Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25 JÚNÍ 1982. 13 ríkisfjölmiðlanna Leiklist ■ Úr Meyjaskemmunni, eftir Schubert og Berté, sem sýnd verður i siðasta sinn i Þjóðleikhúsinu nú um heigina. Tímamynd Ella. Þjóðleikhúsið: Leikárinu lýkur með sýn- ingum á Meyjaskemmunni ■ Nú um þessa helgi lýkur leikári Þjóðleikhússins með tveimur sýning- um á söngleiknum Meyjaskemmunni, eftir Schubert og Berté. Eru síðustu sýningar verksins föstudaginn 25. júní og laugardaginn 26. júní. Meyja- skemman var fyrst sett á svið í Vínarborg árið 1916 og naut fádæma vinsælda. Hér á landi kom Meyja- skemman fyrst á svið árið 1934 í Iðnó á vegum Hljómsveitar Reykjavíkur og var Dr. Franz Mixa hljómsveitarstjóri, en núverandi sýning Þjóðleikhússins er sjöunda uppfærsla verksins hér á landi. Mikill fjöldi söngvara og leikara kemur fram í sýningunni - alls um fimmtíu manns - og margir nýir kraftar á ferðinni. Sigurður Björnsson fer með hlutverk Schuberts, Július Vífill Ingvarsson fer með hlutverk Schober vinar hans og Katrín Sigurðar- dóttir fer með hlutverk Hönnu. Þá koma fram í sýningunni Kristin Sædal Sigtryggsdóttir, Elisabet F. Eiríks- dóttir, Guðmundur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir, Kristján Viggósson, Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason og Herdis Þorvaldsdóttir, Leikstjóri er Wilfried Steiner og hljómsveitar- stjóri er Páll P. Pálsson. Tekið skal fram að Meyjaskemman verður ekki á dagskrá Þjóðleikhússins i haust og er þetta því síðasta tækifærið til þess að sjá sýninguna. ■ Fyrsta samsýning ný- stofnaðs Listmálarafé- lags verður á Kjarvals- stöðum á morgun kl. 15.00 og stendur hún til sunnudagsins 11. júli næstkomandi. Ljósmynd- ari Tímans, Ari, leit við þegar verið var að undir- búa sýninguna i gær og smellti þessari mynd af listamönnunum. Úr borgarlífinu TILRAUNALISTDANS í NORRÆNA HÚSINU ■ Þrír víðfrægir til- raunalistamenn frá New York borg eru væntanleg- ir hingað til lands nú um helgina. Er hér um að ræða listdanskonurnar, Stephanie Woodard og Patricia Giovenco, og tónskáldið og trombone- leikarann, Peter Zummo. Munu þau sýna listir sínar í Norræna húsinu þriðjudaginn 29. júni n.k. Listdanskonurnar tvær munu einnig bjóða uppá danskennslu í Jazz- ballettskóla Báru, kvöld- in 28. júní til 4. júlí. HHt Ónæmisaðgerðir gegn mænuveiki Breyttur tími. Framvegis fara ónæmisaðgerðir gegn mænuveiki fram á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í r-! “i-sr BÆNOA8KOLINN HOLUM AUGLÝSIR Þeir nemendur sem ætla að sækja um skólavist næsta vetur eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsóknir hið allra fyrsta. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Umsóknareyðublöð fást hjá skólanum, simi um Sauðárkrók. Nemendur á fyrstu námsönn hefja nám 1. nóvember. Skólastjóri. Ibúð til leiau Til leigu er nýleg íbúð við Hjallaveg, Njarðvík. íbúðin er 3ja herb. (80 m2). Tilboð sendist á Auglýsingadeild Tímans merkt „1769“. ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTÚ VIDGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. 'ðSrt&mrJk REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 HEYBINDIGARN Fyrsta flokks heybindigarn Hagstætt verð - Magnafsláttur O ÞÖR ÁRM ULA11 ***F--- Kælitækjaþjónustan Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, simi 54860. Önnumst alls konar nýsmiði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, fryslikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum í póstkröfu um land allt "Biialeigan\S CAR RENTAL 29090 SSEEgj IfEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.