Tíminn - 10.03.1983, Síða 9

Tíminn - 10.03.1983, Síða 9
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 Astir keppinauta ■ Keppni af flestu tagi hefur þá eigin- leika sem þarf til að skapa spennu- frásögn, og er því vinsælt viðfangsefni í kvikmyndum. Stjörnubíó hefur að undanförnu sýnt eina slíka kvikmynd, sem heitir einfaldlega „Keppnin" (The Competitionjog fjallar á snyrtilegan hátt um ungt fólk, sem tekurþátt í mikilvægri samkeppni píanóleikara. Tveir keppandanna eru höfuðper- sónur myndarinnar; aðrir eru meira til ^ uppfyllingar. Þetta eru Paul (Richard Dreyfuss) og Heidi (Amy Irving). Að- stæður þeirra í lífinu eru mjög ólíkar. Paul er af fátækum kominn og faðir hans þarf að þræla sér út á gamalsaldri til þess að sonurinn geti helgað sig píanóleikn- um. Paul er þar aðaukiað komast á þann aldur, að hann fær ekki lengur að taka þátt í keppni fyrir unga píanóleikara ; þessi umrædda keppni, sem myndin fjallar um, er því síðasta tækifæri hans til að sigra á slíkum vettvangi. Heidi er hins vegar yngri og af auðugum komin. Hún nýtur leiðsagnar og aðstoðar frægs og metnaðargjarns kennara, Greta Vandemann (Lee Remick). Þau Paul og Heidi hafa það sameiginlegt, að líf þeirra hefur frá barnsaldri snúist um tónlist og píanóleik. En svo þegar þau hittast kemur ástin til skjalanna. Það er vafalaust ekki auðgert að blanda ástarsögu og sígildri tónlist sam- an með þeim góða árangri , sem Joel Oliansky nær í þessari mynd. Þar kemur bæði til að persónukleiki söguhetjanna kemst til skila og vekur áhuga. Það á ekki aðeins við um Paul og Heidi, heldur einnig hinn kappsfulla kennara (Lee Remick) og hljómsveitarstjórann í keppninni, sem Sam Vanamaker leikur með skemmtilegum hætti. Jafnframt tekst að gera píanóleikinn skemmtilegan og spennandi, m.a. með fjölbreytilegri i myndatöku, jafnvel fyrir þá sem sjaldan hlusta á slíka tónlist. Þótt keppinautunum reynist nokkuð erfitt að finna meðalveginn milli þess keppnisskaps og metnaðar, sem þau hafa alist upp víð frá barnæsku, og ástarinnar sem kviknar á milli þeirra, þá tekst það þó að lokum á sannfærandi og væmnislausan hátt. Hitt er svo aftur meira vafamál hvort þau muni lifa ham- ingjusöm upp fá því eins og í ævintýrun- um. - ESJ I f jórum líhum ■ Út eru komin tvö bindi af ljóðasafni • Auðuns Braga Sveinssonar kennara og ljóðasmiðs. Þar sem hér er eingöngu safnað saman ferskeytlum af ýmsum gerðum, er réttnefni að kalla safn þetta „í fjórum línum". Fjöldi höfunda er talinn vera um 350 alls í báðum þessum bindum. Þótt vandlátir menn í Ijóðagerð mundu ekki kalla sumt af því, sem hér er á borð borið, neinn skáldskap, er þó meirihlutinn af því, sem hér er safnað saman í aðgengilegu riti, vel ort, og munu sumar þessara vísna lengi lifa. Það er erfitt að velja í svona rit og spurningin er, hvað á að taka og hverju á að hafna? Þó hefði Auðunn Bragi mátt sleppa ýmsu sem hér er tekið, jafnvel nokkrum vísum eftir sig sjálfan, Öllum vísum í þessu riti fylgir greina- góður formáli og eykur það gildi þeirra og er á vissan hátt sagnfræðilegt. Auðunn Bragi er ágætur hagyrðingur með skáldablóð í æðum og hefði hann fæðst einni öld fyrr væri hann talinn í hópi snillinganna í alþýðukveðskap, þeirra Símonar Dalaskálds og Sigurðar Breiðfjörð. Ég vil benda þeim, sem unna hinni gömlu íslensku Ijóðagerð á að kynna sér þetta safn, og þeir munu ekki verða fyrir vonbrigðum. Hér eru margar ágætar vísur, sem sanna að hin forna íslenska ljóðagerð er ekki útdauð og mun lifa um ókomnar aldir. Ég ætla að nefna hér nokkrar vísur, sem ég tek af handahófi úr þessu safni. Kristján Jónsson Fjallaskáld kveður að leiðarlokum: ■ Auðunn Bragi Sveinsson Ó, að ég hreyfðist hinzta sinn, hýrður víns af tári og bana yrði beður ntinn bjartrar drósar nári Um mann lítinn vexti, sem átti börn hér og þar, kvað Egill á Húsavík: Enn er honum um það kennt, ef að gildnar svanni. Það er öflugt element í ekki stærri manni. Hjálmar frá Hofi kveður um haustið: Skúrir stækka, skinið dvín skuggar hækka í bænum. Sumar lækkar Ijósin sín, laufum fækkar grænum. Um stökuna yrkir Jóhannes frá Aspar- vík: Elda kyndir unaðar, allar syndir bætir. Vekur yndi alls staðar andans lyndi kætir. Þegar ég var á miðjum aldri kontu fram á sjónarsviðið ágæt skáld, sem ekki fylgdu hinum fornu rímreglum. Má þar nefna: Stein Steinar, Jón úr Vör og MatthíasJóhannessen. Þaðmætti raunar nefna ýmsa aðra, sem gert hafa garðinn frægan, en hér er ekki um neitt skáldatal að ræða. Þessi þrjú skáld, sem ég ncfni hér á undan, eru allir vel þekktir og ljóð þeirra mikið lesin, þótt ekki séu þau í hefð- bundnum stíl. Fyrir nokkrum árum kom út ljóðabók eftir skáld eitt, en bók þessi er þannig úr garði gerð, að hvorki ég né aðrir þeir, sem ég talaði við, skildu eina einustu línu í ljóðagerð þessari. Líklega hafa ljóð þessi ekki verið ætluð almenningi, en hvað sem þessu líður,er nafn þessa manns í skáldatali og sannast þar, að sínum augum lítur hver á silfrið. Fyrir nokkrum árum var því haldið fram, að hin forna Ijóðagerð íslendinga væri að deyja út og annað form yrði alls ráðandi. Enginn þarf að halda að svo verði. Fullrímuð Ijóð munu um ókomnar aldir halda velli við hlið annarra ljóða, órímaðra eða í óbundnu formi. fslensk Ijóðagerð er að stofni til meir en þúsund ára gömul, en hefur tekið nokkrum breytingum í tímanna rás. Söfn Ijóða í hefðbundnum stíl eiga því fullan rétt á sér, því ber að þakka þeim, sem enn halda í forna hefð. Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum „...dreymi þig um dýrðlegt næði drífðu þig í uppvaskið" ■ Þótt konur hafi nokkuð komið við sögu í þessum þáttum hefur það þó engan veginn verið í réttu hlutfalli við framlag þeirra til hinnar íslensku lausavísu. Kannski er stakan einmitt það fornt, sem þeim er tungutamara, því að þeim hefur sjaldnast verið gefinn tími til að liggja á hægindum og bíða þess að andinn komið yfir þær. Eða, eins og Margrét í Dals- mynni segir: Ef þú þarft aö yrkja kvæði, eða þráir kyrrð og frið, dreymi þig um dýrðlegt næði drífðu þig í uppvaskið. Annars er það auðvitað Vatns- endá-Rósa sem kemur fyrst upp í hugann: Hver yrkir heitar um ástina, meðan hún vafir?: Þó . að kali heitur hver, liylji dali jökull ber; steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Og hver orðar það betur þegar eldurinn hefur kulnað á annan veginn - eða báða?: Man ég okkar fyrsta fund forn þótt ástin réni. Nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Ólöf frá Hlöðum: Mcðan glóð í gígnum er, gáski í blóði ungu, munu Ijóð þín leika sér létt á þjóðartungu. Og Ólöf frá Hlöðum um ástina og elskhugann: Láttu brenna logann minn, lof mér enn að skoð'ann, liorfa í enniseldinn þinn, inn í kvennavoðann. Sumarstemning eftir Herdísi Andrésdóttur: Býður fangið hlýtt og hljótt, hlíðarvangi fagur, viðarangan, - engin nótt, allt er langur dagur. Er nú engar slíkar skáldmeyjar að finna í hópi kvenna jafnréttisaldar? Ólína Andrésdóttir: Gleðin smækkar, hryggðin hækkar hróður brást unt andans völl. Skáldum fækkar, landið lækkar loksins sjást hér engin fjöll. Líf Theódóru Thoroddsen var ekki allt af þessum heimi, þótt umsvif eiginmannsins og stór barnahópur gerðu miklar kröfur á hendur henni: Þegar landsins þorna mið og þrjóta vinatryggðir, á ég veröld utan við allar mannabyggðir. Ættfræðingum hættir oft til að gleyma, að ekki eru allir erfðavísar úr karlleggnum. Katrín, móðir Ein- ars Ben. kvað til sonar síns: Ef að þótti þinn er stór, þá er von að minn sé nokkur. Sami dropi, sami sjór sama blóðið er í okkur. Ljósavatnssystur eru sér á parti. Þessi barnagæla mun ekki háfa verið ætluð til að blása að glæðum ættar- stolts og feðradýrkunar: Fjallakauðaforinginn, fantur nauðagrófur, ' er nú dauður afl þinn, Oddur sauðaþjófur. Skín samt ckki innileg væntum- þykja og föðurást í gegnum kulda- gjóstinn í þessari: Firðar draga feikna hlass - forugur er vegur - Earðu nú í fjandans rass láðir minn, elskulegur. Dýrólína Jónsdóttir grípur öruggu handtaki um gullið augnablik og mótar í þessa mynd: Greiða vindar gisin ský, gcislar tinda lauga. Bjartar myndir birtast í bláu lindarauga. Minningarnar verða ekki frá okkur teknar, segir Hulda: Tíminn vinnur aldrci á okkar bestu stundum, ævilangt þær anga frá urðar helgilundunt. (Lesendur athugi, að hér er ekki átt við hið „trausta og fjölbreytta fréttablað" Tímann) Það er sagt, að í nútímastyrjöld, sem háð sé með fullkomnustu vopnum, sem mannsandinn hefur skapað, verði engir sigurvegarar. Ætli ekki gildi eitthvað svipað um baráttu kynjanna? Sveinn FI. Jóns- son virðist hafa verið þeirrar skoðun- ar: Mér hafa stundir margar létt mjúksár armlög kvenna, ætíð eftir bar ég blett, sem báðum var að kenna. Vænti ég svo aukins framlags kvenna í þennan þátt. Sækja verður fram á öllum sviðum jafnt. Bréf séu stíluð til undirritaðs Selárdal 465 Bíldudalur Ólafur Hannibalsson, bóndi í Selárdal skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.