Tíminn - 18.03.1983, Page 12

Tíminn - 18.03.1983, Page 12
20 mmm FOSTUDAGUR 18. MARS 1983 heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. ■ Bjamveig Bjarnadóttir er löngu landsþekkt. Hún hefur látið margvís- leg málefni til sín taka og ritað um þau greinar í blöð, sem eftir hefur verið tekið. Þá var hún frumkvöðull og aðalhvatamaður að stofnun Ásgríms- safns, sem hún veitti forstöðu í 20 ár með mikilli prýði. Bjarnveig á tvo syni, sem báðir eru búsettir erlendis. Síðarí maður hennar var Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri. Hann lést 1978. Bjamveig, sem alltaf hefur verið ákaflega starfsöm og dugleg kona, varð fyrir því áfalli fyrír rúmum 2 árum að missa skyndilega mátt hægra megin og mál. Þetta áfall varð til þess að gerbreyta lífi hennar. Hún segir okkur frá endurhæfmgu þeirri, sem hún hlaut á Grensásdeild Borgarspítalans, og daglegu lífl sínu nú. Fann þá koma yfir mig svima ' Það verður að segjast eins og er, að daglegt líf mitt breyttist á 1-2 mín. 11. nóv. 1980. Mig langar því að hafa nokkurn formála að þessum pistli, en segi frá lífi mínu í dag í lok hans. Þennan dag var ég að vinna við jólakortadreifingu Ásgrímssafns og var ég að því á heimili mínu í herbergi uppi á lofti. Var ég að burðast með níðþunga kortapakka, gekk fram á stigapall og fann þá koma yfir mig ■ Bjarnveig Bjarnadóttir á heimili sínu. í baksýn er málverk eftir Þorvald Skúlason og veggteppi, sem móðir Bjarnveigar, Guðlaug Hannesdóttir, ættuð úr Árnessýslu, saumaði, þegar hún var áttræð að aldrí. (Tímamynd GE) bækur, en ég held mjög mikið upp á frönsku impressionistana. Mér hefur áskotnast talsvert af bókum með myndum þeirra, t.d. Monet, Renoir, Gauguin, Degas, Cézanne, Van Gogh o.fl. Þessar bækur ætla ég að afhenda ungum vini mínum, Páli Guðmunds- syni frá Húsafelli. Nú hefur hann lokið námi við Handíða og myndlistaskól- ann og ég hef trú á honum sem góðum málara. Hann veitti mér mikið öryggi, þegar eiginmaður minn Snorri Sigfús- son andaðist 1978, en þá flutti Páll hingað í húsið og var mér til trausts og halds. Síðan kemur kvöldmaturinn, sem er mjög fábrotinn, aðallega ávextir. Þá er komið að fréttum útvarps og sjónvarps. Margt þykir mér gott í þessum fjölmiðlum, en líka margt, sem ekki er áhugavert fyrir mig, og þá loka ég fyrir. Ýmislegt fæ ég aðstoð við, t.d. kemur kona einu sinni í viku frá borginni og baðar mig, er það ómetan- leg hjálp. Skömmu eftir að ég kom heim flutti indæl ung stúlka í íbúð á jarðhæðinni í húsi mínu og ræstir hún fyrir mig einu sinni í viku og aðstoðar mig á ýmsan hátt. Ekki má gleyma dásamlegu vinunum Þetta er hin almenna dagskrá hjá VORKENNT — heldur þakkað skapara mínum ffyrir þá heilsu sem ég er búin að fá” svima. Hugsaði ég með mér, að best væri að hypja sig niður stigann til þess að ég gæti náð í símann, ef ske kynni að ég væri að verða eitthvað lasin, ég var alein í húsinu þá stundina. Þessi stigi er afar brattur og tröppurnar með málmskinnum. Húsið mitt er gamalt timburhús, byggt upp úr aldamótum. Þegar ég lenti niðri í forstofunni, þar sem síminn er, þá finn ég að ég get ekki risið upp. Þá dró ég símann niður á gólfið og hringdi í vinkonu mína í næsta húsi. Þegar hún svarar, uppgötva ég að ég hef misst málið. Það sem varð mér til bjargar, var að vinkona mín, sem hefur gestaheimili á sumrin, aðallega fyrir útlendinga, hélt, þegar hún heyrði í mér, að útlendingirr væri að reyna að gera sig skiljanlegan á íslensku, lagði tólið ekki á en hlustaði eftir illskiljan- legu umli í símanum og skildi eftir langa mæðu: „Veiga veik.“ Hún kom út til mín á stundinni og pantaði sjúkrabíl, sem flutti mig á Borgar- spítalann. Við rannsókn kom það í ljós, að hægri handleggur var algjör- lega lamaður, hægri hótur örlítið og talmálið alveg horfið. Eftir fárra daga • legu á Borgarspítalanum, var ég flutt á Grénsásdeiídina. Dvölin þar varð mér mikil lífsreynsla, sem opnaði augu mín, en þarna birtist mér alveg nýr heimur, sem ég hafði gott af að kynnast. Þetta áfall mitt kom í rauninni á besta tíma fyrir mig, úr því svona þurfti að fara. Ég var búin að ganga vel frá öllu í safninu, hafði tilkynnt mennta- málaráðuneytinu að ég myndi hætta um áramótin og ákveðið að Björg Þor- steinsdóttir listamaður yrði eftirmaður minn. Ég var sátt við að hætta starfi mínu við safnið, hafði unnið þar frá byrjun, eða í 20 ár. „Kraftaverkaherbergið“ Fyrstu dagana á Grensásdeild var ég ansi vesæl, en ég var svo heppin að vera í herbergi með afbragðskonu, Lilju Jónsdóttur frá Flateyri. Hún hafði skyndilega lamast illa í júlímán- uði sama ár og ég, og var strax flutt á Borgarspítalann. Þar lá hún nokkrar vikur mjög veik og síðast flutt á Grensás í september. Þegar ég kom þangað í nóv. var hún algjörlega bundin hjólastól. Við stöppuðum stál- inu hvor í aðra, aldrei vol eða víl. Hún var afar tillitssamur herbergisfélagi, fann að ég átti erfitt með mál. Lilja er mjög trúuð koma, og hafði hún ætíð Biblíuna hjá sér á náttborðinu. Eitt skipti er hún opnaði hana, blasti við henni frásögnin af því er Kristur vakti Lasarus upp frá dauðum, en skömmu áður var búið að gefa henni skyn, að hún yrði ef til vill bundin hjólastól til æviloka. Nú var hún sannfærð um að hún næði heilsu. Þannig fór með hana, að um svipað leyti og ég var hún útskrifuðáf stofnun- inni. Fór hún þaðan með einn staf til stuðnings. Skömmu áður en við kvöddum þennan góða stað ákváðum við að skíra herbergið okkar „Kraftaverkaher- bergið“ Grensásdeíldin eins og heimili Þegar ég fór að átta mig á hvað gerst hafði, sá ég að Grensásdeildin er ekki beint sjúkrahús, heldur hcimili fyrir þann fjölda, sem þar var til lækninga. Þarna var fólk víðs vegar af landinu og þar ríkti góður andi. Það sýndi hvert öðru umburðarlyndi og þeir, sem betur voru á sig komnir, hjálpuðu hinum. Hvað snerti starfsfólkið, þá hafði það allt þann eiginleika að vera vin- gjarnlegt við sjúklingana og sýna þeim umhyggju. Og ég álít, að sú stétt í þjóðfélagi okkar, sem sýnir mesta þolinmæði, séu iðjuþjálfarnir. Lækningin fólst í því, í sambandi við mig, að fyrsta morguninn fór ég í taltímá. Talkennarinn þarna er ákaf- lega uppörvandi, þolinmóður og elsku- legur. Byrjunarkennslan fólst í því að ég fékk myndaspjöld og átti ég að nefna hlutina á þeim. Loksins kom að því að hætt var að nota spjöldin og ákvað kennarinn, að nú skyldi hefjast samræðuþáttur og töluðum við aðal- lega um ferðalög. Svo var það að afloknum þessum tíma, að ég fór inn í aðalæfingasalinn. Þar var margt um manninn, sem hjálp- arþurfi var. Prýðilegur iðjuþjálfi, ung norsk stúlka, tók mig að sér. Með hjálp hennar fór ég smátt og smátt að fá örlítinn mátt í handlegginn. Að þessari þjálfun lokinni fór ég inn í næsta sal, þar sem annar ágætur iðju- þjálfi tók til við höndina. Loks færðist smálíf í hana. Og að því kom, að upp rann sá dagur, að ég var útskrifuð af deildinni eftir 5 mánaða dvöl þar. Nú varð ég að hjálpa mér sjálf. Morgungesturinn minn íg vakna ætíð snemma, er komin fram í eldhús kl. 8. Þegar ég er búin að kveikja Ijós þar, heyri ég venjulega í morgungestinum mínum, þrusk við útidyrnar. Þá fer ég fram og opna hurðina og segi: „Góðan daginn, vertu velkomin Dúlla mín.“ Mér er svarað með hlýju mjálmi. Kisan Dúlla hefur „prívatherbergi" (þvottahús) í kjallaranum í næsta húsi og sér þaðan gluggann mjnn. Konan, sem á hana, fer eldsnemma í vinnu og opnar þá þvottahúsgluggann um leið. Dúlla er fallegur köttur og skynsamur, hún veitir mér mikla ánægju með morgunheimsóknum sínum. Hún er einstakur köttur að því leyti, að henni þykir afar gott að.fara í bað, það fær hún einu sinni í viku. Meðan ég borða morgunmatinn minn snýst kisa í kringum mig og fer svo á stjá á heimilinu mínu og hefur einna mest gaman af að sitja við glugga upp á lofti og horfa á það sem gerist utan dyra. Næsti þáttur er að klæða mig og snyrta, og síðan er gönguferð á hverj- um morgni, þegar veður leyfir. Þá er komið að matseldinni. Ég er viss um að það hefur hjálpað mér mikið að ég elda mér ætíð hollan og góðan mat. Ég legg ávallt fallega á borð fyrir mig eina, en ég borða heita máltíð um hádegið. Svo kemur að miðdagslúrnum fram að kaffi. Síðan fer ég eitthvað að dunda í heimilmu, en ég hef erft frá móður minni þann dásamlega eigin- leika að geta unað mér ein með sjálfri mér og ég er aldrei iðjulaus. Ég dunda við að flokka ýmsa pappíra og bækur, t.d. núna er ég að taka saman málverka- mér, en ég má ekki gleyma að taka fram, að ég á marga dásamlega vini, sem heimsækja mig, bjóða mér heim og á listsýningar, tónleika og í leikhús. Einnig hef ég farið fjórum sinnum til útlanda að heimsækja syni mína síðan ég útskrifaðist af Grensásdeild. Annar þeirra býr í Lundúnum, kvæntur enskri konu og á tvö börn. Hann er flugstjóri hjá bresku félagi. Ég fór til þeirra um síðustu jól. Sú ferð var ákaflega ánægjuleg og giftudrjúg fyrir mig. Sonur minn keypti 100 ára gamalt hús (frá Viktoríutímanum), eitt af þessum trjónuhúsum, þar sem venjan var að hafa eldhús og borðstofu í kjallara og svefnherbergin uppi. Mitt herbergi var á efstu hæðinni og gekk ég oft á dag 32 tröppur, og 40 þegar ég fór út að ganga. Ennþá þjáðist ég af dálitlum dofa í tánum á hægri fætinum og hafði leitað til Ásgeirs Ellertssonar, yfirlæknis við Grensásdeildina til að spyrja, hvernig helst væri hægt að ráða bót á því. „Ganga, ganga, ganga,“ svaraði Ásgeir að bragði. „Það eykur líkamsþrótt.“ Þetta gekk eftir, því að þetta stigaráp mitt um jólin læknaði mig algerlega af þessum óþægindum! Að lokum þetta. Ég reyndi að hjálpa mér sjálf eins og ég mögulega gat í veikindum mínum og geri ætíð sömu æfingarnar og ég lærði á Grensás 3 svar á dag. Ég hef aldrei vorkennt mér, heldur þakkað skapara mínum fyrir þá heilsu sem ég er búin að fá, en ég hef alla tíð fram að þessu áfalli verið heilsuhraust og haft mikla vinnu- gleði. Dagur í lífi Bjarnveigar Bjarnadóttur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.