Tíminn - 10.03.1983, Side 8

Tíminn - 10.03.1983, Side 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umojónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leif sdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útiitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Pinklarnir frá Geir og Albert ■ Víða af landinu berast þær fréttir að kauphækkunin um mánaðamótin hafi komið mörgum fyrirtækjum í greiðsluþrot. Enn verra er þó það, að margir atvinnurekendur sjá ekki fram á annað eftir þesSa miklu kostnaðarhækkun en að þeir verði að draga saman reksturinn eða hætta honum alveg. Þetta geta menn vel gert sér Ijóst, þegar atvinnurek- endur í Noregi og Svíþjóð telja sig ekki geta rekið fyrirtæki sín áfram, þótt kaup hækki ekki meira en 1-2%. Hér varð hækkunin um mánaðamótin 15%. Það fer ekki neitt milli mála hverjir lögðu þennan pinkil á atvinnurekstur. Það voru þeir, sem stöðvuðu vísitölu- frumvarp forsætisráðherra um að fresta vísitöluhækkun um einn mánuð eða á meðan leitað væri samkomulags um frekari úrræði gegn verðbólgunni. Það var alltaf vitað, þar sem kosningar voru í nánd, að Alþýðubandalagið myndi snúast gegn frumvarpinu. For- sætisráðherra treysti hins vegar á, að flokksbræður hanns í stjórnarandstöðu myndu veita frumvarpinu brautar.- gengi. Þeir höfðu talað svo fagurlega um stuðning sinn við atvinnuvegina. Þegar á hólminn kom og eftir tilheyrandi leynimakk, gengu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru í stjórnar- andstöðu, til liðs við Alþýðubandalagið og hjálpuðu til að stöðva frumvarpið. Forustumenn þessa leynimakks voru þeir Geir Hall- grímsson og Albert Guðmundsson. í raun geta atvinnu - rekendur þakkað Geir og Albert pinkilinn, sem lagður var á þá um mánaðamótin. En það hafa fleiri fengiðpinkla frá þeim Geir og Albert síðan um mánaðamót. I kjölfar kauphækkunar um mánaðamótin hafa komið verðhækkanir á landbúnaðar- og sjávarafurðum,og raunar flestum vörum, því að ekki greiða kaupmenn launahækkunina úr eigin vasa. Þá hefur flest þjónustu hækkað. Þeir eru orðnirsvo margirslíkirpinklar, aðkauphækk- unin, sem láglaunamenn fcngu um mánaðamótin, erfokin út í veður og vind. Eins og nú horfir, verða þetta þó ekki síðustu pinklarnir frá þeim Mbert og Geir. Nú eru þeir í óðaönn að semja við Alþýöubandalagið um tvennar þingkosningar á fyrri helmingi þessa árs. Ólíklegt er, að eitthvað fáist gert í efnahagsmálum fyrr en eftir þær. Menn skyldu því fara að búa sig undir nýtt pinklaflóð frá þeim Geir og Albert í byrjun júnímánaðar. Mbl. og réttarríkið Ofsinn á ritstjómarskrifstofum Morgunblaðsins ríður ekki við einteyming þessa dagana. Sl. föstudag ræðst blaðið af heift að Tómasi Árnasyni viðskiptaráðherra, vegna kröfu Verðlagsstofnunar um lögbann á einhliða hækkun borgaryfirvalda á fargjöldum Strætisvagna Reykjavíkur. Segir blaðið viðskiptaráðherra bera pólitíska ábyrgð á aðgerðum Verðlagsstofnunar. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Verðlagsstofnun'heyrir undir verðlagsráð og tekur ekki við fyrirmælum frá viðskiptaráðherra. Morgunblaðinu væri nær að veitast að Verðlagsráði, sem án efa getur svarað fyrir sig. I því efni ættu Morgunblaðinu að vera hæg heimatökin, því í ráðinu eiga sæti fulltrúar hækjuliðsins í Sjálfstæðisflokknum, Vinnuveitendasambandsins og Verzlunarráðsins. Báðir þessir aðilar hafa lagt blessun sína yfir aðgerðir Verðlags- stofnunar. Hinar ofsafengnu árásir Morgunblaðsins í þessu máli sýna vel hversu bágt ástandið er á þeim bæ. Á tyllidögum er Morgunblaðið að eigin sögn einn af máttarstólpum réttarríkisins. Þegar annað hentar í hinni pólitísku baráttu, kveður við annan tón. Þá hvetur Morgunblaðið borgarstjórann í Reykjavík til að vega að undirstöðum réttarríkisins og hafa landslög að engu. Þessa ættu kjósendur að minnast í komandi kosningabaráttu. Þ.Þ, Óskaframbjóð- endur ■ Regína Thorarensen á Selfossi, sem eitt sinn var kennd við Gjögur, hefur löngum verið skeleggur málsvari sjálfstæðisstefnunn- ar. en talar tæpitungulaust um þau málefni scm önnur. Hún gerir lítillega úttekt á flokknum og framboðsmál- um hans í grein í DV í gær, og segir að ráðandi menn sem stjórna Sjálfstæðis- flokknum gcri allt sem þeir geta, bæði viljandi og óvilj- andi til að kljúfa flokkinn í cins mörg brot og hægt er. Greinin er að meginuppi- stöðu stuðningur við frant- boð Sigurlaugar Bjarnadótt- ur á Vestfjörðum, sem flokksvélin í Reykjavík vildi ekki hafa í framboði, og telur Regína það sýna einræði og fyrirhyggjuleysi hjá stjórn- endum Sjálfstæðisflokksins. Síðan gerir Regína grein fyrir hvcrnig óskaframbjóð- endur flokkseigenda eru valdir: „Sigurlaugu Bjarnadóttir er ekki uppalin í Heimdaili. Hún er alin upp á myndar- heimili í sveit og þar af leið- andi gjörþekkir hún atvinnu- vegi þjóðarinnar. Sigurlaug réttir ekki upp höndina þegar formaður þingflokksins segir henni að gera það, eins og þeir lærðu í Heimdalli að gera - og cr orðið allt of mikið af svoleiðis mönnum á Alþingi í dag, sem eru eins og páfagaukar, hlýða bara formanni þingflokksins. Sigurlaug hefur efst í huga að hugsa um hcill og heiður okkar þjóðar, það sem hún álítur þjóðinni fyrir bestu í nútíð og framtíð, og Sigur- laug á mikið persónufylgi í Vcstfjarðakjördæmi því að þar býr greint og fyrir hyggju- samt fólk. Mér líkar þetta vel af Vcstfirðingum að fara í sérframboð láta ekki stutt- buxnadrengi ráða sem eru uppaldir og hafa sína visku og brjóstvit þurrkað út af Heimdalli. Þeir sjá aldrei neitt frant í tímann og þegar sjónin er bcst hjá þeim sjá þeir bara niður á stóru tá á sér. Verkin tala svo, að ráð- andi menn í Sjálfstæðis- flokknum vilja koma þessum blessuðum nefanöglum á þing. Þeir crru vanir að kunna að rétta upp höndina þegar formaður flokksins kallar. Ég verð nú bara að segja eins og cr að ég vor- kenni þcssum blessuðum súkkulaðidrengjum sem þekkja ekki neitt til atvinnu- vega þjóðarinnar og eru kosnir af ofurkappi á Alþing og lagt mikið í kostnað af flokksvél Sjálfstæðisflokks- ins. Hvernig eiga þeir að fara að því að skipta þjóðarkök- unni og það þegar hún er lítil eins og nú cr sagt að hún sé?" Óskaíhald Jón Baldvin Hanniblasson, fyrsti maður á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík, sendir Samtökum áhugamanna um jöfnun atkvæðisréttar kveðju sína í 10 dálka uppslætti í Morgunblaðinu í gær. Þar endurtekur hann afstöðusína í kjördæmamálinu, sem sagt algjöra jöfnun atkvæðisrétt- ar, og tíundar breytingartil- lögur sínar sem búið er að fella á Alþingi. en kallar málamiðlun þá sem formenn stjórnmálaflokkanna, nt.a. Alþýðuflokksins, um jöfnun atkvæðisréttar, gerræði með meiru. Grcin sína endar frambjóðandinn með þessum orðum: „Og ég beini því til for- ráðamanna Samtaka áhuga- manna um jafnan kosninga- rétt, að þeir beiti áhrifum sínumm, hvar sem þcir geta, til þess að fá því framgengt, að með stuðningi við þessa breytingartillögu verði því bjargað seni bjargað verður í baráttunni fyrir mannréttind- um og viðurkenningu á grundvallarreglum lýðræðis; legrar meirihlutastjórnar í landinu." Látið hefur verið að því liggja, að svo kunni að fara að íhaldsmennirnir sem mynda nefnd samtök hyggi á framboð til áréttingar hugð- arefnum sínum. Samkvæmt því getur svo farið að íhaldið bjóði fram þrjá lista í Reykja- vík. En samkvæmt þessu er al- gjör óþarfi fyrir áhugamenn- ina um jöfnun atkvæðisréttar að fara að vasast í sérfrant- boði. Þeir geta með bestu samvisku sameinast um Jón Baldvin Hannibalsson. Það eru kannski fleiri málefni sem þeir geta sameinast um en atkvæðisrétturinn einn, án þess að þurfa að leita sér- stakrar málamiðlunar þar um. Góður fréttaflutn- ingur af Framsókn Talandi um framboðsmál má ekki gleyma garminum honum Katli. Þjóðviljinn hefur sýnt skoðanakönnun- um og framboðslistum Fram- sóknarflokksins verðuga at- hygli undanfarnar vikur og fjallað um þau af enn meiri áhuga en framboðsmál Al- þýðubandalagsins. 1 gær var það stórfrétt á baksíðu að Gunnlaugur í Hvilft tæki ekki sæti á framboðslista fram- sóknarmannaá Vestfjörðum, og ástæðan sögð slæm útreið í prófkjöri. Þetta er rétt hjá niálgagninu og það er skaði fyrir Framsóknarflokkinn að jafn ágætur maður og Gunn- laugur Finnsson skuli ekki vera á listanum. En það er annað fréttamat sem kemur fram í því að birtur er í sama tölublaði listi Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Svoleiðis frétt er neðst á síðu inni í blaði og hvergi minnst orði á að Soffía Guðmundsdóttir, varaþing- maður, er hvergi finnanleg á þeim lista. Ekki sérlega fréttnæmt, en hvað veldur? OÓ starkaóur skrifar „Hid vonda, sem ég vil ekki, þad gjöri eg” ■ ÞAÐ hefur reynst mörgum manninum, sem talið hefur sig fyrirmynd annarra manna og leiðarljós fólksins á hinni einu réttu leið, erfitt að feta þröngan stíg dyggðarinnar þegar verkin þurfa að tala. Kemur þá fram, það sem Páll postuli harmaði í Rómverjabréfi: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“ Um þetta höfum við séð nokkur dæmi nú að undanförnu. Nærtækast er að minna á krossfarann gegn „spillingu" stjórnmálafiokkanna, Vilmund Gylfason. Hann hefur lengi gagnrýnt flokkana harðlega fyrir að þeir noti ríkiskerfið sér og sínum til framdráttar og hruðli með almannafé í eigin þágu. Auðvitað eru þcssar alhæfingar hans fjarri öllu lagi, en látum það vera; þetta er hans skoðun. En hvað gerir hann svo sjálfur? Jú, hann misnotar aðstöðu sína sem eini þingmaður Bandalags jafnaðarmanna og lætur Alþingi senda út fimm þúsund áróðursbréf fyrir sig og Bandalagið. Þarna lætur þingmaðurinn allan almenning í landjnu greiða fyrir eigin áróður. Hér áður fyrr hefði þessum þingmanni þótt slíkt framferði hjá öðruin í meira lagi siðlaust. Þannig er oft erfitt að sjá bjálkann í eigin auga. Þetta litla dæmi er - eða ætti að vera - ósköp lærdómsríkt fyrir fólk. Það ætti að sýna Ijóslega hversu lítið er að marka stóryrtar fordæmingar upphlaupsmanna, sem eru ekki fyrr komnir í valdaaðstöðu en þeir fara sjálfir að framkvæma það sem þeir höfðu áður fordæmt. BLINDA á eigin sök er vafalaust algeng, en hún kemur þá fyrst verulega að sök er viðkomandi láta til sín taka á opinberum vettvangi. Eðliicgt er að krafist sé sérstakrar varkárni og aðgætni af þeim, sem af einhverjum ástæðum hafa verið ráðnir til ábyrgðarstarfa hjá ríkisfjölmiðlum. Öhlutdrægni er sú vinnuregla, sem krafist er af fréttamönnum á ríkisfjölmiðlunum, og það á auðvitað ekki aðcins við óhlutdrægni pólitískt heldur einnig á öðrum sviðum. Þegar fréttamenn leiðast út af þcssari braut og eru sýnilega sjálfir með ákveðna skoðun á því máli, sem þeir eru að fjalla um - eins og fram kom í Kastljósþætti nýverið um komu frönsku þyrlanna hingað til lands - er sjálfsagt og eðlilegt að vakin sé athygli á þeim mistökum ef vera kynni að það yrði til aðvörunar síðar. Það er augljóst mál, að starf fréttamanna við ríkistjölmiðlana er erfitt, og þeir liggja jafnvel enn frekar undir gagnrýni en blaðamenn almennt, þar sem almenningur telur sig eiga heimtingu á enn skýrari óhlutdrægni af þeirra hálfu en annarra. En þótt skilningur sé á þessu erfiöa hlutverki, þá getur það aldrei orðið til þess að réttmæt gagnrýni sé látin liggja í þagnargildi. Þeir, sem telja sig yfir gagnrýni hafnir, eru líka vísastir til að blindast svo mjög að þeim verði rásgjarnt á braut óhlutdrægninnar. Umfjöllunin í dagblööum um þáttinn um frönsku þyrlurnar verður því vonandi til þess að draga úr líkunum á því að slíkir hlutir endurtaki sig. Og þá er tilganginuin náð. ■ - Starkaður

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.