Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 20
■ Verðlagsráð heimilaði um 10 prósent hækkun á smásöluálagn- ingu á fundi sínum á miðviku- daginn. Var álagningarheimild þar með færð í sama horf og hún var í fyrir setningu bráðabirgða- laganna 21. ágúst í sumar. „Verðlagsráð taldi að kostnaðar- auki í verslunarrekstri væri orð- inn það mikill í kjölfar launa- hækkana í ágúst og svo aftur í mars að forsendur 30% reglunn- ar svokölluðu væru ekki lengur fyrir hendi, „sagði Georg Ólafs- son, verðlagsstjóri í samtali við Tímann í gær. Á fundinum á miðvikudag var ennfremur heimiluð hækkun á unnum kjötvörum sem kemur í kjölfar hækkunar á landbúnað- arvörum um síðustu mánaða- mót. Er hækkunin á bilinu 20.6- 23.9 af hundraði. dropar Hvorum fylgir nú Jón? ■ Á aðalfundi Verkaiýðsfé- lagsins Einingar, sem haldinn var á Akureyri þann 13. sl. var samþykkt að skora á stjórn Útgerðarfélags Akureyringa og bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að bæta við skipakost félagsins, einkum með tiUiti til þess mikla samdráttar sem hef- ur átt sér sér stað á vinnumark- aðinum og allt útlit er fyrir að haldi áfram enn um sinn. Formaður Einingar er auð- vitað toppkratinn Jón Heiga- son og því spyrja menn hvar hann hafi geymdar skorinorðar samþykktir Alþýðuflokksins um að hamla gegn stækkun fiskiskipaflotans með öllum til- tækum ráðum? Borgarstjóri Morgunblaðsins Davíö Oddsson hafði um það orð þegar hann varð borg- arstjóri í Reykjavík, að hann hygðist vera borgarstjóri ailra borgarbúa en ekki bara íhalds- ins. Eitthvað hefur þetta skolast til hjá honum að undanförnu, og komið skýrt í Ijós, að hann telur sig einungis borgarstjóra íhaldsins og Morgunblaðsins. Nýjasta dæmið um þetta er undirritun samnings um kaup á hluta af Viðey. Þegar þessi undirritun fór fram á miðviku- - daginn var kailað á blaðamann og Ijósmyndara frá Morgun- blaðinu, en undirrituninni haldið vandlega leyndri fyrir öðrum fjölmiðlum. Fréttin birtist því í Morgunblaðinu en hvergi annars staðar. Samkvæmt heimildum Dropa mun Davíð sjálfur hafa tekið þá ákvörðun að hafa einungis Morgunblaðsmenn viðstadda undirritun þessa sammngs. Það er því hans ákvörðun að vera aðeins borg- arstjóri Morgunblaðsins. Krummi ...heyrði í hadegisfréttum út- varpsins að borgarstjóri Mogg- ans líkti kaupverði Viðeyjar við viðgerðarkostnað á gervi- grasvelli! Faereyinga: „Astæða tiladherda eftirlitið” Ólafur um laxveiðar SMÁSÖLUÁLAGNING HÆKKAR UM 10% ■ „Ég er útaf fyrir sig ánægður með það sem kemur fram í þessari fréttatilkynningu fær- eysku landsstjórnarinnar," sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var inntur álits á frétt frá færeysku landsstjórn- inni, sem birt var í Tímanum í gær. Utanríkisráðherra sagðist vera ánægður með það atriði, að það væri sett inn í laxveiðileyfin hjá Færeyingum að þeir ættu að veiða innan landhelgi sinnar, og að við lægi leyfissvipting. Utanríkisráðherra var spurður hvort ástæða væri þá til þess að herða eftirlit með veiðum, þarna austur af landinu og sagði hann þá: „Ég get ekki alveg sagt um það. Víssulega er ástæða til þess að herða eftirlitið, en það er nú Landhelgisgæslan sem verður að ákveða slíkt, og hún hefur sjálf- sagt í ýmis horn að líta.“ Ólafur sagðist eiga von á því að viðræður á milli færeyskra og íslenskra stjórnvalda um lax- veiðar Færeyinga færu fram inn- • an skamms. -AB Eftir hækkunina er verð á einu kílói af vínarpylsum 104,80, en var áður 86,90 og verð á kjötfarsi fer úr 55.50 f 67.70 svo dæmi séu tekin. - Sjó Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 ■ Það er fögur sjón í margra augum að sjá jafn marga -nýja bíla samankomna á einum stað og sjá má á þessari yfirlitsmynd af bílageymslu Eimskips, Sundaporti, en hún var tekin úr flugvél í gærdag. Samt er líklegt að margur bílasalinn viídi vita bifreiðarnar annars staðar niður komnar, því sumir bílarnir eru búnir að standa þarna óhreyfðir í meira en ár. Ekki eru þetta þó allir óseldir bílar í höfuðborginni, —inni í Bórgarskála eru um það bil 1000 í viðbót. Stöðugt bætist við og síðasta bílasendingin kom með Álafossi sl. þriðju- dag. Stefnan virðist því vera sú hjá umboðunum að kaupa inn hcldur meira en selst. (Tímamynd Ámi Sæberg) Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafé/ag abriel r HÖGGDÉYFAR. u ■ y .Qjvarahlut| r , Sími 36510. Hamarshöfða 1' Lá við árekstri varnarliðsvélar og farþegavélar: „MISTÖK FLUGMANNS OG 77 FIUGUMFEREMRSTJORANSI — segir Grétar Óskarsson, framkvæmdastjóri loftferðaeftirlitsins ■ Þarna kom tvennt til, mistök flugmannsins á varnarliðsvéiinni og mistök flugumferðarstjórans sem átti að vakta radarinn," „sagði Grétar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri loftferðaeftiriits- ins, þegar hann var spurður hvað út af hefði borið þegar næstum varð árekstur milli Arn- arflugsvélar og herflugvélar frá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli yfir Vestmannaeyjum fyrr í vikunni. „Verið var að þjálfa nýjan flugmann um borð í varnarliðs- vélinni og þar af leiðandi fylgdust þeir ekki nógu vel með ferð vélarinnar. Lentu þeir út af af- mörkuðu æfingasvæði, sem þeim var ætlað og stefndu beint á móti Arnarflugsvélinni. Flugvélarnar fóru í sömu línu á móti hvor annarri í að minnsta kosti tvær mínútur áður en vakthafandi flugumferðarstjóri varð þess var. Hann kallaði strax og hann áttaði sig á hvað var á seyði, í varnar- flugsvélina og skipaði flugmann- inum að beygja til hægri. í þann mund sem hann var að beygja, varð Arnarflugsflugmaðurinn var við vélina fyrir framan sig og beygði hann einnig til hægri, „sagði Grétar. Grétar sagði að vélarnar hefðu verið í næstum sömu hæð, 12000 fetum, og þegar þær hefðu kom- ist næst hvor annarri hafi aðeins um 300 fet í hæð skilið á milli þeirra, en lengdarskilnaðurinn hefði verið nokkur hundruð fet. Grétar sagði að óvíst væri um framhald þessa máls þar sem rannsókn væri enn ekki að fullu lokið. Taldi hann að bandaríski herinn fengi mál síns manns til meðferðar en mál flugumferð- arstjórans sem átti að vakta radarinn yrði tekið fyrir héma heima. Flugumferðarstjórinn sem vakta átti radarinn var enn við vinnu í flugturninum á Keflavík- urflugvelli í gær. “ Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.