars var Jim ski'rður James Douglas og átti hvergi heima fyrstu árin — Steve Morrison skipti um herstöövar eins og sokka og alltaf flutti fjöl- skyldan dygg á eftir honum. Þaö var meðan þau bjuggu I Albuquerque, Texas, að þau voru öll sömul úti aö keyra og komu aö þar sem vörubill, fulluraf Púebló Indiánum, hafði oltið á hliðina. Indiánarnir lágu á þjóðveginum, á vegarkantinum og utan vegar — dauðir, deyjandi, blæöandi. Jim Morrison var fjögurra ára og varð ofsahræddur .Hann orgaði af llfs og sálar kröftum meðan faðir hans reyndi að leggja það liö sem hann gat, er þau lögðu af stað á nýjan leik var drengurinn óhugg- andi: ,,Þeir eru aö deyja! Þeir eru að deyja!” Að lokum sagði faöir hans: „Þetta var draumur, Jimmy. Þetta gerðist ekki í al- vörunni, þetta var draumur!” Smáttog smátt fór litli Morrison að stillast. Þetta atvikátti eftir að greypast I huga hans betur en nokkurt annað og vera honum sl- felld uppspretta dulúöugra texta og seiðandi laga (sjá m.a. plöt- una ,,An American Prayer”). Alltaf slðan hélt Jim Morrison fast við aö á sama andartaki og blll föður hans ók á burt af slys- staö hefði Indíáni dáiö og hans sest að I likama Jims... Dauðinn er vinur Jim þótti undarlegur drengur. Hann var gáfaður, það fór ekki á milli mála, en hann virtist hafa óeðlilega mikinn áhuga á öllu þvi sem var bannaö — þá er ekki átt við venjuleg bönn sem böm mega sæta, heldur hin djúpstæðari bönn, tabú, sem árþúsunda sið- menntun hefur valdið og skilur nútimamennið frá forfeðrum sln- um, hinum frumstæöu. Hann hafðitil að myndaóskapar áhuga á dauöanum, dauðanum sem nú má ekki tala um nema undir rós. Jim fannst dauöinn vera vinur sinn enda voru hugmyndir hans um skemmtun flestar i því fólgn- araö ganga á hólm við dauðann, I einni eöa annarri mynd, og hafa jafnan sigur. Jim átti tvö yngri systkini, honum þótti gaman að leggja þau Ihættu eins og sjálfan sig. En svo er það llka þannig — auövitað! — aö undir niöri var hann feiminn strákur, óframfær- inn og bliðlyndur, sem brynjaöi sig. Hann var ofstopafullur og skaptráöur en andartaki slöar hvers manns hugljúfi. Hann var, kannski, fyrst og fremst næmur. Þaö var „On the Road” eftir Jack Kerouac sem kveikti bál i Jim Morrison, sagan um hina ^hyggjulausu „bitnikka” sem fara um þjóövegina á puttanum, eru heimspekingar i eöli sinu og ætiö í leit aö betri heimi handan næsta sjóndeildarhrings. Svo- leiöis vildi Morrison li'ka vera. Annars las hann gifurlega mikiö — fimmtán ára var hann á kafi I Freud, Arthur Rimbaud og Friedrich Nietzsche. Hugmynda- rlkir menn, allir saman, og úr verkum þeirra, og fleiri, setti Morrison saman táknmál sitt um llfiö eða öllu heldur dauðann. Hann hóf um þaö leyti að skrifa „journal” — ekki dagbók, heldur sundurlaus brot af ljóðum, heim- spekitextum og bókmennta —• sem honum leist á, smásögum, teikningum (ófáar þeirra erdtisk- ar), og svo framvegis. A endan- um fylltu þessar hugleiöingar margar bækur og úr þeim fékk hann flestaaf sinum bestutextum með hljómsveitinni Doors. Rétt og upplagt að ger- ast rokkstjarna Þegarfram liðu stundir fór Jim Morrison í háskóla — UCLA i Kalifornfu að læra kvikmynda- gerö. Hann haföi gifurlegan áhuga á kvikmyndum og þá ekki slst hinum félagslega þætti kvik- myndarinnar, það er að segja hvað fær fólk til aö setjast inni dimman sal og horfa á myndir á hvltu tjaldi. Meðal samstúdenta Jims I kvikmyndaskólanum var Francis Ford Coppola og þessi tími hefur slðar veriö nefndur gullöldin en Jim átti litinn þátt i henni.Hann vaktisvo sem athygli fyrirnokkrar stuttar myndir sem hann gerði en kennurunum þótti þær helstil villtar og þaö leið að þvi að Jim missti áhugann á öllu saman. Hann hafði komið sérupp nýjum áhugamálum — lét berast með straumnum til lands hippanna, eiturlyfja og hugvíkk- unar. Það má kannski taka það fram strax aö Jim Morrison og The Doors voru aldrei hippar — hipparnir höndluöu meö ást og kærleika, The Doors voru æsi- legri, ofsafengnari og frum- stæðari. Enhvaðum það, nú hafði Jim komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri og upplagt að gerast rokkstjarna. Skrýtinn kostur, þótti flestum sem þekktu til Jims þvi' hann hafði aldrei sýnt nema yfirborös- kenndan áhuga á tónlist/rokki. Hann kunni ekki að spila á hljóö- færi og það var ekki vitað til þess að hann hefði rödd. Samt hófst hann handa af miklum krafti, bjó til nokkra texta upp úr bókunum sinum og samdi þeim lög á stund- inni. Siöan fór hann til kunningja slns sem spilaði i rokk-hljóm- sveit, Ray Manzarek, og söng fyrir hann lögin sin. ,,Vá, maöur”, sagði Ray Manzarek. „Þetta eru bestu textar sem ég hef nokkurn tlma heyrt. Stofnum hljómsveit og græðum milljón dollara”. „Einmitt”, sagði Jim. ,,Það var þaö sem ég haföi i huga”. Dyr milli hins þekkta og hins óþekkta Aö öðru leyti var bara eitt á hreinu — nefnilega nafnið á hljómsveitinni. Hún átti að heita The D oors — Dyrnar. N afnið sótti - Jim I bók Aldous Huxley um reynslu sína af ofskynjunarlyfj- um: „The Doors of Perception”, en Huxley hafði aftur fengið fras- ann frá William Blake. „Sjáiði til”, sagöi Jim þegar hann var beöinn aöiitskýra nafniöá hljóm- sveitinni, „sumt þekkjum við en annað þekkjum við ekki. Þar á milli eru dyr — The Doors”. The Doors áttu sem sé að brúa biliö milli hins þekkta og hins óþekkta, feta ókunna stigu og leita fyrir sér i ríki vitundarinnar. Það má heita aöThe Doors hafi orðið til árið 1965. Jim Morrison var sjálfskipaður söngvari, Ray Manzarek lék á hljömborö, Robby Krieger á gltar og John Densmoreá trommur. Bassaleik- ari var enginn, Ray sá um bass- ann með sérstöku hljómboröi. Jim Morrison mun vist seint þykja i hópi mestu söngvara rokksins og þessa fyrstu mánuði var rödd hans mjó og lltils megnug,hann lét þaðekkiá sig fá og æföi sig látlaust með þeim árangri aö hann fór aö geta skilaö slnum hlut. Enn meiri rækt íagði hann þó við aö skapa sér Imynd sem rokkstjarna hann hafði frá barnæsku veriö hvapholda en grennti sig nú með ströngum megrunarkúr, hann keypti sér leðurgalla og annan „exótiskan” klæönaö, og hann stilfærði sviðs- framkomu sina æ meira. Jim Morrison varö með tið og tíma einhver villtasti söngvari rokks- ins^iann notaði skrokkinn á sér til hins ýtrasta/spennti hverja taug og hvern vöðva, fleygði sér til og frá á sviðinu, kastaði sér I gólfið, vatt sér til og frá, söng. Fram- koma hans var honum eðlileg en hann vissi lika vel hvað hann var að gera. Svo stokkiö sé dálitið fram I tfmann þá var Jim jafnan mjög umhugað um samband sitt við áheyrendur og— horfendur á tónleikum, hann vildi fá að stjórna þeim, æsa þá upp eins og hann lysti með hreyfingum sin- um, orðbragðiog tónlistinni á bak við en siðan getað róað þá niður aftur jafnsnögglega. Enda þóttu tónleikar meö The Doors brátt eitthvað það magnaðasta sem rokkunnendur komust i. „Kveikti mér...” Eins og oftastnær er, þá þurftu TheDoorsaö byrjasmátt. Hljóm- sveitin leitaði aöallega fyrir sér I Los Angeles, spilaði þar á litlum klúbbum og krám og fór smám saman að vekja nokkra eftirtekt meðal unga fólksins í borginni. Foreldrar Jims, Steve og Clara, voru aftur á móti hin fúlustu þeg- ar þau fréttu að sonurinn væri kominn I rokkhljómsveit. Þau höfðu þá aðsetur á Englandi og Steve Morrison ritaði syni slnum haröort bréf, svona gerði maður ekki. Jim, sem ekki hafði verið neinn vinur foreldra sinna undan- farin ár, fyrtist illa við og hafði þaðan i frá ekkert samband viö þau. Leiðin lá brátt upp á viö. The Doors komust á samning hjá hljómplötufyrirtækinu Elektra I Los Angeles og um það bil sem árið 1966 var að renna sitt skeið á enda tók hljómsveitin upp sína fyrstu plötu. Hún hét einfaldlega The Doors og vakti ekki mikla at- hygli fyrstu vikurnar og mánuðina sem hún var i búðum. Smáskifa með laginu „Break On Through” gekk ekki miklu betur en undir eins og önnur smáskifa var gefinút, i april 1967, með lag- inu „Light My Fire” fóru hjólin að snúast. „Light My Fire” æddi upp á topp vinsældalistans, þótti nýtt og ferskt, boðskapurinn hamslaus. Það var reyndar ekki Jim Morrison sem hafði samið þetta lag, heldur Robby Krieger, hægláti gítarleikarinn, en hann samdi mörg af vinsælustu (en ekki endilega bestu) lögum The Doors. Oftast voru þó öll lög merkt einungis „The Doors” enda lögðu allar dyrnar fjórar áhersluá aðhljómsveitin væri ein heild, hvað sem liöi einkavinsæld-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.