Tíminn - 10.03.1983, Síða 5

Tíminn - 10.03.1983, Síða 5
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 ■ Þór Magnússon þjóðminjavörður tekur við gjöflnni af Ásbirni Sigurjónssyni. Sonur Ásbjarnar, Sigurjón fylgist með. Tímamynd GE Sögufraegur bátur afhentur Þ jódm in jasaf n i „FflÐIR MINN SAGÐI MÉR AÐSEUfl HANN ALDREI” — segir gefandinn, Ásbjörn Sigurjónsson ■ „Faðir minn keypti þennan bát t Englandi á sínum tíma og reri honum oft, enda var hann mikiil íþróttamaður. Hann gaf mér hann síðan árið 1936 með þeim orðum að ég skyldi fara vel með hann og aldrei selja hann frá mér. Eg reri honum dálítið á mínum ungu árum, en síðan 1946 hefur hann verið geymdur í minni umsjá og ekki hreyfður." Svo sagðist Ásbirni Sigurjónssyni í Álafossi frá í gær er hann afhenti Þjóðminjasafni íslands að gjöf frægan bát, sem kom við sögu á sérkennilegan hátt í sjálfstæðisbaráttunni. Þetta er lítill kappróðrabátur, sá hinn sami og Einar Pétursson fyrrum kaupmaður í Reykja- vík og bróðir Sigurjóns Pétussonar í Álafossi reri út á Reykjavíkurhöfn með bláhvítan fána, hvítbláinn við hún þann 12. júní 1913. Um þær mundir var mikil hreyfing fyrir því að gera hvítbláinn að þjóðfána íslendinga, enda vakti tiltæki Einars hörð viðbrögð Dana. Skipherra varðskipsins Islands Falk. sem lá þá á höfninni lét gera út bát og taka Einar fastan. Síðan fór skipherrann upp í stjórnarráð og mótmælti því að íslenskir bátar reru með þennan fána við hún. Reykvíkingar létu í ljós álit sitt með því að draga hvítbláinn að húni víða um borgina og margir reru út að varðskipinu með fánann uppi, m.a. Sigurjón Péturs- son á sama bátnum og Einar fyrr um morguninn og þeim sama og Ásbjörn sonur hans hefur nú afhent Þjóðminja- safninu til eignar og varðveislu. Báturinn stendur nú í anddyri Þjóð- minjasafnsins með hvítbláinn við hún og verður þar til sýnis næstu vikur. Síðan verður hann væntanlega til sýnis í sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins. Bátur- inn er afar vel til hafður og ber umhirðu fyrri eigenda sinna fagurt vitni. Gjöfin er gefin safninu nú í tilefni af afmæli Sigurjóns Péturssonar, en hann hefði orðið 95 ára í gær ef hann hefði lifað. JGK ■ Mynd frá hinum sögulega atburði árið 1913. Bátar frá danska varðskipinu Islands Falk hafa umkringt Einar Pétursson á kappróðrarbátnum, sem nú hefur verið afhcntur Þjóðminjasafninu tii eignar. „Ekkert óeðlilegt við uppsagnirnar” — segir starfsmannastjóri SS Tónleikar á Ðorginni ■ í kvöld verður konsert á Borginni frá kl. 9 til 1 og koma fram hijómsveit- irnar Hazk, Iss og HAUGUR. Hazk hefur komið fram einu sinni áður á rokkhátíðinni í MS, Iss er nýja hljóm- sveitin sem Einar Örn fyrrum söngvari í Purrkk Pillnikk hefur stofnað og HAUGUR eru gífurlega efnilegir náungar, helmingur þeirra er úr Jonee Jonee sálugu sem hafa fengið til liðs við sig hljómborðsleikara frá Húsavík, Helga Pétursson og gítarleikarann Einar Pálsson. Forsala aðgöngumiða í STUÐ-búð- inni. ■ „Það er ekkert óeðlilegt við þessar uppsagnir. Fyrst og fremst er þetta í garnahreinsunardeildinni, þar sem vinna er tímabundin og fólki hefur undanfarin ár verið sagt upp með bréfi um þetta leyti, að vísu heldur fyrr nú en venjulega. Vinnan verður nú búin um miðjan apríl en hefur verið út apríl eða fram í maí nú síðustu 4-5 árin. En fólkið sem þarna ér um að ræða veit það í upphafi ráðningar að vinnan er ekki lengri en þetta," sagði Teitur Lárusson, starfsmannastjóri Sláturfélags Suður- lands er hann var spurður um ástæður uppsagna um 30 starfsmanna hjá SS á Selfossi, sem Tíminn greindi frá í gær. Aðspurður kvað hann einnig um ein- hverja fækkun að ræða í kjötskurðar- deildinni, vegna mikillar birgðasöfnun- ar. Þar sé um það að ræða að of mikill mannskapur hafi verið ráðinn seinni- partinn í vetur. „Og það er bara verið að fækka þar aftur,“ sagði Teitur. - HEI Náðirðu öllu þessu? . Þó nýja MAMIYA U sé, eins og þú sérð, ótrúlega fyrirferðar- lítil, er hún samt meðal fullkomnustu 35 mm myndavéla á markaðnum. Enda má segja að fæðing hennar hafi gengið framar vonum í alla staði. Hún er hlaðin tækninýjungum þó hún beri það ekki utan á sér. Engu var til sparað svo þessi knáa myndavél yrði eins auðveld í meðförum og skilaði jafn frábærum myndum og raun ber vitni um. 1 Mjög fullkominn Ijósmælir vinnur með lokaranum sem stillir á réttan hraða og Ijósop eftir birtuskilyrðum hverju sinni allt frá f. 2,8 á hraða 1 /8 úr sek. til f. 16 á hraða 1/500 úr sek 2. Þegar hraðinn fer niður fyrir 1/30 sek. lætur vélin vita að nota þurfi þrífót eða flass með því að gefa frá sér bæði hljóð (bíííb) og Ijósmerki. 3. Mjúkur afsmellari kemur í veg fyrir að vélin hreyfist þegar smellt er af og gefur því skarpari myndir. 4. Innbyggt lok fyrir linsuna. Ef lokið er fyrir er ekki hægt að smella af. 5. Sjálftakari. 6.Verö frá kr. 3.540—3.650 I UIAMIYA U - TEKUR ALLT NEMA PLÁSS. HflNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER UMBOÐSMENN S. 20313 S. 82590 S. 36161 UMALLTLAND MAMIYA U ER FÆDD. HUN ER 35MM, 11,5CM Á BREIDD, 6.5CM Á HÆÐ, VEGUR 230G OG SEGIR BÍÍÍB!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.