Tíminn - 10.03.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 10.03.1983, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 7 ■ Claudia Cardinale með litlu dóttur sína, sem hún eignaðist 41 árs, - en hún átti fyrir 21 árs son: „Það er ótrúlegt og indxlt að vera aftur orðin móðir með ungbarn." egi og Svíþjóð og í nóvember s.l. var mér í fyrsta sinn boðið að stjórna í mínu gamla heima- landi, Austurríki. Þar var ein- mitt tekið upp fyrir austurríska útvarpið verk eftir Austurrík- ismanninn Schultze, sem hann samdi fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands og tileinkaði henni þegar hún fór til Austurríkis í tónleika- ferð fyrir tveim árum. Það er mjög gaman að fá svona tækifæri, það er mjög hollt fyrir mann að kynnast nýjum hljómsveitum og stjórna þeim. En það er óvenjulegt að fara í tvær tónleikaferðir með svona stuttu millibili, þetta er tilviljun að það hittist svona á núna. Þú sagðir að það væri gott fyrir stjórnanda að stjórna nýjum hljómsveitum. En hvað um hljómsveit eins og Sinfóníuna okkar, er gott fyrir hana að fá oft nýja stjórnendur? Já það tel ég vera. Fyrir svona litla hljómsveit eins og SÍ tel ég að það sé alveg nauðsynlegt að fá nýja menn, kynnast nýjum handbrögðum og nýjum vinnu- brögðum. Ég held að það sé ekki gott að sami maðurinn stjórni lengi, ekki nema það sé einhver stórsnillingur, en þeir ráða sig nú ekki til starfa hjá okkur. Ekki Karajan og svoleiðis menn. Þú stjórnar tónleikum hjá Sinfóníunni í kvöld, hvað verður þar á efnisskrá? Það verður Snúningur eftir Schultze, sem ég minntist á áðan, síðan kemur Trompet- konsert eftir Haydn og þar verð- ur ungur Norðmaður einleikari, mjög góður, sem hefur verið fyrsti trompetleikari hjáBoston Sinfóníunni. Mér skilst að hann sé af íslenskum ættum, hafi átt íslenska ömmu en ég veit ekki hvort það er satt, ég hef ekki hitt hann ennþá. Síðan endar þetta á Sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius. Það hefur lengi verið litið á mig sem stjórnanda nútímaverka fyrst og fremst, en upp á síðkast- ið hef ég farið að stjórna meir og meir af rómantískum verkum, Brahms, Beethoven, Schubert og svo auðvitað Sibelius og ég hef afar gaman af að fást við þess háttar tónlist.“ JGK sanngjarnan og hafa góðan skilning á stöðu beggja aðila. Hawke hefur ekki sízt unnið sér álit fyrir að hafa leyst margar erfiðar kaupdeilur. Sumir fréttaskýrendur telja, að það geti valdið honum mest- um erfiðleikum, að innan Verkamannaflokksins og einn- ig innan verkalýðshreyfingar- innar er að finna róttæk öfl, sem láta talsvert að sér kveða og hafa haft horn í síðu Hawkes. Þau telja hann vera of langt til hægri. í kosningabaráttunni þótti Hawke helzt til óspar á loforð, en það getur bætt nokkuð úr skák, að hann orðaði þau ekki nákvæmlega og getur það veitt honum nokkurt svigrúm. Aðalloforð hans var að vinna bug á atvinnuleysinu, en andstæðingar hans töldu það næsta óljóst, hvernig hann hugsaði sér að gera það. Hawke hagaði annars kosn- ingabaráttunni mjög á þann veg, að hann deildi hart á stjórn Frasers og efnahags- stefnu hennar. Fraser væri að- dáandi Margarets Thatcher og Reagans og væri á sömu villi- götum ogþau. Það væri megin- orsök atvinnuleysisins í Ástra líu. Fraser svaraði með því, að hann afneitaði síður en svo Thatcher og Reagan, heldur áliti hann þau á réttri braut og hann teldi sér til tekna að fylgja svipaðri stefnu og þau. Jafnframt dró hann upp dökka mynd af því, hvernig fara myndi, cf Hawke fengi völdin. Meðal annars myndi gjaldmiðillinn og spariféð verða að engu. Fellir öldungadeildin ríkisstjórn Hawkes? Hún hefur ádur fellt ríkisstjórn Verkamannaflokksins ■ ÚRSLIT þingkosninganna í Ástralíu urðu á aðra leið en í Vestur-Þýzkalandi. í Ástralíu tapaði hægri stjórnin undir for- ustu Malcolms Fraser, en Verkamannaflokkurinn fékk góðan meirihl.uta í fulltrúa- iJeild þingsins. Ríkisstjórn, sem foringi Verkamannaflokksins, Bob Hawke, er nú að mynda, mun taka við völdum um helgina. Sigur Verkamannaflokksins varð þó ekki alger í kosning- unum. Þingið í Ástralíu skiptist í tvær deildir, fulltrúadeild og öldungadeild. Til fulltrúadeild- arinnar er kosið í einmennings- kjördæmum, en til öldunga- deildarinnar í fylkjunum. Úr- slit í kosningum til hennar verða því oft önnur en í kosn- ingum til fulltrúadeildarinnar. Svo fór einnig að þessu sinni. Lítill flokkur, Lýðræðisflokk- urinn, fékk þar oddavaldið. Þótt litið sé á fulltrúadeildina sem aðaldeild þingsins og sjaldan komi til árekstra milli deildanna, hefuröldungadeild- in eigi að síður stöðvunarvald. Þetta vald notaði Fraser sér eftir að hann tók við forustu í Frjálslynda flokknum til að fella stjórn Verkamanna- flokksins. Stjórnarandstæðing- ar höfðu þá meirihluta í öld- ungadeildinni og Fraser beitti honum til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin fengi fjárlög afgreidd. Bob Hawke hefur lýst yfir því, að hann muni sjá við þessu. Það muni verða eitt fyrsta verk hans að hefja við- ræður við Lýðræðisflokkinn og tryggja sér stuðning hans. Fréttaskýrendur telja, að það geti reynzt örðugra en Hawke vill vera láta. Lýðræðis- flokkurinn mun gjarnan vilja sýna vald sitt og selja stuðning sinn dýrt. ■ Malcolm Fraser. HAWKE ætlar sér að semja við fleiri aðila. Hann hafði það fyrir helzta einkunnarorð sitt í kosningabaráttunni, að hann ætlaði að sameina þjóðina, en Fraser hefði sundrað henni og blásið að glóðum óeiningar, einkum þó með því að efna til árekstra milli samtaka launa fólks og atvinnurekenda. Hawke sagði það yrði í byrjun aðalverkefni stjórnar sinnar að ná samkomulagi milli samtaka aðila vinnumarkaðar- ins Qg tryggja stuðning þeirra við efnahagsstefnu stjórnar- innar. Hann lét líka óspart í það skína, að hann væri rétti mað- urinn til að vinna að slíku samkomulagi. Þetta þótti held- ur ekki fjarri lagi. Hawke nýtur mikils stuðn- ings hjá verkalýðssamtökun- um, enda hefur hann verið formaður Alþýðusambands Ástralíu um 10 ára skeið. En jafnframt nýtur hann viðurkenningar hjá atvinnu- rekendum. Þeir telja hann Ýmsir fréttaskýrendur telja, að Fraser hafi skotið yfir mark- ið með þessum áróðri. í utanríkismálum og varn- armálum mun Hawke fylgja í höfuðatriðum svipaðri stefnu og fyrirrennari hans. Sumir fréttaskýrendur telja, að hann geti' þó orðið enn hliðhollari ísrael. Hawke hefur aldrei farið dult með, að hann væri mikill aðdáandi ísraelsmanna ogvildi að Ástralía veitti Ísrael stuðn- ing eftir beztu getu. ÞAÐ VORU fyrstu við- brögð Frasers eftir að úrslitin urðu kunn að leggja niður formennsku í Frjálslynda flokknum. Gizkað er á, að hann muni bráðlega segja af sér þingmennsku og draga sig alveg út úr stjórnmálum. Fraser hefur verið forsætis- ráðherra óslitið síðan 1975. Hann efndi til kosninga nú átta mánuðum fyrr en hann þurfti. Ýmsir stuðningsmenn hans töldu þetta óráð, þar sem efna- hagsspár fóru líka batnandi. Fraser mun hins vegar hafa talið rétt að efna til kosninga áður en Hawke hefði fest sig í sessi sem formaður Verka- mannaflokksins, en hann efndi til þeirra strax og kunnugt varð um, að formannsskipti yrðu í Verkamannaflokknum og Hawke væri líklegastur til að vera næsti formaður flokksins. Þetta verður í annað sinn, sem Verkamannaflokkurinn í Ástralíu myndar ríkisstjóm. Hann kom fyrst til valda í september 1972 og stóð stjóm hans þangað til í nóvember 1975. Sú stjórn hans fór allvel af stað, en lenti síðan í ógöngum, aðallega vegna árekstra við öldungadeildina. Það mun skipta miklu fyrir Verkamannaflokkinn, að hon- um takist betur nú en þá. Þórarinn F1 Þórarinsson, ritstjóri, skrifar L

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.