Fréttablaðið - 17.09.2008, Side 8

Fréttablaðið - 17.09.2008, Side 8
20 1,9 170milljónir evra er tap Eimskipafélagsins á þriðja ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem birt var í síðustu viku. milljarða króna halli var á greiðslu-afkomu ríkisins á öðrum fjórðungi þessa árs samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. stiga múr gengisvísitölu krónunnar var rofinn í byrjun vikunnar. Hún hefur haldið áfram að veikjast síðan og er nú nálægt 173 stigum. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Það er vægt til orða tekið að flug- og ferðaskrifstofuheimur- inn hafi farið í háaloft í síðustu viku eftir að breska flugfélag- ið XL Airways brotlenti og vélar spænskra kollega hjá Futura Airways voru kyrrsettar. Margir ferðalangar urðu strandaglópar víða um heim af þessum sökum. Aðrir urðu að gera breytingar á ferðatilhögun sinni þegar flug voru sameinuð í eina vél. Einn reiður viðmælandi Markaðarins átti að fljúga til Portúgals fyrir helgi. Býsnaðist hann yfir því að þurfa að fara í vél nokkr- um klukkustundum fyrr en áætl- að var. Reiðin var líklega óþörf enda gleymdist að reikna með því að sá hinn sami steig sömu- leiðis fyrr á portúgalska grund en áætlað var. Allt í háaloft Miklar sviptingar hafa skek- ið alþjóðlegan fjármálaheim upp á síðkastið, nú síðast með greiðslustöðvun Lehman Broth- ers og kaupum Bank of Am- erica á Merrill Lynch í vik- unni. Finnst mörgum nóg um og sjá þeir ofsjónum yfir því að banki geti farið á hliðina. Í þessu samhengi er vert að rýna í sögubækur. Áratugur er lið- inn frá því bandaríski fjárfest- ingarbankinn Salomon Broth- ers þraut örendi og átta ár síðan fjárfestingarfélagið Long Term Capital fór sömu leið. Eru þá ótaldir allir þeir minni bankar úti í hinum stóra heimi sem ryk- falla í sögubókum. Man kannski enginn lengur eftir Útvegs- bankanum? Útvegs- hvað? „Í fyrra var í fyrsta skipti sem allir hlauparar í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis gátu safnað áheitum en áður höfðu aðeins starfsmenn Glitnis hlaupið til góðs. Það má segja að þetta hafi verið tilraun, sem gafst vel,“ segir Már Másson, forstöðumað- ur samskiptasviðs Glitnis. Bankinn styrkti starfsmenn um þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra í Reykjavík- urmaraþoni Glitnis í fyrra og hét 500 krónum á viðskiptavini bankans. Í ár námu áheitin eitt þúsund krónum á starfsmenn og 300 krónum á viðskiptavini. Már segir að áheitasöfnunin í fyrra hafi hvatt menn til dáða, hlaupurum hafi fjölgað milli ára og fleiri hlaupið lengri vega- lengdir. Í fyrra söfnuð- ust 41,3 milljón- ir króna í mar- aþoninu. Nið- urstöðunnar nú er að vænta á næstu dögum. Góð tilraun Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi.  Endurskoðun  Fyrirtækjaráðgjöf  Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.