Tíminn - 25.01.1983, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983.
14
Enska knattspyrnan
tþróttir
UVERPOOL SIGRAÐIAF VANA -
FOREST ER HEILLUM HORFIÐ
■ Enn fleiri þeirra liða sem haldið
hafa sig í kjölfari Liverpool í fyrstu
deildar kcppninni á Englandi drógust
aftur úr á laugardag. Manchester
United hangir enn í þeim rauðu á tíu
stiga tógi, en Watford og Nottingham
Forest eru þremur stigum á eftir
United. Ekki það að Watford hafi
tapað, þeir drógust aftur úr fyrir rúmri
viku en unnu sannfærandi nú á
laugardaginn.
Liverpool sigraði Anfield Road,
mest af gömlum vana, það var Phil
Neal sem skoraði fyrir Liverpool gegn
Birmingham, en heldur lítið sýndu
meistararnir eftir það. Með úrslitunum
á Anfield Road varð fyrstu deildar-
keppnin að eins konar tveggja liða
einvígi, því Manchester United er nú
eina liðið sem hugsanlega gæti náð
Liverpool að stigum. Að vísu eru
möguleikarnir hjá United ekkert yfir-
þyrmandi miklir, tíu stig á milli.
Manchester United tókst að halda í við
meistarana með því að sigra aðalkeppi-
nauta sína Nottingham Forest 2-0.
Strákarnir hans Brians Clogh virðast
nú alveg heillum horfnir því ekkert
hefur gengið hjá þeim síðustu tvær
vikurnar. Fyrst sló annarrar deildar
liðið Derby County þá út úr bikar-
keppninni, og síðan sló Manchester
United þá út úr deildarbikarkeppninni
í síðustu viku. United sigraði þá síðan
aftur nú, og virtist allur lífsandi vera úr
Forest strákunum eftir að Steve Copp-
el skoraði fyrsta markið á 63. mínútu
úr vítaspyrnu. Arnold Múhren, mið-
vallarleikmaðurinn í hollenska lands-
liðinu og United gerði síðan út um
leikinn sjö mínútum síðar.
Pað var því eins og Forest leik-
mennirnir hefðu sætt sig við tapið fyrir
fram í leiknum gegn United, minnugir
þess að þeir steinlágu fyrir því sama
liöi 4-0 í deildabikarnum um daginn.
Það var fullkomnað þegar varnarmað-
ur Forest Stuart Gray braut á Norman
Whiteside innan vítateigs, og Steve
Coppel skoraði úr vítaspyrnunni. Ekki
nægði það United, öruggt skyldi það
vera og Flollendingurinn Múhren sá
um það með vinstri fótar fallegu
þrumuskoti.
Fashanu í toppformi
■ Einkum hlýtur það að vera erfitt
fyrir Brian Clough að kyngja því að
þegar Forest gengur allt í óhag og helst
engum tekst að skora fyrir félagið, að
fyrrum leikmaður þeirra Justin Fas-
lianu, sem látinn var fara frá félaginu
í desember leikur nú við hvern sinn
flngur og tá og skorar í hverjum leik.
Fashanu skoraði eina mark leiksins
fyrir lið sitt Notts County gegn Arsen-
al. Þetta var fimmta mark hans í átta
leikjum með County.
Strákarnir hans Eltons í Watford
sigruðu Southampton 2-0, ekki nein
gestrisni sem veður uppi þar, enda
enginn annars bróðir í leik. Chris'
Nicholl gerði fyrst sjálfsmark, og
gulldrengurinn Luther Blissett skoraði
hitt.
Everton sótti stig til Norwich, það
er nú ekki á hverjum degi sem Everton
sækir stig á útivelli, alla vega ekki á
þessu keppnistímabili, svo þeir mega
vera ánægðir með stigin sín þrjú
Evertonmenn. Það var Kevin Rock-
ford sem skoraði fyrir Everton.
Stoke City sigraði Ipswich 1-0, það
var Ian Painter sem skoraði markið.
Painter var á skotskónum á Victoria
Ground, hann er iðinn við að skora
strákurinn sá þessa dagana, hefur
skorað í þremur af fimm síðustu
leikjum.
■ Steve Coppell skoraði fyrir Manchester United gegn Forest á
laugardaginn mark hans gert úr vítaspyrnu var vendipunktur í leiknunt.
Önnur deild
I annarri deild var víða mikið
skorað. Burnley skellti Barnsley 3-1,
og í Burnley kom fyrsta markið eftir
aðeins 20 sekúndur, en þar var Billy
Hamilton að verki. Drottningargarðs-
riddararnir, Queens Park Rangers
sigruðu Chrystal Palace 3-0 og þar
gerði Clive Allen tvö, og þessu mátti
Crystal kyngja á heimavelli.
Bæði mörk Clive Allen voru stór-
glæsileg. Hið fyrra var þrumuskot á 35
metra færi, og hið síðara þruma af 20
metra færi. Bob Hazel skoraði þriðja
mark Rangers með skalla.
Úlfarnir sigruðu eins og þeir hafa.
gert undanfarið, hafa ekki tapað leik
síðustu tíu leiki og hafa nú fjögurra
stiga forskot. Úlfarnir geta þakkað
sigurinn yfir Chelsea leikmanni sínum
Wayne Clark, sem skoraði úrslita-
markið tólf mínútum fyrir leikslok.
Reeves skoraði fyrsta mark leiksins
fyrir Wolves á fimmtu mínútu leiksins.
SK0RUÐU HELMINGI MEIRA.
EN TÖPUÐU LEIKNUM SAMT
■ Luton sótti tvö stig til Bríghton, í
miklum markaleik, Ricky Hill skoraði
tvö mörk fyrir Luton, en hin tvö voru
sjálfsmörk, það voru Brighton leik-
mennirnir Gary Stevens og Jimmy
Case sem voru svo óheppnir. Mörk
Brighton gerðu Andy Ritchie og Tony
Grealish. Fyrir bragðið er Brighton nú
illa statt á botninum, og hálfgert
myrkur þar.
Ricky Hill gerði fyrsta markið
snemma í leiknunt fyrir Luton, og Gary.
Stevens bætti við öðru fyrir hálfleik,
og það hefði svo sem verið allt í lagi
ef hann væri ekki leikmaður með
Brighton. 2-0 fyrir gestina í hálfleik.
En fjögur mörk litu dagsins ljós í síðari
hálfleik, Andy Ritchie kom Brighton
inn í leikinn aftur er hann skoraði 1-2
snemma í síðari hálfleik, eftir korter
eða svo, en Hill var aftur á ferðinni
um það bil mínútu síðar, 3-1. Tony
Grealish skoraði 2-3 rétt síðar, en
endahnúturinn var eiginlega eins kon-
ar hengingarhnútur, það var Jimmy
Case skoraði fjórða mark Luton, en
hann er leikmaður með Brighton, og
var þetta því annað sjálfsmark Brig-
hton í leiknum.
Gengur hægt hjá Totten-
ham
Sunderland kom í heimsókn á
White Heart Lane, en þegar Sunder-
land leikur t fyrstu deild þessa dagana
koma þeir með annað stigið með sér
og láta það ekki svo létt af hendi.
Sunderland náði jafntefli, og hafa ekki
tapað leik síðustu sjö leiki. Að vísu
urðu Sundarland að láta sér lynda að
fá á sig mark, það var Terry Gibson
sem sá um það fyrir Spurs. En Stan
Cummins jafnaði fyrir Sunderland úr
vítaspyrnu.
Það var enn sama vandamálið á
bænum þeim, það er að segja hjá
Tottenham, hver á að skora mörkin?
En Ricky Villa stóð sig frábærlega í
leiknum, stjórnaði vörninni fullkom-
lega og það lá við að fólk andaði léttara
þegar Sunderland skoraði, því það
sannaði þó að hann er mannlegur.
Tottenham varð reyndar á undan að
skora, og virtist helst að þeir ætluðu
að gera meira af því, en sterkri vörn
Sunderland tókst ætíð að stöðva þá
Hoddle og Archibald.
Sunderland fékk síðan tækifæri til
að jafna, það var hrakfallabálkurinn
Graham Robert sem handlék knöttinn
innan vítateigs og Stan Cummins var
ekki í vandræðum með að jafna úr
vítaspyrnunni. Það var ekki á Roberts
bætandi, hann gerði tvö mörk á
miðvikudaginn var, það er að segja
sjálfsmörk, þegar Tottenham steinjá í
deildabikarnum fyrir annarrar deildar
liðinu Burnley 4-1.
Corrigan bjargaði City
Gary Shaw skoraði með skoti af
stuttu færi snemma í leik Aston Villa
og Manchester United. Villa gerðist
þó æ ráðríkara á vellinum, þrátt fyrir
að vera undir, og Asa Hartford jafnaði
með bananaskoti af 25 metra færi.
Eftir þetta, en þá voru eftir um 10
mínútur af leiknum áttu leikmenn
Villa allan leikinn, og aðeins stórkost-
leg markvarsla Joe Corrigan hélt þeim
á floti. Tony Morley og Dennis Tueart
sóttu grimmt að búri Corrigans, en án
árangurs. í lokin voru aðdáendur Villa
farnir að urra af vonbrigðum, en það
kom í sama stað niður. En að sögn
breskra fréttaskýrenda, þurfa Aston
Villa ekki að kvarta, þar sem knatt-
spyrnuleikir standa í 90 mínútur, ekki
10.
Aston Villa hefur ekki gengið allt of
vel undanfarið, töpuðu fyrir Barcelonu
liðinu á Spáni í síðustu viku 1-0, en
eiga þó heimaleikinn eftir í Super Cup
keppninni.
Ekkert gekk að skora í Coventry,
þar komu Swansea í heimsókn, en
enginn var á skotskónum.
West Ham tapaði fyrir West Bromw-
ich Albion 0-1, það var Peter Eastoe
sem skoraði fyri West Bromwich strax
eftir 7 mínútur. Leikurinn á Upton
park tafðist töluvert vegna bilana í
flóðljósum.
Úrslit
■ Hér eni úrslit leikja helgarinnar
1. DEILD:
Aston Villa-Manchester City . . i-i
Brighton-Luton 24
Coventry-Swansea 0-0
Liverpool-Birmingham 1-0
Man. United-Nott. Forest .... 2-0
Norwich-Everton 0-1
Notts County-Arsenal 1-0
Stoke-Iswich 1-0
Tottenham-Sunderland 1-1
Watford-Southampton 2-0
West Ham-Wesí Bromw 0-1
2. DEILD:
Bumley-Bamsley 3-1
Cambridge-Rotherham 2-0
Crystal P.-Q.P.R 0-3
Derby-Leeds . 3-3
Fulham-Middlesbrough 1-0
Grimsby-Charlton 1-1
Leicester-Blackburn 0-1
Newcastle-Shrewsbury 4-0
Oldham-Bolton 2-3
Sheff. Wed.-Carlisle 1-1
Wolves-Chelsea 2-1
3. DEILD:
Boumemouth-MiUwall 3-0
Bradford-Wigan 0-1
Brcntford-Orient 5-2
Cardiff-WalsaU 3-1
Chesterf.-Reading 0-0
Doncaster-Southend 0-0
Gillingham-Wrexham 1-1
Huddersf.-Sheff. Utd (W)
Lincoln-Bristol Rov 2-1
Plymouth-Newport 24
Portsmouth-Oxford 1-0
Preston-Exeter 2-2
4. DEILD:
Aldershot-Torquay 2-1
Bristol C.-Nothampton 1-3
Burv-Blackpool 4-1
Chester-Port Vale 1-0
Darlington-Halifax 1-2
Hartlepool-Hull 0-0
Mansfield-Hereford 0-1
Swindon-Rochdale 4-1
Wimbledon-Peterborough .... 2-1
Colchester-Crewe 4-3
Stockport-Trannere 3-2
Staðan |
■ Staðan er nú svona í fyrstu deild:
Liverpool ... 25 17 5 3 60-21 56
Manchester Utd.
............. 25 13 7 5 35-19 46
Watford .... 25 13 4 8 44-26 43
Nott. Forest . 25 B 4 8 40-33 43
Coventry ... 25 11 6 8 33-30 39
West Ham ... 25 12 1 12 42-37 37
Everton .... 25 10 6 9 40-32 36
W.B.A........ 25 10 6 9 37-35 36
Aston Villa .. 25 11 3 11 35-34 36
Manchester City 25 10 6 9 34-38 36
Tottenham ... 25 10 5 10 36-35 35
Ipswich......25 9 7 9 39-30 34
Stoke ....... 25 10 4 11 36-39 34
Arsenal .... 25 9 6 10 31-33 33
Notts County 25 9 4 12 32-44 31
Luton........ 25 7 9 9 46-51 30
Southampton 25 8 6 11 2941 30
Swansea ... 25 7 6 12 31-36 27
Sundcriand . . 25 6 9 10 28-38 27
Norwich ... 25 7 5 13 2641 26
Brighton ... 25 6 6 13 2348 24
Birmingham . 25 4 il 10 19-35 23
Staðan í annarri deild er nú þessi:
Wolves . .. . 25 16 5 4 50-23 53
Q.P.R. . . . . 25 15 4 6 40-22 49
Fuulham . . . 25 14 5 6 47-32 47
Sheff. Wed. . 25 10 8 7 40-33 38
Leicester .. . 25 11 3 11 41-28 36
Lecds . . . . . 25 8 12 5 30-27 36
Shrewsbury . 25 10 6 9 30-34 36
Grimsby . . . 25 10 5 10 354 3 35
Oldham . .. . 25 7 13 5 41-34 34
Barnsley . . . 25 8 10 7 36-31 34
Blackburn . . 25 9 7 9 37-37 34
Newcastle . . 25 8 9 8 38-36 33
Rotherham . . 25 8 8 9 28-34 32
Chelsea .. . . 25 8 7 10 32-31 31
Bolton . .. . . 25 8 7 10 30-33 31
Carlisle .. . . 25 8 6 11 4648 30
C. Palace .. . 25 7 9 9 27-32 30
Charlton .. . 25 8 5 12 37-51 29
Middlesb. . . 25 6 10 9 2844 28
Cambridge . . 25 7 6 12 2740 27
Burnley . . . . 25 6 4 15 3547 22
Derby . . . . . 25 3 11 11 2742 20