Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUÐAGUR 26. NÓVEMBER 1982 3 Helgarpakkinn] ■ Ragnar Guðmundsson og Gunnlaugur Hreiðarsson, ásamt nemanum Sigríði Guðbrandsdóttur, sem veríð hefur hjá þeim frá þvi að staðurínn opnaði. Timamynd Róbert VEITINGAHÚS HELGARINNAR: M TÍMI UMNN U VER- ID SÉ AD FEIA KOKKINN” segja kokkarnir og eigendur veitingahussins Lauga-áss ■ Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá staðreynd að stórbylting hefur orðið í íslenskum veitingahúsa- rekstri undanfarin ár. Það er sama hvert litið er, ails staðar blasa prýðilega rekin veitingahús við og þjónustan í dag er allt önnur og betrí en fyrír nokkrum árum. Islenskir veitingahúsagestir eru farnir að gera kröfur og sem betur fer hafa veitingahúsin fylgst það vel með tíman- um að þau eru í stakk búin að mæta þessum kröfum. Eitt gleggsta dæmið um gott veitinga- hús eins og almenningur vill hafa það, sem komið hefur fram í kjölfar veitinga- húsabyltingarinnar, er veitingahúsið Lauga-ás. Þar hefur frá fyrstu tíð eða í þau þrjú og hálft ár sem Lauga-ás hefur verið opið, verið kappkostað að veita góða þjónustu í þægilegu umhverfi og gegn góðu verði. Eigendur Lauga-áss eru matreiðslumennirnir Ragnar Guð- mundsson og Gunnlaugur Hreiðarsson, en þeir og Lauga-ás eru í sviðsljósinu í Veitingahúsi helgarinar að þessu sinni. Fólk er óhrætt við að spyrja - Það er ekki hægt að segja annað en reksturinn hefur gengið mjög vel og við getum ekki verið annað en ánægðir, segir Ragnar og Gunnlaugur skýtur því að svona rekstur sé auðvitað ekkert annað en vinna og aftur vinna. - Við erum hér öllum stundum frá því klukkan átta á morgnana fram yfir miðnætti, enda lokum við ekki fyrr en hálf tólf á kvöldin alla sjö daga vikunnar, segir Gunnlaugur. - Við lögðum strax mikla áherslu á það að vera á staðnum, vera frammi í sal og spjalla við gestina og ná þannig því sambandi sem við teljum nauðsyn- legt. Þetta hefur mælst vel fyrir meðal gestanna og þeir eru sem betur fer óhræddir að spyrja okkur ráða og á þennan hátt getum við líka fylgst með því hvort fólki líkar maturinn eða ekki, segir Ragnar. - Já það var alveg ófært hér áður fyrr, er kokkurinn var falinn inni í eldhúsi og vissi aldrei hvernig maturinn líkaði, segir Gunnlaugur og bætir því við að þó að þjónarnir hafi verið beðnir að skila einhverjujtá hafi það oft farist fyrir. Fiskur og lambalæri Breytingar á veitingastöðum berast í tal og þeir Gunnlaugur og Ragnar eru sammála um að sú mikla breyting sem orðið hefur hafi orðið til góðs. - Fyrst eftir að við opnuðum vildi enginn fisk, en nú biðja allir um fisk og þá sérstaklega unga fólkið, segir Ragnar og Gunnlaugur bætir því við að ef Lauga-ás hefði ekki fisk og lambalæri þá væri líklega enginn rekstur þar í dag. - Við reynum að vera eins vakandi fyrir því hvað fólk vill og mögulegt er og eins reynum við að hafa verðið það lágt að það sé viðráðanlegt og sanngjarnt. Hér getur fólk fengið rétt dagsins, fisk fyrir 74-95 krónur og kjöt fyrir 90-195 krónur, auk þess sem það getur valið af matseðli. Um helgar höfum við reynt að vera aðeins með fínni mat, með súpu og eftirrétt og þetta hefur mælst einstaklega vel fyrir meðal fjölskyldufólksins, sem kannski borðar ódýrara hér en heima hjá sér. -ESE KSINS, LOKSINS! Nýja 33 sn. breiöskífan meö Tíbrá er komin í næstu hljómplötuverslun. Ath.: Platan kostar aöeins 165 kr~ ] Heildsala — dreifing: Dolbít sf., Akranesi. S(mi 93- 2735 Við bjóðum hinar bráð- skemmtilegu kvikmyndir Walt Disneys á Video- kassettum. Einnig bekkt- ar ævintýramyndir og teiknimyndir. Skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Myndbandaleiga Sncrbjörnllcmsson&íb.h.f. HAFNARSTRÆTI 4 SÍMI 14281 sjónvarp Sunnudagur 28. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjátmar Jónsson, prófastur á Sauöárkróki, flytur. 16.10 Husið á sléttunni Innri maiur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 Grikkir hinir fornu IV Hugsu&ir Kenningar Sókratesar og Platons eru aölefni þessa lokaþáttar, ásamt rítum elstu sagnfræöinga. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.00 Stundln okkar Umsjón: Bryndís Schram. Stjórn uþþtöku Þráinn Bertels- son. 18.55 Hlé 19.45 Préttaágrip á táknmáll 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýslngar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku 20.55 Glugginn Þáttur um listir, menn- ingarmál og lleira. Dagskrárgerö: Aslaug Ragnars, Sveinþjörn I. Baldvinsson, Elín Þóra Friðlinnsdóttirog Kristin Pálsdóttir. 21.50 Stulkurnar viö ströndina Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Laufskálar Franskur framhaldsflokkur í fimm þáttum eftir Nina Companeez. Myndaflokkur þessi lýsir lífi og óriögum þriggja kyn- slóöa í húsi fyrirfólks i Norður-Frakklandi á árunum 1910-1925. Þá voru mikiir umbrotatlmar sem ullu straumhvörfum í stjórnmálum og mannlifi i álfunni, ekki síst styrjaldarárin. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.35 Dagskrárlok ■ Steindór Hjörleifsson er leik- stjóri leikrítsins á sunnudag, en það er „Úr öskunni í eldinn" eftir Edith Ranum. útvarp Sunnudagur 28. nóvember 8.00 Morgunandakt 8.10 Fréttir 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl.fútdr.). 8.35 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurlregnir 10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa í Laugamesklrkju Prestur: Sérá Jón Dalbú Hróbjarlsson. Organleik- ari: Gustal Jóhannesson. Hádegistón- leikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12^20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.20 Berlinarfilharmónian 100 ára 5. þáttur: „Meistarar hljó&færa slnna" Kynnir: Guðmundur Gilsson. 14.00 Leikrit: „Úr öskunni f eldinn“ eftir Edith Ranum Þýðandi: Torley Steins- dótfir. Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson. Leikendur: Aðalsteinn Bergdal, Jónina H. Jónsdóttir, Valgeröur Dan og Anna Guðmundsdóttir. 14.40 Kaffitiminn Peter Kreuderog hljóm- sveit leika. 15.20 Á bókamarkaðinum. Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Heimspeki Forn-Kínverja. 17.00 Síðdegistónleikar. 18.00 Þaö varog... Umsjón: Þráinn Bertels- son. ' 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurlregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfrétth. Tilkynnlngar. 19.25 Veistu svarið? - Spurningaþáttur útvarpsins á sunnudagskyöldi. 20.00 Sunnudagsstúdiólö - Útvarp unga fólkslns. Guðrún Birgisdóttir stjórnar. 20.45 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjöms- son kynnir. 21.20 Mannllf undir Jökll fyrr og nú.Eð- varð Ingólfsson tekur saman. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss Baldvin Halldórsson les (17). 23.00 Kvöldstrengir Umsjón: Helga Alice Jóhanns. Aðstoðarmaður: Snorri Guð- varðsson. (RÚVAK). 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sunnudagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.