Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 15. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G Þ að er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Jónas Fr. Jónsson for- stjóri Fjármálaeftirlits- ins. Markaðurinn kom við hjá honum eftir hádegið í gær. EFNAHAGSLEGUR JARÐSKJÁLFTI „Ég held að við höfum sinnt því hlutverki sem við höfum, að gæta að lögum og reglum. Við erum í raun og veru að sjá hreinar nátt- úruhamfarir, jarðskjálfta í efna- hagskerfi heimsins. Við erum að sjá að bankar í löndum í kring- um okkur, Bandaríkjunum, Bret- landi, Danmörku, Þýskalandi, hafa verið að riða til falls. Þjóð- ir hafa verið að setja fram stóra björgunarpakka. Þjóðir hafa komið inn í banka. Helstu iðn- ríki heims eru að boða sérstakar aðgerðir í heiminum, fyrir fjár- málakerfið. Þannig að ég held að það sem við erum að horfa á sé alþjóðlegt vandamál sem kemur upp. Þetta er vandamál sem við sjáum í öðrum löndum. Það sem er kannski munurinn fyrir okkur er sá að bankageirinn var orð- inn stór hluti af landsframleiðslu. Hann var með mikla starfsemi erlendis og þurfti þar af leið- andi aðgengi að erlendri mynt í sinni lausafjárstýringu og þegar hamfarirnar urðu hvað mestar, núna upp úr miðjum september, þá hægt og bítandi lokaðist á og þornuðu lindir sem menn áttu hreinlega ekki von á að myndi gerast.“ ÁLAGSPRÓFIN RÉTT Nú gerir Fjármálaeftirlitið álags- próf, seinast í sumar og allt virt- ist í lagi. Er ekkert að marka þessi próf? „Álagsprófin eru ákveðin sviðs- mynd sem sett er upp. Það álags- próf sem við höfum birt er að mæla áhrif tiltekinna áfalla á eiginfjárstöðu bankanna. Við getum sagt svona í einfaldri mynd, tapþol þeirra, og þá var miðað við uppgjör þeirra um mitt ár og þeir stóðust það ágætlega. Við bentum reyndar á að það kynni að vera ágætt að þeir myndu auka eigið fé sitt líka. Kjarninn er ekki sá að bankarnir hafi lent í þeim vand- ræðum að tapa miklu á fjárfest- ingum eða í starfseminni sinni, heldur að þeir verða fyrir barð- inu á þessari lausafjárkrísu þegar hún verður hvað dýpst.“ LÖGGJAFINN EKKI OF SEINN Í seinustu ársskýrslu embættis- ins var fjallað um íslenska starf- semi erlendis og hugmyndir um að stofna starfsstöð erlendis. Var þetta ekki of seint? „Það held ég nú ekki. Við höfum verið að skoða það og líka stofn- un svokallaðra samráðseftirlita með öðrum eftirlitum. En auðvit- að voru þetta aðrir tímar og nú þurfum við að endurskoða þær áætlanir. Það er alveg ljóst að starfsemi íslensku fyrirtækjanna verður ekki jafn mikil erlend- is. Þetta verður fyrst og fremst bundið við innlenda viðskipta- bankastarfsemi.“ Þú ræddir einnig um að þið hefð- uð nýlega fengið auknar heimildir. Var löggjafinn of seinn að bregð- ast við breyttum aðstæðum? „Það held ég ekki. Við vorum bæði að fá auknar heimildir og auknar fjárveitingar og mann- skap. Það sem við sjáum eru í raun og veru afleiðingar af al- þjóðlegri krísu. Auðvitað veit maður það aldrei og það er af- skaplega erfitt að útiloka nokk- uð, eða segja hvað hefði getað orðið. En ég held að það sé ekki rétt að týna sér í slíku. Auðvitað getur maður sagt eftir á að aukn- ar heimildir til inngripa hefðu kannski hjálpað, en það er ómögu- legt að segja. Hins vegar er alveg ljóst og um það er mikil alþjóðleg umræða, að það þarf að endur- skoða ýmsar reglur varðandi al- þjóðlega fjármálakerfið. Þetta er þessi sama alþjóðlega nálgun sem við erum að sjá.“ BANKARNIR MÁTTU VINNA HRAÐAR Fárviðri segir þú, en voru ekki óveðursskýin byrjuð að hrannast upp við sjóndeildarhring fyrir fjór- tán mánuðum. Hefðu bankarnir ekki átt að sjá þetta fyrir, vitandi að bakland gagnvart seðlabanka hér er ekki það sama og búast má við annars staðar? „Auðvitað hvílir ábyrgðin á rekstri einstakra fyrirtækja allt- af á stjórnendum þeirra. Og ég held að þeir hafi verið að vinna vinnuna sína og í sjálfu sér gert það alveg ágætlega. En eins og ég segi, þegar ríður yfir þig svona fárviðri er fátt um varnir. Það sem kannski helst hefði verið að og við kölluðum eftir opinberlega, var að þeir minnkuðu efnahags- reikninginn sinn og seldu eignir. Það hefði mátt vinna hraðar.“ Nú hafið þið með höndum, eða höfðuð, beina eftirlitsskyldu með starfsemi útibúa íslenskra banka erlendis. Um mitt síðasta ár voru innlán í bönkunum þar orðin helm- ingur allra innlána, komin yfir þúsund milljarða króna. Kviknuðu engin viðvörunarljós hjá ykkur? „Þú sérð líka hvað ég sagði þá í ræðu, að innlánum fylgir líka áhætta, þau geta runnið jafn hratt út og þau koma inn. Og eins og hefur komið fram þá unnum við í því frá því snemma á þessu ári, að fá útibúi Landsbankans breytt yfir í dótturfélag, en það var ekki komin niðurstaða í það mál, því miður, þegar þetta ástand dundi yfir.“ Hvernig hefur eftirlitsskyldunni verið háttað gagnvart dótturfélög- um og útibúum erlendis? „Dótturfélög eru undir eftirliti annars staðar. Útibú eru undir heimaríkiseftirliti, nema hvað varðar lausafjáráhættu í útibúinu, hún er hjá gistiríkinu. Það sem við höfum gert er að safna upplýsing- um. Við höfum líka farið í vett- vangsheimsókn í útibú erlendis. Hingað til hefur hins vegar starf- semi í útibúum erlendis verið tak- mörkuð.“ Hefur Fjármálaeftirlitið kort- lagt notkun Icesave-reikninga? „Ég get ekki beinlínis farið út í það. Þetta er náttúrulega ein teg- und fjármögnunar hjá bankanum, þannig að þetta hefur farið í al- mennan rekstur hjá bankanum.“ ENGIN ÁSTÆÐA VAR TIL AÐ LOKA ICESAVE Er ódýrara og fljótlegra að stofna útibú heldur en dótturfélag er- lendis? Skýrir það hvers vegna Ic- esave var í útibúi? Er sjálfgefið að íslenskur banki fái að stofna útibú erlendis? Var þetta Icesave ef til vill bara til reynslu? „Sú ákvörðun hvort fjármála- fyrirtæki sem starfar á Evrópska efnahagssvæðinu hyggist stofna útibú eða dótturfélag í öðru landi, er viðskiptaleg ákvörðun sem stjórnendur fjármálafyrirtækis taka ákvörðun um. Fjármálafyrir- tæki hafa því frelsi til að velja hvaða form þau hyggjast stunda starfsemi sína í. Það er því rétt að beina spurningum þínum um við- skiptalegar ákvarðanir til stjórn- enda Landsbanka Íslands hf. Í fjórðu málsgrein 36. grein- ar laga um fjármálafyrirtæki nr. 161 frá 2002, kemur fram að Fjár- málaeftirlitið getur bannað stofn- un útibús samkvæmt fyrstu máls- grein greinarinnar ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða hlut- aðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust. Heimild til að banna stofnun útibús getur því aðeins komið til ef Fjármála- eftirlitið hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun eða fjár- hagsstaða fjármálafyrirtækis í heild sinni sé ekki traust er til- kynning um opnun útibús berst eftirlitinu. Ef Fjármálaeftirlitið hefur rétt- mæta ástæðu til að ætla að stjórn- un og fjárhagsstaða sé ekki traust kemur mögulega til afturköllun- ar á starfsleyfi fjármálafyrirtæk- isins í heild sinni eða hluta með vísan til 9. greinar laganna um afturköllun starfsleyfis. Eftir að útibú hefur tekið til starfa hefur Fjármálaeftirlitið ekki lagaleg úr- ræði til að breyta starfsemi nema í samráði við viðeigandi fjármála- fyrirtæki og yfirvöld í viðkom- andi ríki. Ekkert kom fram sem veitti Fjármálaeftirlitinu ástæðu til að afturkalla starfsleyfi Lands- bankans. Eins og fram kemur hér að ofan hafa fjármálafyrirtæki frjálsar hendur um það hvernig þau vilja haga erlendri starfsemi sinni, það er hvort þau vilja hafa starfsemina í útibúi eða dóttur- félagi, á grundvelli samevrópskr- ar löggjafar.“ MIKIL VINNA Jónas segir að lokum að efnahags- skjálftinn skilji eftir mikið tjón sem fólk þurfi að vinna úr saman. Hann ber lof á samstarfsfólk sitt í Fjármálaeftirlitinu og aðra sem lagt hafa hönd á plóginn. Hann bætir loks við: „Við megum ekki gleyma því að aðrar þjóðir eru að ganga í gegnum svipaða erf- iðleika. Og aðrar þjóðir hafa líka gengið í gegnum erfiðleika. Það er kannski skemmst að minnast annarra Norðurlanda. Þau fóru í gegnum mjög erfiða fjármála- krísu í upphafi tíunda áratugarins og þau náðu með samstilltu átaki að koma sér út úr henni og halda í raun og veru sínu þjóðfélagskerfi óbreyttu. Og það er auðvitað það sem ég held að við eigum að líta til sem fyrirmyndar og horfa á það að þetta tókst þeim og það verð- um við að reyna að gera líka.“ Eigum að reyna að halda þjóðfélagskerfinu óbreyttu Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en nú hafi fárviðri gengið yfir heimshagkerf- ið. Efnislega hafi engin ástæða verið til þess að takmarka starfsemi útibúa íslenskra banka erlendis. Ingimar Karl Helgason hitti hann að máli og fékk meðal annars að heyra þá skoðun Jónasar að læra eigi af reynslu annarra Norðurlandaríkja. FORSTJÓRI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Jónas Fr. Jónsson segir að horfa eigi til annarra norrænna ríkja sem einnig hafa gengið í gegnum fjármálakreppu, og tókst að halda þjóðfélagskerfi sínu óbreyttu. „Það verðum við að reyna að gera líka.“ MARKAÐURINN/GVA Hæðarstillanleg w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 skrifborð Verð frá kr. 60.600 (handknúin) og kr. 82.200 (rafmagnsknúin) kr. 77.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.