Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 5
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 F R É T T A S K Ý R I N G J á, hvernig gat það gerst að bankarnir þrír fóru allir á hliðina á örfáum dögum? Bankarnir voru glæsileg fyrirtæki, höfðu framúr- skarandi starfsfólk og skiluðu hundruðum milljarða króna tekjum inn í íslenskt samfé- lag. Bankarnir gengust nýlega undir álagspróf Fjármálaeftir- litsins sem gaf til kynna trausta eiginfjárstöðu þeirra allra. Á mælikvarða eiginfjárhlutfalls, ávöxtunar eigin fjár og kostn- aðarhlutfalls stóðust bankarn- ir þrír samanburð við aðra nor- ræna banka. Þessi fyrirtæki sem veittu þúsundum Íslend- inga góð störf og lögðu með skattgreiðslum vænan skerf til velferðarsamfélagsins heyra nú öll sögunni til. Af hverju? PÓLITÍSK AÐGERÐ Í EÐLI SÍNU Atburðarás undanfarinna daga hefur verið hröð og margt er óljóst um framvinduna, ekki síst það sem kann að hafa gerst að tjaldabaki. Samt má draga saman nokkra atburði sem virð- ast standa í rökrænu samhengi hver við annan til að freista þess að skilja hvað gerðist. Um miðjan september varð bandaríski fjárfestingarbank- inn Lehman Brothers gjaldþrota án þess að bandarísk stjórnvöld kæmu til hjálpar. Gjaldþrotið olli því að lánaviðskipti milli banka stöðvuðust nánast með öllu og gerði bönkum á borð við Glitni torvelt að mæta skorti á lánsfé. Fimmtudaginn 26. sept- ember leita forráðamenn Glitn- is eftir því við Seðlabankann að hann láni bankanum 600 millj- ónir evra vegna þess að fyrir- heit þýsks banka um endur- fjármögnun hafði brostið. Af hálfu Seðlabankans var neitað að verða við lánsbeiðni Glitn- is, jafnvel þótt boðin væru að veði skuldabréf á borð við norsk húsnæðislán í háum gæðaflokki. Á sunnudegi var forráðamönn- um Glitnis tilkynnt að ríkissjóð- ur með atbeina Seðlabankans myndi leysa til sín 75 prósenta hlut í Glitni gegn framlagi á um- ræddum 600 milljónum evra. Fram hefur komið að hagfræði- svið Seðlabankans lagði ekki faglegt mat á ákvörðunina sem hlýtur því að teljast pólitísk í eðli sínu. Forráðamenn bank- anna þriggja munu hafa geng- ið maður undir manns hönd og varað við afleiðingum þeirr- ar ákvörðunar sem þarna var tekin. BREYTT STAÐA Á ÞRIÐJUDAGS- KVÖLDI Áhrifin erlendis létu ekki á sér standa. Standard & Poor‘s lækk- aði umsvifalaust lánshæfisein- kunn ríkissjóðs með vísan til þess að hann hefði axlað fjár- hagslegar skuldbindingar Glitn- is. Lánshæfiseinkunnir bank- anna fóru sömu leið og önnur matsfyrirtæki fylgdu á eftir. Lækkað lánshæfismat ríkis- sjóðs felldi í verði ríkisskulda- bréf sem Landsbankinn hafði lagt að veði fyrir lánveitingu hjá Evrópska seðlabankanum sem gaf út veðkall og krafð- ist frekari trygginga föstudag- inn 3. október. Um helgina sem í hönd fór stóðu samfelld funda- höld í ráðherrabústað. Niður- staðan var sú að staða Lands- bankans og Glitnis væri orðin óviðráðanleg og á mánudegin- um tilkynnti forsætisráðherra í ávarpi til þjóðarinnar um setn- ingu neyðarlaga. Á grundvelli þeirra voru Glitnir og Lands- bankinn í reynd teknir til þrota- skipta og þeim skipaðar skila- nefndir. Enn voru ekki öll sund lokuð gagnvart Kaupþingi. Sú staða breyttist að kvöldi þriðjudags- ins 7. október þegar bankastjóri Seðlabankans lét í viðtali falla ummæli sem Richard Portes, prófessor við London Business School, segir hafa verið túlkuð svo að að ríkissjóður myndi ekki efna skuldbindingar sínar gagn- vart breskum sparifjáreigend- um. Auk þess var ítrekað tekið fram að fyrirgreiðsla Seðla- bankans við Kaupþing væri til mjög skamms tíma og þannig gefið til kynna að bankinn stæði afar tæpt. Daginn eftir lækk- aði Moody‘s lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um þrjú þrep, heil- an flokk. STUNDAGLASIÐ TÆMT Enginn þarf að fara í grafgöt- ur um að ógætileg ummæli ís- lenskra ráðamanna um van- efndir lánaskuldbindinga rötuðu beina leið til Lundúna á örskots- stund. Í skjóli þessara ummæla hóf breska ríkisstjórnin leift- ursókn gegn íslenskum bönk- um með beitingu hryðjuverka- laga í fruntalegustu árás sem breska heimsveldið hefur gert á hagsmuni sjálfstæðrar þjóðar á friðartímum. Forsætisráðherra Breta, sem stendur höllum fæti heima fyrir, skirrt ist ekki við að ráðast að bresku dótturfélagi Kaupþings undir því yfirskini að í því fælist vörn fyrir breska sparifjáreigendur. Þessi rás at- burða leiddi til þess að örlög Kaupþings voru ráðin. Ætla má að beint tjón Íslend- inga af þeim viðburðum sem hér hafa verið raktir hlaupi á þúsundum milljarða króna. Verðmæti hlutafjár bankanna nam um 800 milljörðum króna. Þar liggur þó aðeins hluti tjóns- ins því mest er það í glataðri verðmætasköpun bankanna á komandi tímum. Tjónið er því naumast minna en 10 milljónir króna á hvern Íslending, senni- lega miklu meira. Þurfti þetta að fara svona? Því verður ekki svarað með vissu. En líkindi má telja til þess að önnur afgreiðsla á máli Glitn- is hefði gefið bönkunum svig- rúm til að mæta lausafjárþurrð- inni, hugsanlega nógu lengi til að komast í það skjól sem vænta má af samræmdum alþjóðleg- um aðgerðum til stuðnings fjár- málakerfinu. Kannski var þetta spurning um tvær eða þrjár vikur. Við því fæst ekki svar héðan af. Afgreiðslan á erindi Glitnis tæmdi stundaglasið. Höfundur er hagfræðingur og kennari við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Hvernig gat þetta gerst? Enginn þarf að fara í grafgötur um að ógæti- leg ummæli íslenskra ráðamanna um vanefnd- ir lánaskuldbindinga rötuðu beina leið til Lundúna á örskotsstund. Í skjóli þessara ummæla hóf breska ríkisstjórnin leiftursókn gegn íslensk- um bönkum með beitingu hryðjuverkalaga í frunta- legustu árás sem breska heimsveldið hefur gert á hagsmuni sjálfstæðrar þjóðar á friðartímum. Ólafur Ísleifsson Sú hækkun sem varð á hluta- bréfaverði í kauphöllum um allan heim á mánudag hefur vakið upp vonir um að „botninum sé náð“ og að kauphallarhrun síðasta árs hafi loks stöðvast. Það er þó enn langt í land með að tap síðustu viku hafi verið unnið upp, enda var verð- lækkun vikunnar hin versta í 133 ára sögu Dow Jones-hlutabréfa- vísitölunnar bandarísku. Hækkun mánudagsins upp á 11 prósent eða 936 punkta var sömu- leiðis söguleg – því hér var á ferð mesta eins dags hækkun í sögu vísitölunnar. Fjölmiðlar hafa stundum verið gagnrýndir fyrir að eyða of miklu púðri í að tala um hlutabréfaverð og hreyfingar á kauphöllum, því þótt margir eigi hlutabréf eða bréf í hlutabréfasjóðum, er fæst fólk með beinum hætti þátttak- endur í kauphallarviðskiptum, og á erfitt með að sjá hvernig sveifl- ur á kauphallarvísitölum í öðrum löndum snertir daglegt líf þess. Hrun hlutabréfaverðs síðasta ár er þó sögulegt og ein birting- armynd þeirrar fjármálakreppu sem nú stendur yfir. Samkvæmt áætlun Bloomberg-fréttastofunn- ar hefur lækkun hlutabréfaverðs orðið til þess að nærri 26 billjón- ir dollara, eða 26 þúsund millj- arðar, hafa þurrkast út í stærstu kauphöllum heims. En hvað varð um þessi verðmæti? Varla gufuðu þau upp? HVAÐ VERÐUR UM VERÐMÆTIN? „Fjármálalegar eignir eru ávísan- ir á verðmæti, þær eru ekki verð- mætin sjálf, og atburðir síðustu mánaða hafa sýnt að margar þess- ar ávísanir voru í reynd innstæðu- lausar,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hlutabréf eru ávísanir á framtíðartekjur fyrirtækja og þær voru augljóslega ofmetnar.“ Gylfi segir að eignaverð hafi verið orðið allt of hátt, það hafi haft öll einkenni blöðru „en henni hafi verið haldið uppi með gríðar- legu lánsfé“. Hrun eignaverðs og hin alþjóðlega lánsfjárkreppa séu því nátengd. Gylfi bendir einn- ig á að afleiðingarnar geti verið mjög alvarlegar. „Það er ljóst að hrun eins og þetta hefur víðtækar afleiðingar fyrir fyrirtæki, fjár- málastofnanir og lífeyrissjóði. Lægra hlutabréfaverð gerir fyrir- tækjum líka erfiðara að afla nýs fjármagns. Það dregur úr neyslu, og ákveðin hætta myndast á nei- kvæðri víxlverkun.“ SAMBÆRILEGT VIÐ KREPPUNA? Leita þarf allt aftur til síðustu heimskreppu til að finna sam- bærilegar lækkanir og orðið hafa síðasta árið, því lækkanir síðasta árs hafa verið meiri og hraðari en í öðrum „bjarnarmörkuðum“ eftir seinna stríð. Gylfi bendir einnig á að Bandaríkin gangi nú í gegnum fyrstu raunverulegu fjármálakreppuna síðan á fjórða áratugnum. Það hefur vakið athygli að á síðustu vikum virðist markaður- inn hafa aðeins haft eina stefnu, niður. Samþykkt Bandaríkjaþings á 700 milljarða dollara björgun- arpakka stjórnvalda hafði engin áhrif. Þessar lækkanir eru til marks um að markaðir hafi efast um að björgunaraðgerðir ríkisstjórn- arinnar gætu leyst bankakrepp- una og afstýrt því að hún breytt- ist í raunverulega heimskreppu. Þegar haft er í huga að þær eru hinar langstærstu í sögu Banda- ríkjanna, meira en tvöfalt stærri en „New Deal“-aðgerðir Roose- velts, má vera ljóst hversu alvar- legt ástandið er. Margir hafa einnig bent á að aðgerðir stjórnvalda vestanhafs geti lítið gert til að breyta grund- vallarorsökum vandræðanna, sem er lækkun fasteignaverðs, né geri þær neitt til að styðja aðrar grein- ar efnahagslífsins en fjármála- fyrirtækin. HVAR ER BOTNINN? Í skýrslu sem greiningardeild Goldman Sachs sendi frá sér í síðustu viku er bent á að banda- rískir hlutabréfamarkaðir nái að jafnaði botni á 12-14 mánuðum eftir að lækkanir hefjast, en nú er einmitt rúmt ár síðan þeir náðu hámarki, því 9. október 2007 náði Dow Jones-vísitalan hámarki, 14.164. Goldman Sachs telur þó að verð eigi enn eftir að lækka um 10 til 20 prósent, og nái ekki botni fyrr en eftir þrjá til sex mánuði. Það er líklega ákveðin vísbend- ing um hvað markaðir óttast að greiningardeild Goldman Sachs sér ástæðu til að svara spurning- unni hvort búast megi við því að núverandi „bjarnarmarkaður“ sé sambærilegur við þann sem hófst haustið 1929. Þessi spurning byrjaði fyrst að heyrast í vor, og hefur orðið æ áleitnari eftir því sem ástandið hefur versnað. Svo virðist þó sem flestir séu sammála um að svar- ið sé afdráttarlaust neitandi, enda hafi stjórnvöld og seðlabankar ekki setið með hendur í skauti nú líkt og í heimskreppunni, eða eins og Brad DeLong, prófessor í hag- fræði við Berkeley, hefur orðað það: „Bernanke og Paulson hafa lagt alla áherslu á að endurtaka ekki þau mistök sem gerð voru 1929. [...] Þeir virðast vilja gera alveg splunkuný og frumleg mis- tök.“ Er kauphallarhruninu lokið? Leita þarf allt aftur til síðustu heimskreppu til að finna jafnmiklar lækkan- ir á hlutabréfaverði og síðustu misseri. Hækkun mánudagsins hefur vakið vonir um að botninum sé náð. Magnús Sveinn Helgason kynnti sér málið. E I G I N F J Á R B R U N I Lækkun frá 31. okt. 2007 Bandaríkin 6.948.193.505.420 Kína 1.765.572.720.000 Bretland 1.717.109.258.980 Japan 1.541.112.432.050 Hong Kong 1.466.095.000.000 Frakkland 1.313.740.515.880 Þýskaland 937.304.857.840 Kanada 767.878.449.230 Brasilía 745.596.332.200 Samtals 25.924.624.000.000 *Allar tölur eru í Bandaríkjadölum 0 5 10 15 20 25 30 35 40 Mánuðir frá því að vísitalan náði hámarki H L U T F A L L S L E G L Æ K K U N D O W - J O N E S F R Á H Á P U N K T I A Ð B O T N I 10% 0% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 9. október 2007 til 10. október 2008: Lækkun um 40 prósent á 12 mánuðum. 3. september 1929 til 8. júlí 1932: Lækkun um 89 prósent á 34 mánuðum. Hugsanlegur botn miðað við skýrslu Goldman Sachs: 50 prósenta lækkun á 15 mánuð- um, janúar 2009.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.