Tíminn - 15.10.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.10.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 15. október 1981 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: llluai Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Eltertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. tekinn taliM RAUNHÆFAR AÐ- GERÐIR í STAÐ FAG- URRA FYRIRHEITA — segir Alexander Stefánsson, alþingismadur, um málefni hreyfihamlaðra Hrafna-Flóki ■ Flestum Islendingum er minnisstæð sagan af Hrafna-Flóka og tildrög þess, að hann gaf landi þeirra nafnið ísland. Hrafna-Flóki hafði einna fyrstur norrænna manna vetursetu á Islandi. Þá var mikill veiði- skapur i fjörðum og ákafi Flóka og manna hans svo mikill við veiðarnar, að þeir gættu ekki að afla heyjanna. Næsti vetur var harður og féll þá allt kvikfé Flóka.Þegar Flóki kom aftur til Noregs og menn spurðu hann af landinu lét hann illa yfir. í samræmi við það gaf hann landinu nafnið Island. Eðlilegt er, að þessi saga rifjist upp, þegar rætt er um vinnubrögð stjórnarandstöðunnar i Sjálf- stæðisflokknum. Um margt minnir hún á Hrafna- Flóka. Fyrir siðustu þingkosningar spáðu skoð- anakannanir Sjálfstæðisflokknum allmiklum sigri. Þetta varð til þess að leiðtogar flokksins fylltust auknum veiðihug, og hugðust vinna enn meiri sigur með leiftursókninni. Hún reyndist slæm veiðibrella og enn verr fór fyrir flokknum, þegar kom til stjórnarmyndunar. Siðan er stjórnarandstæðingum i Sjálfstæðis- flokknum likt farið, þegar þeir ræða um rikis- stjórnina og Hrafna-Flóka, þegar hann var spurður um hið nýja Iand. Þeir láta meira en illa yfir. Það kemur þvi ekki á óvart, þegar tveir af yngri leiðtogum Sjálfstæðisflokksins láta undrun sina i ljós yfir þvi, að Timinn, sem styður rikis- stjórnina, skuli segja frá þvi, að ýmsar atvinnu- greinar eigi i erfiðleikum, en þetta hefur bæði verið gert i fréttum og forustugreinum blaðsins. Þessir menn gera bersýnilega ráð fyrir þvi, að öðrum sé farið likt og þeim. Stjórnarsinnar eigi að sjá allt hvitt, en stjórnarandstæðingar allt svart. I samræmi við það telja þeir að rikisstjórn- in hafi allt illa gert og hvergi náð neinum árangri. Hér i blaðinu hefur verið farin sú leið, að greina jafnt frá þvi, sem miður hefur gengið og vel hefur tekizt. Það hefur i forustugrein eftir forustugrein verið bent á, að atvinnuvegirnir búi við erfiðleika og valdi verðbólgan þar mestu. Þótt verulega hafi áunnizt i glimunni við verðbólguna á þessu ári, sé það engan veginn fullnægjandi. Þess vegna megi ekki spilla árangrinum af niðurtaln- ingunni, heldur verði að halda henni áfram. En jafnhliða þessu hefur verið bent á það, sem áunnizt hefur. Þar er fyrst að nefna niðurtalning- una, sem áður hefur verið minnzt á, góða fjár- hagsstöðu rikissjóðs, batnandi verzlunarjöfnuð við útlönd, aukna sparifjársöfnun og stöðugra gengi en um langt skeið. Ekkert af þessu látast stjórnarandstæðingar sjá. Hjá þeim er allt svart. Svo aftur sé vikið að Hrafna-Flóka, bætti hann ráð sitt. Eftir nokkra dvöl i Noregi sá hann Island i nýju ljósi. Hann fór þangað aftur, gerðist þar góður bóndi og lauk þar ævidögum sinum. Vonandi opnast augu stjórnarandstæðinga i Sjálfstæðisflokknum likt og augu Hrafna-Flóka forðum. Þá munu þeir sjá rikisstjórnina i nýju ljósi og meta og þakka það, sem betur hefur farið. —Þ.Þ. Breiðfirðingur skyggnist víða Halldór Kristjánsson skrifar um bókmenntir Lúðvík Kristjánsson Vestræna. Ritgerðir gefnar út í tilefni sjötugsafmælis höfuudar 2. september 1981. Sögufélag. ■ Þaö er nú oröin allmikil tiska að heiöra aldraö fólk á merkis- afmælum með Utgáfu sérstakra bóka. Þykirsumum nóg um þann sið og vist er hægt að ganga of langt i þvi. Er þar hvorttveggja að með þvi móti dreifist i ýmiss- konar bækur nokkuö efni sem ætti heima i tfmaritum sem hafa ákveðið sérsvið og annað hitt að það sem á að vera sérstakur sóm i má ekki verða hversdagslegt um of. NU er þessi útgáfa ekki með þeim hætti að tindar séu saman greinar um ýmiskonar efni frá ýmisskonar fólki heldur eru hér gefnar Ut i bók nokkrar ritgerðir eftir þann sem heiðra skal. Og það er mjög vel viðeigandi. Hér eru saman komnar 18 rit- gerðir eftir LUðvik Kristjánsson og eru þær tindar saman úr 14 rit- um og munu þeir menn teljandi sem hafa þau öll undir höndum. Þarna eru t.d. greinar Ur fjórum blöðum sem yfirleitt er ekki hald- ið saman þó að tvær séu Ur jóla- blöðum og ein úr Lesbók Morgun- blaðsins. Svo er ritgerð Ur Hafnarpósti, sem mun i fárra höndum, og eitt útvarpserindi sem ekki hefur verið prentað áð- ur. Allt varðar þetta efni islenska sögu og að langmestu leyti sögu Breiðafjarðar og Snæfellsness, þó að sumar ritgerðirnar nái til þjóðarinnar i heild. Fimm ritgerðirnareru bundnar fólki sem höfundur hefur þekkt persónulega en þar er vel sagtfrá merku fólki svo að þær greinar eru ósvikið bókarefni. Má vel hafa það tildæmis að þó að nú séu jafnvel meira en 30 ársiðan ég las þær koma þær mér fyrir augu nú sem gamall kunningi sem engan veginn var gleymdur og gaman er að finna aftur. Hér haföi ég ekki i huga ritgerðina um sr. Þor- vald Jakobsson sem er auðvitað byggð á persónulegum kynnum en er skrifuð sem ævisaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.