Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. febriiar 1982. tveir menn sem skiptast á um aö stjóma hverjum krana. Hins ■ vegar hefur þaö einnig ti'ðkasthjá einkaaöilunum, sem leigja krana sina til starfa hér viö höfnina, aö þeir hafa eöeins einn mann á krananum allan daginn. Þessir sjálfseignaraöilar koma hingaö meö kranana og bjóöa skipa- félögunum þá til leigu, á allt aö 30% lægra veröi en tiökast sem leigutaxti fyrir svona tæki. Þetta lága verö geta þeir boðið vegna þess aö þeir eru einungis meö einn kranastjóra á krananum, og þiggur hann ein og hálf laun fyrir bragðiö. Þannig aö þaö er i raun- inni kranamaöurinn sem ekki var ráöinn, sem borgar þessi niöur- boð. Þetta er að sjálfsögöu ramm- ólöglegt, enda er ekkert til i kjarasamningum sem heitir ein og hálf laun.” — Já, talandi um kjör, hvernig erukjör ykkar sem starfið hér viö höfnina? „Launin eru i einu oröi sagt léleg. Miöaö viö vinnuálag, vinnuaöstæöur og kröfur þærsem geröar eru til hafnarverkamanna og vélamanna þeirra sem starfa hér, þá eru þessi laun til hábor- innar skammar. Þaö segir sig sjálft, aö t.d. þeirsem stjórna krana, og eru aö hffa þungar byrðar, stundum tveir kranar saman um sömu byröina, þurfa að taka á sig mikla ábyrgð og þeir þurfa I rauninni aö vera geysilega nákvæmir istarfisínu, svo aö vel fari. Þessi ábyrgö og þetta álag ersiöur en svo launaö meö góöum launum. Viö þurfum ekki annað en aö lita á sambærilegar stéttir viö okkar stéttir, erlendis til þess aö sjá hversu smánarleg laun okkar eru. Viðast hvar erlendis eru launinmun betriog vinnutim- inn jafnframt styttri. Hæstu mögulegu mánaðarlaun kranastjóra hérna eru rúmar 7700 krónur,ogþeirsem vinna hina al- mennu hafnarvinnu eru með mun lægri laun, eða allt niður i 5500 krónur . Viða erlendis tiðkast þaö að tveir séu um að stjórna einum krana einsog hér, en þar eru yfir- leitt aðrir sem sjá um viöhald kranans og breytingar á still- ingum, en hér sjáum við krana- stjórarniralveg um færslur, leng- Þötta umferðarmerki táknar að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. Anton og Þóröur létu illa af oliumenguninni sem skapast inni I gámunum þegar veriö er aö losa þá. MMitt álit á Vinnueftirlitinu verra en ekkert” — segir Anton Einarsson, hafnarverkamaður ingar og styttingar á bómum, og viðhald er aö miklu leyti i okkar höndum, svo sem það aö skipta um vira og fleira. Auk þessa er vinnutimi okkar geysilega langur, þvi ef maöur ætlar að hafa eitthvað upp úr vinnunni, þá verður maöur að vinna ómælda eftirvinnu. Viöerum yfirleittmeð svona 3200 vinnustundir á ári, og þú getur ímyndaö þér hver launin eru hjá okkur, þegar viö náöum i heildartekjur á siöasta ári með þviaö vinna um 3200 stundir á ári, 15 mQljónum gamalla króna. Óánægjan meö kjörin hjá hafnarverkamönnum, er mjögal- menn, og þaö hefur oftar ai einu sinni komið til talsins hjá okkur að stofna okkar eigiðstéttarfélag, en enn sem komið er höfum við ekki tekið nein skref i þá átt. Þaö er ýmislegt sem viö erum geysilega óánægðir með. Ég get nefnt þér sem dæmi, kjarasamn- ingana frá þvi 1974, sem sumir kalla enn þann dag i dag, harm- leikinn. Fram til 1974 voru alltaf 8 menn starfandi í lest, við lestun og affermingu skipa. En með samningunum 1974, þá var lestar- mönnunum fækkað niður i 4, og það sem kom í hlut þeirra, sem starfa viö höfnina, var 16% álag á laun eftir fækkunina. Eftir þessa samninga hafa verið flokkatil- færslur hjá öörum stéttum, en ekki hjá okkur, þannig aö miöað við stöðu mála i dag, þá nemur þessi launahækkun frá 1974, mun minna en 16%. ömurlegt hlutskipti Það er i raun ömurlegt hlut- skipti þess fólks sem stendur undir undirstöðuatvinnuvegum landsins, að það þarf að lifa og vinna við það, að það hefur aðeins viku uppáagnarfrest, á meðan þeir sem t.d. starfa hjá rikinu hafa æviráöningu, og þeir muna i mörgum tilvikum ekki I hvaöa starf þeir voru ráönir i upphafi. Myntbreytingin svikráð Fyrst viö erum aö ræða kjörin, þá vil ég gjarnan taka það fram aö ég tel myntbreytinguna frá í fyrra vera stórhneyksh. Ég tel hana meira aö segja vera eitt mesta svikráð sem hefur komið upp hér lengi og ef ætti að taka upp dauðarefsingu hér á landi, þá mætti hún beinast gegn þeim sem ákváöu þessa breytingu. Ég tel að við höfum aldrei orðiö fyrir meiri kjaraskerðingu, en einmitt með myntbreytingunni. Allt verðskyn okkar ermeö öllu horfiö,auk þess sem öll smávara hefur hækkaö upp úr öDu valdi. Hverjum heföi t.d. dottiö i hug, fyrir einu ári rúmu, að kaupa eina karamellu fyrir 50 krónur. Viö verkamennirnir hefðum fremur kosið aö einu núlli heföi verið bætt aftan við, heldur en hitt, þvi þaö hefði örugglega haft það í för með sér aö verðskyn okkar hefði aukist, enda veitir okkur með þessi laun ekki af þvi at hafa veröskynið i lagi. Þetta rúma ár, sem liðið hefur frá þvi að myntbreyting átti áer stað, hefur lika verið uppgripatið fyrir smákaupmennina i landinu, enda hefur hvorki hósti né stuna heyrst frá þeim sem annast smáverslunina i landinu á þessum tima, en þaö var nú eitt- hvaö ööruvisi hér áður fyrr, þegar barlómur kaupmannanna var i hámarki. Kaupmennimir hafa i sumum tilvikum komist upp meö það að hækka smávör- una um allt að 360%. INTERNATIONAL ■ Askoðunargönguokkarum Sundahöfn göngum viö fram á tvo hressa karla sem vinna viö gámulosun hjá Eimskip, Annan þeirra, Anton Einars- son tökum viö tali og spyrjum hvort hann verði mikiö var viö mengun i starfi sinu. „Elskan min, þú ættir að koma hingað i heimsókn þegar viö erum að losa 40 feta gáma. Þá, eins og endranær er unnið meö gaurslitnum diesellyft- urum, og viö sem vinnum inni i gámnum erum þá aö starfa inni i klefa sem er algjörlega lokaöur og jafnframt fullur af eiturgasi. Þaö segir sig sjálft að það er meira en litiö heilsu- spillandi aö vinna erfiösvinnu viö slfkar aöstæöur, enda eru mörg dæmi þess aö menn hér hafi orðið veikir af óþverr- anum. Viö Þóröur, hérna, höfum t.d báðir oröið veikir, ælt og oröiö máttlausir.” — Endast menn þá ekki stutt i svona vinnu? „Jú, þaö er vist óhætt aö segja aö menn endist hroöa- legá stutt við þetta og sumir hætta einfaldlega vegna þess aö heilsan bilar. Það eru nú oröin tvö ár sföan rafmangslyftarar voru pantaðir hingað og áttu þeir að ieysa diesellyftarana af hólmi, en ekkert bólar á þeim enn, og fýrir tæpum tveimur árum, var okkur sagt aö þegar viö spuröum um rafmagns- lyftarana, aö þeir væru á leiö- inni.” — En hefur Vinnueftirlit rikisins ekki eftirlit með þvi að farið sé eftir lögum um aðbúnað og hollustu á vinnu- stöðum, hér hjá ykkur? „Jæja væna min, svo þú vilt heyra mitt álit á Vinnueftiriit- inu. Mitt álit á þvi er verra en ekkert, þvi þaö leggur blessun sina yfir allan þennan ósóma. HingaÖ hafa komiö fjögur holl af flibbakörlum frá þeirri stofnun en maður er orðinn ruglaður á þvi hvort þeir titla sig Vinnueftirlit eöa öryggis- eftirlit. Hvaö öryggiseftirlit- ið áhrærir, þá fer ástandiö versnandi við hverja heim- sókn, en hvaö Vinnueftirlitið hrærir, þá mega þeir eiga það að þeir gera ekki neitt.” AB ■ Anton sagði aö ástandiö væri verst, þegar veriö væri aö tæma stærstu gámana, 40 feta, þvi þá yröi eiturloftið I datiöa loftinu innii gámnum allt að þvi óbærilegt. Timamyndir — G.E. ■ Vörurnar bföa útskipunar og kennir þar margra grasa, eins og osta, skreiöar og sápu. S-SERIES IH Diesel 160 og 210 hö. 10,0 og 22,5 t heildarþyngd. Framdrif fáanlegt. Afgreiðslufrestur 4—5 mánuðir. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 CARGOSTAR IH Diesel 170 og 210 hö. CO 1850 13,5 t heildarþyngd. CO 1950 16,5 t heildarþyngd. Sjálfskipting. Til afgreiðslu strax.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.