Tíminn - 22.02.1983, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1983.
UVERPOOL TAPABII BIKAR-
KEPPNINNI FVRIR BRIGHTON
■ Brighton varö á sunnudag fyrsta
löiö sem sigrar Liverpool í bikarkeppni.
á Anfield Koad i níu ár. Þetta voru
svo sannarlega óvæntustu úrslit helgar-
innar. Það voru gamlir Liverpool
menn sem áttu stærstan þátt í þessu
stjörnuhrapi, Jimmy Casefyrrum leik-
maöur Liverpool skoraði sigurmarkið,
og framkvæmdastjórinn hjá Brighton
er Jimmy Melia, fyrrum leikmaður
Liverpool.
Annar tapleikur Liverpool á stuttum
tíma er staðreynd, þykja það tíðindi
hin mestu, enda hefur liðið ekki bein-
línis svnt af sér marga tapleiki þetta
árið. I síðustu viku tapaði Liverpool
0-1 fyrir Burnley en að vísu risti það
tap ekki djúpt, þar eð Liverpool fór
áfram í þeirri keppni á markahlutfalli.
Það virtist liggja fyrir Liverpool að
tapa þessum leik, fyrir einmitt því liði
■ Phil Neal nýtti ekki vítaspyrnu
gegn Brighton, og Liverpool tapaði.
sem sigraði það síðast í deildakeppn-
inni fyrir næstum ári, en Liverpool
hefur heldur ekki tapað deildarleik
síðan. Liverpool sem vægast sagt er
talið stöðugasta lið á Englandi um
þessar mundir, og jafnvel þó víðar
væri leitað, klúðraði jafnvel víta-
spyrnu. Það var Iandsliðs miðvörður-
inn Phil Neal sem sá um að skora ekki
úr henni.
írski landsliðsmaðurinn Gerry Ryan
skoraði fyrsta mark leiksins fyrir
Brighton. Varamaðurinn í Liverpool-
liðinu þennan daginn, Craig Johnstone
jafnaði eftir 24 mínútna leik í síðari
hálfleik, aðeins 5 mínútum eftir að
hann kom inn á fyrir David Hodgson.
En Jimmy Case sköraði sigurmarkið,
innan við hálfri mínútu síðar. Fyrrum
aðdáendur Case á Anfield rak í roga-
stans þegar hann skoraði markið með
þrumuskoti af 25 metra færi, sem
þeyttist framhjá Bruce Grobbelar í
markinu, svo skömmu eftir að John-
stone jafnaði glæsilega með hjólhesta-
spyrnu eftir stangarskot Alans
Kennedy.
Liverpool sótti stíft að marki Brig-
hton eftir þetta, en vonir Liverpool-
manna urðu ansi tæpar eftir að Neal
setti vítaspyrnuna framhjá. Kennedy
var felldur innan vítateigs af Tony
Grealish, og víti var dæmt enda
sjálfsagt í því tilfelli.
Ósigurinn gegn Brighton gerði að
engu vonir Liverpool aðdáenda um að
Liverpool mundi sigra í öllum keppn-
um í ár, og Bob Paisley, sem síðast
sá þann hlut gerast árið 1974, þá
aðstoðarþjálfari Bills Shankleys. En
það má þó teljast ólíklegt að Paisley
sjái ekki nóg af silfurgripum með
vorinu, þó þessi bikar sé úr sögunni í
bili.
TOTTENHAM LOKS FALUÐ ÚT
EFTIR TÆP ÞRJÚ AR INNI
■ Langri samfylgd ensku bikar-
keppninnar og Tottenham Hotspur
lauk á laugardag. Þá voru bikarmeist-
ararnir sigraöir af Everton á Goodison
Park. Úrslitin urðu 2-0 fyrir liðið frá
Liverpool, og lcikurinn var í fimmtu
umferð bikarkeppninnar.
Lundúnaliðið, sem ætlaði sér að
vinna bikarinn í þriðja sinn í röð, hafði
ekki tapað leik í þessari keppni síðan í
mars árið 1980, en þá tapaði liðið
einnig fyrir strákum frá Liverpool,
nefnilega Liverpool, 1-0 á sínum eigin
heimavelli, White Hart Lane.
En Evertonliðið sýndi enga virðingu
fyrir glæsilegum sigurferli Tottenham,
sem spannaði 18 leiki í röð í ensku
bikarkeppninni. Eftir markalausan
fyrri hálfleik, þar sem vörn meistar-
anna varð að sýna allt sem í henni bjó,
braut Andy King ísinn. Síðara markið
■ Tony Morley átti stórleik, og var
öðrum fremur maðurinn bak við
stórsigur Aston Villa á Watford.
kom á 63. mínútu, þá skoraði Graemc
Sliarp með tausu skoti, eftir að þeir
höfðu fallið hvor um annan. Andy
King og markvörður Tottenham og
enska landsliðsins, Ray Clemence.
Villa í stuði
En það áttu fleiri þægilegan dag í
bikarkeppninni. Aston Villa sem virð-
ist vera einkar vel heima í alls konar
bikarkeppnum, komst einnig í átta
liða úrslitin. Eftir einkar tilþrifamikla
leikbyrjun hjá hinu skemmtilega liði
Watford, í hverri Luther Blissett, sá
marksækni kappi skaut tvívegis í
stöng, náði Villa að bursta Watford
liðið 4-1. Stórleikur Tonys Morley
kom bikarsérfræðingunum af stað,
hann átti sérlega fallega þversendingu
beint á Gary Shaw og Shaw skoraði
fyrsta markið á 32. mínútu. Fimm-
tánda mark Shaw í vetur. Morley gerði
síðan hið næsta sjálfur, með þrumu-
skoti af 25 metra færi. Úrslitin voru
ekki lengur nein spurning, þegar að
Colin Gibson skoraði sitt fyrsta mark í
vetur og um leið þriðja mark Villa í
þessum leik, með skalla á 62. mínútu .
Gordon Cowans skoraði síðan fjórða
markið með góðu skoti, og seinbúið
mark Luthers Blissett breytti engu um
einstefnuna. Blissett, skoraði úr víta-
spyrnu, seint í leiknum.
United áfram
Manchester United sem nú leikur
ekki gegn Liverpool í úrslitum bikar-
keppninnar eins og margir höfðu spáð,
vegna taps Liverpool, komst í átta liða
úrslitin með því að sigra Derby County
1-0 í Derby.
Það var skærasta stjarna Norður íra,
Norman Whiteside, sem gerði markið
sem skildi, 1-0, í leiknum. Derby, sem
sællar minningar, fyrir þá alla vega,
sló út Nottingham Forest öllum á óvart
úr bikarkeppninni á dögunum, náði
ekki að veita Mancester United sömu
afgreiðslu, enda líklega erfiðara verk-
efni. Derby barðist þó mjög vel allan
tímann, og United gat verið ánægt
með að fara heim með sigurinn, þar eð
marktækifærin voru ekki svo mörg. A
84. mínútu var það sem Whiteside
gerði út um leikinn, með góðu skoti
eftir sendingu frá Steve Coppell, en þá
höfðu margir talið að Derby væri búið
að útvega sér annan leik við stórveldið.
í undanúrslit
í fyrsta sinn
Norwich náði að tryggja sér sæti í
undanúrslitum í fyrsta sinn í sögu
félagsins, þegar liðið náði að sigra
Ipswich 1-0 á trððfullum velli á Carrow
Road. Allir miðar seldir á leikinn,
brjálaðir áhorfendur, og gaman fyrir
heimamenn. Það var Keith Bertschin,
fyrrum Ipswichleikmaður sem setti inn
mark gegn sínum gömlu félögum á
sjöttu mínútu leiksins.
Sheffield Wednesday náði í undan-
úrslitin með 2-1 sigri á félögum sínum
úr annarri deild, Cambridge. Það var
Gary Megson sem skoraði eitt mark í
hvorum hálfleik fyrir Wednesday, og
sigurinn var í raun aldrei í hættu. Chris
Turner lagaði stöðuna fyrir liðið frá
háskólabænum seint í leiknum.
Tveir leikir voru enn leiknir í bikar-
keppninni á laugardag, en báðir þurfa
að leikast á ný, mun það verða á
mánudag 28. febrúar. Strákarnir hans
Malcolms Allison, Middlesborough,
náðu að jafna gegn Arsenal, og knýja
fram annan leik, þegar Hollendingur-
inn Heine Otto jafnaði seint í leiknum,
en Arsenal hafði haft forystuna lengi
eftir mark Grahams Rix.
Chrystal Palace fékk Burnley í
heimsókn á Selhurst Park og þar þótti
gott hjá Burnley að halda jöfnu, 0-0,
sem var erfitt, þó liðið væri enn í stuði
eftir sigurinn í Liverpool í mjólkurbik-
arnum í síðustu viku, jafnvel þótt það
næði skammt í það sinnið. Það verður
að teljast líklegt að Burnley fari í átta
liða úrslit, ef þeir hálda höfði á
heimavelli.
1. deild: Loks
tapaði Sunderland
Þar koma að því að Sunderland tapaði
í deildinni, fyrsta sinn í níu leikjum.
■ Justin Fashanu skoraði fyrir
Notts County.
Sunderland vörnin varð að láta sér
lynda, að tvö mörk væru gerð þeirra
megin á The Dell í leik liðsins við
Southampton. Nick Holmes opnaði
reikninginn og Mick Mills félagi hans
bætti um betur þegar leið á leikinn.
Enn skorar Justin Fashanu fyrir
Notts County, nú gegn Manchester
City á Maine Road. Heldur er deyfðin
farin að hvíla þungt á' City og útlitið
ekkert sérstaklega bjart.
Aðeins voru þrír leikir leiknir á
laugardag í fyrstu deildinni, sá þriðji
Nottingham Forest og West Bromwich
Albion var markalaus, og útslagið því
jafntefli.
Önnur deild:
Tvö markalaus jafntefli voru í ann-
arri deild á laugardag, Blackburn og
Fulham, og Charlton og Carlisle gátu
ekkert skorað þann daginn. En það
var aftur á móti gert á Elland Road, þó
jafntefli yrði þar eins og á hinum
stöðunum tveimur. 3-3 urðu úrslitin
þar í sviptingaleik. Chelsea komst í 2-0
með mörkum Clives Walker og Mikes
Fillary, sá síðarnefndi skoraði úr
vítaspyrnu, en Leeds var aldeilis ekki
af baki dottið þrátt fyrir erfiða byrjun
og komust þeir strákarnir í 3-2. Abel
Butterworth, Frank Gray og Arthur
Graham skoruðu fyrir Leeds, Gray úr
víti. En Gray leikmaður Chelsea jafn-
aði fyrir Chelsea á elleftu stundu og
nóg af mörkum á Elland.
Það var gamli jaxlinn Terry McDer-
mott sem skoraði fyrir Newcastle á
laugardag, Kevin og félagar því aðeins
að hjama við, eftir dapran vetur.
QPR ógnar
úlfunum
QPR náði að vinna stórsigur á
Barnsley á heimavelli, og styrktu þar
enn stöðu sína í annarri deild, og ógna
nú Úlfunum með stigasöfnun sinni.
Það voru John Gregory, Mike Flanag-
an og Tony Sealey, sem skoruðu fyrir
Rangers, og var QPR vel að sigrinum
komið.
Rotherham og Bolton skildu jöfn,
enn eitt janteflið, þar urðu úrslit 1-1,
McBride skoraði fyrir Rotherham, en
Chandler jafnaði.
Úrslit
■ Úrslit í fimmtu umferð ensku
bikarkeppninnar urðu þessi um helg-
ma:
Aston Villa-Watford 4-1
Cambridge-Sheffield Wednesday 1-2
Chrystal Palace-Burnley 0-0
Derby-Manchestcr United 0-1
Everton-Tottenham 2-0
Liverpool-Bríghton 1-2
Middlesbrough-Arsenal 1-1
Norwich-Ipswich 1-0
Úrslit urðu þessi i fyrstu dcild:
Manchester City-Notts County 0-1
Nottingh. Forest-West Bromwich 0-0
Southampton-Sunderland 2-0
Úrslit í annarri deild urðu þessi:
Blackburn-Fulham 0-0
Charlton-Carlisle 0-0
Grimsby-Leicester 2-0
Leeds-Chclsea 3-3
Newcastle-Oldham 1-0
Q.P.R.-Barnsley 3-0
Rotherham-Bolton Wanderers 1-1
Stadari
■ Staöan í fyrstu deild er nú þcssi:
Liverpool ..., ..27 19 5 3 64:22 62
Man. Utd. .., ,.26 13 8 5 36:20 47
Watford .26 14 4 8 47:27 46
Notth. For. ... .. 27 13 6 9 41:35 44
Coventry .... ,.27 12 6. 9 38:32 42
Aston Villa .. , 27 13 3 11 39:35 42
Everton , 27 11 6 10 43:34 39
Tottenham .. , 27 11 6 10 39:37 39
W.B.A .28 10 9 9 38:36 39
Southamton . 28 11 6 11 37:42 39
West Ham ... 26 12 1 13 42:40 37
Man City .... 28 10 7 11 36:45 37
Arsenal 26 10 6 10 34:34 36
Ipswich . 27 9 8 10 40:32 35
Stoke 26 10 5 11 37:40 35
Notts C 28 10 4 14 34:49 34
Luton .26 7 9 10 47:54 30
Sunderland .. .27 7 9 11 30:41 30
Swansea .... .27 7 6 14 32:40 27
Birmingham . 26 5 11 10 22:35 26
Norwich 7 6 14 26:45 26
Brighton .... .27 6 7 14 24:51 25
■ Staöan i annarri dcild er nú þessi:
Wolves 17 5 5 53:26 56
Q.P.R .. 27 17 4 6 44:22 55
Fulham .... ..27 15 6 6 48:32 51
Grímsby ... . 28 12 5 11 40:46 41
Oldham .... ..29 9 13 7 47:37 40
Leicester ... . 27 12 3 12 42:30 39
Sheff.Wed. . ..26 10 9 7 40:33 39
Blackburn .. ..28 10 9 9 39:38 39
Leeds ..27 8 14 5 33:30 38
Newcastle .. ..27 9 10 8 40:37 37
Bamsley ... ..27 9 10 8 38:35 37
Shrcwsbury ..26 10 7 9 31:35 37
Rotherham . . 28 8 10 10 31:39 34
Charlton ... . .27 9 6 12 39:52 33
Chelsea .... ..28 8 8 12 37:39 32
Bolton ..27 8 8 11 31:35 32
Cariisle .... ..28 8 7 13 47:51 31
CrystalPal. . ..26 7 10 9 28:33 31
Míddlesbro . . 27 6 11 10 29:48 29
Cambridge . ..27 7 7 13 28:42 28
Bumley .... ..26 6 5 15 36:48 23
Derby . 26 4 11 11 30:43 23
MARKAHÆSTIR:
Þessir hafa skorað mest í fyrstu
deild:
Ian Rush, Liverpool, 25
Lulher Blissetl, Watford, 20
Bob Latchford, Swansea, 19
Kenny Dalglish, Liverpool, 16
Brian Stein, Luton, 16
Garth Crooks, Tottenham, 15
John Wark, Ipswich, 15
Gary Shaw, Aston Villa, 15
ÖNNUR DEILD:
Kevin Drinkell, Grimsby, 25
Bobby Davison, Derby, 19
Gary Linekcr, Leicester, 16
Gordon Davies, Fulham, 16
Bobby Davison skoraði 16 af sínum 19
mörkum fyrir Halifax.