Tíminn - 10.03.1983, Side 1

Tíminn - 10.03.1983, Side 1
Framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavlk ákveðirm - sjá bls. 3 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 10. mars 1983 57. tölublað - 67. árgangur Alþýdubandalagið og stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um að þing komi saman innan 18 daga frá kjördegi: „EF ÞETTA VERÐUR SAMÞYKKT ÞA HEFIIR MYNDAST NÝR MEIRIHLUT1 segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, um tillöguna ■ „Ég lít svo á, að ef þessi tillaga Alþýðubandalagsins og stjórnarandstöðunnar verður saniþykkt í báðum deildum þingsins, þá sé þar með kominn nýr meirihluti,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður álits á þingsályktunartillögu sem Al- þýðubandalagið og þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu fram í báðum deildum þingsins í gær, þess efnis að Alþingi lýsti yfir þeim vilja sínum, að þing yrði kvatt saman, ekki síðar en 18 dögum eftir kosningar. „Það liggja fyrir ítrekaðar yfir- lýsingar Svavars Gestssonar og Geirs Hallgrímssonar,“ sagði Steingrímur, „um að þeir vilji aðrar kosningar sem allra fyrst. - þ.e. að þing komi saman sem fyrst, gangi frá stjórnarskrár- lögunum að nýju og kosninga- lögunum og síðan verði nýjar kosningar. Eg lít svo á, að þarna sé aðeins verið að undirbúa jarð- veginn fyrir nýjar kosningar, með þessari tillögu. Það er að mati okkar fram- sóknarmanna sjálfsagt að eftir kosningar verði myndaður hér meirihluti sem tekur á efnahags- málunum. Við teljum það vera skyldu þess þings sem kosið verður, og sá meirihluti hann hefði það síðan í hendi sér að kalla saman Alþingi og ákveða nýjar kosningar, en það teljum við að eigi ekki að gera fyrr en tekið hefur verið á efnahagsmál- unum.“ Steingrímur var spurður hvort framsóknarmenn í ríkisstjórn niyndu segja sig úr ríkisstjórn cf þingsályktunartillaga Alþýðu- bandalagsins og stjórnarand- stöðunnar í þessu máli fengi samþykkt á þinginu: „Ég vil ekkert um það segja á þessu stigi, en þegar og ef þar að kcmur, þá munum við greina frá okkar afstöðu á þinginu." Tíminn hefur það eftir áreið- anlegum heimildum, að þing- flokkur Framsóknarflokksins hafi í gær á fundi sínum verið á einu máli um að ef þessi tillaga verður samþykkt í báðum deild- um, sem verður að teljast afar líklegt, þá muni framsóknarráð- herrarnir allir sem einn segja af sér ráðherraembættum. - AB Viðhorl' forsætisráðhvrra bls.3 Leyfa Nordrrienn Portú- gölum veiðar og selja þeim hálfunninn fisk? „STÓRHÆTTULEGT FYRIR MARKAÐS- MAL ÍSLENDINGA í PORTÚGAL” ■ „Það er ekki rétt að Portúgalir hafi farið fram á veiðileyfi í landhelgi okkar, lieldur fóru þeir fram á að fá að kaupa fisk úr íslenskum fískiskipum fyrst fyrir tveimur árum, og svo aftur nú, en því hefur verið harðneitað, að sjálfsögðu," sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra erTíminn ræddi við hann í gær, um ósk Portúgala um að fá að kaupa fisk úr íslenskum fiskiskipum, til þess að salta um borð í eigin skipum. „Við höfum aldrei leyft slíkt, hvorki þeim né öðrum, enda væri slík þróun mjög varhuga- verð,“ sagði Steingrímur. Aðspurður um það hvers- konar þrýstiaðgerðum Portúgal- ir gætu beitt, ef þeim sýndist svo sagði Steingrímur: „Ja, ég skal ekkert urn það segja, en ef Norðmenn fara að leyfa þeim veiðar í sinni fiskveiðilögsögu, en Norðmenn hafa ekki tekið því ólíklega, auk þess sem þeir tala um að selja þeim lítt unninn fisk til vinnslu, - þá veikir það náttúrlega stöðu okkar geysi- lega, og er í rauninni stórhættu- legt fyrir okkar markaðsmál í Portúgal.“ Steingrímur var spurður hvort hann teldi að til gæti komið innflutningsbann á íslenskan saltfisk í Portúgal. Hann sagði: „Það yrði náttúrlega óskaplegt, en ég trúi varla að þeir geri slíkt, en þetta gæti þýtt gífurlega verð- lækkun á saltfisknum okkar, jafnvel verðhrun, ef Norðmenn leyfðu þetta. Steingrímur sagði að ríkisfyr- irtækið í Portúgal, sem sæi um innflutning á saltfiski hefði ný- lega verið flutt yfir til sjávarút- vegsráðuneytisins í Portúgal, en það sagði Steingrímur að benti til þess að þeir hygðust tengja þenn- an innflutning eigin veiðum, meira en þeir hefðu hingað til gert. Steingrímur var spurður hvort um einhverja samvinnu yrði að ræða á þessu sviði á milli ís- lenskra og norskra stjórnvalda og sagði hann þá: „Tómas Árna- son, ræddi við viðskiptaráðherra Noregs, þegar hann var úti, og gerði grein fyrir okkar sjónar- miðurn, og í framhaldi af því var lofað að koma til okkar upplýs- ingum strax og þetta hefði verið afgreitt í Noregi, en þær höfum við ekki enn fengið.“ -AB ■ Smátt og smátt verða dagarnir lengri og birtan skiptir um blæ, eins og sést á þessari stemmningarmynd í Ijósaskiptunum, sem tekin var í gær. ARNÞOR MUN FÁ STÖÐUNA Menntamála- ráðherra mun skipa hann í em- bætti í dag ■ Tíminn hefur það eftir áreið- anlegum heimildum, að Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, hafi ákveðið að skipa Arnþór Helgason, í stöðu deildarstjóra við Námsbókadeild Blindra- bókasafnsins, en eins og komið hefur fram í fréttum, þá lagðist meirihluti stjórnar safnsins gegn því að Arnþór, eini umsækjand- inn um stöðuna, fengi hana, á þeim forsendum að sjáandi maður yrði að gegna þessari stöðu, sem varð til þess að formaður stjórn- ar safnsins, Halldór Rafnar, vís- aði málinu til ráðherra, og lýsti því yfir að ef Arnþór fengi ekki stöðuna, þá segði hann af sér formennsku í stjórn safnsins. Ttminn hefur aflað sér heimilda fyrir því, að mennta- málaráðherra hafi kynnt sér öll gögn í málinu rækilega, og kom- ist að þeirri niðurstöðu að rök- semdir meirihlutans gegn því að Arnþór hlyti stöðuna væru létt- vægar í þessu niáli, og hann teldi hann fyllilega hæfan til þess að gegna stöðunni. Hcrma heimild- ir T ímans að stjórn safnsins muni verða greint frá þessari ákvörðun menntamálaráðherra í dag. - AB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.