Tíminn - 18.03.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 18.03.1983, Qupperneq 9
FOSTUDAGUR 18. MARS 1983 9 U LLARVERÐIÐ Athugasemd í tilefni af frétt um fast verð hjá Álafossi h ■ Undanfarin ár hefur verö á ull til bænda hækkað nokkuð reglulega á 3ja mánaða frcsti. eins og vísitalan hcfur s;igt til um. eða því sem næst. Þó hafa komið hæðir og lægðir. cins og hæfir verðlags- veðurfari á íslandi. og skal það ekki frekar gert að umræðuefni hér. Vísitöluhækkun á ull á þriggja mánaðafrest.i hefur ekki (að öllu leyti) heppileg áhrif. Því var það aðfrétt í Tímanum, hinn 8. mars s.l. vakti athygli mína. í fréttinni segir að Álafoss h.f. muni borga bændum 13% hærra verð fyrir ull. en verðlagsgrundvöllur segir til um (miðað við 1. mars). en ekki hækka verðið meira á þessu ári. Viturleg og ánægjuleg ákvörðun í frétt Tímans er eftirfarandi haft eftir Pétri Eiríkssyni, forstjóra Álafoss h.f.. ... að Álafoss hygðist síðan greiða sama verð fyrir ullina út allt þetta ár. sem þýddi væntanlega að þeirra verð yrði einhverju lægra en almennt gerist, þcgar líóa tekur á árið". Ég hygg að hér hafi nú verið rakin meginatriði fréttarinnar, þ.e. fast verð á ull út þctta ár hjá Álafossi. Þessi ákvörð- un forráðamanna Álafoss h.f. er bæði ■ Sauðfé viturlcg og ánægjuleg. að mínu mati. Skal nú rakið, í stuttu máli. hvers vegna ég tel þessa ákvörðun skynsamlega. en áður skal fram tekið að engin afstaða verður tckin til þess hvort ákvörðun Álafoss h.f. kann að stangast á lög eða reglur. Rúningstími í stórum dráttum má segja að fé sé rúið á þrcmur tímaþilum: Að vetri Að vori Að hausti Besta ullin er vetrarrúna ullin. að öllu jölnu. næst best er vorrúna ullin og haustullin er verst. í sumum tilvikum er haustullin óliæf söluvara. -aðeins fúnir flókar og skítur. Þessi mismunur í gæöum kemur m.a. fram í rýrnun: Vetrarrúin ull ryrnar ca. 34% Vorrúin ull rýrnar ca. 38% Haustull rýrnar ca. 45% Sama verð í krónum talið (eftir flokkum) fyrir vetrarrúna ull og fyrir haustull þýðir. í M)% verðbólgu. að haustullin. sem lögð er inn u.þ.h. 6 mánuðum seinna er greidd með 77 ..vetrarkrónum" í stað 101) króna. Fast verð hlýtur að hvetja bændur til að rýja fyrr vilji þeir fá liáft verð fyrir ullina. Geymsla á ull Segja má að erfitt sé að geyma svo ull. að gæöi hennar minnki ekki. Eins og verðlagskerfið er. hefur það ekki veriö hvatning fyrir bændur til að koma ullinni frá sér. Sömulciðis hel'ur það heldur ekki hvatt móttökuaöila ullar til hraða í afgreiðslu. Með því að hala fast verð græðir bóndinn ekki á því. að tiíöa eftir næstu ..vísitöluhækkun". Því ætti að Rall eða ekki Fréttir berast af fyrirhuguðum rallak- stri fjölmargra bíla og bifhjóla um há- lendi {slands í ágústmánuði á sumri komanda. Formælendur þessarar al- þjóðlegu keppni telja þetta skemmtilega og saklausa uppákomu, sem sé þó vel fallin til að vekja athygli á íslandi og kynna það sem ferðamannaland. Nátt- úruverndarmenn og ýmsir aðrir eru á annarri skoðun og telja að slík fjöldaum- ferð keppnisbíla um hálendið muni stór- skaða gróður og valda margvíslegum öðrum spjöllum á landinu. Þá benda þeir á, að kynning á landinu, með þessum hætti sé í hæsta máta vafasöm og neikvæð, því að með þessu væri landið auglýst sem hver annar alþjóðlegur sparkvöllur, þar sem allir gætu rótast um eins og naut í flagi. Báðir aðilar hafa nokkuð til síns máls, en náttúruverndarmenn þó miklu meira. Að vísu má segja, að mikið velti á framkvæmd keppninnar, ef af yrði, og að tjón þyrfti ekki að vera tilfinnanlegt, ■ Skaftafell. UMFERÐARMENNING eftir Jón R. Hjálmarsson ef vel og myndarlega væri að verki staðið. En við höfum enga tryggingu fyrir því, að svo takist til, sem best verði á kosið. Því sýnist ekki ráðlegt að taka þá áhættu að hleypa þessu bílastóði á götuslóðana að Fjallabaki eða á Kjalveg og Sprengisand. Það er örugglega rétt hjá þeim náttúruvemdarmönnum að auglýsingagildið fyrir landið af slíkri keppni kæmi út með öfugu formerki. Slík keppni mundi skapa stór- hættulegt fordæmi, og kynni að verða erfitt síðar að losna við árvissar uppá- komur af sama tagi. Þess vegna á hvorki nú né nokkru sinni að leyfa slíka keppni á hálendinu. Snúum vörn í sókn Gróðurríki Islands er fíngert og viðkvæmt. Það hefur verið að ganga saman og rýrna frá því að varanleg búseta hófst hér fyrir ellefu öldum. Á öldinni okkar var þó snemma hafist handa um að stöðva eyðinguna og helst að snúa vörn í sókn. En mest hefur það þó verið af veikum burðum gert, og er árangurinn eftir því. Hvergi hefur eyð- ingin verið eins mikil og á hálendinu, og hvergi er gróðurríkið eins fátæklegt og viðkvæmt sem þar, því að segja má, að þar eigi sérhver jurt í vök að verjast á hverjum tíma. Við eigum skuld að gjalda gagnvart gróðurríki landsins og nú á síðustu árum erum við fyrst einhvers megnug í því efni. Bæði er skilningur fólks orðinn annar og meiri en var á gildi góðrar meðferðar á landinu og svo hefur efna- hagur landsmanna batnað og getan auk- ist. Þá hafa búskaparhættir breyst á þann veg, að nú er orðið auðveldara að sinna friðun og uppgræðslu, til að bæta nokkuð fyrir rányrkju og eyðileggingu fyrri alda. Þegar nú þessu takmarki er náð og útlit fyrir að snúa megi vörn í sókn, sýnist það í hæsta máta varhugavert að hugsa sér að hleypa hundruðum erlendra kappakst- urstækja upp á hálendið, til að troða niður gróður og spæna upp þær litlu jarðvegsleifar, sem þar er að finna. Með slíku framferði kæmi viðleitni land- græðslumanna að litlu gagni og væri raunar gerð hlægileg og fánýt. Friðlönd til fjalla Það sem þjóð okkar er nauðsyn, mörgu öðru fremur, sakir gjörbreyttra búsetu- og atvinnuhátta er, að borgar- búar og annað þéttbýlisfólk eigi griðlönd, sem það gæti horftð til í leyfum og öðrum lausum stundum. Slíka staði, í faðmi stórbrotinnar og fagurrar náttúru landsins á að friða fyrir ágangi búfjar og hlífa við bílaumferð, nema þá á af- mörkuðum brautum. Þar á að styrkja og efla gróður, gera tjaldstæði, reisa sælu- hús og þjónustumiðstöðvar, merkja göngubrautir og gera umhverfið aðlað- andi ogsemeftirsóknarverðast. í Skafta- felli í Öræfum höfum við gott sýnishorn af því, sem koma þarf á mörgum öðrum stöðum í landinu. Þjóðgarðarnir í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum og Þing- völlum eru þó aðeins upphafið að miklu verki, sem vinna þarf. Mörgum öðrum stöðum þarf að breyta í friðlýsta þjóð- garða í næstu framtíð, og má benda á Þórsmörk og Goðaland, sem nærtækt verkefni. Þá má heldur ekki gleyma hálendinu, sem hefur upp á margt að bjóða handa ferðamönnum og dvalar- gestum. Þar ætti að friða og skipuleggja stór landsvæði og stofna þjóðgarða. Má þar til dæmis benda á Hveravelli og helst allt svæðið milli Hofsjökuls og Langjök- uls ásamt Kerlingarfjöllum, Þjórsárver og Arnarfell, umhverfi .Snæfells, Veiði- vötn, Landmannalaugar og sitthvað fleira. Verðtryggð innistæða Ef okkur tækist að friða þessi og ýmis önnur landsvæði og skipuleggja umferð um þau, væri vissulega mikið unnið. Gróður mundi eflast og dafna, þegar húsdýr gengu þar ekki lengur í högum, og þúsundir ferðamanna mundu sækja þangað heilsubót og hamingju. í slíka þjóðgarða mundu ekki aðeins leita okk- ar eigin ferðamenn, heldur einnig út- lendingar, sem mundu fagna því að fá að dveljast þar í friði og ró í óspilltri náftúru við rætur jöklanna. ísland er þegar talsvert ferðamanna- land og getur áreiðanlega orðið það í miklu ríkara mæli. Við getum haft nokkur áhrif á það, hvers konar ferða- menn leita hingað. Það getum við með því að kynna landið okkar á réttan og skynsamlegan hátt. Ef okkur tekst að gera það þekkt meðal milljónaþjóða fyrir stórbrotna og fagra náttúru, tært loft, ómegnað vatn og framar öllu frið- sæld og hreinleika, þá væri það betri og öruggari fjárfesting e'n nokkur verð- tryggð bankainnistæða eða nokkur rall- keppni, hversu stór og mikil sem hún væri. Þá væri tryggt, að hingað leituðu þeir ferðamenn, sem fengur væri að fyrir landið. Slíkir ferðamenn ganga vel um, sýna landinu virðingu og nærgætni og njóta þess að koma hingað aftur og aftur. Þegar svo verður komið, að mest- ur hluti erlendra ferðamanna kemur hingað til að njóta íslenskrar náttúru í friði og við sjálf höfum tamið okkur svipaða umgengnishætti, verður ferða- mennskan æskilegur þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar, því að þá situr umferðar- menning í öndvegi. Landið er grund- völlur tilveru okkar og framtíð þjóðar- innar er undir því komin að það sé nýtt með skipulagi og skynsemi. f. efftir dr. Svein Hallgrímsson vera minni hætta á að ullin skemmist í geymslu en ella. Flokkun ullarinnar Vetrarrúin ull flokkast betur en vor- rúin ull og vorrúin betur en haustrúin ull. ull sem hefur legið lengi. kannski í shemum geymslum. getur hægléga skemmsLmyglað og fúnað. Það leiðir til minni gæða og lakari flokkunar. Með því aö borga um 13% yfirverð á ull i mars viröist meðalverö yfir árið í krónum talið geta orðið svipað og það hefði orðið miðað við gamla kerfið. Bændur fá þó verðmætari krónur með aðl'erð Álafoss og með því er meiri hvatning til að koma með óskemmda vöru. Fast verð er til hagsbóta fyrir iðnaðinn Ol't hcfur verið um það rætt Itversu mikið óhagræði er í því fyrir ullariðnað- inn í heild. að ekki skuli hægt að hal'a last verð á ull. garni og voð fyrir allt framleiðslutímabiliö eða í eitt ár í einu. Það myndi auðvelda þessum aðilum að gera áætlanir og skapa meira öryggi í rekstri og myndi væntanlega leið til meiri framleiöslu og sölu ullarvara. Það ætti að vera bæði bændum og ullariönaö- inum til góða. Vonandi verður þetta framtak Álaloss h.f. til að bændur og ullarkaupcmlur setjast niður og semja um nýtt fyrir- komulag á verðlagningu iillar. Opið bréf til fólks af þýsku þjóðerni á íslandi ■ Þess minnast margir, að árið 1949 var svo mikill skortur á vinnuafli í sveitum íslands, að ráðlegt þótti að leita eftir ungu fólki í Þýzkalandi, er gegna vildi bústörfum hér, en hingað hafði borist vitneskja um að ungt fólk þar leitaði verkefna og vista utan Þýska- lands. Á vegum Búnaðarfélags íslands fóru um vorið til Þýzkalands, Jón Helgason og Þorsteinn Jósepsson og vistuðu hing- að um 250 manns, er komu svo í maí og júní til bústarfa vítt um sveitir landsins. Næstu árin þar á eftir kom allmargt fólk til viðbótar frá Þýzkalandi á sömu og öðrum vegum, til ýmissa starfa hér. Vitað er, að sumt af þessu fólki hafði hér stutta dvöl, en ýmsir undu vistum vcl hér og hafa fyrir löngu hlotið íslenskan þegnrétt. Með bréfi þessu er viðleitni sýnd til að ná til þessa fólks og kanna hver hafi orðið hlutskipti þess í nýju samfélagi hér á íslandi og hvar í stétt og starfi það er nú. Forsenda er meðal annars sú, að í Vestur-Þýskalandi er uppi ráðagerð um að á komandi sumri komi hingað aðilar frá þýskum fjölmiðlum (sjónvarpi) til heimsókna og viðtals við fólk úr um- ræddum hópum og fá þannig innsýn og vitneskju um hvernig þessu litla þjóðar- broti hefur vegnað hér norður við heim- skautsbauginn. Sem svör við þessu opna bréfi er óskað eftir nöfnum, heimilisfangi og svo stétt og stöðu einstaklinganna. Aðrar og fleiri upplýsingar mega gjarnan fylgja, er viðeigandi þykir að tilfæra, þó að trúnaðarmál séu ekki færð á vettvang, og geta ber svo þess hvort vinsamleg móttaka yrði veitt aðilum frá umræddum fjölmiðlum. Svör við málaleitan þessari óskast sem fyrst, send í lokuðum bréfum til: Frú Karin Hartjcnstein, Grcnimel 27, 107 Reykjavík. Með bestu kveðjum til hlutaðeigenda, Úlfur Friðríksson Gísli Kristjánsson 2679-7187

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.