Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 8
87,5 0,2 5prósent af kvótanum sem upphaflega var úthlutað árið 1984 hefur skipt um hendur og verið keyptur af útgerðum sem nú eru starfandi, samkvæmt könnun LÍÚ. prósent mældist lækkun íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu milli mánaða í október, sam- kvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. milljarðar Bandaríkjadala er sú upphæð sem áætl- að er að Íslandi standi til boða að láni fyrir tilstilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áður var gert ráð fyrir sex milljörðum. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Eins og fram hefur komið hefur sænska ríkið tekið yfir fjárfest- ingarbankann Carnegie, sem að hluta var í eigu Íslendinga. Mikael Ericson, sem settist í for- stjórastólinn í sumar, var sæmi- lega sáttur þrátt fyrir allt þegar Markaðurinn heyrði í honum, enda kominn í faðm sænska rík- isins. Óvíst er þó hvort honum líki vistin. Eins og fram kom í löngu viðtali við hann í Mark- aðnum í sumar hóf hann feril- inn í sænska fjármálaráðuneyt- inu fyrir tuttugu árum. Þar var hann einungis í eitt ár áður en hann hvarf á brott í einkageir- ann. Starfsmenn íslensku bank- anna eru sumir hverjir í svip- uðum sporum. Hófu ferilinn hjá hinu opinbera, hurfu á braut inn í einkageirann en hafa nú snúið aftur í hlýju hins op- inbera, reyndar nauðugir. Í vist hins opinbera Hilmar V. Pétursson, fram- kvæmdastjóri leikjafyrirtæk- isins CCP sem á og rekur net- leikinn Eve Online, sló í gegn á fjöldafundi um tækifærin í hátækni- og sprotageiranum á föstudag. Hilmar sagði fyr- irtækið þekkja vel til kreppu. CCP hafi komist á koppinn þegar netbólan sprakk um síð- ustu aldamót og mestallt fjár- magn gufað upp í ein fjögur ár. Á sama tíma hafi fjöldi manns unnið að þróun leiksins, sumir án þess að fá greitt fyrir. Margir hafi gripið í aukastörf til að eiga fyrir salti í grautinn. Þetta varð hins vegar ekki til þess að draga kjarkinn úr mönn- um. Þvert á móti. „Það hefur sjaldan verið jafn gaman,“ sagði Hilmar. Hver segir svo að það þurfi að vera leið- inlegt í kreppu? Nördastuð í kreppu Vart hefur orðið við áhyggj- ur starfsfólks gamla Lands- bankans (nú hjá NBI) af orðspori Icesave-reikninganna. Markað- ur inn veit til þessað hringt hafi verið í blaðamenn á einstökum fjölmiðlum og þess óskað að hætt verði að nota orðið Icesave í fréttum af milliríkjadeilu Íslands og Evrópusambandsins. Það sé ekki sanngjarnt og enn fremur að þeir „leiðrétti“ við- mælendur sína, slysist þeir til að nefna hina alræmdu innláns- reikninga. Ráðamenn og aðrir sem hafa tjáð sig um þessa hluti nota næst- um undantekningarlaust orð eins og Icesave-deilan, Icesave-málið og fleira í þessum dúr. Því mun sú hugmynd hafa kviknað hjá Landsbankafólki að ræða beint við forystumenn stjórnvalda með hinum sömu óskum. Orðspor í hættu Hannaðu heimilið með Tengi Smiðjuvegi 76 Kópavogur | Baldursnes 6 Akureyri | www.tengi.is | Opið virkadaga 8.00 -18.00 laugardaga 10.00 -15.00 Mikið úrval hreinlætistækja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.