Tíminn - 15.10.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.10.1981, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 15. október 1981 12 heimilistíminn Valkostur veitingamannsins VIKU Á RÁN YFIRM ATREIÐSLU MAÐUR TÍTÓS Á JÚGÓSLAVNESKRI ■ — Yfirmatreiðslumaður Titós heitins Júgóslaviuforseta mun koma hingað til okkar i nóvember og framreiða júgó- siavneskan mat á júgóslavn- eskri viku, sem verður hér hjá okkur á Rán, sagði Rut Ragn- arsdóttir, þegar við iitum inn á veitingastaðinn i þeim tilgangi að fá þar næsta réttinn i VAL- KOSTUR VEITINGAMANNS- INS fyrir Heimilis-Timann. Rut rekur veitingastaðinn Rán með manni sinum Ómari Hallssyni, og hófu þau rekstur- inn um siðustu áramót. Meðal nýjunga hjá þeim i rekstrinum eru þjóðlegar vikur. Nú hafa verið haldnar tvær slikar, frönsk vika og itölsk vika. Næst verður svo júgóslavneska vik- an, þegar yfirkokkur Tótós heit- ins kemur og annast matinn. Júgóslavnesk vin hafa þegar veriö flutt til landsins, en þau eru ekki fáanleg hér alla jafna, og auk þess verður ýmislegt hráefni fengið þaðan og fengnir verða skemmtikraftar að auki. Annaðhvort i desember-byrjun eða i janúar er væntanlegur hingað kinverskur kokkur, sem beðið hefur verið eftir alllengi. Breyttur matseðill — Viö erum að breyta mat- seðlinum hjá okkur um þessar mundir. Við höfum tekið út rétti og bætt öðrum inn á i staðinn. Fiskréttir eru vinsælir, og segja má að vinsældir þeirra fari allt- af vaxandi. — Réttur dagsins hjá okkur kostar 65 krónur. Innifalið i hon- um er annað hvort kjöt- eða fiskmáltiö, súpa og gos. Hingað kemur ævinlega mikið af vinn- andi fólki i hádeginu og borðar, og er oft tvi- og þrisetið. — Þiö hafiö lifandi tónlist hér bæði i hádegi og að kvöldinu, hvernig mælist það fyrir? — Já, Einar Logi Einarsson spilar hér fyrir gesti bæði i há- degi og á kvöldin. Hann spilar á orgel, og virðast gestir mjög ánægðir með það. Þetta skapar vissa stemmningu, að geta setið og notið góðs matar og hlustað á tónlist á meðan. — Kemur fólk oft með börn, og geriö þið eitthvaö sérstakt fyrir þau? — Fólk kemur oft með börn með sér, en þvi miður höfum við ekki haft húsrými til þess að sinna þeim sérstaklega. Við er- um með i undirbúningi breyt- ingar, sem gætu gert okkur mögulegt að sinna börnunum meira. ■ Kristján Hreiðarsson með skötusel I álpappir. (Timamynd Ella) Fólk vill fá að velja sjált Vlnveitingaleyfi er nú oröið á fjöldamörgum smærri veitinga- húsum. Finnst þér þessi heimild til að selja vin hafa á einhvern hátt breytt veitingahúsmenn- ingunni? — Ja, það finnst mér. Fólk kemur nú meira til þess að borða og sitja lengur yfir matn- um og njóta hans, en það gerði áður. Þá kom það og borðaði i fljótheitum og fór svo. Mörgum finnstlikasvolitill „sjarmi” yfir þvi að setjast niður og borða góða steik og geta fengið sér vin með matnum heldur en að drekka bara gos. Flestir fá sér nú vinglas með matnum, og fólk vill greinilega hafa möguleika á að velja sjálft hvað það drekk- ur. A kvöldin dúkum við borðin og notum tauserviettur, og þá verðurá allan hátt meiri hátiða- bragur yfir máltiðinni, en ann- ars er. — Hvað vinnur margt fólk hérna hjá ykkur? — Viðerum með um 25 manns I vinnu. Hér eru fimm lærðir matreiðslumenn og þjónar ann- ast framleiðsluna. Svo snúum við okkur að upp- skriftinni og þeim rétti, sem þau i Rán ætla að mæla með að þessu sinni. Kristján Hreiðars- son matreiðslumaður annast matreiðluna og veiur Skötusel i áipappir Innbakaður skötuselur Það sem til þarf eru 170 grömm af skötusel, 30 grömm af rækjum, ca. 2 msk af smjöri, 1 tsk af grænu og brúnu dilli blönduöu saman, safi úr sitrónubát og svoiitiö af saiti og pipar. Takiðykkur álpappir og legg- ið á borðið, setjið smjör i pappirinn og siðan setjið þið skötuselsstykkið á smjörið. Þar ofaná er stráðdillinu, saltinu og piparnum, rækjurnar látnar ofaná og sitrónusafinn pressað- ur yfir. Efst er látið það sem eft- ir er af smjörinu. Leggið nú pappirinn saman og brjótið niður og rúllið upp, lokið pakkanum vel, svo hann sé loft- þéttur. Þetta er sett á pönnu eða i ofn og steikt i 5 minútur (eða bakað) eftir að suðan er komin upp innan i álbréfinu. Það er þegar bréfið er farið að bólgna út. Takiðykkur matardisk, opnið álbréfið, setjið á diskinn með innihaldinu i. Með þessu eru bornar fram hvitar kartöflur, hrásalat og sitrónubátur, auk grænmetis, t.d. tómata og salat- blaða. Skötuselur framreiddur á þennan hátt kostar 79 krónur á Rán. fb NÝJUNG í NEYTENDAMÁLUM Frystipokar sem auka geymsluþo) matvæla Rétt meðferð matvæla við frystingu hefur mikil áhrif á gæði þeirra og geymsluþol. Nú hefur Plastprent h.f. hafið framleiðslu á frysti- pokum úr sérstöku frost- þolnu plastefni sem ver kjöt og aðra matvöru betur en áður hefur þekkst gegn rýrnun og ofþornun ífrysti. Tvær stærðir poka í hen- tugum umbúðum. Límmerkimiðar og bindi- lykkjur fylgja. Fást í næstu matvöruverslun. Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 Sýning á íslenskum heimilis- iðnaði ■ t tiiefni af 30 ára afmæli ts- lensks heimilisiðnaöar hefur ver- ið opnuð sýning i húsakynnum verslunarinnar Hafnarstræti 3, þar sem sýndir eru ýmsir munir úr safni Heimilisiðnaðarfélags- ins, sem nú þegar er orðinn visir að heimilisiönaðarsafni. Höfuðá- hersla er lögð á þrjú atriði, jurta- litaö band, sjöl og hyrnur úr handspunnu bandi og handprjón- aða vettlinga. Prjónlesið er unnið af mörgum höndum og ógerlegt aö nafngreina aila, en jurtalitaöa bandið er unnið af tveimur þing- eyskum konum, Matthildi Hail- dórsdóttur i Garöi og Ingibjörgu Tryggvadóttur. Heimilisiðnaðarfélag Islands var stofnað 1913. Tilgangur fé- lagsins er að auka og efla þjóðleg- an heimilisiðnað á Islandi og stuðla að vöndun hans og fegurð. Verslun Heimilisiðnaðarfélags- ins sem hlaut nafnið tslenskur heimilisiðnaður var stofnsett i október 1951, i fyrstunni sem heildsala er jafnframt annaðist leiðbeiningar. Að stofnun IH stóðu að jöfnu Heimilisiðnaðarfélagið og Ferða- skrifstofa rikisins, en aðalhvata- maður að þessari framkvæmd var Helga Kristjánsdóttir frá Laugum. Framkvæmdastjóri versiunarinnar var frá upphafi og fram til ársins 1967 Sigrún Stef- ánsdóttir frá Eyjardalsá, og vann hún mikið og merkilegt braut- ryðjendastarf, sem verslurhnbýr enn að. Heimilisiðnaðarfélagið hefur staðið eitt að rekstri verslunar- innarfrá 1957 og hagnaður gengið óskiptur til að standa straum af margháttaðri menningarstarf- semi félagsins, t.d. bókaútgáfu, námskeiðarekstri og útgáfu árs- ritsins Hugur og hönd, sem fyrst kom út árið 1966. Islenskur heim- ilisiðnaður á stóran þátt i þeirri vöruvöndun á islenskum ullar- vörum, sem orðið hefur hin siðari ár og auknum markaði. Núver- andi verslunarstjóri er Gerður Helgadóttir, en formaður Heimil- isiðnaöarfélagsins er Jakobina Guömundsdóttir. Sýningin i Hafnarstræti 3 verð- ur opnuð i dag og stendur fram til 26. október. Sýningin er opin á verslunartima, en á laugardaginn verður opið frá kl.9 til 16. Þá má geta þess, að auðvelt er fyrir fólk að lita i glugga verslunarinnar og sjá sýningarmuni, þótt verslunin sjálf sé lokuð. Myndin er af sýn- ingarmunum og tók GE ljós- myndari Timans hana. fh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.